Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÖBER 1978. Útvarp kl. 9.05: Búálf ar í Vest- mannaeyjum og Reyk javík Valdís Óskarsdóttir les í dag 8. lestur sögu sinnar „Búálfarnir" í Morgun- stund barnanna. Sagan fjallar um Svenna sem er frá Reykjavík og fer á vertíð til Vestmannaeyja. Þar rekst hann á búálf sem býr í verbúðinni og nefn- ist Sjonni. Það tekst með þeim tveimur vinátta og Sjonni ákveður að fara með Svenna til Reykjavík- ur. I Reykjavík kemst Sjonni að því, að það eru búálfar í veggjunum heima hjá Svenna og fjallar sagan um ýmis uppátæki buálfanna og samskipti þeirra við Svenna. Utvarp kl. 20.00: Valdís óskarsdóttir Valdís kvaðst hafa heyrt að börn frá 5—13 ára aldurs hlustuðu á söguna sem hún lauk við á síðasta ári. „Búálfarnir" verða í Morgunstund barnanna út næstu viku. Sjónvarp kl. 20.30: Tvær bandarískar fræðslumyndir í þættinum Nýjasta tækni og vísindi sem verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld verða sýnd- ar tvær bandarískar fræðslu- myndir. Fyrri myndin ber nafnið „Framtíð farþegaflugsins" og lýsæir hún ýmsum nýjungum í sambandi við farOegaflug. Þar er sagt frá tilraunum sem gerðar hafa verið með nýjar flugvélar, ný efni í vélarnar og nýja hjólbarða. Einnig er sýnd- ur ýmis nýr öryggisútbúnaður t.d. í sambandi við aðflug. I byrjun myndarinnar er sýnd kvikmynd sem er með Oeim fyrstu sem teknar voru. Sú mynd greinir frá hugmyndum 19. aldar manna um flugið og að sögn umsjónarmanns „Nýjustu tækni og vísnda" sjást í mynd- inni ýmsir forngripir sem ætlað- ir voru til flugs en komust aldrei á loft. Seinni myndin, „Tengsl sólar og jarðar", fjallar um þau áhrif sem efnisagnir frá sólinni hafa á segulsvið jarðar. I gegnæum segulsviðið hefur sólin áhrif á ýmislegt sem menn höfðu ekki gert sér grein fyrir áður svo sem fjarskipti og rafmagn á há- spennistöðvum og grunur manna fer vaxandi um að þessar efnisagnir hafi áhrif á lang- tímabundnar veðurfarssveiflur hér á jörðunni. Þátturinn „Nýjasta tækni og vísindi" hefst kl. 20.30. Umsjónarmaður þáttarins, Örnólfur Thorlacius, sagði í samtali við Mbl. að þessar myndir væru mjög litskrúðugar og fallegar á að horfa og þá sérstaklega seinni myndin. Þátturinn er hálftíma langur. Rætt um sjónvarps- og útvarpsefni fyrir unglinga í vetur „í þættinum í kvöld munum við ræða við tvo unga handknattleiksmenn, Sverri Kristinsson og Guðmund Magnússon, um handknattleik og það sem þeir hafa gert á því sviði. Þeir Sverrir og Guðmund- ur leika báðir með F.H. og einnig með landsliðinu," sagði Hjálmar Árnason sem ásamt Guðmundi Arna Stefánssyni sér um þáttinn „Á níunda tíman- um". Jónatan Garðarsson mun einnig kynna tón- listarstefnu en hann mun eiga að sjá um tónlistar- þátt í „A níunda tíman- um" og rætt verður við fulltrúa hljóðvarps og sjónvarps um dagskrár- efni fyrir unglinga í vetur. Þá munu þeir Guðmundur og Hjálmar kynna nýtt og breytt form á þætti sínum en þeir munu í vetur taka upp samstarf við skóla, einnig skóla úti á landi og þá helst heimavistarskóla, að sögn Hjálmars, um samningu efnis og flutning þess. Einnig mun þáttur- inn verða á mánudögum að loknum „lögum unga fólksins", eftir fyrsta vetrardag. I kvöld munu hinir föstu liðir skipa sinn venjulega sess, Topp 5 og leynigest- urinn, og lestur bréfa frá hlustendum mun hugsan- lega verða á dagskrá ef tími vinnst til. „Á níunda tímanum" hefst kl. 20.00 og er þátt- urinn 40 mínútna langur að venju og mun tíma- lengdin verða sú sama í vetur. Útvarp Reykjavik MIÐMIKUDfcGUR 18. október MORGUNNINN 7.00 Vcðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund harnarma: Valdís Öskarsdóttir heldur áfram lestri sö'gu sinnar „Búálfanna" (8). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlist. Alf Linder leikur á orgel Prelúdíu og fúgu í dís-moll op. 56 eftir Otto Olsson og Prelúdíu og fúgu í Odúr eftir Emil Sjögren. 10.15 íþróttir fyrir fatlaða í Reykjavík. Gísli Helgason tekur saman þáttinn. 11.00 Morguntónleikan Hindarkvartettinn leikur St- iirjakvartett íamollop. 1 eitir Johan Svendsen / Arthiir Bloom, Howard Bouard, Fred Shcrry, Jcffrey Levine og Mary Louise Böhm leika Kvintett / a-moll fyrir klarínettu, horn. selló. kontrabassa og píanó op. 81 eftir Friedrich Kalkbrenner. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍÐDEGIÐ________________ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna> Tónleikar. 15.00 Miðdcgissagan: „Ertu manneskja?" eftir Marit Paulsen. Inga Huld Hákonardóttir les (3). 15.30 Miðdegistónleikar. Kjell Bækkelund leikur Píanósón- ötu op 91 eftir Christian Sinding. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.00 Litli barnatíminn. Gísli Asgeirsson sér um tímann. 17.20 Sagani „Erfingi Patricks" eftir K. M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les (11). 17.40 Barnalög. 17.50 íþróttir fyrir fatlaða í MIÐVIKUDAGUR 18. október 18.00 Kvakkkvakk ítSJsk klippimynd. 18.05 Flemming og samkomulagið Dó'nsk mynd. Þriðji og stðasti hluti. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.20 ÆvintýriíTívolí Litlum trúði fylgt um Tí- volígarðinn í Kaupmanna- höín. Síðari hluti. (Nordvision — Norska sjónvarpið), 18.35 Frumskógur apanna I frumskógum Afrfku uppi í 2-3000 metra hæð yfir sjávarmáli er mikið af öpum og þar Hfa einnig margar aðrar dýrategund- ir. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvísion — Norska sjónvarpið). 19.05 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vfsindi Framtíð farþegaflugs - Tengslsól- ar og jarðar Umsjónarmaðar örnólíur Thorlacius. 21.00 Dýrin mín stór og smá Tólfti þáttur. Æfingin skap- ar meistarann. Eíni ellefta þáttar. Tristan kcmur heim að loknu prófi í dýrahrknaskólaiiiim. Hann vill sem minnst segja um áranguritin, en James kemst að því að honum hefur ekki gengið sem best. Ungur bóndi verður fyrir þvf óláni. að kýrnar hans fá smitundi fósturlát. James tekur þetta mjög nærri sér. I>að kcmur í ljós að meira er í Carmody spunnið en ætlaðvar, en nú er dvöl hans hjá Siegfried á enda. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 21.50 Grænland Biskup og bóndi Síðari hluti fræðslumyndar, sem gerð er sameiginlega aí •lanska. norska Og íslenska sjónvarpinu. Þýðandi og þulur Jón O. Áður á dagskrá 1. septem- ber 1976. (Nordvision). 22.30 Dagskrárlok Reykjavíki Endurtckinn þáttur frá morgninum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. KVÖLDIÐ_________________ 19.00 Fréttir. Frcttaauki. Til- kynningar. 19.35 Skólakór Garðabæjar syngur í Háteigskirkju. Söngstjóri. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Jónína Gísla- dóttir leikur á píanó. 20.00 Á ni'unda tímanum. Guðmundur Arni Steíánsson og Hjálmar Árnason sjá um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. 20.40 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir írá. 21.00 ..Rjúkandi spcgill". smá- saga eítir William Heinesen. Þorgeir Þorgeirsson les eig- in þýðingu. 21.20 Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur í útvarpssali x Einleikarii Jónas Sen. Stjórnandii Páll P. Pálsson. Píanókonsert nr. 2 í cmoll op. 18 eftir Sergej Rakhmaninoff. 22.00 Kvöldsagani „Sagan af Cassius Kcnnedy" eítir Edgar Wallace, Valdimar Lárusson les (4). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur, Umsjóni Jón Múli Arnason. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.