Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 40
Tollverðir fundu skammbyss- ur og fíkniefni f alið í bifreið Yfir 200 unKlinjtar kepptu í reiðhjúlaralli á veKum KFUM og K sem haldið var sl. laugardag í samvinnu við Umferðarráð ok liiítreKluna í Hafnarfirði. Hér er verið að stilla keppendunum upp við rásmark en 5 voru sendir af stað í einu. og lá leiðin um Alftanesið. Sjá nánar bls. 5. TOLLVERÐIR fundu í síðustu viku tvær skammbyssur. eina iixi ok 372 Krömm af marihuana í Dodjíe-fólksbifreið, sem flutt var til landsins frá Bandarikj- unum í september s.l. Ungur toKarasjómaður á bifreiðina og hefur hann viðurkcnnt að hafa ætlað að flytja þessa hluti ólöjíleKa til landsins. Hald var last á byssurnar oj? fikniefnin, en söluverðmæti þessa magns af marihuana mun vera um 550 þúsund krónur hér innanlands. Að sögn Kristins Ölafssonar tollgæzlustjóra kom bíllinn til landsins 20. september s.l. með Skeiðsfossi frá Portsmouth í Bandaríkjunum. Á þriðjudaginn í síðustu viku kom stúlka á vegum togarasjómannsins til þess að leysa bílinn út. Ákveðið var að leita nákvæmiega í bílnum og fundust þá byssurnar, öxin og Skammbyssurnar og fíkniefnin, sem fundust í bflnum. Skammbyss- urnar eru báðar sjáífvirkar, 22 kalihera byssur. Ljósm. Emilia. fíkniefnin. Var þetta falið í einangrun niðri við gólf og í baki framsætanna. Eigandinn var úti á sjó þegar leitin var gerð í bílnum. Var hann handtekinn er hann kom í land. Hafði hann þá sögu að segja að hann, fyrrnefnd stúlka og annað par hefðu verið á ferðalagi í Bandaríkjunum í sumar. Hefðu skammbyssurnar verið keyptar í þeim tilgangi að verjast með þeim ef á hópinn yrði ráðist. Síðan hefði verið ákveðið að taka þær með heim tii Islands. Sjó- maðurinn átti aðra byssuna og fíkniefnin og öxina en kunningi hans átti hina byssuna. Að sögn Kristins Ólafssonar kom ekkert það fram við yfirheyrslur, sem benti til þess að byssunum hefði verið smyglað inn í landið með það í huga að þær ætti að nota til ákveðinna verka síðar meir. Sjá fleiri myndir á bls. 16. Bílasalan- um sleppt BÍLASALANUM, sem setið hefur í gæzluvarðhaldi vegna kæru um meint svik í bíla- viðskiptum, var sleppt fyrir helgina. Rannsókn málsins er haldið áfram hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. „Tuga milljóna fjárveiting nauðsyn vegna varnaraðgerða,” — segir Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra „ÞAÐ er sýnt að riðuveiki í sauðfé er mjög alvarlegt mál vegna hinnar miklu útbreiðslu veikinnar." sagði Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráð- herra í samtali við Mbl. í gær. „Lengi vel var riðan afmörkuð við Mið-Norðurland. Skagafjörð og Eyjafjörð, en hún hefur nú breiðst til Austurlands og dreifst þar hraðar en annars staðar. Þá hefur hún einnig komið upp á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum og í Reykjavík og Ölfusi. Ljóst er að taka þarf alvarlrga á þessu vandamáli mcð niðurskurði að einhverju leyti og endurbótum á girðingum. Sauðfjárveikinefnd hefur ekki skilað endanlegum tillögum, en það er ljóst að það þarf milljóna tuga fjárveitingu í varnaraðgerðir sem mega ekki dragast. Með rénandi mæðiveiki óx mönnum bjartsýni og girðingum hefur ekki verið haldið eins við vegna þess, en það er nú nauðsynlegt aö endur- reisa m.a. girðinguna sem markar Suðurland af því þangað hefur riðan ekki borizt ennþá. Sauðfjárveikinefnd leggur ein- dregið til að skorið verði niður fé á 3—4 bæjum á Austfjörðum og er þar um að ræða 1200—1300 fjár. Þá er ekki ákveðið hvort skorið verður niður fé aðeins úr sýktum fjárbúum í Reykjavík og Ölfusi, en alls eru um 1000 fjár í fjárborgum á Reykjavíkursvæðinu. Aðgerðir verða