Morgunblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. pítrgui) Útgefandi itMafeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skottulæknar við stjórnvölinn Mikið er nú talað um tálmun á prentfrelsi í skjóli verðlafísákvæða. En þetta er enjjin ný bóla. Morftunblaðið hefur marjioft varað við þessari þróun og raunar lönfju, lönKu áður en síðdefíisblöðin töldu sig ekki Keta haldið lífi nema þau fenftju nú 207? hækkun á sölu. Viðskiptaráðherra, sem lét það ;;ott heita — taldi það jafnvel í anda frelsis ojí KÓðrar hufisjónar meðan hann var ritstjóri Þjóðviljans — að prentfrelsislögin væru marfibrotin með lúalefium árásum á forystumenn Varins lands, tönnlast nú í sífellu á því, að Iök séu lög og reglur séu rejílur — ojí framhjá því verði ekki genfíið!! I skjóli laga ok reglna hefur hann ofi aðrir fulltrúar alræðishyfifíjunnar í ríkisstjórn Islands ákveðið að skammta frjálsum blöðum úr hnefa ríkisins með þeim hætti, sem hann ojt fulltrúar hans ákveða. Morfíunblaðið hefur mótmælt harðlesa ákvörðun verðlafísnefndar Ofí er þeirrar skoðunar, að það sé í andstöðu við prentfrelsislöfíin að skammta dafíblöðum verðlan, sem hefur það eitt í för með sér, að þau rísa ekki undir kostnaði. I löfískýrinfium Ólafs Jóhannessonar við stjórnarskrá íslands segir hann m.a. að óhóflen sköttun á daKblað yrði vafalaust talin skerðinK á prentfrelsislÖKum ok enda þótt hann seKÍ, að óvíst sé, hvort túlka meKÍ verðlaKshöft sem tálmun á prentfrelsi, ættu menn að vita, að pottþétt fordæmi er fyrir því, m.a. frá Frakklandi, að ráðherra hefur reynt að knésetja daKblað með verðlaKshöftum. A þetta reyndi MorKunblaðið að benda 1975 ok tók þá enKÍnn undir aðvörun blaðsins, ekki einu sinni þeir, sent hæst hrópa nú um prentfrelsisskerðinKU. Hvar voru þessir huKsjónamenn þá? Ok hvers veKna létu þeir ekki í sér heyra? Moi'Kunblaðið stóð eitt að því að K«ra atlöKu að ríkisvaldinu veKna þess, hvernÍK forráðamenn þess ráðskuðust með verðlaKsmál blaðanna ok var raunar enKti líkara en þáverandi viðskiptaráðherra léti sér í léttu rúmi lÍKftja, hvort blöðin bæru sík eða ekki. En það er þó óskiljanleKra, þegar Kamall blaðarhaður eins ok núverandi viðskiptaráðherra hefur ekki haft einurð í sér til að hlú að frjálsri blaðamennsku með því að láta íslenzk dagblöð a.m.k. sitja við sama borð ok Andrés Önd. I Reykjavíkurbréfi MorKunblaðsins 3. áKÚst 1975 er m.a. fjallað um þessi mál ok seKÍr þar m.a.: „En hversu lengi geta daKblöð verið frjáls og óháð, sem eru undir ríkisvaldið sett? Eitt frægasta dæmi um tilraun stjórnvalda til að hafa áhrif á merkt blað í frjálsu landi er meðferðin á franska stórblaðinu Le Monde fyrir ekki allmörKum árum. Frönsk stjórnvöld höfðu verðlagsákvæði í hendi sér og gátu beitt frönsk blöð þvingunum, ef þau hefðu eitthvað að athuga við skrif þeirra og stefnu. Le Monde Kagnrýndi einn af ráðherrunum í frönsku stjórninni allmjög, enda ekki vanþörf á eins og á stóð. Svar ráðherrans var að beita þetta forystublað frjálsrar hugsunar í Frakklandi hörðum verðlagsákvæðum og reyna á þann hátt að kúga það til hlýðni. Að sjálfsögðu mistókst þessi atlaga að Le Monde og þá ekki sízt fyrir tilstuðlan ýmissa forystumanna lýðræðis og frjálsrar hugsunar á vesturlöndum, sem ré.ttu blaðinu hjálparhönd á örlagastund. Af fjölmörgum merkum blöðum, sem gefin eru út í París um þessar mundir, er Le Monde nú hið eina, sem skilar hagnaði. Le Monde er borgaralegt blað og þar birtast ýmsar skoðanir, eins og verða vill í góðu dagblaði, sem gegnir skyldu við samfélag sitt. En grundvöllur þess er að sjálfsögðu að standa vörð um lýðræði í Frakklandi, frjálsa hugsun og borgaraleg réttindi... Við skulum muna, að unnt er að gera atlögu að tjáningarfrelsi með ýmsu móti, m.a. með því að reyna að svelta blöð og þar með að hindra útkomu þeirra með ýmiss konar stjórnarathöfnum, sem enga stoð eiga í neinum lögum eða reglum í þeim þjóðfélögum, þar sem með réttu er unnt að tala um pólitískt siðgæði og mannréttindi... Nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir því, að hagsýni, þrautseigju, skarpskyggni og gætni þarf að viðhafa í rekstri góðs dagblaðs, svo að ekki sé talað um þá árvekni og miklu vinnu sem útkoma þess krefst frá degi til dags...