Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 237. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Jóhannes Páll páfi II: Heitir valddreifingu innan kirkjunnar en varar við nýjungagirni Yatíkaninu. 17. október. AP. JÓHANNES Páll páfi II. hét kardínálum sínum því við hátíðar- messu í dag, að framvegis mundu þeir hafa aukin áhrif á málefni kaþólsku kirkjunnar, um leið og hann varaði við „hömlulausum nýjungum". eins og hann orðaði það. Páfa varð tíðrætt um „samráð" um stjórn kirkjunnar og lagði áhcrzlu á þá skoðun sína að slíkt stuðlaði fremur að vexti og við- gangi hennar en miðstýring Fischer á stjá Belgrad — 17. október — AP. FISCHER, fyrrverandi heimsmeist- ari í skák, flaug frá New York áleiðis til Belgrad ídag, að sögn jújíóslavnesku fréttastofunnar Tan- jují. Hefur heimsmeistarinn fyrr- verandi nú ákveðið að halda út í heiminn eftir nokkurra ára hvíld að því er Tanjujj segir, og hefur valið Júgóslavíu sem dvalarstað á næst- unni. I stuttu viðtali áður en Fischer steig um borð í þotu á Kennedy-flugvelli í dan var hann að því spurður hvort hann ætlaði að fara að tefla aftur. „Sumir sejija að ég muni gera það," var svarið. Spurningu um þaö hvort hann hygðist tefla við Kortsnoj ef hann ynni heimsmeistaraeinvíj/ið við Karpov svaraði Bobby Fischer svo: „Fólk segir að ég muni gera það." Tanjug hefur eftir Fischer að erindið til Júgóslavíu sé að ræða viðskiptamál við júgóslavneska skáksambandið en ekki var nánar frá þvi greint í hverju þau viðskipti væru fólgin. Vatíkansins. Lét hann að því liggja að synodus kardínálanna. sem efnt er til þriðja hvert ár, mundi í framtíðinni hafa mikilvægara hlut- verki að gegna en verið hefði hingað til. Formlega sezt Jóhannes Páll II. á páfastól á sunnudaginn kemur. Þá verður mikil hátíðarmessa í Péturs- kirkjunni, en hinn nýi páfi fer að dæmi fyrirrennara síns, Jóhannesar Páls I., og verður ekki krýndur. Allt frá því að fregnin barst um kjör páfa í gær hafa heillaóskir streymt til Vatíkansins, og hinum nýja trúarleiðtoga hefur verið fagn- að um víða veröld. Kirkjuklukkum var hringt um gjörvallt Pólland í dag, en þar eru um 30 milljónir manna í kaþólsku kirkjunni. Athygli hafa vakið viðbrögð kommúnista- stjórnarinnar í Póllandi við páfa- kjörinu, en þau báru í senn vitni vinsemd og varfærni. Fjölmiðlar í landinu sem allir lúta opinberri stjórn, fögnuðu kjöri hins pólska kardínála, en létu jafnframt í ljós vonir um að hann mundi ekki síður en forverar hans feta hinn gullna meðalveg og stuðla að vinsamlegum samskiptum milli þjóða, slökun og gagnkvæmum skilningi. Viðbrögð annarra kommúnistaríkja hafa orðið mjög á sama veg, en á Vesturlöndum eru menn yfirleitt þeirrar skoðunar að kjör páfa muni styrkja kristilega starfsemi utan kirkju og innan í ríkjunum austan tjalds. PÓLSK FAÐMLÖG. Jóhannes Páll páfi II. og fyrrverandi starfsbóðir hans innan kaþólsku kirkjunnar í Póllandi. Stefan Wyszynski kardínáli. að lokinni messu í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu í gærmorgun. (AP-símamynd). Þóf á Namibíufundi Pretóríu. 17. oktúber. Rcuter. ST.IÓRN Suður-Afríku lét undir höfuð leggjast að gefa afdráttar laust svar við tillö'gum fimm vestrænna utanríkisráðherra í kvöld um að Sameinuðu þjóðirnar hefðu eftirlit með kosningum um framtíð Namibíu. Var fyrirhug- uðum íundi ráðhcrranna í kvöld frestað af þessum sökum. en Friðarráðstefnan: Carter skerst í leikinn Washintston, 17. októbcr - AP. VIÐ vcrulegan vanda cr nú að etja á friðarráðstefnu ísraels- manna og Egypta í Washington, og varð Cartcr forseti að skcrast í leikinn í kvöld, að því cr Moshc Dayan utanríkisráðherra ísraels skýrði frá er hann kom af fundi Carters í Hvíta húsinu. Þctta er íyrsta vísbendingin, sem fram kemur opinberlega. um að við- ræðumar gangi ekki scm skyldi. Dayan vildi ckki grcina frá því í hverju umrætt vandamál væri íólgið. Gorge Sherman, blaðafulltrúi ráðstefnunnar, hafði áður vísað á bug því að Carter hefði orðið að koma til skjalanna, eins og flogið hafði fyrir. Mikil leynd hvílir yfir viðræð- unum, en Moshe Dayan og Bourtos Ghali, hinn egypzki starfsbróðir