Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 35 nýir borgarar. Haldi sú fjölgun- arþensla áfram, þá munu „eftir eina öld“, segir brezki líffræð- ingurinn og rithöfundurinn Gordon Rattray Taylor, „búa fleiri manneskjur á Filippseyj- um en nú er í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Afríku og So- vétríkjunum samanlagt". Einmitt þetta, segja jöfnunar- menn og hagvaxtarfræðingar, er meginorsök þess, að kenningar okkar um blómstrandi velferð hafa ekki rætzt. Þetta er auðvit- að alveg máttlaus átylla, því að sérhverjum nýjum maga, sem heijtar fylli, fylgja líka tvær hendur, sem ætla mætti að væru vel til þess fallnar að plægja akurinn og draga gnægtarvagn- inn, þannig að aukin rekkjuum- svif ættu miklu fremur að renna stoðum undir kenningar þeirra en að kippa þeim undan, ef þær ættu sér hina minnstu stoð í rauninni. Hver á $1.000.000.000.000? FAO-sérfræðingar hafa gert sér hugmyndir um, hvernig allsherjarhungursneyð verði mætt með nýjum áveitufram- kvæmdum, aukinni notkun til- búins áburðar svo og bættum dreifingaraðgerðum og forða- gæzlu. Kostnaðurinn af byrjun- arframkvæmdum einum sér er hins vegar talinn muni verða óskaplegur. Til dæmis er talið, að yrði ráðizt í að veita vatni á 25% víðáttumeira landflæmi en núer gert, þyrfti að verja yfir $3.500.000.000 árlega í níu ár. Eða ef ræktarland í heiminum yrði aukið um 10% — þá helzt við Amazon-fljót í norðaustur- hluta Brasilíu — myndi það eitt gleypa allt að $1.000.000.000.000 — einni billjón dollara. Hvar fá ætti þótt ekki væri nema brot af þessum fjármun- um, er FAO-mönnum, og reynd- ar öllum öðrum, hulin ráðgáta? En er annars nokkur vandi að finna hjálparhellur? Er ekki nokkurn veginn sjálf- gefið mál, að þrælstjórnarríkin og hin alþjóðlega verkalýðs- hreyfing, sem alltaf eru^blæð- andi hjörtu öllum snauðum til líknar og státa hvíldarlaust af samhjálpar- og samúðarástríð- um í garð bágstaddra, hlaupi undir bagga og lyfti Grettistak- inu á hæfilegum tíma? Þræl- stjórnarríkin ráða fyrir geipi- legum náttúruauðævum og heimskunnur er hinn næstum almáttki samtakamáttur verka- lýðsins, svo að ekki ætti að þurfa annað en „samstillt átök" bræðralagsins, ef verkhreystin væri sambærileg við kokkraft- inn. Og vissulega hafa vinstriöflin látið til sín taka. Verkalýðshreyfingin hefir stráð ótal yfirlýsingum um illsku auðvaldsins og gæzku sósíalismans allt í kringum sig, og þrælstjórnarríkin hafa ekki heldur látið sitt eftir liggja. En bara á sinn sérstæða hátt. Það bera alþjóðlegar verzlunar- skýrslur dágott vitni um. Af kaffiframleiðslu Angola árið 1976 keyptu þrælstjórnar- ríkin 11% við verði sem nam $1,09 pundið. Þá var heims- markaðsverðið $1,28 pundið. Af kaffiuppskeru ársins 1977 keyptu þau 5% fyrir $1,58 pundið. Heimsmarkaðsverð þá: 2,24 pundið. Greiðsla í rúblum, bæði árin! Kannski af því að íslenzkar krónur hafa ekki verið hand- bærar í svipinn? P.S. Miðvikudaginn 4. þ.m. ákvað sambandsstjórn hins alræmda auðvaldsríkis vestast í Þýzka- landi, að gefa 30 hálf- eða al-sósíaliskum eymdarríkjum að fullu eftir skuldir samtals að fjárhæð DM 4.300.000.000 Þorsteinn Stefánsson: Ráðvillt þjóð í vanda Á því herrans ári 1977 var gerður hinn svonefndi Sólstöðu- samningur, um kaup og kjör launafólks, sem fól í sér allt að 70% kauphækkanir á samnings- tímanum, án þess að nokkuð væri vitað um hagvöxt á sama tíma, annað en það að