Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 27 Mikið skorað í ^ slökum lands- ^ leik á Skaganum & ÍSLENDINGAR sigruðu Færeyinga í síðari landsleik ^ liðanna með 32 mörkuin gegn 25. Leikið var á Akranesi á sunnudagsmorguninn. ísland tefldi fram liði leikmanna J 23 ára og yngri, og voru margir nýliðar í liðinu. Leikurinn var í heild mjön slakur, of; mikiö var um mistök á háöa bó(;a. Eins Of; markatalan her með sér voru varnir begftja liða mjöj; slakar og markvarsla íslenska liðsins var í molum allan leikinn. Islendingar tóku strax foryst- una í leiknum oj; komust í 3-0, og síðan í 8-4 og 13-8, þá tóku Fære.vingarnir vel við sér ot; tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk og var staðan í hálfleik 15-12. Færeyski markmaðurinn Finnur Bærentsen hafði varið markið mjög vel á þessum tíma og verið besti maður liðs síns. í byrjun síðari hálfleiksins skoruðu Færeyingar fyrsta mark leiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk og var það minnsti munur á liðunum. Síðari hálfleikur var mjög hraður og líktist mest skotkeppni. Var allur leikur ísienska liðsins mjög skipu-„ lagslaus jafnt í vörn og sókn og ekkert tókst af því sem reynt var. Kom það arnir voru bar vitni. sér vel að andstæðing- ekki sterkari' en raun Mörk íslands í leiknum skoruðu: Pétur Ingólfsson 7, Símon Unn- dórsson 5, Konráð Jónsson 5, Sigurður Gunnarsson 5. Birgir Jóhannesson 5, Jóhannes Stefáns- son og Atli Hilmarsson 2 og Erlendur Hermannsson 1. Markhæstir Færeyinga voru: Daniel Andreasson 6, Niels Nattestad 4, Marten Carlsen 4, Svari Jaköbsen 4, og Sigmund Reinhard 3. St.H. Guðmundur Magnússon. einn fjölda nýliða í íslenska landsliðinu. skorar eitt af mörkum liðsins. Myndi Kristinn. — »• « # % % #* £ V.#' V.#' V.#' V.#0 Ferðalúnir Færeyingarauð- ^ veld bráðfyrir A-landsliðið í Menn ráku upp stór augu þegar nýja varnaraðferöin var reynd FERÐALÚNIR Færeyingar voru auðveld bráð fyrir A-landslið okkar í handknattleik í Laugardalshöll á laugardaginn. Færeysku leikmennirnir komu í leikinn svo að segja beint úr flugvélinni og það kom því ekki á óvart að þeir yrðu að þola stórtap, 31«18. Færeyingarnir eru að búa sig undir keppni í C-riðli heimsmeistarakeppninnar. Greinilegar framfarir hafa orðið í færeyskum handknattleik en í liðið nú vantar tilfinnanlega góðar skyttur. Ef þær væru fyrir hendi væri færeyska liðið orðið mjög frambærilegt. íslenzka landsliðið var í þessum leik blanda reyndra og óreyndra leikmanna. Eins og vænta mátti gekk liðinu bezt þegar hinir reyndari voru inni á vellinum en sýnu lakar þegar nýliðarnir fengu að spreyta sig einir í seinni hálfleik, en á skoraði íslenzka liðið ekki mark í heilar 10 mínútur, sem er að sjálfsögðu grátleg frammi- staða. Landsliðsþjálfarinn, Jóhann Ingi Gunnarsson, hafði haft þann óvenjulega hátt á fyrir leikinn að tilkynna í blöðunum hvernig hann ætlaði að láta liðið leika. Aherzla var lögð á hraðan handknattleik og hraðaupphlaup sérstaklega og gekk þetta hvort tveggja vel og setti færeyska liðið í vanda. Þá tilkynnti Jóhann einnig að hann ætlaði að reyna nýja varnaraðferð. Ráku áhorfendur að vonum upp stór augu þegar nýja aðferðin var reynd í upphafi seinni hálfleiks. Hún var í því fólgin að einungis fimm leikmenn mynduðu varnar- vegg fyrir framan vítateigslínuna, sá sjötti, Viggó Sigurðsson, beið frammi á miðjum velli og átti að senda knöttinn fram á völlinn til hans um leið og Færeyingarnir misstu boltann. Þessi aðferð mis- lukkaðist alveg og var henni hætt eftir 4 mínútur enda höfðu Færey- ingarnir þá skorað fjögur mörk gegn þremur hjá íslenzka liðinu og var ekkert þeirra skorað eftir hraðaupphlaup hjá Viggó. íslenzka liðið stendur nú á tímamótum