Morgunblaðið - 18.10.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1978. Malina við störf sín á Orkustofnun í i;*r. Ljósmynd Kristján. „ÉG man það vel að eftirvæntinjjin vai mjiij; mikii því Wojtyla hiskup átti af ferma okkur. hann var svo þekktur ojí vinsæll heima í Kraká. Og nú 15 árum síðar er hann orðinn páfi. ég trúi þessi varla." sajfði Halina Guðmundsson jarðeðlisfræðinjíur þejíar hlaðamaður spjallaði við hana í Orkustofnun í K-ær. Tilefnið var kjiir nýs páfa. Pólverjans Karol Wojtyla. en hann var þiskup í Kraká. heimahæ Halinu. oj{ fermdi hana einn fajíran maídaj; 19fi3. þejjar Ilalina var 11 ára j'ömul. Ilalina jjenKur í fyrsta skipti til altaris heima í Póllandi. 8 ára Kiimul. Páfinn fermdi hana Spjallað við Halinu Guðmundsson, pólskan jarðeðlisfræðing, sem búsett er á íslandi Halina er nú búsett á íslandi, jjift Atla Frey Guðmundssyni, fulltrúa í viðskiptaráðuneytinu. Sjálf starfar Halina sem sér- fræðingur í sínu fagi hjá Orku- stofnun oj{ nafn hennar hefur ósjaldan borið á j;óma í sambandi við rannsóknir á Kröflusvæðinu. „Éj; man ákaflega vel eftir ferminjíardeginum mínum,“ segir Halina. „Við vorum um 100 krakkarnir, sem Wojtyla fermdi í St. Florian-kirkjunni, en ég átti heima við sömu götu og kirkjan stóð við. Presturinn okkar bjó okkur undir ferminguna en Woj- tyla fylgdist vel með undir- búningnum og hann spurði okkur ýmissa spurninga áður en hann fermdi okkur. F’ermingin sjálf fór fram með hefðbundnum hætti, Wojtyla gerði krossmark á enni okkar með olíu og hann gaf okkur myndir. Fermingin var mjög hátiðleg og á eftir ræddi Wojtyla við okkur fermingarbörnin.“ Halina sagði að 98% pólsku þjóðarinnar væru kaþólskrar trúar. Hún sagði að trúaráhugi væri mjög mikill í Póllandi og kirkjur væru fullar alla sunnu- daga. Væri trúaráhuginn meðal fólks miklu meiri en hér á Islandi jafnvel þótt kristinfræði væru ekki kennd í skólum. Halina sagði að samstarf kirkju og ríkisvalds hefði löngum verið stirt í Pól- landi en færi batnandi. „Ég er viss um öll pólska þjóðin hefur glaðst mjög við fréttirnar um kjör Karol Wojtyla sem páfa.* Hann er ákaflega vinsæll maður í Póllandi og alltaf þegar hann hefur messað heima í Kraká hafa þúsundir manna komið og hlýtt á hann. Ég vona svo sannarlega að hann verði farsæll páfi,“ sagði Halina að lokum. Líðan Akureyringanna sæmileg eftir spreng- inguna í Krossanesi Akureyri. 17. október. MENNIRNIR tveir. sem hrennd- ust við sprenginguna í Krossanes- verksmiðjunni í gærkvöldi. Jón Kristjánsson og Magnús Lörentz- son. liggja enn í Sjúkrahúsinu á Akureyri og eru mikið brenndir í andliti. á höndum <>g handleggj- um. Þeir eru ekki í lífshættu og var líðan þeirra sæmileg eftir atvikum í dag. Ilörður Iler- mannsson verkstjóri. sem fékk væga reykeitrun. fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í dag. Ljóst er nú að stífla var í röri, sem liggur frá þurrkara í mjölsíló og þeir Jón og Magnús voru að vinna við að losa þessa stíflu þegar sprengingin varð. Hún var mjög öflug og meðal annars þeyttist Magnús út í vegg við þrýstinginn. Jóni tókst að kæla sig nokkuð með vatni fljótlega, en það dróst hjá Magnúsi, því að hann fór strax að skrúfa fyrir olíuleiðslur og gera aðrar ráðstafanir til að eldurinn breiddist ekki út. Strax og slökkvi- liðið og lögregla komu á staðinn voru þeir í skyndi fluttir í sjúkrahús, en Hörður fór þangað nokkru síðar, eftir að hafa verið gefið súrefni á sl.vsstað. — Sv.P. Gisela Depakt einleik- ari með Sinfóníunni SINFÓNÍUIILJÓMSVEIT ís- lands heldur tónleika í Ilá- skólabíói fimmtudag 19. okt. kl. 20.30. Þetta eru aðrir áskriftartónleikar hljómsveit- arinnar á þessu starfsári. Efnisskráin á þessum tón- leikum verður sem hér segir: Leifur Þórarinsson — JO. Dmitri Kabalevsky — Cellókonsert nr. 1 Alexander Glasunow — Arstíðirnar. .Einleikari á tónleikunum verður Gisela Depkat, en hún er íslenskum tónleikagestum góð- kunn frá því hún starfaði með Sinfóníuhljómsveit Islands vet- urinn 1973 — 74. Hún hefur þegar öðlast alþjóðlega frægð sem framúrskarandi cellóleik- ari og fengið verðlaun í mörg- um tónlistarkeppnum síðan hún vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Genf árið 1964. Gísela Depkat hefur leikið með mörgum 800 fjár skorið niður á einum bæ á Austurlandi? SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFND sendir í dag landbúnaðarráðherra endanlegar tillögur sínar um til hvaða aðgerða vcrði gripið nú vcgna riðuveiki í sauðfé. Ekki var í gær hægt að fá upplýsingar um tillögur nefndarinnar en rætt hcfur verið um að skera niður allt fé á 4 ba-jum á Austurlandi sem á eru milli 1201) til 1300 fjár. en bæir þeir. sem hér um ræðir. eru Brú á Jökuldal. þar sem er þríbýli <>g alls um 800 f jár <>g á þrem bæjum í Fáskrúðsfjarðarhreppi en bæirnir standa í Reyðarfirði. Annars staðar á Austurlandi þar scm vart hefur orðið við riðuveiki hafa komið fram tillögur um að farga aðeins þeim kindum. sem einkenni um riðuveiki sjást á. Þá er ætlunin að grípa til aðgerða vegna riðuveiki, sem fundist hefur í kindum í Fjárborginni í Reykjavík <>g þrem stöðum í Ölfusinu. Eins og kom fram í frétt blaðsins í gær hefur riðuveiki nú á allra síðustu árum breiðst út á Austfjörð- um og dreifist hún þar hraðar en annars staðar. Hefur riðuveiki fundist í kindum á bænum Brú á Jökuldal, á um 7 bæjum á Breiðdal, flestum bæjum í Norðfirði, öllum bæjum nema einum í Borgarfirði eystra en fjárbændur þar eru 27, auk þess hefur riðuveiki fundist á einum bæ í Mjóafirði og bæjunum þremur sem áður hafa verið nefndir í Reyðarfirði. Er talið að um 10 þúsund fjár sé á þeim svæöum austanlands, þar sem riðuveikinnar hefur orðið vart. Allt fé skorið niður á einni stærstu jörð landsins Bændur í Vopnafirði hafa sent Sauðfjársjúkdómanefnd áskorun, sem samþykkt var á bændafundi þar um að fé á bænum Brú á Jökuldal verði skorið niður og einnig verði varnargirðingum komið upp á svæðinu. Sigvarður Halldórsson, einn þriggja bræðra sem búa á bænum Brú á Jökuldal, sem er ein stærsta jörð landsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að staðfest væri að riðuveiki hefði.fundist í kind úr einu fjárhúsinu á bænum í fyrravetur. „Það var nefnt í haust að það þyrfti að grípa til niðurskurðar á fé hér á bænum en við höfum ekki fengið neinar upplýsingar þar um eða óskir frá opinberum aðilum,“ sagði Sigvarður „og ég get þvi eiginlega ekki úttalað mig neitt um þennan hugsanlega niðurskurð á öliu fé hér. Hins vegar er allavega ljóst að ákvörðun um það verður að taka mjög fljótt hvort til þessa ráðs verður gripið en við vitum ekki enn hvaða bætur okkur standa til boða. Við erum búnir að búa okkur undir veturinn og afla heyja fyrir bústofn- inn og ef hann verður nú skorinn niður, því við erum bara með fé, sjáum við illa hvernig við eigum að standa við þær fjárhagsskuldbind- ingar, sem á okkur hvíla. Ef ekki kemur til einhver fyrirgreiðslá vegna þess er alveg ljóst að byggð hér leggst í eyði, því að hér búa menn ekki með annað en kindur." Sigvarður sagði að vissulega þætti þeim illt að þurfa að skera niður heilbrigt fé og einnig hlyti að verða að huga að því hvort rétt væri að taka einn bæ út úr stóru svæði með þessum hætti því að ýmislegt væri óljóst með útbreiðslu þessarar veiki. Skiptir mestu máli að lóga sjúku fé Jón Pétursson dýralæknir á Egils- stöðum sagði að það gæti verið viturlegt að skera niður fé á Brú en þá þyrfti að ganga úr skugga um að riðuveiki væri ekki í fé annars staðar á Jökuldalnum og ef sú leið yrði valin aö skera niður fé á Brú þyrfti að gera það í haust. „Ég hef lagt til að það sem yrði gert á svæðum eins og á Breiðdal, í