hann gat aldrei orðið umfram lítið brot af kaup- hækkuninni, eða jafnvel alveg á núlli. Hver heilvita maður gat því séð, að þessi samningur var ekkert annað en markleysa, sem aldrei yrði staðið við. Þegar svo ríkisstjórnin, á síð- asta vetri, gerði með bráðabirgða- lögum nokkrar óverulegar breyt- ingar á þessum óskapnaöi, sem samningarnir voru frá upphafi, hóf stjórnarandstaðan upp mikið ramakvein og hrópaði í kór „Samningana í gildi“. Ut á þetta kjörorð gekk svo stjórnarandstað- an til kosninga í vor, og bætti miklu við kjörfylgi sitt. Eg kem svo að því síðar hvernig staðið hefur verið við stóru orðin. Eftir kosningar hófst svo mikið samningamakk milli flokkanna, sem endaði með því að Olafur Jóhannesson kom saman þing- ræðislegri meirihlutastjórn vinstri flokkanna þriggja. Framsóknar- ílokkurinn I íslenzkum stjórnmálum hefur Framsóknarflokkurinn þá sér- stöðu að vera jafnvígur á öllum skautum stjórnmálanna, allt frá hægri til yztu marka á vinstri armi. Þó leynir það sér ekki að hann kann betur við sig til vinstri, þar er hann eins og heima hjá sér í samfélagi við kommúnista, enda hefur lengi verið innangengt milli þessara flokka og margan liðs- manninn hafa kommar fengið frá framsókn. Eins er það í Háskólan- um, þar samfylkja framsóknar- menn með kommúnistum. Það eru því margslungnar teingdir milli þessara tveggja flokka, og var því ekki nema eðlilegt að þeir jörmuðu sig saman eftir kosningarnar. Þegar svo Alþýðuflokkurinn gekk í GUNILLAWOLDE Tumi smíóar borsteinn Stefánsson kompaníið var fenginn grundvöll- ur fyrir þingræðislegri meirihluta- stjórn. Samningana í gildi Hvernig er svo staðið við það? Eg minnist þess ekki að kaup- samningar allan síðasta árs- þríðjung eða meira hafi verið hér í gildi umfram nokkra mánuði meðan kaupgjaldsvísitalan var að hækka kaupgjaldið svo það var orðið óviðráðanlegt fyrir atvinnu- rekendur að standa við þá. Fyrsta úrræðið hefur verið_taprekstur, og því næst gengislækkun. Þetta sama hefur nýja stjórnin gert, og yfirleitt allar stjórnir sem hér hafa verið, allt frá stríðslokum. Vinstristjórn Hermanns Jónas- sonar, á árunum 1956—1958, viðhafði þann orðaleik að kalla gengislækkanir yfirfærslugjald. Þá voru mörg gengi samtímis og breytileg eftir því með hvað var verzlað, eða hver verzlaði. Með gengislækkun er kaupmáttur pen- ingsins sem samið var um minnk- aður, oft til mikilla muna, jafnvel um 20—30% eða þar yfir. Við það lækkar kaupmáttur samningsins að sama skapi. Það er því ekki annað en orðhengilsháttur að kalla kaupsamninga í gildi eftir að gengi hefur verið fellt. Eitt af fyrstu bráðabirgðalögum nýju stjórnarinnar var að fella gengið allt að 20%.. Áður hafði mikið gengissig átt sér stað á samningstímanum. Hvað er þá orðið eftir af stóru orðunum „Samningana í gildi"? Það getur aldrei orðið annað en markleysa að neita staðreyndum. Sólstöðu- samningarnir frá 1977 voru ekki annað en markleysa, það hefur vinstri stjórnin orðið að kannast við. lækka gengið, og þá ekki skipt máli hvort það var hægri eða vinstri stjórn. Vísitalan hefur verið höfuðorsök þeirrar óðaverðbólgu sem hér hefur verið ráðandi allt frá stríðslokum. Hún hefur átt mikinn þátt í hallarekstri atvinnuveganna og skuldasöfnunar ríkissjóðs, sem varið hefur stórum fjárhæðum við að þjóðnýta töpin, og hefur þar lang mest kveðið að verðuppbótum og niðurgreiðslum búvara. Þá hefur og vísitalan