Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 3 Fannst látinn á Holtavörðuheiði 61 ÁRS gamall maöur. Bjarni Andrésson, Hraunbæ 154 í Reykja- vík, (annst látinn á Holtavöröuheiði í gærmorgun. Ilann haföi farið til rjúpnaveiða í fyrradag en kom ekki fram á réttum tíma. Er talið að hann hafi fengið aðsvif. Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og upp- komin börn. Bjarna var saknað seinnipartinn á mánudag. Hann hafði farið til rjúpnaveiða ásamt syni sínum og ætluðu þeir feðgar að hittast á ákveðnum stað seinnipart mánu- dagsins. Þegar Bjarni kom ekki fram á réttum tíma var farið að svipast um eftir honum. Komu m.a. til leitar björgunarsveitarmenn úr Borgar- firði. Veður var þá gott en um nóttina var komiö leiðindaveður, slydda og þoka. Fleiri björgunar- sveitir mættu til leitar í gærmorgun og um klukkan 10.30 fannst lík Bjarna milli Konungsvörðu og Tröllakirkju, norðvestur af Holta- vörðuheiði. Félagar úr Vélflugufélagi íslands brugðu sér á laugardaginn í árlega kynnisfcrð á Keflavíkurflugvöll. Flugkostur Bandaríkjamanna var þar til sýnis fyrir hópinn og er meðfylgjandi mynd tekin í einu flugskýlanna. (Ljósm. RAX). Vinnustundum fækk- ar með aukinni tækni við Reykjavíkurhöfn VINNA VIÐ Reykjavíkurhöfn hef- ur í haust verið nokkru minni en áður og almennt ekkki ncma átta stundir á dag. Er þetta minna en áður og gætir óánægju hjá mörg- um með þessa þróun. Morgunblað- ið leitaði í gær til Guðmundar J. Guðmundssonar varaformanns Dagsbrúnar, og innti hann eftir þessu máli. Guðmundur kvað það rétt að vinna hefði verið talsvert minni við Reykjavíkurhöfn en áður og væru ástæðurnr fyrir því margivíslegar. Þyngst á metunum væri það, að afgreiðslutími skipa væri nú mun styttri en áður, skip sem áður l*efðu verið afgreidd á 4—5 dögum væru nú afgreidd á einum degi. — Tæknivæðingin og ýmsir aðrir þættir gera það að verkum að atvinna hefur minnkað hjá hafnar- verkamönnum. Þá hefur nokkuð verið um að togarar og bátar sigli með afla sinn og skipin hafa í flestum tilfellum haldið áætlun sinni þannig að ekki hefur þurft að afgreiða mörg skip í einu. Það eru fáar hafnir, sem bjóða upp á eins stuttan afgreiðslufrest og Reykja- víkurhöfn og aukinn hraði og tækni minnka atvinnuna við höfnina, sagði Guðmundur J. Guðmundsson að lokum. Alþýðubandalagsmenn: Höfnuðu Ölafi Ragnari í utanríkismálanefnd ÓLAFUR Ragnar Grímsson sóttist mjög eftir að fá sæti í utanríkismálanefnd. eftir því sem Morgunblaðið hefur fregn- að. Nokkur togstreita mun hafa orðið um sæti í nefndinni innan Alþýðubandalagsins vegna þessa áhuga Olafs Ragnars, en hann varð að láta í minni pokann bæöi í baráttu um aöalsæti og sæti varamanns. í nefndina voru kjörnir af hálfu Alþýðubandalagsins þeir Gils Guðmundsson og Jónas Árnason en til vara Svava Jakobsdóttir og Kjartan Ólafsson. Ólafur Jónsson stór- kaupmaður látinn í FYRRAKVÖLD lézt í Land- spítalanum Ólafur Jónsson stór- kaupmaður, oft kendur við fyrir- tækið Electric, Melhaga 1 hér í bænum. Hann varð sjötugur í marzmánuði síðastl. Haíði Olafur átt við vanhcil.su að stríða um nokkurt skeið. Ólafur var fæddur á Kambi í Reykhólasyeit. Voru foreldrar hans Jón Hjaltalín Brandsson bóndi og kona hans Sesselja Stefánsdóttir. Ólafur var Sam- vinnuskólagenginn, en fór til framhaldsnáms í Danmörku. Að námi loknu ytra gerðist hann starfsmaður svonefndrar Raf- tækjaeinkasölu. Var hún lögð niður í byrjun heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Varð Ólafur þá einn af aðalhvatamönnum að stofnun fyrirtækisins Electric h.f., sem hann rak í félagi við Hans Þórðarson, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Rak Ólafur fyrir- tækið allt fram á síðasta ár, er heilsa hans tók að þverra. Seldi hann þá fyrirtækið. Ólafur Jónsson var kvæntur Arnþrúði Jónsdóttur; lifir hún mann sinn ásamt þrem börnum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.