Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. J; »ungur á bárunni rðandi leyfi fyrir hrútaútflutningi'' — scgir Páll A. Pálsson yfirdýralæknir „Eg býst við að ég verði þungur á bárnnni til þcss að vcita lcyíi fyrir útflutningi hrúta til írans," sagði I'áll A. PáJsson yfirdýra- laknir í samtali við Mbl. í gær þegar blaðið lcitaði umsagnar hans á hrútamálinu. cn Dýra- verndunarfélög hafa mótma-lt áætlunum um að flytja sauði til írans til slátrunar mcð hníf- stungu á háls. Segja dýra- verndunarfélög að þcssi slátrun- araðfcrð samrýmist ckki íslcnzk- um lb'gum. Páll A. Pálsson sagði í samtali við Mbl. í gær, að frá því á landnámsöld og fram yfir þriðja áratug þessarar aklar hefðu ís- lendingar slátrað fé sínu eins og íranir gera í dag og minnti hann á að það væru nokkur hundruð milljónir manna sem teldu þess? aðferð við slátrun þá einu réttu. Hann kvaðst hafa séð slátrun ytra á þennan hátt, hér væri um að ræða trúarathöfn að vissu leyti þar sem prestlærðir menn beittu egghvössum hnífum eldsnóggt við aflífun sauða. Hins vegar kvað hann íslenzk lög mæla svo fyrir, að gera þyrfti dýr meðvitundarlaust áður en það væri aflífað. Kvaðst yfirdýralæknir hafa synjað um leyfi fyrir útflutning sauða til fjarlægra landa fyrir nokkrum árum þar sem ekki væri hægt að leggja svo langt ferðalag á þessi dýr, en hins vegar kvað hann nokkur lönd flytja hundruð þús- unda sauða á markað í þessum löndum sem um er að ræða. Hverfisgata Til sölu er miösvæöis viö Hverfisgötu verslunar- og iönaöarhúsnæöi á götuhæö um það bil 240 fm aö stærö auk kjallara. Upplýsingar kl. 10—12 á skrifstofunni. IBÚÐA- SALAN Gept l.amla Bídi sími I2IXII Lögmenn: AgnarBíering, Hermann Helgason. Verslunarhúsnæði við Laugaveg Vorum aö fá tif sölu húseign meö 390 ferm. eignarlóð á Laugavegi. Húsiö er komið til ára sinna en vel nothæft fyrir verslunarrekstur. Byggingarmöguleiki á 4ra hæða verslunarhúsi. Uppl. aöeins veittar á skrifstofu vorri. í^^ Húsafell ^^^^^^J FASTEIGNASALA Langholtsvegm LúdvikHalldórsson AÓalsteinn Pétursson simi' afó 66 BergurGudnason hdl MhDÐORG fasteignasalan í Nýja bióhúsinu Reykjavik Símar 25590,21682 4—5 herberqja — Víöihvamm Hafn. íbúðin er ca. 120 ferm. með 3 svefnherbergjum, góðri stofu, íbúðarherbergi í kjallara. Stór bílskúr fylgir. Verð 19—20 millj. Útb. 12 millj. Lóð Arnarnesi Lóöin stendur við Þrastarnes og er ca. 1280 ferm. Öll gjöld greidd. Verð kr. 7.5—8.0 millj. 4ra herbergja — Herjó/fsgafa Hafn. Ca. 85 ferm. 3 svefnherbergi, stofa. Verð 15 millj. Útb. 9.5 millj. Einbýlishús — Nönnustígur Hafn. Járnvarið timburhús, kjallari, hæð og ris ca. 47 ferm. grunnflötur. 4 svefnherb. í risi, stofur, hæð og eldhús. Geymslur. í kjallara má irmrétta herbergi. Verð 17 millj. Útb. 12 millj. 2ja herbergja tilb. u. tréverk íbúðin er í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði ca. 65 fm. Eldhúsinnrétting fylgir, óuppsett. Afhending nú þegar. Fast verö 8.9 millj. Beðið eftir veðd.láni. 4ra herbergja — Hraunbæ íbúöin er á 3ju hæö ca. 110 ferm. með 3 svefnherb. Laus um áramót. Verð 16 millj. Útb. 11 milljónir. Vantar m.a. Höfum kaupendur Stóra 3ja herbergja eða 4ra herbergja í Norðurbænum. Eldra hús m/tveim íbúöum í Reykjavík. 4ra herbergja Vogum, Arbæ, þyrfti ekki að losna strax. 