gerðar í samráði og með samkomulagi við fjáreigendur, en á Austurlandi hafa bændur sam- einast um niðurskurð og að flytja ekki fé á milli svæða. Eining í þessum efnum er hins vegar ekki hér um slóðir. Ég tel þó að aðalatriðið sé að lagfæra girðingar, hólfa Reykja- víkursvæðið og Suðurnes af frá Suðurlandi og Borgarfirði, en slík girðing kostar um 30 millj. kr. Víðar bráðliggur einnig á fram- kvæmdum og má reikna með að veita þurfi um 70 millj. kr. í þetta verk á næsta ári. Riðuveiki er þekkt á um 200 bæjum þannig að það er um að ræða þúsundir fjár, en niðurskurður hefur gefist misjafnlega og því verður væntan- lega ekki farið geyst af stað í þeim efnum að sinni, en bætur fyrir sauðkind eru um 15 þús. kr. á hverja skepnu.“ Boeing 727 þota Flugleiða: Með Mlfermi af lifandi hvölum til Kaliforníu BOEING 727 þota Flugleiða mun Iljúga vestur um haf 24. okt. nk. með fullfermi af háhyrningum. eða ails 4 dýr. til Kaliforníu á vcstur- strönd Bandarfkjanna. Sædýrasafn- ið í Ilafnarfirði hefur að undan- förnu gert út á háhyrningaveiðar úti af Suðurlandi á Guðrúnu GK 37 og er háturinn búinn að veiða 3 dýr. tvö kvendýr og eitt karldýr, sem eru nú í sérstakri girðingu í Grindavíkurhöfn. Sædýrasafnið Seaworld í Banda- ríkjunum hefur samið um þessi fjögur dýr, en fargjaldið fyrir hvern. háhyrning til Kaliforníu er 3 millj. kr. eða 12 millj. kr. alls. Ekki munu komast fleiri en fjórir háhyrningar í Boeing 727, en hvalirnir verða fluttir til San Diego. Þá hefur Seaworld einnig samið við Flugleiðir um flutning eins hvals til Bretlands og F>akkar hafa óskað eftir tilboði í flutning háhyrnings til Frakklands að sögn Sigmars Sigurðssonar hjá flutningadeild Flugleiða. Sædýrasafnið hefur leyfi til þess að veiða 10 háhyrninga og eru líkur Reykvíkingar eignast klukku REYKJAVÍKURBORG fékk fyr- ir nokkru að gjöf klukkuna á Lækjartorgi. Það er dánarbú Magnúsar Kjarans, sem gefið hefur borginni torgklukkuna. til þess að einhverjir þeirra fari til Hong Kong og Ástralíu. Boeing 727 mun þurfa að milli- lenda tvisvar með hvalina á leiðinni til Kaliforníu, en í bakaleiðinni mun þotan hafa viðkomu í New York og taka þar vörur. Sprenging í Krossa- nesverksmiðjunni: Tveir mennilla brenndir SPRENGING varð í þurrkara í Krossanesverksmiðjunni á Akur- eyri þegar cldur kom þar upp kl. 23.30 í gærkvöldi. Tveir menn sem voru að vinna na'rri þurrkar anum reyndu að sliikkva eldinn en urðu þá fyrir sprengingu og brenndust all illa. einkum í andliti og einnig hlutu þeir iinnur meiðsl. Þeir voru í skyndi fluttir í sjúkrahús til iæknismcðferðar og einnig þriðji maður. sem varð fyrir va-gri reykeitrun. Skemmd- ir urðu litlar af eldinum nema á þurrkaranum og tréverki við hann. því Sliikkviliði Akureyrar tókst að kada eldinn á skammri stundu. — Sv.P. Flugleiðir hefja vikulega vöruflutninga til New York FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að taka upp yikulegt vöruflutningaflug milli íslands og New York og mun iinnur Boeing 727 vél flugfélagsins annast þá flutninga. Verður vöruflugið til New York á miðvikudögum og jafnframt er það nýjung í starfi félagsins að farið verður sérstakt vöruflutningaflug milli íslands og London einu sinni í viku. Verður það í tengslum við vöruflutninga milli Islands og Kaup- mannahafnar, en þangað er beint flug á þriðjudögum og í gegnum London á sunnudögum. Samkvæmt upplýsingum Sigmars Sigurðssonar í Flutningadeild hafa vöruflutningar aukizt nokkuð að undanförnu, en auk hinna sérstöku flugferða með vörur er ætíð flutt nokkuð af vörum í hverri almennri flugferð með farþega. Nokkur þúsund Ijár skorin vegna riðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.