átt stóran þátt í hallarekstri þjóðarbúsins, þrátt fyrir miklar þjóðartekjur, og þar af leiðandi erlendri skuldasöfnun, sem nú er talin að vera um ein milljón króna á hvert mannsbarn í landinu. Það er arfur okkar til niðjanna. Eg tel miklar líkur á, að eftir einn mannsaldur eða svo verði farið að bæta nokkrum eintökum við „Bakkabræður" og eigna þeim verðlagsvísitöluna. Getur íslenzk- um stjórnvöldum og íslenzkum launamönnum ekki skilist að það er ekki hægt í það óendanlega að halda við falskri kaupgetu með erlendum lántökum og skuldasöfn- un? Það kemur einhverntíma að skuldadögum. Stjórnarsáttmálinn Ekki örlar fyrir því í stjórnar- sáttmálanum, eða þeim bráða- birgðalögum sem daglega rignir yfir þjóðina, að brugðist sé við verðbólguvandanum, sem er þó stærsta vandamálið. Þar eru farnar gamlar leiðir, er reynst hafa því verr sem þær voru lengur troðnar. Flutningar milli vasa, skattahækkanir, styrkir úr ríkis- sjóði og fleira, sem engan vanda leysir, en hleður þess í stað á vandamálin. Nefnd 10 manna hefur verið skipuð til að endur- skoða vísitölukerfið. Eg hef nú haldið, að þar sem svo virðist að 37 ára reynsla af vísitölunni hafi ekkert kennt okkur um áhrif hennar á atvinnulífið, þá geti ein nefnd litlu áorkað, þó fyrirferðar- mikil sé. Þessi nefndarskipun sé því frekar sýndarmennska en áhugamál. Stjórn sem kommúnist- ar eru aðilar að mun aldrei samþykkja þær breytingar sem að gagni meiga verða svo það hefti framgang verðbólgunnar, svo annt sem þeim er um að halda henni við sem mestri. Óðaverðbólga, halla- rekstur og verkföll, það eru þeirra baráttumál, og aldrei er verðbólg- an meiri en þegar þeir eru í ríkisstjórn. Þetta mun því að þeirra mati vera vegurinn til ráðstjórnar á Islandi, og þar reynist Framsóknarflokkurinn þeim góður bandamaður. Reykjavík í október 1978, Þorsteinn Stefánsson. Höfum fyrirliggjandi hinar Þekktu Frantz Filuma bílskúrshuröir úr trefjapiasti. Stæröir 8‘ x 7‘ og 9‘ x 7‘ Léttar og þægilegar í notkun og endingargóöar. Getum einnig útvegað eftir máli, huröir fyrir verkstæöi, vörugeymslur og iönaöarhúsnæöi. Af sérstökum ástæðum höfum viö til sölu tvær hurðír úr áli, í stæröinni 2.74 m á breidd, og 2.50 m á hæð. Allar upplýsingar hjá ÚT eru komnar hjá IÐUNNI tvær nýjar ba'kur um Tuma. Þær heita Tumi smíðar hús og Tumir tekur til. Bækurnar um Tuma eru eftir Gunillu Wolde, sama höfund og skrifar bækurnar uni Emmu, en þau Tumi og Emma hafa um nokkurt skeið verið góðvinir yngstu lesendanna. Tvær aðrar bækur um Tuma voru uppseldar, en hafa nú verið endurprentaðar. Þær heita Tumi fer til læknis og Tumi bregður á leik. Gunnilla Wolde er rómaður barnabókahöfundur og eru bækur hennar um Tuma og Emmu prentaðar samtímis í mörgum löndum. Þuríður Baxter og Anna Valdimarsdóttir þýða bækurnar. Þær eru allar prentaðar í Eng- landi. —fréttatilkynning. GUNILLA WOLDE Tumi bregdur á leik í lang flestum tilfellum hefur verðlagsvísitalan reynst að vera ekki annað en ávísun á það sem ekki var til. Það hefur því orðið neyðarúrræði ríkisstjórnanna að G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Simi 8 55 33 Allar íþróttavörur á einum stað PUMA æfingaskór og marg- ar fleiri geröir. Verö frá kr. 3.550- Opiö föstudag til kl. 7 og til kl. 12 laugardag III woryi’wiirinnyiiini llimqiélH/ Ö/koiiy/ommir KLAPPAHSTIG 44 SIMI 11783,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.