Norðfirði og í Borgarfirði eystra, er að allt fé, sem riðuveiki finnst í, verði skorið niður, því að ég tel það skipta mestu máli að lóga sjúka fénu en almennur niðurskurður fjár á þessum svæðum kemur ekki til mála að mínu áliti. Við verðum að athuga að veikin kom fyrst upp í Norðfirði og í Borgarfirði eystra um 1970 og þá hefði verið hægt að skera niður ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá Sauðfjárveiki- vörnum en nú er það of seint,“ sagði Jón. I Fjárborgunum ofan við Reykja- vík eru um 1000 fjár í eigu nær 30 aðila og hefur riðuveiki fundist í fé hjá 6 fjáreigendum. „Við í Fjáreigendafélaginu höfum ekki fengið í hendur endanlegar tillögur Sauðfjársjúkdómanefndar," sagði Gísli Jensson, formaður Fjár- eigendafélags Reykjavíkur," afstaða helstu hljómsveitum Ameríku og Evrópu og hvarvetna hlotið mikið lof gagnrýnenda. Óþarfi er að kynna Pál P. Pálsson íslenskum tónleika- gestum. Hann hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit íslands frá því hann kom hingað til lands árið 1949, fyrst sem hljóðfæraleikari og síðar sem hljómsveitarstjóri. Hann er afkastamikið tónskáld og þekktur fyrir afburða góðar útsetningar fyrir kóra og hljómsveitir. okkar í þessu máli er sú, að við viljum að sem innst af fénu sé drepið nema hvað við teljum rétt að lóga sýktu fé. Hins vegar viljum við vinna að útrýmingu veikinnar með öllum tiltækum ráðum nema að ráðast á heilbrigt fé og skera það niður.“ Slíkar aögerðir eru tóm vitleysa Riðuveiki hefur fundist í fé hjá tveimur fjáreigendum í Hveragerði og þá'hefur riðuveiki fundist í fé á bænum Hjarðarbóli í Ölfusi. Halldór Guðmundsson á Hjarðarbóli sagði að hjá sér hefði riðuveiki fundist í 4 kindum á þremur árum en alls væri hann með rúmlega 100 fjár. „Ég tel að þær aðgerðir sem nú eru nefndar séu tóm vitleysa og þar þurfi að koma til mun víðtækari aðgerðir" sagði Halldór. „Það er rætt um að skera niður fé á þessum þremur stöðum í Ölfusinu og hjá þeim sex aðilum, sem veikin hefur fundist hjá í Fjárborgunum, en við verðum að hafa í huga að allt í landnámi Ingólfs eða á svæðinu frá Ölfusá að Hvalfjarðarbotni gengur og getur gengið saman og það sér hver maður að veikin getur breiðst um allt svæðið enda geta kindurnar víst gengið með smit í 8 og upp í 30 mánuði. Við höfum lagt á það áherslu að varnargirðingar yrðu styrktar og kannað yrði hvað veikin er hjá mörgum bændum, því að þetta er veiki, sem menn þekkja ekki, enda hefur ekkert verið gert til að kynna bændum þessa veiki," sagði Halldór. Akærdur fyrir ad draga sér fé úr sjódum Landakirkju RÍKISSAKSÓKNARI hefur geíið út ákæru á hendur Einari Ilauki Eiríkssyni fyrrverandi skatt- stjóra í Vestmannaeyjum fyrir að draga sér fé úr sjóðum Landa- kirkju í Vestmannaeyjum á árun- ujn 1970 til hausts 1977. Þennan tíma var Einar gjaldkeri safnaðarins <>g nokkur ár cinnig formaður. I ákæru er Einari gefið að sök, að hafa dregið sér 6.485.570.00 krónur á umræddu tímabili. Málið hefur verið sent bæjarþingi Vest- mannae.vja til dómsmeðferðar. V innu veitendur og VR funda um launaflokka á mánudaginn SÉRSTÖK nefnd Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og vinnuveit- enda félagsmanna þess hefur verið sett á laggirnar til að endurskoöa launaflokka í kjarasamningum VR. Kjararáð verzlunarinnar var á fundi í gær til að fjalla um þessa endurskoðun en fundur hefur verið boðaður um þettá mánudaginn 23. október nk. Þar vænta fulltrúar VR að vinnuveitendur leggi fram sjónarmið sín í málinu, að því er talsmenn VR skýrðu Mbl. frá í gær. Upplýstu 21 innbrot RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur nýlega upplýst innbrot fjögurra ungra pilta sem framin voru í sumar og haust, alls 21 innbrot. Samanlagt þýfi var um 300 þúsund krónur í peningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.