Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1T. OKTÓBER 1978. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 25 SPJALLAÐ VIÐ VERÐLAUNAMENN MORGUNBLAÐSINS — segir Pétur Pétursson, markakóngur í knattspyrnu — ÉG er mjög ánægður með það að hafa fengið þessa verðlaunagripi Morgunblaðsins tvö ár í röð, þeir munu í framtíðinni minna mig á þau góðu ár sem ég hef átt með Akranesliðinu, sagði Pétur Pétursson í stuttu rabbi við blm. Mbl. að lokinni verðlaunaafhendingunni á föstudaginn. Pétur er nú farinn til Ilollands, þar sem hann hefur sem kunnugt er gerst atvinnumaður með hinu heimsfræga liði Feyenoord í Rotterdam. — Éfí er mjöf; ánægður með samning minn við Feyenoord, satíði Pétur. Ér tók mér góðan tíma til þess að huRsa um tilboð félattsins, en eftir að ég hafði farið út oíí séð aðstæður þar var ór alvefí ákveðinn að taka tilboðinu. Allar aðstæður eru hreint stór- kostlefjar. Völlur félatísins tekur 65 þúsund manns að ég held, þar af 55 þúsund manns í sæti. Mjöf; vel er huftsað um leikmennina ot; við höfum allt til alls. Það eru jafnvel sérstakar læknastofur fyrir áhorf- endur ef þeir meiðast. — Hvernig var þér tekið af öðrum leikmönnum? — Aiveg sérstaklet;a vel. Hver einn of; einasti var mjöf; vint;jarn- let;ur við mit;. Fe.venoord er að byRKja upp nýtt lið. Elsti maður- inn er Wim Jansen, 31 árs, þrír leikmenn 26—27 ára en aðrir leikmenn eru tvítuRÍr or þar undir. Ér byrja strax að æfa þeRar ór kem út en ór veit ekki hvenær éR kemst í liðið. Framkvæmdastjór- inn hr. Stephan hefur reyndar saRt að ór verði strax settur í liðið en ór tek því nú varlega. Það kemur í ljós hvenær ór fæ mitt tækifæri. — Hvenær heyrðir þú fyrst frá Feyenoord? — Það var úti í Köln þegar Akranesliðið var að leika þar í Evrópukeppninni. Þjálfari liðsins kom til mín eftir leikinn og ræddi aðeins við mig. Ég sagði honum að ég hefði áhuga á því að gerast atvinnumaður í knattspyrnu, en ég sagði honum jafnframt að ég myndi ekkert gera í málinu fyrr en eftir keppnistímabilið. Eftir lands- leikinn í Austur-Þýzkalandi hófust samningaviðræður fyrir alvöru og með hjálp góðra manna fékk ég samning, sem ég er mjög ánægður með. (Pétur hefur ekki viljað gefa upp einstök atriði samningsins en Stephan hefur sagt að árslaun knattspyrnumanna í Hollandi séu á bilinu 15—45 milljónir íslenzkra króna). Ég er sérstaklega ánægður með þá aðstoð, sem Feyenoord ætlar að veita Akurnesingum með • Björn Jóhannesson tekur við verðlaunum sínum úr hendi Haralds Sveinssonar, framkvæmdastjóra Arvakurs hf. því að leika endurgjaldslaust hér heima næsta sumar og svo það að félagið ætlar að taka þjálfara að heiman á námskeið og leyfa efnilegum strákum að dvelja hjá félaginu. Ég hef notið góðrar aðstoðar við samningagerðina og vil ég sérstaklega þakka þeim George Kirby, Gunnari Sigurðs- syni, Albert Guðmundssyni og Gylfa Þórðarsyni. — Ertu ánægður með árangur þinn og Akranesliðsins í sumar? — Mér gekk illa að skora fyrri part sumars en seinni hlutann gekk mér mun betur. Hins vegar er ég óánægður með landsleikina mína, ég átti að skora fleiri mörk en þetta eina sem ég skoraði úr vítaspyrnunni í Austur-Þýzka- lsndi. Ég er einnig ánægður með