hans, áttu saman langan fund í gærkvöldi, samtímis því sem varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja ræddust við. Fundur þeirra Carters og Day- ans í dag stóð í rúma klukkustund en áður hafði forsetinn rætt við fulltrúa viðræðunefndar Egypta. ráðhcrrar í Suður-Afríku telja sig þurfa að fá lengri tíma til að fjalla um tillögur utanríkisráð- herranna. Pik Botha, utanríkisráðherra S-Afríku, sagði í kvöld að erfið staða væri komin upp í viðræðun- um um framtíð Namibíu, sem bæði er hernaðarlega mikilvægt svæði og auðugt mjög að málmum. Pik Botha lét að því liggja að stjórn hans yrði jafnvel ekki reiðubúin með svör sín við tillögunum á morgun. Ekki er vitað með vissu í hverju tillögurnar eru fólgnar, en áreiðanlegar heimildir herma að gert sé ráð fyrír tvennum kosning- um áður en Namibía verði sjalf- stæð. Fyrri kosningarnar verði haldnar í desember að tilhlutan stjórnar S-Afríku, en um mitt næsta ár verði síðan haldnar kosningar, sem Sameinuðu þjóð- irnar beri ábyrgð á. Viktor Korchnoi í sam- tali við Morgunblaðið: „Ég er búinn að tapa þessu einvígi'' „BIÐSTAÐA mín er töpuð. Ég er búinnað tapaþessu einvígi.en ég hyggst mæta við skákborðið á morgun," sagði Viktor Korchnoi er Mbl. náði tali af honum í gær eftir að skák hans og Karpovs var farin í bið. Að þessum orðum töluðum kvaðst Korchnoi ekki treysta sér til frekara samtals við Mbl. öðru vísi en fyrir milligöngu aðstoðarmanns síns, enska stórmeistarans Michael Stean. „Allt frá því Korchnoi lagaði ois. „Það sem gerðist var að stöðuna í einvíginu í 4—5 hefur hann sætt stöðugri árás sovézku sendinefndarinnar og skipu- leggjendaeinvígisins. Þetta hef- ur auðvitað haft sín áhrif, en hann vill þó hvorki gera þetta að afsökun né skýringu á tafl- mennsku sinni í dag að öðru leyti en því að þeim mun meiri nauðsyn hafi verið fyrir hann að freista þess að gera út um einvígið í þessari skák," sagði Stean, er Mbl. spurði um ástæð- una fyrir taflmennsku Korchn- Korchnoi valdi áhættusama byrjun og hugðist vinna Karpov með svörtu, en hann tók of mikla áhættu og tapaði." Michael Stean sagði að skipu- leggjendur einvígisins hefðu boðað til blaðamannafundar meðan á skákinni stóð til að tilkynna opinberlega ákvarðan- ir, sem þeir hefðu þó látið leka út áður, þess efnis að Korchnoi skyldi ekki frjáls að því að umgangast þá sem hann kýs. „Við reyndum að halda þessu leyndu fyrir honum, svo að þetta hefði ekki áhrif á taflmennsku hans, en hann skynjaði að eitthvað neikvætt væri á seyði. Á þessum blaðamannafundi ásakaði Campomanes, formaður skáksambandsins hérna, Korchnoi fyrir samstarf við hryðjuverkamenn og fór fleiri hörðum orðum um hann. Þetta er dapurlegt atvik í sögu fram- kvæmdar þessa einvígis." Þegar hér var komið máli Steans greip Korchnoi greini- lega fram í, því að eftir nokkurt hlé sagði Stean: „Korchnoi vill bæta því við það sem hann áður sagði, að vegna álagsins af árásum Sovétmanna og skipu- leggjanda einvígisins hafi hann viljað ljúka einvíginu sem fyrst en hann hafi þó sérstaklega talið sig standa vel að vígi til þess nú, þar sem Karpov hafi sýnt stöðugt slælegri frammi- stöðu í síðustu skákunum og því taldi Korchnoi að hann lægi vel við höggi, þannig að úrslita- skákin væri þessi og engin önnur." „Við höfðum rannsakað þessa byrjun sérstaklega til að beita henni til úrslita," sagöi Stean. „Og við vorum allir sammála um, að Korchnoi skyldi láta slag standa í þessari skák í dag. En það fór sem fór. Þetta er vissulega dapurlegur endir á þessu einvígi." Stean sagði að hann hefði heyrt það sem Korchnoi sagði sjálfur í upphafi samtalsins við Mbl., en sagði að Viktor Kurchnoi það væri enn til umræðu, hvort Korchnoi mætti á keppnisstað á morgun eða ekki. „Þetta hefur verið spennandi einvígi, þótt vissulega megi segja að meira hafi verið um vörn en sókn," sagði Stean. „Báðir keppendur hafa sýnt afburða tækni á skákborðinu, en verstu mistökin hafa þeir ekki gert, heldur þeir sem að þessu einvígi standa. Og um ástæöur þeirra veit enginn nema Campomanes". Sjá skákfrcttir á bls. 18 og 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.