Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. heimsmeistaraeinvíginu í dag? Karpov hefur vinningsstöðu Eftir hina Klasilcuu frammi- stiidu Kortsnojs undanfarið cr honum tókst mcð Kla'sih'Kum ha'tti að jafna mctin í einvísinu í •> — 5 ríkti þrÚKandi spcnna yfir þcssu einvÍKÍ ok mikil cftirvænt- inK fyrir þcssa 32. skák þcirra fclaKa. Karpov hafði lcitt þctta einvÍKÍ (>K stóð nánast mcð pálmann í höndunum ok má lciða Kctum að því að hann haíi vcrið húinn að tclja scr sÍKurinn vísan. Karpov tók scr frí s.l. lauKardaK <>K var því væntanlcKa vcl undir- húinn fyrir þcssa skák. Kortsnoj kaus að vclja Pirc-vörnina svo- kölluðu scm hann <>k Kcrði cinnÍK í 18. skákinni cn hann fór snemma af alfaralciðum <>k Ix indi skákinni inn á cnnþá meiri torfærur <>k crfiðlcika. Svo fór um síðir að saxaðist á umhuKsun- artíma Kortsnojs <>k undir lokin fataðist honum tökin <>k missti pcð. I hiðstöðunni á hvítur tvo samstæða frelsinKja cn þar að auki stcndur honum til hoða riddarafórn (12. Rxf7) scm sýnist KjörsamlcKa mola svörtu stöðuna. Allar líkur cru því á öruKKum sÍKri Karpovs scm hcldi þar mcð hcimsmcistaratÍKninni. Einvíginu lýkur í fyrsta lagi á morgun — sagði Tal í gærkvöldi „KARPOV stendur tvímæla- laust til vinnings í þessari skák, en einvíginu er ekki lokið,“ sagði sovézki stór- meistarinn Michael Tal, aðstoðarmaður Karpovs, sem tók símann er Mbl. hringdi í gær til heimsmeistarans. Sagði Tal að Karpov væri genginn til náða. Tals sagðist ekki vilja svara neinum spurningum um einvígið fyrr en því væri lokið og „því lýkur í fyrsta lagi á morgun." 32. einvÍKÍsskák Hvítt: Karpov Svart: Kortsnoj Pirc vörn 1. cl (I þessari þýðingarmiklu skák velur Karpov nú sinn uppá- haldsleik, reiðubúinn að tefla jafnvel enn á ný Spánska leikinn sem Kortsnoj hefur svo oft beitt í þessu einvígi). 1. . . . — dfi (En Kortsnoj kýs að tefla Pirc-vörnina líkt og hann Gunnar Gunnarsson skrifar um 32. einvígisskákina gerði í 18. skákinni en sú skák endaði með jafntefli eftir 64 leiki). 2. d I - Rífi. 3. Rc3 - Kfi. 1. Rf3 (Það hvarflar ekki að Karpov að ieika hið hvassa afbrigði 4. f4 enda er það ekki í anda hans sem kýs ávallt að þróa stöðu sína á traustan og rólegan hátt). I. ... - Bg7. 5. Bc2 - 0-0. fi. 0 — 0 — c(j!? (Upphafið að erfið- deikum svarts. í hinni fyrrnefndu 18. skák varð framhaldið 6. . . . — Bg4, 7. Be3 - Refi, 8. Dd3!? og þó hvítur hefði undirtökin í þeirri skák allan tímann komst hann ekkert áleiðis. Með textaleiknum tekur Kortsnoj talsverða áhættu í því skyni að beina skákinni af alfaravegi, en Karpov er vandan- um vaxinn og tekst að færa sér í nvt þennan tvíeggjaða leik). í. dö - Rafi. 8. Bf4 - Rc7 (Skákin hefur þróast inn á brautir Benóní-varnarinnar með þéirri undantekningu þó að hvítur hefur ekki leikið fram c-peði sínu. Hvítur hefur tryggt sér öruggt miðborð en svartur undirbýr mótspil á drottningarvæng með því að reyna að knýja fram leikinn bo). 9. al (Hvítur heftir framrás b-peðsins hjá svörtum en þetta stef verður ráðandi næstu leiki). 9. ... - hfi. 10. Hcl - Bh7 ( Allur undirbúningur svarts fer fram heidur rólega og stirðbusa- lega en það hefst samt. Þessir undirbúningsleikir hafa eflaust tekið drjúgan toll af umhugsunar- tíma Kortsnojs sem á eftir að koma honum í koll). II. Bcl — Rh.r> (Þessi tilgangslitli leikur endurspeglar á vissan hátt erfiðleika og óþolinmæði svarts). 