Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978 13 Sjómannasamband- ið mótmælir bröt- um Ólafsvíkurbáta S.IÓMANNASAMBAND íslands tók fyrir á stjórnarfundi í fyrradag ályktun frá Sjómannadoild Verkalýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði þar sem mótmælt er brotum Ólafsvíkurbáta á samningum varðandi helgarfrí þeirra er stunda sfldvciðarnar suður af landinu. í samningum segir að helgarfrí skuli vera á rcknetaveiðum. en Ólafsvíkingar hafa samið sérstaklega við útgerðarmenn þar og aetluðu þeir aðeins að taka 2'/a sólarhrings frí meðan á sfldarúthaldinu stæði. Voru þeir því að veiðum um helgina og einhverjir þeirra munu hafa aflað vel. Sjómannasam- bandið tók mál þetta fyrir og mótmælti þessum brotum á samn- ingi Sjómannasambandsins og LÍÚ harðlega. Skoraði Sjómanna- Loðnuafl- inn yfir 300 þús- und tonn MJÓG góð loðnuveiði hefur verið undanfarna daga og er heildarafl- inn á sumarloðnuveiðunum nú kominn vel yfir 300 þúsund tonn. Skipin landa allt frá Faxaflóahöfn- um norður og austur um land og má segja að landað sé á öllum þeim stöðum þar sem loðnubræðslur eru nema í Vestmannacyjum. Flotinn hefur undanfarið verið á veiðum um 80 mflur norður af Horni. Á höfnum næst veiðisvæðinu er nokkurra daga bið eftir löndun. cn eftir því sem fjær dregur gengur greiðlegar að losna við aflann. Frá því á hádegi á laugardag þar til síðdegis í gær tilkynntu eftirtal- in skip um afla: Laugardagur: Magnús 500, Sig- urður 1350, Arnarnes 500, Albert 580, Árni Sigurður 850, Börkur 1050, Jón Finnsson 580. Sunnudagur: Jón Kjartansson 1140, Skarðsvík 610, Helga RE 250, Hákon 770, Sæbjörg 590, Gullberg 570. Mánudagur: Húnaröst 580, Örn 570, Hilmir 550, Stapavík 550, Náttfari 470, Guðmundur 830, Óskar Halldórsson 410, Helga Guðmundsdóttir 750, Grindvíkingur 1000. Þriðjudagur: Gunnar Jónsson 320, Eldborg 570, Keflvíkingur 520, Fífill 600, Loftur Baldvinsson 770, Gígja 640. Veiðin tek- ur 10-15% af rjúpna- stofninum RJÚPNAVEIÐITÍMINN hófst á sunnudaginn og stcndur fram til 22. descmber. Fyrstu dagar veiði- tímans eru venjulcga drýgstir fyrir veiðimennina, en þrátt fyrir það hefur lítið frétzt um veiði frá því á sunnudag. Morgunblaðið Icitaði hins vegar til Arnþórs Garðarsson- ar fuglafræðings í gær og innti hann eftir sta-rð rjúpnastofnsins. Arnþór sagði að rjúpnastofninn hefði verið í lægð síðustu árin, en 1966 hefði síðast komið lítið hámark í stofninn. Síðan þá hefði stofninn verið tiltölulega lítill, en þó ekki í lágmarki. Erfitt væri að áætla fjölda rjúpunnar hér á landi, en reikna mætti með að veiðin tæki 10—15% af stofninum. — Rjúpnaveiðin virðist ekki hafa áhrif á stofnstærð rjúpunnar meðan fjöldi hennar er ekki í meiri lægð en nú er, sagði Arnþór. — Hins vegar á ég ekki von á að rjúpnaveiði verði mikil í ár, varla meiri en í fyrra, það er ekki svo mikið af rjúpunni. sambandið á sjómenn að halda gerða samninga. í samtali við Morgunblaðið sagði Óskar Vigfús- son, að þarna væri sótt í sameigin- legan sjóð, þar sem ákveðinn kvóti væri fyrir þessum veiðum á alla bátana, sem hefðu leyfi, en ekki sérstakur kvóti á hvert skip. — Við skiljum að mörgu leyti aðstöðu þeirra, sem þurfa að sigla langt í sína heimahöfn, en það er ekki hægt að líða annað en farið sé eftir samningum, sagði Óskar. — Þetta mál verður örugglega til umræðu á þingi Sjómannasam- bandsins í lok þessa mánaðar. Sjómannasambandið stendur ekki gegn því að einstök félög fái aukin fríðindi frá viðsemjendum sínum en við getum ekki séð að um slíkt sé að ræða í þessu tilfelli, sagði Oskar. Jón Sveinsson, formaður Út- vegsmannafélags Hornafjarðar, sagði í samtali við Mbl., að frá því að þessar veiðar hófust hefði það verið ófrávíkjanleg regla að sjó- menn fengju helgarfrí. Að vísu hefði orðið misbrestur á þessu hjá einum og einum báti undanfarin ár en ekki svo mjög sem nú í