Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 45 ,T3 a VELVAKANDI SVARAR í SÍMA /,10100 KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI vegatollur af vegfarendum. Sá tollur mætti mikilli andstöðu af þeim sem fóru veginn daglega og er það skiljanlegt, en mætti ekki ræða þessa hugmynd aftur nú þegar e.t.v. verður farið að leggja svona vegi út um allt land, þá a. m.k. ætti slíkur tollur að koma niður á flestum landsmönnum en ekki aðeins fáum einum. En kannski hann hafi ekki aflað þeirra tekna að máli hafi skipt hvort hann er tekinn eða ekki, en ég leyfi mér að varpa fram þessari hugmynd, því án efa þarf að hafa allar klær úti til að afla verulegs fjármagns til þessa þjóðþrifa- verks. Mættu landsmenn sjálfsagt huga að því hvaða leiðir eu heppilegastar í því efni. FÍB. hefur margoft bent á að fjármagn það sem tekið er af bílum og umferð fari ekki nema að hluta til í vegagerð og hefur félagið á stefnuskrá sinni að allt þetta fé fari á réttan stað, ef svo mætti segja. Víst er það réttast, en verðum við ekki samt að horfa á þetta í stærra samhengi og spyrja hvert þessir peningar, sem F.Í.B. telur að hefðu átt að fara í vegi, raunverulega fara og spyrja okkur sjálf hvort við hefðum heldur viljað sleppa þeim viðfangsefnum. En nú er mál að linni þessum skrifum, sem ég vona að einhverjir nenni að lesa og hvet menn til að taka til máls og tjá sig um þessi mál. Byggðastefnumaður.“ • Vantar gang- brautarljós Nokkrir íbúar í nágrenni Landakotsskóla, þ.e. við horn Túngötu og Hofsvallagötu hafa beðið Mbl. fyrir þá ósk að sett verði upp gangbrautarljós á um- ræddu horni, en það er nokkuð blint fyrir umferð og gangbrautin því að mörgu leyti varasöm að sögn þeirra. Meðfylgjandi mynd sýnir hornið og má taka undir það að nokkuð erfitt sé að sjá til ferða fólks á gangbrautinni þegar ekið er upp, þ.e. norður, Hofsvalla- götuna og beygt austur Tún- götuna, en hvort gangbrautarljós bæta þar úr skal ósagt látið, en ökumenn verða a.m.k. að sýna fyllstu aðgæzlu hvort sem ljós eru við gangbrautina eður ei. Þessir hringdu . . . • Eftir hvern eru lögin? Sigrún Gísladóttir sagðist geta upplýst í framhaldi af spurningum Bárðar Jakobssonar hjá Velvakanda 13. október sl. um lög sem hann hafði spurt eftir við álfakvæði. — Der Elv König eða Álfakóngurinn — hver ríður svo SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á IBM skákmótinu í Amster- dam í sumar kom þessi staða upp í viðureign Hollendinganna Langewegs og Timmans. sem hafði svart og átti leik. 38 .. .Hxí3+! og hér tók klukkan það ómak af Langeweg að gefast upp. Hann féll á tíma, en eftir 39. exf3 - Dg2+, 40. Kel - Rxf3+, 41. Kdl — Dd2 er hann hvort eð er mát. Timman vann öruggan sigur á mótinu. Hann teflir að sjálf- sögðu á fyrsta borði fyrir Hollend- inga í Buenos Aires, en aðrir í sveitinni verða þeir Sosonko. Donner. Ree. Langeweg og Ligterink. síðla um svalnæturskeið er ljóð Johans Wolfgangs Göethe, sagði Sigrún, en það þýddi Steingrímur Thorsteinsson. Lagið við það ljóð er eftir Franz Schubert. Hitt lagið sem spurt var um Álfakonungur- inn — Engan grunar álfakóngsins mæðu — er sænskt þjóðlag sem Gestur þýddi, en Gestur var skáldanafn Guðmundar Björns- sonar fyrrum landlæknis. Það lag kom fyrst út í Islenzku söngva- safni 2. hefti 1916 og síðan í Ljóð og lög 1. hefti 1939 og munu því margir kannast við það lag, sagði Sigrún að lokum, og kvaðst vona að þetta hefði orðið til nokkurrar upplýsingar fyrir þá sem áhuga hefðu. • Hversu oft verður gengis- lækkun? Sveinn Sveinssoni — Mig langar aðeins að varpa þeirri spurningu fram varðandi krónuna okkar hversu oft hægt er að fella hana? Hvernig stendur þessi gjaldmiðill okkar og hversu mikið höfum við fellt hana undanfarin ár og hve lengi enn þoíir hún að verða sífellt lækkuð? Kemur ekki að því að við verðum að hætta að grípa til þess ráðs? Væri fróðlegt að fá nokkuð fjallað um þessi peningamál okkar af fróðum mönnum á opinberum vettvangi. • Saknar Péturs Útvarpshlustandi sagðist sakna Péturs Péturssonar úr morgunútvarpinu og spurðist fyrir um hvað hefði eiginlega orðið af honum. Sagðist konan ekki hafa séð neitt um að hann væri hættur störfum, og því langaði hana að fræðast um hvers vegna hann kæmi ekki við sögu í morgunút- varpinu. Hjá útvarpinu fékk Velvakandi þær upplýsingar að Pétur Péturs- son væri í 6 mánaða leyfi frá störfum skv. leyfi ráðherra og kæmi hann væntanlega til starfa eftir áramót og því má bæta við að hann varð sextugur í gær og hlustendur morgunútvarps senda honum afmælisóskir. HÖGNI HREKKVÍSI Námskeið Ný fimm vikna námskeiö í matvæia- og næringarfræöi byrja í næstu viku. Námskeiöin fjalla meðal annars um eftirfarandi atriöi: • Næringarþörf mismunandi aldursfiokka — barna, unglinga, fullorðinna, aldraöra. • Innkaup, vörulýsingar, auglýsingar. • Fæöuval. gerö matseöla, matreiösluaöferöir (sýnikennsla), uppskriftir. • Sjúkrafæöu, megrunarfæöi. • Dúka og skreyta borö (jólaskreytingar). Veizt Þú að góö næring hefur áhrif á: • Líkamlegan. andlegan og félagslegan þroska allt frá frumbernsku. • Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. • Líkamsþyngd. Allar nánari upplýsingar um námsefni o.fl. eru gefnar í síma 74204 kl. 9—12 f.h. og eftir kl. 7 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir B.S. IFORMICA RRAN r~> Ef þú ert aö hugsa um eldhúsinnréttinguna, Þá er FORMICA svolítiö dýrara. En þaö er svo lítiö dýrara, aö þú hefur bókstaflega ekki efni á því aö hafa konuna óánægöa allt lífiö meö þaö næst besta. Sparaöu eitthvaö annað, og veldu FORMICA. Þú sérö aldrei eftir því. Alltaf nóg úrval lita og mynstra. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1 — Sími 8 55 33 TUNCSTONE RAFGEYMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.