árangur Akranesliðsins í sumar. Við töpuðum aðeins tveimur leikjum, báðum gegn Val, og að mínu mati töpuðum við báðum leikjunum óverðskuldað. — Hvaða leikur er þér minnis- stæðastur frá sumrinu? — Tvímælalaust bikarúrslita- leikurinn gegn Val. Það var takmarkið hjá okkur að vinna bikarinn og það tókst. Markið sem ég skoraði í þeim leik er vafalaust mikilvægasta markið, sem ég hef skorað á mínum knattspyrnu- mannsferli. — Heldurðu ekki að þú munir sakna félaganna í Akranesliðinu og Kirbys þjálfara? — Alveg örugglega. Þau þrjú ár sem ég hef verið í meistaraflokki IA hafa verið mjög skemmtileg ekki síst vegna þess að strákarnir í liðinu hafa verið frábærir félagar. Svo mun ég auðvitað sakna Kirb.vs, hann hefur verið mér mjög mikilvægur, bæði sem þjálfari og félagi. Hann hefur gert mig að því sem ég er í dag, kennt mér að skapa tækifæri og nýta þau. Pétur hefur leikið knattspyrnu frá barnæsku. Hann hefur leikið í öllum flokkum ÍA og ætíð sem miðherji. Nú er að hefjast nýtt tímabil hjá honum, tímabil atvinnuknattspyrnunnar. Honum fyl«ja"beztu óskir um gott gengi í Hollandi. - ss. Pétur Pétursson. Karl Þórðarson. „Hef fullan hug á atvinnumensku" — AUÐVITAÐ er ég mjög ánægður með að hljóta þennan titil — sagði knattspyrnumaðurinn snjalli Karl Þórðarson frá Akranesi, í viðtali eftir verðlauna- afhendinguna. Karl setti nýtt met í meðaleinkunn Morgunblaðsins, hann hlaut 60 stig í 18 leikjum, eða 3,3 stig að meðaltali. Það er auðvitað stórkostlegur árangur, þó að almenningur deili um réttmæti einkunnagjafarinn- ar. Og Karl var óumdeilanlega langbesti leikmaður íslandsmótsins og sá sem mestum framförum hafði tekið frá árinu áður. — Það er mikið fylgst með einkunnagjöfinni uppi á Skaga, fólk er síreiknandi út og það er gaman að því þegar maður á möguleika á titlinum. Bikarinn er eitthvað til að keppa að og er því ekkert nema gott um hann að segja, hann skapar keppni og góða stemmningu. Ég er stoltur yfir því að hafa tryggt mér hann, sagði Karl enn fremur. Karl hóf að leika með meistara- segir Karl Þórðarson, leikmaður íslandsmótsins „Erlendu þjátfararnir hleypa nýju blóði í handknattleikinn" - ÉG ER mjög ánægður yfir að hafa hlotið þessi glæsilegu verðlaun, sem Morgunblaðið veitir, þau eru persónuleg og ekki er vafi á að þau eru íþróttamönnum mikil hvatning. Það er ekki skrýtið að menn séu stundum ósammála um einkunnagjöfina, hún er byggð á mati og því ekki einhlít. En hvað um það, Mbl. á þakklæti skilið fyrir að standa svona myndarlega að þessu. — Ég var ekki að keppa að markakóngstitlinum á síðasta vetri. Það sést á leik manna ef svo er. Hins vegar var ég markheppinn og tók svo til öll vítaköstin se'm Ármann fékk og það hjálpaði myndarlega upp á sakirnar. Þá var ég í góðri skotæfingu og um leið í hörku sóknaræfingu, en áður fyrr var meira litið á mig sem várnar- leikmann. — Mér finnst handknattleikur- inn á Islandi vera á tímamótum. Handknattleikurinn hefur verið á niðurleið undanfarin tvö ár og er það fyrst og fremst vegna þess að forustan setti sér röng markmið og hefur á vissan hátt brugðist skyldu sinni. Það hefur gleymst að reyna að útbreiða handknattleik- inn. HSÍ hefur ekki sinnt