Morgunblaðið - 18.10.1978, Page 5

Morgunblaðið - 18.10.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 5 Bifreiðarnar tvær. sem taldar eru ónýtar eftir hinn harða árekstur á Flateyri. Ljósm. Jón P. Ásgeirsson. Flateyri: Þrír slösuðust í hörðum árekstri MJÖG HARÐUR árekstur varð á Flateyri aðfararnótt sunnudagsins 8. október sl. Mustang-bifrcið var þá ekið á kyrrstæða og mannlausa bifreið af gerðinni Mercuri Mon- arch. Þcyttist síðarnefnda bifreiðin 20—25 metra áður en hún stað- næmdist á aðalgötunni. Þrennt var í Mustang-bifreiðinni og slösuðust allir. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði og sömuleiðis farþegi, sem sat við hlið ökumanns. Farþeginn var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykja- víkur á gjörgæzludeild. Var hann mikið slasaður, en mun nú vera úr lífshættu. Þriðji maður slapp lítið meiddur. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur, en hann mun hafa misst vald á bifreiðinni. Bifreiðarnar eru taldar nær ónýtar. Lögrelga og læknar frá ísafirði komu fljótlega á vettvang eftir áreksturinn og sömuleiðis læknir frá Þingeyir. Þá má geta þess að varðskipsmenn af Þór aðstoðuðu við að flytja hina slösuðu íjúkraskýlið á Flateyri. r Kosið vegna 1. des. í H.I.: Vaka býður fram efnið „1984” Hvað verður ekki bannað? HÁSKÓLASTÚDENTAR ganga til 1. desember kosninga næstkomandi laugardag. í kosningunum verður tckist á um hverjir sjá um hátíðarhöldin á fullveldisdaginn. 1. desember, í ár en kosið verður að loknum kosningafundi í Sigtúni á laugardaginn og hefst að loknum framsögura'ðum kl. 14.30 og stendur í þrjá tíma eða til 17.30. Vaka. félag lýðra’Aissinnaðra stúdenta býður nú fram undir kjörorðunum. „1984". Ilvað verður ekki bannað? Verðandi. félag róttækra stúdenta býður fram undir kjiirorðinu. „Háskóli í auðvaldsþjóðfélagi." Vaka segir í fréttatilkynningu að ástæða þess að félagið bjóði nú fram undir kjörorðinu „1984“. Hvað verður ekki bannað? sé sú að lýðræðissinnum finnist tími til kominn að jafnt stúdentar sem annað fólk, íhugi vandlega þá stefnu, sem íslenzkt ríkisvald virð- ist hafa tekið á undanförnum árum, og skipti í því sambandi engu máli, hvaða flokkar hafi setið við stjórn- völinn, eins og segir í dreifibréfi frá Vöku. Att er við hina vaxandi áráttu stjórnenda að reyna að hafa vit fyrir fólki og stjórna því með boðum og bönnum. Vökumönnum finnst í óefni stefnt og í dreifibréfinu segir: „Þrátt fyrir sífellt aukna menntun og alls kyns fræðslu, sem ætla má að geri okkur hæfari til að velja og hafna, þá er farið með okkur eins og börn. Vaka vill vara við þessari hættulegu þróun og telur tímabært að staldra aðeins við á 60 ára afmæli fullveld- isins og íhuga hvort við séum á leið í samfélag Stóra bróður. „1984“ er titillinn á frægri bók eftir George Orwell. I sögu hans kemur fram svartsýn spá um framtíð mannsins. Orwell óttast það, að drottnunargirni mannsins nái slíkum heljartökum á ríkiskerf- um heimsins að hvergi verði frelsi fyrir frelsisunnendur." Verðandi félag róttækra stúdenta í Háskólanum.hefur undanfarin ár séð um hátíðardagskrána 1. desem- ber. Stór ástæða fyrir sigri þeirra undanfarin ár, segja Vökumenn, að sé mjög óhagstætt kosningafyrir- komulag og léleg kjörsókn — eða innan við 30% af Háskólastúdent- um. yaka hefur undanfarin ár reynt að fá kosningafyrirkomulaginu breytt og nú í ár stendur kosningin í þrjá tíma í stað tveggja klukku- stunda eins og var síðastiiðið ár. Kosið verður á kosningafundi í Sigtúni á laugardaginn 21. október og hefjast framsöguræður kl. 13.30, en kosning kl. 14.30 að framsögu- ræðum loknum. Framboðslista Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta skipa: Hild- ur Sverrisdóttir, lagadeild, Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson laga- I DAG kl. 15.30 varð harður árekstur tveggja bfla framan við útibú Kaupfélags Þingeyinga í Reykjahlíð. Þar bakkaði Land- rover þvert í veg fyrir stóran flutningabfl sem var á Norður- leið. í jeppanum voru þrír farþeg- ar auk iikumanns. en við áreksturinn kastaðist farþegi í framsæti út úr bflnum. Strax var beðið um sjúkrabfl og lækni frá Húsavík. Ákveðið var eftir að læknir var kominn að fá flugvél og fl.vtja tvo þá slösuðu til Reykjavíkur, en einn á sjúkrahúsið á Húsavík. Land- rover-jeppinn er mjög illa farinn, en lítið sér á flutningabílnum. í honum var aðeins ökumaðurinn. deild, Kristján Hjaltason, við- skiptadeild, Inga Arnardóttir læknadeild, Sigurður Sigurðsson, lagadeild, Kjartan Gunnar Kjart- ansson, heimspekideild og Tryggvi Jónsson, viðskiptadeild. Framboðslista Verðandi, félags róttækra stúdenta skipa: Anna Th. Gunnarsdóttir, lagadeild, Eggert Eggertsson, lyfjafræði, Einar Páll Svavarsson, félagsvísindadeild, Guðmundur Hálfdánarson, heim- spekideild, Oddríður Þorsteinsdótt- ir félagsvísindadeild, Sigrún Guð- mundsdóttir, heimspekideild og ír Logadóttir, læknisfræðideild. Þar sem þessi árekstur átti ser stað er nánast ófært að hafa bílastæði og eftir því sem bílarnir eru þar fleiri er hættan meiri. Sýnist nú vera tímabært að banna allar bílastöður framan við verzlunarhúsið, en koma þess í stað upp bílastæði þar sem hentar betur. I dag hefur sjálfvirki síminn hér verið óvirkur er bilun varð í sjálfvirku stöðinni í Reykjahlíð i morgun. Komst síminn ekki í lag fyrr en kl. 16,30. Varð að fá viðgerðarmann frá Akureyri. Slík- ar bilanir koma sér ákaflega illa, ekki sízt þegar slys ber að höndum eins og hér varð í dag. — Kristján. Slösuðust í hörðum árekstri við Mývatn Björk Mývatnssveit 16. okt. Klæðist eftir vetrartískunni — fyrsta vetrardag. Æ& : Austurstræti ^snni: 27211 Siejtgnei.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.