Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 15 Louis „Satchmo“ Armstrong — hann þarf vart að kynna. John Birks Gillespie fæddist í South Carolina 1917. Hann tók sér viðurnefnið „Dizzy" sem merkir ruglaður, en það er einmitt álitið stöðutákn í kónga- stétt. Dizzy Gillespie „King of the Horn“ er ekki af skóla King Louis Armstrongs, því aö við erum komin þangað í kúltúrsög- unni er ungviðið tekur að pípa á allt gamalt og hollt. — Þetta var einmitt það sem þeir fóstbræður Dizzy Gillespie og Charles „Bird“ Parker ástunduðu af mesta kappi á Milton’s Play House í New York á árunum eftir 1940. Þessir Be-Bopparar voru ekki einir um að pípa. Næstu áratugi var miskunnar- laust reynt að pípa þá niður af pallinum. — King Dizzy svaraði einfaldlega fyrir sig og sína með frumsömdu lagi, ljóði og hátónapípi upp við endamörk: Oop-Pop-A-Da, Ool-Ya-Koo, Oop-Bop-Sh’Bam- og það varð ofaná. Nú var nýtt tímabil Boppara, Coolara og Funkara runnið upp, þar sem málamiðiun við blúndu- verk slagaraframleiðslunnar kom tæplega til greina. Þeir bræður bródereðu nýjar stroffur aftan við skala gömlu mann- anna, sem þrömmuðu jazzinn inn í heiminn á Congo Square í franska hverfinu í New Orleans fyrir rúmri öld. Andstæð öfl takast á Það var hart barist uppúr 1960 i stríðinu milli multimill- jón $ afþreyingariðnaðarins og jazzara, sem létu sig ekki, þó að þeir yrðu að láta í minni pokann. Liðsoddar jazzins mögnuðust bara af ferlegheitum eftir Oví sem meir hallaði á þá. ?eir héldu Oví fram, að það ætti ekki frekar að dansa undir jazzmúsík þeirra en t.d. við messu hjá séra Jóni Auðuns. Fólk ætti ekki endilega að geta sungið nýju jazzlögin fyrr en eftir sjö ára nám í Söngskólan- um. Annað var eftir þessu ... Við nánari liðskönnæun kom það í ljós, að sem listgrein kom jazzinn sterkari útúr þessum átökum en hánn var áður. Efnahagslega séð voru jazz- menn aftur á móti atvinnulausir sem slíkir. Hinir fengu sitt. Presley, Bítlarnir og iðanaður- inn rokkaði fallega saman. — Svo leið tíminn. í kynningarlagi hljómsveitar King Boldens segir svo: „I thought I heard Buddy Bolden shout, open up that window and let that bad air out...“ Undir þessa stöku meistara síns tóku jazzistar heimsins í einum kór. Buddy réttir hlut sinna manna í hinu áreiðanlega tímariti Newsweek Vol. XC No. 6, August 8, 1977, stendur þvert yfir kápusíðu: JAZZV COMES BACK. Frá bls. 38—45 eru þræðirnir raktir frá öldudalnum áðurnefnda og gerð grein fyrir uppslagi sveiflunnar á nýjan leik í USA. Áheyrendur á aldrinum 15—30 ára telja sig hafa verið prettaða illilega af sálarlausum iðnaðinum og flytjendatólum þeirra. Rokk hafi lítið að gera með flókin vandamál mannlegs nútímalífs. Gerviheimurinn fullnægi engan veginn andlegri þörf ungmenna í dag, vegna stöðnunar og andlegrar geldingar færibanda- manna í þessari framleiðslu- grein. Harðsvíruð fégræðgi ásamt allsæherjar, glæru innihalds- leysi sé orðin þrúgandi, ósvífin og ógeðfelld. — I New York eru nú 80 jazzklúbbar, en voru 9 fyrir 10 árum. I Boston var einn klúbbur á sama tíma, en eru þeir 21. Svipaða sögu er að segja yfir öll Bandaríkin. Fyrir fimm árum varð meðalsala á jazzplöt- um ‘20 þús. eintök, hún er nú komin upp í 100 þús. eintök. Þær jazz LP sem lánæið leikur ljúfast við eru gafnar út í yfir 2 milljónum eintaka. Þetta var árið 1977. Tónlistargagnrýnend- ur Newsweek töldu þá að uppsveiflan ætti þó nokkra takta eftir uppávið þar til tindinum væri náð að þessu sinni. Hvað um það. Sannæir bræöur standa saman Ég hef þekkt marga jazzleik- ara um dagana. Þeir eru ein- stakt fólk. Hvar sem maður kom vildu þeir allt fyrir mann gera sem þeir gátu, nema gefa manni hljóðfærin sín — og auðvitað ekki konurnar. ?ví er ástæða til að óska þessu harðsnúna liði til hamingju með árangurinn. Um leið og maður veit svo sem ósköp vel, að hvaða toppum sem þeir ná, þá hvíla jazzkempur ekki í friði fyrr en daginn sem þeir taka til við að blása með King Buddy Bolden, King Joe Oliver og King Louis Armstrong, sem breiðir út faðminn í