Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 23 Stór orð en lítill handbolti Á LAUGARDAG fór fram á Akureyri hinn umtalaði leikur Þórs og Breiðabliks í handboltanum Þar sem leikið var um laust sœti í 2. deild. Svo mjög hefir verið um leik Þennan Þráttað í blöðum að undan- förnu af forystumönnum viðkom- andi félaga og stór orö höfð um óheiðarleika, „minnisleysi", siðferði og álíka hugtök og Því lýst yfir að hart skyldi mæta hörðu, að búast mátti við góðum og hörðum leik. Svo fór Þó ekki. Leikurinn var allan tímann leiðinlegur á að horfa, en lengst af nokkuð spennandi Þó. Þórsarar sígruðu með 17 mörkum gegn 14 og var sigur Þórs sanngjarn og 2. deildar sætið Þeirra. Framan af leiknum höfðu Blikarnir forystu, voru jafnan eitt til tvö mörk yfir og héldu því forskoti fram á síðustu mín. hálfleiksins, en Þórsar- arnir skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og leiddu í hléinu með 10 mörkum gegn níu. í síðari hálfleikn- um lögðu bæði lið meiri áherslu á vörnina auk þess sem markvarslan var þá mun betri, einkum hjá Ragnari Þorvaldssyni í marki Þórs, en hann varði t.d. fjögur vítaköst. Þórsarar sigu síðan smátt og smátt fram úr og höföu yfirleitt tveggja marka forystu og sigruðu með 17 mörkum gegn 14. Bestir í liði Þórs voru Ragnar markvörður, Arnar Guðlaugsson og Sigtryggur Guðlaugsson. Annars var langt í frá að liðiö léki vel en ef til vill hefir taugaspennan sett mark sitt þar á. Hörður Már og Kristján Þ. Gunnarsson ásamt Brynjari Björns- syni voru bestu menn Blikanna að þessu sinni. Mörk Þórs: Arnar 6, Sigtryggur 6 (2), Sigurður Sigurðsson 3 (1), Jón Sigurðsson og Einar Björnsson eitt mark hvor. Mörk Breiðabliks: Kristján Þ. 5 (2), Hörður 3, Brynjar og Sigurjón Rannversson tvö hvor, Helgi Þóris- son og Kristján Halldórsson eitt hvor. Sigb.G. • Per Otto Furuseth skorar síðasta mark leiksins aðeins G sek fyrir leiksiok og kemur Refstad tveim mörkum yfir. Furuseth skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Símamynd Aftenposten. Valsmenntöpuðu með 5 tveim mörkum í Noregi Eiga góða möguleika á að komast í aðra umferð VALSMENN töpuðu fyrri leik sínum á móti Refstad frá Noregi 16—14 í Evrópukeppni meistaraliða í handknatt- leik á sunnudag í Oslo. Leikurinn var vel leikinn og spennandi allan tímann. í hálfleik hafði Valur yfirhöndina 7—6. Valsmenn eiga nú góða möguleika á að komast áfram í keppninni en þeir verða að sigra í síðari leiknum hér heima með þremur mörkum. Þróttur Aðalfundur handknattleiks- deildar Þrúttar verður haldinn í kvöld. Verður hann í nýja félags- heimilinu ok hefst klukkan 20.30. Það var Steindór Gunnarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítakasti, Refstad jafnar og kemst yfir 2—1, en Þorbjörn Guðmundsson jafnar úr vítaskoti. Síðan var jafnt á öllum tölum upp í 5—5 en þá ná Valsmenn tveggja marka forystu en rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins tekst Refstad að VALURi Ilelgi Gústafsson 1. Ilelgi Sigurjúnsson 1. Júhannes Magnússon 1. Kristján Ágústsson 2. Lárus Ilúlm 2. Ríkharður Hrafnkelsson 1. Sigurður Hjörleifsson 1. Torfi Magnússon 2. Þúrir Magnússon 3. ÞÓR: Ágúst Pálsson 1. Birgir Karlsson 2. Eiríkur Sigurðsson 3. Jún B. Indriðason 2. Karl Ólafsson 1. Ómar Gunnarsson 1. Sigurgeir Svansson 1, Þröstur Guðjúnsson 1. V..#" •» UMFNi Árni Lárusson 1. Brynjar Sigmundsson 1. Geir Þorsteinsson 3. Guðsteinn Ingimarsson 2. Gunnar Þorvarðarson 3. Jún V. Matthíasson 1. Júlíus Valgeirsson 1. Stefán Bjarkason 3. Þorsteinn Bjarnason 2. ÍRi Erlendur Markússon 1. Jón Jörundsson 2. Kolheinn Kristinsson 2. Kristinn Jörundsson 3. Stefán Kristjánsson 2. V/ • ♦ *; • * v.