upplýs- ingaskyldu sinni nægilega vel, það er ekki gott að sérsamband eins og HSÍ hafi ekki blaðafulltrúa. En vonandi verður breyting á þessu í vetur, með starfi Jóhanns Inga Gunnarssonar hjá sambandinu. — Mér er efst í huga nú er við stöndum á þessum tímamótum sem ég talaði um, að sú breyting sem gerð hefur verið á niðurröðun íslandsmótsins í handknattleik leggst ekki vel í mig, Það er hæpin ráðstöfun að láta einn leik fara fram í einu. Aðsókn að leikjum á eftir að minnka, og þar með áhuginn á boltanum um leið. Félögin verða fyrir fjárhagstapi og það kemur illa við þau. Handknattleikurinn verður góð- ur í ár að mínu mati og ekki verri í 2. deild en þeirri 1. Við í Ármanni leikum í 2. deild og ég stend í þeirri meiningu að keppnin þar verði harðari og meiri en nokkuru sinni fyrr. KR-ingar og Ármenn- ingar verða í efstu sætunum en mörg lið geta þó sett strik í reikninginn og koma örugglega til með að fylgja fast á eftir. Ég hef þá trú að Valur og Víkingar verði í efstu sætum 1. deildarinnar í ár. Við þurfum að fá betri þjálfara til að annast yngri flokka félag- anna þar er grunnurinn lagður, og mikilvægt að vel takist til. Þjálfaranámskeiðin sem HSÍ hef- ur gengist fyrir í vetur eru spor í rétta átt. Vonandi verður fram- hald á því. Erlendu þjálfararnir sem starfa hér núna hjá Víkingi og FH eiga eftir að hleypa nýju blóði í þeirra lið; það sést t.d. strax á Víkingum hve góðri æfingu þeir eru í og hvað þeir leika hraðan handknattleik. Mér finnst sjálf- sagt að ráða erlenda þjálfara þó svo að ég telji það ekki allra meina bót. Það er hins vegar ljóst að þeir eiga betra með að halda aga. í lok samtalsins báðum við Björn að segja okkur frá því hvernig hann gerði öll þcssi mörk. — Ég hef ekki neina sérstaka formúlu fyrir markaskorun. Ég spila fyrst og fremst fyrir liðið en ekki sjálfan mig. Það var ekki lögð nein sérstök áhersla á að gera mig markhæstan. Það fer eftir ýmsu hvenær maður reynir skot í leikjum. Að sjálfsögðu reynir maður að bíða eftir sem bestu skotfæri þó oft - segir Björn Jóhannesson, markakóngur í handknattleik vilji brenna við að reynt sé að skjóta of fljótt, það kemur einkum fyrir þegar ég er orðinn þreyttur og er ekki vel upplagður. Það hefur mikið að segja að vera vel upplagður í leikjum. Ég geri ekki mikið af því að skoða markverðina og athuga stíl þeirra. Það er helst í vítaköstum, sem maður reynir að sjá út handa- hreyfingar þeirra og fótahreyfing- ar. Erfiðasti íslenski markmaður sem ég hef leikið á móti er tvímælalaust Gunnar Einarsson í Haukum sem leikur nú í Dan- mörku. Það er erfitt að eiga við hann í vítaskotum jafnt sem langskotum. Það er alltaf ánægjulegt að sjá knöttinn fara í netið, segja má að því fylgi viss tilfinning, sagði Björn að lokum. - ÞR. flokki Akraness aðeins 17 ára gamall og sagði Karl að það hefði verið mjög óvænt fyrir sig, — sá leikur er mér minnistæðastur í gegnum árin, en í sumar eru tveir leikir ofarlega í huga. í deilda- keppninni, leikur okkar gegn Breiðabliki í Kópavogi og síðan Evrópuleikurinn í Köln. Fyrri leikurinn er mér minnisstæður, einkum fyrir eigin frammistöðu, en sá síðari frekar vegna frammi- stöðu ÍA-liðsins í heild, en 1—4 tap