2ja eða 3ja herb. í miðbæ Kópavogs eöa í Reykjavík. Sumarbústað fyrir félagasamtök helst stutt frá Þrastarlundi og þar í nágrenni. Látíö skrá íbúöina strax ídag i HlIIUIlUIIffiL Jón Rafnar sölustjóri Heimasími 52844. MNWKWf Vantar íbúðir allar stæröir. Guðmundur Þórðarsí>» hdl Loðnuskip í erfiðleikum LOÐNUSKIP Pétur Jónsson. RE 69, fékk nútina í skrúfuna á loðnumiðunum 90 mílur norður af Horni sfðastliðinn fimmtudag. Varðskip var nærstatt og fengu varðskipsmennirnir Jón P. As- geirsson og Halldór Gunnlaugs- son það erfiða og kalsama verk- efni að skera nótina úr skrúf- unni. Eftir að hafa verið meira og minna í sjónum á miðunum í 1% gráðu heitum sjónum var Pétur Jónsson dreginn inn á Aðalvík, þar sem eftir tvo tíma tókst að ná úr skrúfunni. Loðnuskipið hélt síðan til Reykjavíkur, þar sem skipt var um nót. Meðfylgjandi myndir Jóns P. Ásgeirssonar sýna er línu var skotið yfir íPétur Jónsson og eru þeir Logi Björgvinsson og Sig- urður Steinar Ketilsson næstir á myndinni. Hin myndin er af Pétri Jónssyni á miðunum. Átelur fjárveitinga- valdið fyrir að svara ekki tilboði Olíumalar Á landsþingi FIB um helgina var samþykkt ályktun, þar sem fjárveitingavaldið var átalið fyrir að svara ekki tilboði Olíumalar hf. um lagningu slitiags á vegi í' sumar. Alyktunin er svohljóðandi: „Landsþing P.Í.B. 1978 átelur fjárveitingavaldið fyrir að svara ekki framkomnu tilboði Oiíumalar h/f o.fl.' um lagningu olíumalar- slitlags á 70 km af vegum landsins á s.l. sumri. Landsþingið harmar þau vinnubrögð ríkisvaldsins að hundsa tilboðið og láta ekki svo lítið að gera alþjóð ljósar ástæður fyrir því að tilboðið var þannig meðhöndlað. I því sambandi má taka fram, að tekjur af bifreiða- umferð umfram fjárlög á árinu Leiðrétting í texta með mynd af Marie Hamsun í laugardagsblaði Mbl. var sagt að hún væri enn á lífi og dveldist í Frakklandi. Þetta er ranghermi. Hið rétta er að hún andaðist í Nörreholm í Noregi 5. ágúst 1969. 1978, munu verða um 7-10.000 millj. kr., en tilboðiö var aðeins um 800 millj. kr." Iðnnemar saman til þings um næstu helgi ÞING Iðnnemasambands íslands. hið 36. í röðinni. verður haldið á Hótel Esju um næstu helgi og verður þingið sett föstudaginn 20. október kl. 14 af formanni sambandsins. Hallgrími G. Magnússyni. I frétt um þingið frá Iðnnemasambandinu segir að búast megi við að kjaramálin verði í brennidepli og þá sérstak- lega hvaðvarðar verknámsskóla- nemendur. bæði er varðar skóla- göngu þeirra og starfsþjálfun í atvinnulífinu. Þingið sækja um 120 fulltrúar frá um 15 aðildarfélögum víðs vegar að af landinu. Pyrir þinginu liggja irtntókubeiðnir þriggja nýrra félaga, sem stofnuð voru á starfsárinu. Það eru Iðnnemafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Iðnnemafélag Húsavíkur og Iðn- nemafélag Siglufjarðar. Þinginu lýkur á sunnudag með kjöri í trúnaðarstöður sambands- ins. Leiðrétting í grein Þorsteins Stefánssonar í blaðinu í gær misritaðist ársþriðj- ungur í stað aldarþriðjungur. Umrædd setning átti að vera: „Eg minnist þess ekki að kaup- samningar allan síðasta aldarþriöjung eða meira hafi verið hér í gildi umfram nokkra mánuði meðan kaupgjaldsvísital- an var að hækka kaupgjaldið svo það var oröið óviðráðanlegt fyrir atvinnurekendur að standa við þá." Al I.I.VSINCA SIMINN Kli: 22480 Kristín Halldórs- dóttir áttatíu ára AUGLÝSrMGASÍMINN ER: 22480 JHorðunWflfeiít © Kristín er fædd að Þyrli á Hvalfjarðarströnd 18. október, 1898. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Loftsdóttir, ljósmóðir, og Halldór Þorkelsson, sem þá bjuggu á Þyrli. Kristín giftist frænda mínum, Kristni Guðmundssyni, skipstjóra, árið 1924. Settust þau að á Akranesi og bjuggu þar allan sinn búskap. Kristinn lést 1975. Á þessum tímamótum verður mér efst í huga, þegar ég kom fyrst á heimili ykkar hjóna fyrir 46 árum og aftur síðar, er ég bjó hjá ykkur um árabil. Frábær umhyggja og viðurgerningur, ásamt skemmtilegum heimilis- anda og myndarskap í heimilis- búnaði og umgengni hefur gert dvólina ógleymanlega. Ennfremur þökkurn við hjónin fyrir móttökurnar, í gegnum tíðina, sem komin er á fjórða áratug. Óskum þér og þínum vellíðunar og Guðs blessunar. Valdimar Guðmundsson. mRHÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.