#' KRi Arni Guðmundsson 2. Birgir Guðhjiirnsson 2. Bjarni Júhannesson 1. Björn Björgvinsson 1. Einar Bollason 2, Eiríkur Júhannesson 3. Gunnar Júakimsson 2, Jún Sigurðsson 4, Kristinn Stefánsson 2. ÍSi Bjarni Gunnar Sveinsson 2. Ingi Stefánsson 2. Ingvar Júnsson 1. Jún Iléðinsson 2, Jún Oddsson 2. Jún Óskarsson 1. Jún Pálsson 1, Steinn Sveinsson 2. Þorleifur Guömundsson 1. minnka muninn niður í eitt mark. Staðan í hálfleik var 7—6 Val í hag. Valsmenn byrjuðu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og ná þriggja marka forystu með mörk- um þeirra Jóns Karlssonar, og Jóns Péturs. Refstad skorar svo 9— 7, en Bjarni Jónsson skorar 10. mark Vals. Þegar um átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skipta norðmenn um markvörð. Landsliðsmarkvörðurinn Morgen Juul sem staðið hafði í markinu allan leikinn fór út af og inn kom . Xom-Janswuw Vai öi haim eitis og- berserkur og lokaði marki Refstad. Breyttist nú staðan úr 10—7 í 10— 10. Var þessi kafli einn sá versti hjá Val í leiknum. Jóni Karlssyni tókst að ná forystu fyrir Val 11—10 en Ref- stad tekst að komast yfir 12—11 og 14-13. Þannig var staðan þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Valsmenn fá vítakast en Tom Janssen varði hjá Steindóri. Vals- mönnum tekst samt að jafna 14—14 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. En Refstad nær forystu þegar ein mínúta er eftir af leiknum og 6 sek. fyrir leikslok tekst þeim að bæta öðru við. Leikurinn endaði því 16—14. Valsmenn áttu mjög góðan leik. Varnarleikur liðsins og mark- varsla var allan tímann mjög góð. Þá var línuspil liðsins beitt þrátt fyrir að Steindór og Bjarni mis- notuðu sum skot sín. Bjarni átti til dæmis tvö skot í stöngina. Þá átti Jón Pétur góðan leik í sókninni, en í heildina virkaði Valsliðið mjög sterkt. Brynjar Kvaran átti stór- leik í markinu. Harald Tyrdal liðstjóri Refstad sagði eftir leikinn að Valsmenn hefðu komið sér á óvart með góðum leik, sérstaklega var það línuspilið sem okkur gekk illa að ráða við. Mínir menn léku ekki góðan leik í dag, við getum betur, eins og kemur í ljós á Islandi í siðari leik liðanna. Mörk Vals: Jón Pétur 5, Þor- björn 3, Jón Karlsson 2, Bjarni 2, Steindór 2. Mörk Refstad: Tarond Inge 5, Furuseth 3, Riegl 2, Magnusson 2 Stermer 2, Hallen 1, Johannsson 1. GS/þr. KR meistari • Á myndinni má sjá Islandsmeistara KR í sundknattleik 1978. Þetta lið hefur verið mjög sigursælt undanfarin ár og hefur unnið 7 af 8 mótum sem Það hefur tekiö Þátt í 2 síðustu árin. Á myndinni eru talið frá vinstri í efri röð: Þóröur Ingason, Erlingur Þ. Jóhannsson, Þorgeir Þorgeirsson, Vilhjálmur Þorgeirsson. Fremri röð f.v.: Jón Þorgeirsson, SigÞór Magnússon markvöröur, Ólafur Þór Gunnlaugsson fyrirliði, HafÞór Guðmundsson og Stefán Andrésson. Á myndina vantar Einar Þorgeirsson og Vílhjálm Fenger. SigÞór Magnússon var kosinn besti leikmaður mótsins og Ólafur Þór Gunnlaugsson var markakóngur Þess. Laiidsliðshjálfarinn með fyrirlestra TÆKNINEFND KSÍ og Knattspyrnu- þjálfarafélagiö gangast fyrir fræöslu- námskeiöi fyrir íslenzka knattspyrnu- þjálfa sem lokið hafa einhverjum af þjálfaranámskeiöum KSÍ eöa íþrótta- kennaraprófi. Námskeiöið sem í senn verður fræðilegt og verklegt verður haldiö í Kennaraháskóla íslands dagana 20.—22. október nk. og hefst föstudaginn 20. okt. klukkan 9 f.h. Landsliðsþjálfarinn dr. Youri llytch- ev flytur fyrirlestra um tvo af meginþáttum knattspyrnuþjálfunar og gefur sýnishorn af æfingum. 1) Skipulag ársþjálfunar og vægi hinna ýmsu þátta í ársþjálfunarhringnum. 2) Nýjasta þróun í leikaðferðum oq leikkerfum með tilliti til HM í Argentínu 1978, landsleikjum islands og leikjum íslenzkra félagsliðs. Tími verður gefinn til fyrirspurna og umræðna. Knattspyrnuþjálfarar eru beðnir að tilkynna þátttöku nú þegar 83386. ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.