Morgunblaðið - 18.10.1978, Page 14

Morgunblaðið - 18.10.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 1938. Aðrir halda því stíft fram, að næsti handhafi titilsins hafi leikið þann fínasta jazz sem nokkru sinni hafi verið skorinn í vax. Það var „King“ Louis Daniel „Satchmo" Armstrong fæddur aldamótaárið í hinni merku fæðingaborg jazzins New Orleans. í þá daga þótti sjálf- sagt að hinir fremstu í kúnst- inni tækju unga hæfileikamenn í jazzlæri. Og auðvitað tók trompetsöngvarinn Louis Arm- strong út sinn tónlistarþroska í bandinu hjá meistara King Oliver. Satchmo bætti eins og einni áttund uppávið við reisn jazz- formsins um leið og hann dýpkaði sálargrunn þessarar listgreinar. Ekki fyrir sinfóníuhljómsveit King Louis Armstrong varð menningar-ambassaædor Bandaríkjanna í hinum besta skilningi. Hugljúf er ein sagan af meistaranum, þó sönn sé. — Það var í stjórnleysi, ránum og rupli, barsmíðum og nauðgun- um. Mættur á staðnum var King Louis Armstrong and his band til að halda uppá frelsið og hressa mannskapinn með þrumu-útikonsert. — Frítt fyrir alla, bræður og systur -oh, je, je. Með göldrum þeim, sem þessi listgrein hefur svo ótvírætt yfir að ráða þegar hún er túlkuð á hinu hæsta plani, tókst Satchmo að halda yfir hundrað þúsund sannkölluðum ólátabelgjum (væglega orðað — ekki satt) hugföngnum í á fjórðu klukku- stund — en þá hafði snillingur- inn og félagar hans blásið út — og heimamenn voru nú náttúru- lega margfalt fróðari um frelsið en nokkurn tíma síðustu hundrað árin undir Belgum. Louis Satchmo Armstrong er nú látinn. Það hafa fáir kóngar á vorum dögum verið harmaðir sem hann. Órói í liðinu Til eru þeir sem hafa þá skoðun að tónaflóð núverandi handhafa tiltilsins hafi enn aukið á hæðir og víddir jazz- heimsins. Fæðing á torgi Sagan segir að í lúðrasveitum New Orleansborgar hafi menn f.vrst tekið til að blása jazz. — Það mun hafa verið á síðari helming 19. aldar. Þá höfðu ófrjálsar kynslóðir negranna i meir en tvöhundruð ár tregað hina gömlu góðu Afríku í söng, dansi og trumbuslætti, — stund- um með ívafi af hergöngulögum og hymnamelódíum þrælahald- aranna. Elsta form jazzins í núverandi mynd, „tólf takta bluesformið“, er orðið vel mótað og þekkt í kring um 1870. Vísir að nútíma jazzhljómsveitum kemur svo fram um 1880 er negrahljómsveitir byrja að leika á fljótabátum á Mississippi og á skemmtistöðum í St. Louishér- aði. jazzins Joe _King“ Oliver ásamt Krcóla-jassbandinu. sem er frægust hljómsveita hins hefðbundna jazz en sem hann þó stofnaði ekki fyrr en hann var kominn til Chicago. Aðeins Lil Ilardin píanistinn, lengst til hægri. var ekki frá New Orleans. Á þessari mynd sést „King“ sitjandi en lengst til vinstri er trommuleikarinn Baby Dodds, þá trombónleikarinn Honore Dutray. Bill Johnson, sem lék jöfnum höndum á hassa og banjó. Louis Armstrong sem lck þarna á annan kornet. þá Jimmi Dodds, klarfnett og Ilardin. Dixeland framúrstefnunnar Með King Oliver Creole Jazz Band er hljómsveitinni lyft á hærra plan, enda varla hægt að þverfóta fyrir snillingum á hljómsveitarpallinum. Þeirra mestur og bestur var auðvitað King Oliver sjálfur. Hinn nýi meistari var alvarlegur, einlæg- ur og elskulegur í sköpun sinni. Ekki eru hér hafðar í frammi neinar ýkjur um verðleika King Olivers. Grammófónplötur sanría þetta allt — og vel það. Sumir segja (en þeir eru auðvit- að ansi gamaldags), að jazzinum hafi hnignað við fráfall hans. King Oliver lést í Geogia árið Dizzy Gillespie Fiina myndin sem vitað er um af hinni sögufrægu hljómsveit Buddy Boldens (sem er sjálfur stand' andi annar frá vinstri) en myndin mun tekin einhvern tíma fyrir 1895. Einn original Fyrsti stóri kallinn í hinum verðandi jazzbransa var körn- ettleikarinn og hljómsveitar- stjórinn Charles „Kid“ Buddy Bolden, fæddur um 1868 í New Orleans, dáinn á East Louisiana State Hospital 1031 eftir þunga legu