haust. — Okkur finnst farið aftan að hlutunum þegar sömu reglur gilda ekki fyrir alla þegar róið er frá sömu verstöð sagði Jón. Sigurður Eyþórsson listmálari, opnar málverkasýningu i Gallerí SUM SIGURÐUR Eyþórsson listmálari, opnaði málverkasýningu í Gallery SUM við Vatnsstíg 3 s.l. laugardag. Sigurður sýnir þar acrylmálverk, olíu og egg-tempera myndir og teikningar, alls 28 myndir. AHar myndirnar eru af fólki. flestar andlitsmyndir. Sýningin er opin frá 16—22 virka daga og frá 14—22 um helgar, en sýningunni lýkur 25. október. Sigurður Eyþórsson hefur haldið eina einkasýningu áður og einnig hefur hann verið með á samsýning- um. Hann nam við Myndlista- og handíðaskólann og útskrifaðist þaðan 1971. Síðan var hann við nám í Listaakademíunni í Stokkhólmi 1974—1976 og einnig hefur hann verið við myndlistarnám í Aústur- ríki. Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis MIDVIKUDAGSKVÖLDIÐ 18. októbcr er boðað til héraðsfundar fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi. en því tilheyra söfnuðir í Reykjavík, Kópavogí og Seltjarnarnesi. sam- tals 14 söfnuðir með 19 presta. Á héraðsfundi liggja frammi endurskoðaðir reikningar safnað- anna fyrir liðið ár eins og þeir hafa verið afgreiddir á aðalfundum safnaðanna, en nú skila sóknar- nefndir einnig sérstökum skýrslum, þar sem getið er um helztu viðfangs- efni safnaðanna, byggingarmál, að- stöðu og fjárhagsútlit og starfsáætl- un. Er þetta nýbreytni í starfi innan prófastsdæmisins, eins og það er líka, að á héraðsfund nú eru formenn sóknarnefndanna og aðrir sóknar- nefndarmenn boðnir á fundinn auk safnaðarfulltrúa og presta, sem skylt er að sækja héraðsfundi samkvæmt löggjöf um kirkjumál. I skýrslu dómprófasts kemur m.a. fram, að fluttar hafa verið 1857 guðsþjónustur á liðnu ári, en það er að meðaltali 98.74 á hvern prest. Fæðzt hafa 1637 börn, sem eiga móður í þjóðkirkjusöfnuðunum í prófastsdæminu, skírð voru 1584 börn og fermd 1757, en altarísgestir voru 10251 og vígð voru 533 hjón. Kirkjumálaráðherra, Steingrímur Hermannsson, mun sækja héraðs- fundinn og ávarpa fundarmenn og svara fyrirspurnum, ef fram koma. Auk þess raun dr. Björn Björnsson, prófessor, innleiða umræöu um kirkjuna í borgarsamfélagi. Fundurinn er haldinn í Safnaðar- heimili Bústaðakirkju og hefst kl. 20.30. (Fréttatilkynning). Tillaga um að þingnefnd kanni rekstur Flugleióa og Eimskip: „Fagna því ad fá tækifæri til að ræða þessi mál við þingmenn" — segir Ottar Möller, forstjóri Eimskipafélagsins MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Arnar Ó. Johnson. forstjóra flugleiða hf., og Óttars Möller. forstjóra Eimskipafélags íslands hf.. vegna framkominnar þingsályktunartillögu Ólafs Ragnars Grfmssonar á Alþingi. Er tillagan um stofnun rannsóknarnefndar þingmanna er kanni rekstur, fjárfestingar og fargjalds- og farmgjaldaákvarðanir Flugleiða hf. og Eimskipafélags íslands hf. með sérstöku tilliti til einokunaraðstöðu og markaðsdrottnunar þessara fyrirtækja. eins og segir orðrétt í tillögunni. Hún cr birt á þingsíðu á bls. 23. Orn 0. Johnson kvaðst ekki vilja tjá sig um tillöguna á þessu stigi en Ottarr svaraði eftirfarandii „Ég fagna því ef ég fæ tækifæri til þess að ræða við þingmenn um þessi mál og skýra fyrir þeim nokkrar staðreyndir um Eim- skipafélagið vegna sífellds áróðurs í blöðum og annars staðar um að Eimskipafélagið sé einokunarfyr- irtæki. Hið rétta er að Eimskipafélagið er fyrirtæki allra landsmanna. Hluthafar eru 13 þúsund. Þar af á Eimskip í sjálfu sér 8,8%, ríkið á 5,8%, háskólasjóöur 4,8%, örfáir einstaklingar 1—2% og aðrir minna. ISimskipafélagið á engar vörur sjálft, það er háð verðlags- ákvæðum með flestallar stykkja- vörur og svo hefur verið um áratugi. Hins vegar eiga sumir keppinauta okkar vörur og skip og aðeins tveir þeirra flytja vörur fyrir sama gjald á aðalhafnir úti