gaf kolranga mynd af gangi leiksins. Við vorum síður en svo lakari aðilinn í leiknum og við vorum mun betri þar heldur en þegar við gerðum jafntefli við Kölnara á Laugardaisvellinum hálfum mánuði síðar. Hvað um landsleikina í sumar og haust? — Ég held að við getum vel við unað þegar á heildina er litið, — sagði Karl. — Þessar þrautreyndu knattspyrnuþjóðir hafa mun meiri snerpu og úthald heldur en við og getum við því verið ánægðir með að standa uppi með ekki stærri töp á útivöllum. Persónulega þykir mér skemmti- legra að leika á útivöllum þegar glímt er við erlendar þjóðir, það er meiri stemmning auk þess sem ferðalögin eru skemmtileg. Ég tel að Islendingar muni ekki koma stigalausir út úr Evrópukeppninni, ég tel að sigurlíkur séu ekki litlar gegn Austur-Þjóðverjum í Laugar- dalnum og við ættum einnig að geta velgt Svisslendingum undir uggum. Hvað um framtíð þína með landsliðinu? — Ég get ekkert um hana sagt, en ég vona auðvitað að ég eigi eftir að leika sem flesta leiki með íslenska landsliðinu í framtíðinni. Peter Stephan frá Feyenoord gaf ótvírætt í skyn að hann hefði hug á að bjóða þér til Feyenoord. Fari svo, hver verða viðbrögð þín? — Á þetta var lítillega minnst í síðustu viku, en síðan ekkert meir. Ef mér verður boðið til Feyenoord, hefði ég mikinn hug á að fara og kynna mér málin og ef mér yrði boðinn samningur, er ekkert frá- leitt að ég tæki honum, því að ég hef mikinn hug á að komast í atvinnumennsku. En ef ekkert heyrist frá Feye- noord? — Þá verð ég líklega eitt ár enn uppi á Skaga og sé síðan til hvort eitthvað liggur fyrir fyrir að því loknu. Ég fékk boð frá belgísku félagi, en það var ekki freistandi, þó að um fyrstu deildar liðværi að ræða. Ég fer ekki út í atvinnu- mennsku nefna boðið sé gott, ég flana ekki að neinu í þessu sambandi, sagði Karl. Mbl. spurði Karl hvort hann teldi að í A-liðið gæti fyllt upp það skarð sem eftir stæði við brottför Péturs, ekki síst ef Karl hyrfi hugsanlega sjálfur á braut. — Um sjálfan mig vil ég sem minnst segja, en skarð Péturs verður erfitt að fylla, það segir sig sjálft. Ég er samt ekki svartsýnn, Skaga- menn hafa ótrúlega oft síðustu árin átt markakónga Islandsmóts- ins, Teit, Matthías, Pétur, þannig að maður hefur komið í manns stað. Það eru ýmsir efnilegir yngri leikmenn á Skaganum og aldrei er að vita nema heim komi leikmenn sem leikið hafa með öðrum liðum, t.d. Sigþór Ómarsson sem leikið hefur með Þór að undanförnu, en lék áður í liði Skagamanna. Þetta verður tíminn einn að leiða í ljós, en ég endurtek, að ég er ekki svartsýnn. Karl, sem er 23 ára gamall, starfandi rafvirki hjá Þorgeir og Ellert. á Akranesi, hefur verið heiðraður uppi á Skaga, ekki síður en hjá Mbl. I lok keppnistíma- bilsins var hann kosinn íþrótta- maður ársins á Akranesi og félagar hans í Akranesliðinu kusu hann knattspyrnumann ársins hjá IA. Það allt undirstirkar, að réttur maður hlaut útnefningu Morgun- blaðsins sem leikmaður Islands- mótsins. — gg. „Verðlaunin munu minna mig á þau góðu ár sem ég hef átt með Akranesliðinu" Gunnar varð fyrir vaEnu EKKI reyndist unnt að halda til streitu einkunagjöfunni á síðustu handboltavertíð. þ.e. að verkfall hlaðamanna