og langa, og merkilegt ævistarf. „Kid“ Bolden var sómi margra stétta. Fyrir daga jazz- ins var hann rakari í Franklin Street og gaf út blaðið „The Cricket", hann gerðist síðan hugsuður jazzins og uppúr því tónskáld. Sagt er að Buddy hafi á bartskurðarárunum komið við í læknastétt varðandi garftar- kýli, líkþorn og þvíumlíkt. Bold- en hafði breiðan tón og bar sig spámannlega. Hann var upp- hafsmaður að hinum og þessum laglínum sem þóttu góðar. Sumar þeirra voru síðan gefnar út undir höfundanöfnum ann- arra. Buddy „Kid“ Bolden setti saman hljóðfæraskipan þá er best þótti henta í jammið — erí hún var þessi: Kornett, klari- nett, básúna, bassi (stundum túba), gítar (eða banjo) og trommur. Hann þróaði stílinn eitthvað á þessa leið: í samspili framlínuliðsins hélt kornettið sig hæfilega nærri laglínunni, klarinettið krúsidúllaði yfir og allt um kring meðan básúnan lét sér nægja settlega en afgerandi undirrödd. Ryþmasveitin kynti svo undir fjörinu með mismun- andi taktslætti í fjórum fjórðu. Þessi skipan jazzsveita hélst að mestu óbreytt næstu áratugi nema hvað stóru böndin urðu til með tvöföldun liðsmanna á kornett og klarinett. Hver með annars nefi í verkefnavali var frjálslega farið að öllu. Efnisskráin sam- anstóð fyrst og fremst af blúslögum — aðallega leiknum af fingrum fram, sálmalögum sem stóðu einhvern veginn uppá rönd og minntu á blómlega uppskerudansa úr henni Afríku, og svo voru það marsarnir, það var snúið svo rækilega uppá skottið á þeim að úr varð ragtime-músík. Það þótti við hæfi á þessum árum að ragtime-lögin væru leikin af einleikurum á píanó — enda það ágæta hljóðfæri ekki enn komið um borð í jazzbátinn. Allt fram yfir aldamót lék þá hljómsveit Buddy Boldens og fleiri góðar tónsmíðar eftir ragtimetónskáldin Louis Chauvin, Tom Turpin og Scott Joplin í hljómsveitarbúningi. Sem dæmi um ágæti framleiðsl- unnar á þessum árum er rétt að nefna örfá númer af ótrúlega mörgum sem enn eru á fullu og verða víst góð og gild um ómælda framtíð. Basin Street Blues, Maple Leaf Rag, Nobody knows, St. Louis Blues, Sugar Foot Stomp og sá franskættaði útúrsnúningur Tiger Rag. Árið 1902 gerist píanóið svo jazzhljómsveitarhljóðfæri — og uppúr því fer margt nýtt að gerast. Bak við þrekvaxna blás- arana situr píanistinn og vissar feilnótur og utanísláttur hafa fengið „klassa" og kallast héðan af „blue notes“. Intermesso í barnavagni Það má skjóta því hér inn í til glöggvunar fyrir ungdóminn, að Jazzmenn urðu fyrstir til að brjóta niður kynþáttamúrinn í USA, en framundir seinni heimsstyrjöld var þetta líkt og í skákinni, svartir léku með svörtum og hvítir menn ein- göngu með hvítum. 1890 hafði fiðlan verið innleidd í nokkrar jazzhljómsveitir, þar náði hún aldrei þeim veglega sessi, sem hún hafði áunnið sér í evrópskri músíkhefð. Ætla má að vegna vankunnáttu hafi hver þumal- fingurinn þvælst fyrir öðrum hjá svörtu fiðlurunum í dentíð — allavega brilleruðu þeir ekki í blús. Þegar hér er komið jazz- historíunni hefur hetja vor hlotið heiðurtitilinn „King“ Buddy Bolden og þótti mikið, enda var hann glæsilegur og dáður spilari og andagiftin upphafin. Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld: Kóngar Konungstitill Buddy Boldens gekk að sjálfsögðu í erfðir eins og vera ber. Erfinginn var kornettistinn Joseph „King“ Oliver verðandi hljómsveitar- stjóri og tónskáld. Joe Oliver var alinn upp í hljómsveit meistarans King Boldens og tók sæti hans í þeirri sveit 1907, þá hafði Buddy blásið endanlega frá sér öllu sem hét heilsa. Varla hefur þann gamla og vansæla jazzkappa grunað þá, að blúseringar þeirra félaga í Tin Type Hall og víðar í gáskafullum hóruhúsum og spilavítum væri upphaf nýs kapítala tónlistarsögunnar. Hugleiðing um jazz- söguna í tilefni af komu Dexter Gordons, sem leikur í Háskóla- biói í kvöld skáka í hom

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.