á landi. Við höfum engin sérleyfi og engin sérréttindi. Þá má benda á að það tíðkast annars staðar, t.d. í rútuflutningum út á land þar sem eru sérleyfi og Strætisvagnar Reykjavíkur hafa einkaleyfi á flutningum í Reykjavík. Eim- skipafélagið hefur engin sérleyfi og það hefur alltaf þurft að keppa við erlend skið, og seinni árin einnig innlend. Við eigum 24 skip en mér skilst að aðrir eigi samtals 36 skip ef öll íslenzk skip sem flytja vörur innanlands og utan eru talin með. Þetta afsannar það að við séum einokunarfyrirtæki. Við höfum frá upphafi reynt að þjóna landsmönnum öllum. Við flytjum vöru til Reykjavíkur og við umhlöðum henni og flytjum hana fyrir sama gjald á aðalhafn- ir úti á land en það gera ekki allir aðrir. Það er fráleitt þegar verið er að halda því fram að við höfum einokun, við höfum hana hvergi. Allt tal um hringamyndun er efhnig út í hött. Eimskipafélagið á aðeins 20% í Flugleiðum. Það er komið til vegna þess að árið 1947 átti Flugfélag íslands í erfiðleik- arr Möllcr. um, því að menn vildu ekki kaupa hlutabréf. Við bæði keyptum hlutabréf af þeim og lánuðum peninga. Þannig varð okkar eign til í Flugfélagi íslands, sem færðist yfir á Plugleiðir og þar eigum við aðeins 20%. Síðan eigum við 20% í Tollvörugeymslu og við styrkjum þá starfsemi vegna óska þeirrar stofnunar. Við eigum aðeins 20% í Urvali. Þetta eru dæmi um það að við erum hvergi drottnandi, því að við eigum engin fyrirtæki sem hafa yfirráð yfir vöruflutningum, t.d. í sjávarútvegi, iðnaði, verzlun. og öðrum viðskiptum. Hins vegar eiga margir keppinautar okkar bæði skip og vörur og þar má frekar tala um einokun. Við höfum frá upphafi lagt kapp á það að þjóna öllu landinu. Nú eru aftur á móti komin mörg skip, sem koma bara einstaka sinnum hingað og bjóða niður fraktir. Sum taka bara það skásta og siglra frá einni höfn til annarrar. Þessari samkeppni verðum við að mæta, hvort sem við höfum fjárhagsgetu til þess eða ekki. Við höfum öll þessi ár verið trúir upphaflegu hlutverki félags- ins. Vöruflutningarnir eru svo margbreytilegir eins og allir vita, sjávarafurðir, stykkjavara og þungaflutningur svo að dæmi séu nefnd. Við höfum reynt að byggja eða kaupa okkar skip þannig að þau geti annað þessu hlutverki. Og þegar við kaupum þessi 13 skip sem talað er um í tillögu Ólafs Ragnars Grímssonar þá er það til þess að bæta þjónustuna. Við höfum komið á reglubundnum ferðum milli íslands og aðalhafna í viðskiptalöndum sem er verzlun- inni og útflutningsiðnaðinum nauðsynlegt. Ástandið í pakkhús- málum er þannig hjá okkur núna að öll pakkhúsin eru full og útisvæðin líka. Við erum í hrein- ustu vandræðum oft að losa skipin og við höfum verið að snapa upp leiguhúsnæði út um allan bæ. Reykjávíkurhófn hafði ekki bol- magn til þess að byggja pakkhús sjálf og þá gerðum við það. Eg vil að lokum benda á það, að bæði í stríði og friði og þegar markaðurinn hefur verið hár erlendis höfum við alltaf verið hér í öll þessi ár frá 1915. Aðrir hafa farið til annarra landa þegar markaðurinn er þar hár en hafa svo komið hingað aftur . þegar markaðurinn hefur lækkað. Ég efast um aö nokkurt fyrirt;eki á landinu hafi staðið jafn vel við skyldur sínar við þjóðina þrátt fyrir mjög harða samkeppni. Oltum þessum staöreyndum skal ég skýra þingmönnunum frá með glöðu geði. Félagið hefur kapp- kostað að byggja upp þjónustu fyrir landsmenn í flutningum ög jafnframt hefur það kappkostað að hugsa um hag 13 þúsund félagsmanna. Vonandi tekst að halda þessari stefnu en ef markaðurinn þrengist með því að stórir vörueigendur eignist eigin skip verður að draga úr þjónust- unni til þess að tryggja hag félagsins. Slíkt yrði sannarlega alvarlegt mál þar sem Eimskipa- félag íslands hefur í 64 ár verið líftrygging frjálsrar verzlunar og viðskipta í landinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.