og því sjálfsagt að reyna nýja menn og nýjar aðferðir en svona nokkuð er hrein móðgun við leikmenn og áhorfendur. Um leikinn sjálfan er það að segja að íslenzka liðið náði góðri forystu strax í byrjun. Staðan var orðin 6:1 eftir 10 mínútur og í hálfleik hafði íslenzka liðið 10 marka forystu, 17:7. í byrjun seinni hálfleiks jók íslenzka liðið enn forystuna og þegar 12 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var munurinn orðinn 14 mörk, 26:12. Þá kom slæmi kaflinn, ísland skoraði ekki í 10 mínútur. Annar slæmur kafli kom rétt á eftir og þá skoruðu Færeyingar 4 mörk í röð og staðan varð 28:18. En þrjú síðustu mörkin skoraði Þórir Gíslason og leiknum lauk með 13 marka sigri, 31:18. Burðarásar íslenzka liðsins í þessum leik voru reyndu mennirn- ir, Geir Hallsteinsson, Viggó Sigurðsson, Arni Indriðason og Páll Björgvinsson. Viggó var í miklu stuði og gekk Færeyingun- um illa að ráða við hann. Geir og Páll héldu spilinu gangandi og sýnilega eru þeir báðir í mjög góðri æfingu núna. í vörninni var Árni kletturinn, sem svo margar sóknarlotur færeyska liðsins brotnuðu á. Jens Einarsson stóð lengst af í markinu og varði vel. Af nýliðunum komu þeir bezt út Konráð Jónsson og Guðmundur Magnússon en aðrir lakar. Færeyska liðið er greinilega í framför. Það leikur mjög hraðan handknattleik en skyttuleysi háir liðinu. Beztu ménn liðsins í þessum leik voru fyririiðinn Svavi Jakobsen (nr. 2) og markvörðurinn Finnur Bærentsen (nr. 1). ÍHovrtuuulnþiþ nmm Mörk íslands: Viggó Sigurðsson 9 (1 v), Geir Hallsteinsson 5 (1 v), Páll Björgvinsson 4, Konráð Jóns- son 4, Þórir Gíslason 3 (1 v), Guðmundur Magnússon 3, Árni Indriðason 2, Ingimar Haraldsson 1 mark. Auk þessara manna Iéku í íslenzka liðinu þeir Andrés Kristjánsson, Olafur Jónsson og markverðirnir Jens Einarsson og Sverrir Kristinsson. Mörk Færeyja: Svavi Jakobsen 7, Finnur Helmsdal 3, Morten Carlsen 2, Kári Djurhus 2, Niels Nattestad 2, Erhard Person 1, Paul S. Hörgárd 1 mark. - SS. Viðar og sigurveg- ^ arar í haustmótinu í júdó ij Ilaustmót Júdósambands ís- lands var haldið í íþróttahúsi Kennarháskólans s.l. sunnudag. Þetta er fyrsta almenna mótið á keppnistímabilinu sem nú er að hefjast. Keppendur voru 15 frá 4 féliigum. og er greinilegt að margir júdómenn eru í mjög góðri æfingu nú þegar. Keppt var í tveimur þyngdarflokkum. og voru tveir riðlar í hvorum þyngdarflokki í forkeppninni. en tveir efstu í hverjum riðli komust f úrslitakeppnina. Leikar fóru sem hér segir. Léttari flokkur (undir 80 kg) 1. Halldór Guðbjörnsson JFR. 2. Jóhannes Haraldsson UMFG. 3. Hilmar Jónsson Á Níels Hermannsson Á. Halldór glímdi af festu og öryggi. Hann var slasaður á fæti, en beitti þeim mun meira gólf- glímu, t.d. í úrslitaviðureigninni við Jóhannes sem Halldór vann á snöggu hengingartaki. Jóhannes sem Halldór vann á snöggu var langléttastur keppenda og er árangur hans þeim mun betri. Níels er nýkominn frá ársdvöl við æfingar í Japan og hefur greini- lega tekið góðum framförum. Þyngri flokkur (yfir 80 kg) 1. Viðar Guðjohnsen Á 2. Bjarni Friðriksson Á 3. Benedikt Pálsson JFR Sigurður Hauksson UMFK Viðar keppti nú í fyrsta sinn í hálft annað ár, en hann hlaut slæm meiðsli í fyrravor. Nú er hann nýkominn eftir æfingar í Japan s.l. ár og hefur greinilega bætt mjög við sig í tækni. Hann virtist ekki beita sér af hörku, en vann Bjarna í úrslitaglímunni á glæsilegu kasti, og má búast við góðum afrekum hjá honum áfram um leið og meiðslanna hættir að gæta. Sigurður Hauksson sem er aðeins 17 ára, er mjög vaxandi júdómaður og á áreiðanlega glæsi- lega framtíð fyrir sér ef hann heldur áfram hér eftir sem hingað # til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.