uppáhaldssöngnum okkar allra „I hate to see the evenin’sun go down“. Dexter Gordon á sínum yngri árum. ?essar hugleiðingar eru nokk- urs konar fjögurra takta intro í rólegu morguntempói sem upp- hitun fyrir tónleikana í kvöld í Háskólabíiói. Undir sólóstrófum saxofón- snillingsins Dexter Gordons geta menn fundið neistann úr þeim hundrað ára frelsissöng sem býr að baki orðinu óskiljan- lega — JAZZ. Komið að Coda Jazzsálir Ojóðarinnar eru beðnar að hafa eftirfarandi í huga! Dexter Gordon & Co. mun ekki leika inn á hljóðritanir fyrir hijóðvarp, sjónvarp, Ríkis- útvarpsins, í þessari íslands- ferð, svo vitað sé. Gunnar Reynir. Heiðursfélagar í Daníelsher STÚKAN Daníelsher í Hafnarfirði átti 90 ára afmæli fyrir skömmu, en hún var stofnuð árið 1888. Fjórir félagar í stúkunni voru heiðraðir á hátíðarfundi hennar en að kvöldi þess dags var haldið fjörugt sam- kvæmi í tilefni dagsins. Á myndinni eru þrjú þeirra reglusystkina sem voru heiðruð, frá vinstri: Guðrún Ásbjarnardóttir, Ágústa Jónsdóttir og Pétur Óskars- son. Á myndina vantar Maríu Albertsdóttur. Ágústa Jónsdóttir er 94 ára gömul, mikil baráttumanneskja og hefur hún verið í Daníelsher síðan laust eftir aldamót. Þrátt fyrir háan aldur flutti hún snjalla ræðu á hátíðar- fundinum og ekki nóg með það, því að í samkvæminu um kvöldið flutti hún enn snjallari ræðu. mj WR ■1 .il' 1 ¥j I I .j Aj 1 iÉl j 111 c, >4 Breiðfirðingafélagið í Rvík 40 ára BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík er nú að hefja vetrar- starfsemi sína og að því er sogir í fréttatilkynningu frá félaginu hefst starfsemin með vetrarfagn- aði í Lindarbæ föstudaginn 20. október kl. 21 og fyrsta spila- kvöld vetrarins verður einnig í Lindarbæ. 3. nóvember. Félagið starfar eins og undanfarin ár í þremur deildum. kvennadeild. tafldcild og bridgedeild. Ilinn 17. nóvember nk. eru 40 ár liðin frá stofnun félagsins og verður þess minnst með skemmtun í Skíða- skálanum. Tímarit félagsins, Breiðfirðing- ur, kemur út á næstunni og er það sérstaklega helgað afmæli félag's- ins. Flytur það m.a. atriði úr sögu félagsins og greinar eru um eyðisveitir við Breiðafjörð og síðustu íbúa þeirra. Ritstjóri Breiðfirðings er séra Árelíus Níelsson, en formaður félagsins hefur verið sl. áratug Kristinn Sigurjónsson. SUNNUHÁTÍÐIR um landið DAGSKRA: 1. FERÐAKYNNING 2: LITKVIKMYNDASÝNING 3. TÍZKUSÝNING 4. SKEMMTIATRIÐI Hinn þekkti, enski töframaður og fjölbragðameistari, Johnny Cooper. 5. STÓRBINGÓ Vinningar glæsilegar sólarlanda- ferðir, og rétturinn til að keppa um aukavinning vetrarins, HITACHI litsjónvarp. 6. DANS Hljómsveit Ólafs Gauks leikur á föstudags og laugardagshátíðunum Vilberg & Þorsteinn Laugvrael 10. Sima. 1025*—1282! SUNNUHÁTÍÐIR f OKTÓBER OG NÓVEMBER 1978: Flmmtud. 19. okt. BORGARNESBfól Föstud. 20. okt. PATREKSFIRÐI (Dansleikur) Laugard. 21. okt. SUÐUREYRI (Dansleikur) Sunnud. 22. okt. ALÞÝÐUHÚSINU, ÍSAFIRÐI Fimmtud 26. okt. Föstud. 27. okt. Laugard. 28. okt. Sunnud. 29. okt Sunnud 29. okt. HÓTEL HÖFN, HORNAFIROI EGILSBÚÐ, NESKAUPSTAÐ (Dansleikur) VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM (Dansleikur) REYÐARFIRÐI (siödegis) FÁSKRÚOSFIRÐI (kvöld) Fimmtud. 9. nóv. Föstud. 10. nóv. Laugard. 11. nóv. Sunnud. 12.nóv. Sunnud. 12.nóv. FESTI, GRINDAVÍK RÖST, HELLISSANDI (Dansleikur) STYKKISHÓLMI (Dansleikur) HÓTEL AKRANESI (síödegis) HÓTEL SÖGU, REYKJAVlK (kvöld) Fimmtud. 16. nóv. Föstud. 17. nóv. Laugard. 18. nóv. Sunnud. 19. nóv. HÓLMAVÍK BLÖNDUÓSI (Dansleikur) HÓTEL HÖFN, SIGLUFIRÐI (Dansleikur) SJÁLFSTÆÐISHÚSINU, AKUREYRI (Dansleikur) Fimmtud. 2. nóv. Föstud 3. nóv. Laugard. 4. nóv. Sunnud. 5. nóv. Sunnud. 5. nóv. HÓTEL REYNIHLÍÐ, MÝVATNSSVEIT HÓTEL HÚSAVlK (Dansleikur) RAUFARHÖFN (Dansleikur) DALVÍK (siödegis) ÓLAFSFIRÐI (kvöld) Fimmtud. 23. nóv. Föstud. 24. nóv. Laugard. 25. nóv. Laugard. 25. nóv. Sunnud. 26. nóv. HVERAGEROI VESTMANNAEYJUM (Dansleikur) ÞORLÁKSHÖFN (siðdegis) HVOLI. HVOLSVELLI (kvðld- dansleikur) STAPA, NJARÐVfKUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.