“ Og loks segir í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins: „Meðan ríkisfjöl- miðlarnir velta sér upp úr stórtapi, ætti ríkisvaldið að sjá sóma sinn í því að veita blöðunum fullt frelsi til þess að sinna skyldum sínum við þegna þjóðfélagsins án íhlutunar eða afskiptasemi í rekstri, vexti eða viðgangi blaðanna. Ef svo er ekki, getur það einungis leitt til átaka eða örþrifaráða á borð við aðgerðir þeirra sem nú eru að gefa lýðræðið uþp á bátinn eins og Indiru Gandhis svo að nafn sé nefnt.“ Svo mörg voru þau orð í Morgunblaðinu 3. ágúst 1975, en blaðið hefur oftar en eifiu sinni minnzt á það, hvernig ráðamenn geta náð kverkataki á dagblöðum í skjóli reglna og laga, sem allir sjá, að eru í raun og veru í andstöðu við markmið og anda stjórnarskrárinnar. Svo er sagt, að öll þessi „árvekni" ríkisvaldsins sé í anda vísitölufjölskyldunnar! En hvernig væri að taka íslenzku dagblöðin út úr verðbólgustríði íslenzku vísitölufjölskyldunnar og láta heldur Andrés önd og Mikka mús standa undir þeim herkostnaði, sem hér er um að ræða? Atlagan að Le Monde á sínum tíma var gerð í skjóli laga og reglu. En hún var geðþóttaákvörðun ráðherra, sem kunni freistingum sínum ekki hóf, þegar pólitískur andstæðingur og gagnrýnandi átti í hlut. Þetta mættu menn vel íhuga, enda þótt ástæða sé til að fagna viðnámi gegn verðbólgu og raunhæfum aðgerðum til að vinna bug á henni. Þeir, sem nú ráða á Islandi, eru flestir alræðishyggjumenn að einhverju leyti. Takntark þeirra eru boð og bönn. Lækning þeirra við því að ríkið lifir t.a.m. á eitri, þ.e. tóbakssölu í ýmiss konar mynd, eru aðferðir skottulæknisins: að láta menn gleyma meininu með því að einblína á aukaatriði. Reykingabann í leigubílum er af þessum toga spunnið. Næsta spor þeirra farandriddara, sem nú stjórna boðum og bönnum á íslandi, gæti orðið — að banna Gosa að reykja. Það gæti kviknað í honum. En það gerði kannski ekkert til. Hann tilheyrir ekki vísitölufjölskyld- unni. Nóbelsverðlaunahafarnir þrír í eðlisfræði. frá vinstrii Pyotr Leonidovich Kapitsa. Robert Wilson og Arno Penzias. Nóbelsverðlaun í eðlis- og efnafræði Stokkhólmi 17. okt. AP. Reuter. TILKYNNT var í Stokkhólmi í dag úthlutun Nóbelsverð- launa fyrir efna- og eðlis- fræði. Efnafræðiverðlaunin hiýt- ur Bretinn dr. Peter Mitchell, en eðlisfræðiverðlaununum er skipt milli tveggja banda- rískra vísindamanna og sovézka vísindamannsins Pyotr Leonidovich Kapitsa. Kapitsa hlýtur helming eðlisfræðiverðlaunanna fyrir rannsóknir á lághita-eðlis- fræði, en er ekki síður þekkt- ur fyrir andstöðu sína gegn „hreinsunum“ Stalíns á fjórða Folkerts framseldur til Vestur- Þýzkalands Haav. 17. október. AP. HOLLENZK stjórnvöld hafa framselt Knut Folkerts, félaga í Baader-Meinhof, sem meðal annars er grunaður um morðið á Siegfried Buback ríkissaksókn- ara í V-Þýzkalandi. Var Folkerts flogið með hollenzkri lögregluþyrlu á óþekktan stað í námunda við Köln í V-Þýzka- landi í dag. Folkerts var nýlega dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Hollandi fyrir morð á lögreglu- þjóni í Utrecht fyrir ári. Franisal Folkerts er háð því skilyrði að hann geti látið flytja sig aftur til Hollands til að vera viðstaddur réttarhöldin í áfrýjunarmáli vegna morðsins á lögregluþjóninum. tugi aldarinnar, samúð með sovézkum andófsmönnum, og vinnu við þróun sovézku kjarnorku- og vetnissprengj- anna. Alls hefur nú átta