varð til þess að ekki reyndist möguleiki að fylgjast með öllum leikjum mótsins. Ljóst var þó hvert stefndi og Gunnar Einarsson markvörður úr Haukum og nú með Aarhus KFUM. var kosinn handholtamaður ársins 1977 —78. Var það samdóma álit fréttamanna blaðsins. Nokkrir leikmenn veittu Gunnari mjög harða keppni og má þar nefna Hauk Ottesen KR. Árna Indriðason Víkingi. Andrés Kristjánsson Iiaukum. Jón Karlsson Val, Pál Björgvinsson Víkingi og Jens G. Einarsson ÍR. EFTIRTALDIR knattspyrnumenn hlutu besta meðaltal í einkunagjöf Mbl. fyrir 1. deildar keppnina í sumar. Karl Þórðarson ÍA Atli Eðvaldsson Val Dýri Guðmundsson Val Arni Sveinsson ÍA Janus Guðlaugsson FH Sigurlás Þorleifsson ÍBV Örn Óksarsson ÍBV Sigurður Haraldsson Val Pétur Pétursson ÍA Þorsteinn Bjarnason ÍBK Þorbergur Atlason KA Guðmundur Þorbjörnsson Val stig leikir meðalt. 60 18 3,33 stig 52 18 2,88 stig 48 17 2.82 stig 50 18 2,77 stig 49 18 2,72 stig 19 18 2,66 stig 48 18 2.66 stig 48 18- 2,66 stig 45 17 2.61 stig 45 17 2.61 stig 45 18 2,50 stig 45 18 2,50 stig Markhæstir í handknattleik EFTRITALDIR leikmenn urðu markha>stir í 1 deildarkcppni íslandsmótsins í handholta 1977 — 78. Björn Jóhannesson Ármanni 86 Andrés Kristjánsson Ilaukum 78 Jón Karlsson Val 78 Brynjólíur Markússon ÍR 76 Haukur Ottesen KR 69 Björn Pétursson KR 60 Páll Björgvinsson Víkingi 58 Janus Guðlaugsson FII 57 Gústaf Björnsson Fram 54 Viggó Sigurðsson Vfkingi 53 Símon Unndórsson KR 52 Markhæstir í knattsppu EFTIRTALDIR leikmenn voru markhæstir í íslandsmótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar. Pétur Pétursson ÍA 19 Ingi Björn Albertsson Val 15 Atli Eðvaldssor. Val 10 Sigurlás Þorleifsson ÍBV 10 Kristinn Björnsson ÍA 8 Steinar Jóhannsson ÍBK 8 Guðmundur Þorbjörnsson Val 8 Gunnar Örn Kristinsson Víkingi 8 VERÐLAUNAMENN MORGUNBLAÐSINS EFTIRTALDIR leikmenn hafa hlotið titil Mbl.. leikmaður íslandsmótsins. frá því að einkunagjöf blaðsins hóf göngu sína. KNATTSPYRNA. 1971. Jón Alfreðsson ÍA 1972. Eyleifur Hafsteinsson ÍA 1973. Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson ÍBK 1974. Jóhanncs Eðvaldsson Val 1975. Martcinn Geirsson Fram og Jón Alfreðsson ÍA 1976. Ingi Björn Albertsson Val 1977. Gísli Torfason ÍBK 1978. Karl Þórðarson ÍA HANDKNATTLEIKUR. 1972. Geir Ilallsteinsson FII 1973. Ólafur II. Jónsson Val 1974. Viðar Símonarson FII 1975. Ilörður Sigmarsson Ilaukum 1976. Pálmi Pálmason Fram 1977. Björgvin Björgvinsson og Hörður Sigmarsson. Víkingi og Haukum 1978. Gunnar Einarsson Ilauk- um / Aarhus KFUM Frá því Mbl. byrjaði að veita markakóngi í íslandsmótinu í handknattleik og knattspyrnu verðlaun hafa þau fallið í hlut eftirtalinna. KNATTSPYRNA 1971. Steinar Jóhannsson ÍBK 1972. Tómas Pálsson ÍBV 1973. Ilermann Gunnarsson Val 1974. Teitur Þórðarson ÍA 1975. Matthías Hallgrímsson ÍA 1976. Ingi Björn Albertsson Val 1977. Pétur Pétursson ÍA 1978. Pétur Pétursson ÍA HANDBOLTI 1972. Geir Hallsteinsson FH 1973. Einar Magnússon Víkingi 1971. Axel Axelsson Fram 1975. Hörður Sigmarsson Ilaukum 1976. Friðrik Friðriksson Þrótti 1977. Hörður Sigmarsson 1978. Björn Jóhannesson Ár- manni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.