mönnum verið úthlutað Nóbelsverð- Veður víða um heim Akureyri 14 skýjað Amsterdam 10Rigning AÞena 24 skýjaö Berlín 12 skýjað BrUssel 15 rigning Chicago 11 heiðskírt Frankfurt 16 rigning Genf 14 skýjaö Helsinki 7 skýjaö Jersúsalem 25 heiðskírt Jóhannesarborg 23 léttskýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Lissabon 20 rigning Los Angeles 25 skýjað Madrid 23 skýjað Malaga 20 léttskýjað Mallorca 19 skýjað Miami 27 skýjað Moskva 4 heiðskírt New York 12 heiðskírt Ósló 10 skýjaö París 17 skýjað Reykjavík 9 rigning Río de Janeiro 31 skýjað Róm 20 skýjað Stokkhólmur 10 skýjað Tel Aviv 27 heiðskírt Tókýó 21 heiðskírt Vancouver 15 skýjað Vínarborg 12 skýjað launum ársins, og eru sex þeirra Bandaríkjamenn. Síðar í mánuðinum verður tilkynnt um úthlutun friðar- verðlaunanna. Kapitsa er nú 84 ára gamall, og meðal þeirra elztu, sem hlotið hafa þennan heiður. Hann lauk doktors- prófi í Pétursborg árið 1918, í lok fyrri heimsstyrjaldar- innar. Tveimur árum síðar fór hann til Bretlands og starfaði um 14 ára skeið í sambandi við Cambridge- háskóla. Þegar hann heim- sótti Sovétríkin árið 1934 var honum meinað að snúa aftur til Bretlands, en var skipaður forstöðumaður vísindastofn- unar í heimalandi sínu. Hafa störf hans þar verið mikils metin víða um heim, og hann hlotið margs konar heiðurs- verðlaun. Bandaríkjamennirnir tveir, sem skipta með sér hinum helmingi eðlisfræðiverðlaun- anna, eru dr. Arno Penzias og Robert Wilson, 45 og'42 ára, sem báðir starfa á rannsóknarstofum Bell-síma- félagsins í New Jersey. Hljóta þeir verðlaunin fyrir rannsóknir á hitageislun í geimnum, sem renna stoðum undir kenninguna um upp- runa heimsins við gífurlega sprengingu í geimnum. Bretinn dr. Peter Mitchell hlýtur efnafræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á sviði líf- orkufræði. Hann er 58 ára og starfar hjá Glynn-rann- sóknarstofnuninni í Cornwall. Áður en hann fluttist þangað árið 1963 hafði hann starfað í átta ár við Edinborgar- háskóla. Þetta gerdist.. 18. okt. 1977 — Þrír vestur-þýzkir hrvðjuverkamenn fyrirfara sér í fangelsi. 1976 — Sex Arabaleiðtogar undirrita áætlun um frið í Líbanon. 1973 — Saudi-Arabía minnkar olíuframleiðslu um 10%. 1967 — Ómannað sovézkt geim- far varpar niður tækjum á Venus. 1963 — Macmillan segir af sér og Sir Alec Douglas-Home tekur við. 1944 — Rússar ráðast inn í Tékkóslóvakíu. 1925 — Frönsk flotaárás á Beirút. 1912 — ítalir og Tyrkir semja frið í Lausanne. 1910 — Venizelos forsætisráð- herra Grikkja. 1898 — Bandaríski fáninn dreginn að húni'á Puerto Rico. 1867 — Bandaríkjamenn taka formlega við Alaska af Rússum. 1865 — Bandaríkjamenn krefj- ast brottflutnings Frakka frá Mexikó. 1813 — Fólkorrustan við Leipz- ig- 1810 — Nepoleon fyrirskipar að brezkum varningi skuli brennt. 1799 — Hertoginn af York gefst upp fyrir Frökkum í Alkmaar, Hollandi. 1685 — Loðvík XIV afturkallar Nantes-tilskipunina: mótmæl- endur flýja. 1672 — Pólverjar semja frið við Tyrki í Buczacz og sleppa Ukraínu. 1622 — Uppreisn Húgenotta lýkur með Monppelli- er-samningnum. Afmæli dagsinsi Jacobus Arminius, hollenzkur guðfræð- ingur (1569—1609) — Charles Gounod, franskt tónskáld (1818-1893) - Melina Mercouri, grísk leikkona (1925---). Innlenti Fiskveiðihlutafélagið Alliance stofnað 1905 — Sjö hús á Akureyri brenna og 80 verða heimilislausir 1906 — „Njörður" skotinn í kaf við Skotland 1918 — Alþingiskosningar 1942 — I). Einar Jónsson myndhöggvari 1954 — Brynjólfur Pétursson 1851 — F. Tryggvi Gunnarsson 1835 — Magnús Stephensen landshöfðingi 1836 — Sáttagerð Odds lögmanns og Guðmundar ríka á narfeyri 1719 — Veizlan á Flugumýri 1253. Orð dagsinsi Bylting: snögg breyting á óstjórn í stjórnmál- um — Ambrose Bierce, banda- rískur rithöfundur (1842—1914).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.