12. Bg5 - Rffi (Svartur dregur Karpov stýrði hvítu mönnunum í 32. einvígisskákinni í gær — sennilega síðustu skák einvígisins á Filippseyjum. Meðfylgjandi mynd er tekin við upphaf skákarinnar. (Símamynd AP). riddara sinn til baka enda hafði hann lítið erindi úti á jaðri skákborðsins eins og gott skák- máltæki vitnar um: riddari á kanti líkist aumum fanti!). 13. Dd2 - afi. 14. Iladl (Ekki er um að villast að hvítur hefur þægilega stöðu. Hann hefur nú lokið liðsskipan sinni og er reiðubúinn að hefjast nú handa). 11. ... — 111)8 (Svartur er hinsvegar enn með undirbúnings- aðgerðir sínar á drottningarvæng og er nú brátt þess albúinn að Ieika b5 sem er eins og f.vrr segir lykilleikurinn í þessari uppbygg- ingu svarts). 15. h.3 (Karpov fer sér að engu óðslega enda hefur hann stöðuna í hendi sér og er > essinu sínu í þessari skák). 15.... - Rd7. lfi. Dc.3 - Ba8. 17. Bhfi — b5. (Loksins tekst Kortsnoj að knýja fram draumaleikinn sinn eftir langvarandi undirbúning! En Karpov hefur ekki setið aðgerða- laus á meðan: hann þvingar nú fram uppskipti á sterkasta varnar- manni svarts, kóngsbiskupnum á í?7). 18. Bxg7 - Kxg7.19. Bfl - Rffi. 20. axb.5 — axf>5. 21. Rc2 (Hvítur undirbýr nú liðsflutninga yfir á kóngsvæng þar sem svartur er veikastur fyrir) 21. ... — Bb7. (Svartur verður að skipa mönnum sínum í virkar stöður að nýju). 22. Ilg.3 - IIa8. 23. c3 - Ilal. 24. „ÞETTA er tvímælalaust vinningsstaða hjá Karpov og heldur er þessi skák snubbóttur endir á þessu einvígi," sagði Friðrik Olafs- son er Mbl. spurði hann í gær álits á biðstöðunni. „Korchnoi teflir í þessari skák byrjun sem gefur hvít- um frumkvæðið og Karpov nær fram frjálslegri stöðu eins og hann bezt kann við sig í. Korchnoi hefur ef til vill Bd3 — I)a8. (Um þessar mundir var Kortsnoj kominn í gífurlegt tímahrak, átti einungis eftir 18 mínútur til þess að ljúka 16 leikjum sem er að sjálfsögðu alltof lítið í jafnflókinni stöðu. Næstu leikir einkennast af þessu tíma- hraki Kortsnojs því Karpov sem átti hins vegar eftir 61 mínútu hefur alltaf notað það bragð að leika sjálfur fljótt í tímahraki andstæðings þó svo hann hafi einmitt farið stundum illa aö ráði sínu og leikið veikum leikjum undir slíkum kringumstæðum) ætlað sér að verjast þannig að láta Karpov sprengja sig, en hann fær svo erfiða stöðu að hann ræður ekki við hana óg mér sýnist í fljótu bragði af leikjum hans að hann hafi lent í tímahraki. Hann tapar peði og stendur frammi fyrir tveimur frípeðum andstæð- ingsins á drottningarvængn- um. Korchnoi hefur að vísu margsannað að hann er kraftaverkamaður í skák, en þessi skák er honum gjör- töpuð.“ Friðrik Qlafsson: Snubbóttur endir Átti betra skilið Baguio, 17. okt. 32. skákin í heimsmeistara- keppninni hér í Baguio fór í bið í dag, og» virðist staðan hjá Korchnoi algerlega von- laus. Hann hefur einu peði minna en heimsmeistarinn, og virðist vera að tapa öðru peði, auk þess sem sundrung ríkir á kóngsvæng hans, svo að erfitt er að ímynda sér framhald, sem gæti gefið honum minnstu von um að ná jafntefli. Karpov hafði hvítt og mætti Pric-vörn Korchnois öruggur og ákveðinn. Fyrst safnaði hann liði á miðborðinu, og lét síðan biskup fyrir kóngsbiskup Korchnois, sem er oft lykil- maður varnarinnar. Korchnoi hafði undirbúið gagnsókn á drottningarvæng, en eftir biskupaskiptin rann sóknin út í sandinn. Næst lenti áskorandinn í tíma- þröng, og þurfti að leika ellefu leiki á 5 mínútum. Honum tókst það að vísu, en þegar að biðleiknum kom var staða hans orðin vonlaus. Hugsanlegt er að áskorandinn hafi ekki getað einbeitt sér sem skyldi vegna þess að fulltrúar Karpovs höfðu borið fram mótmæli gegn því að tveir félagar Ananda Marga-samtakanna skyldu hafast við í íbúð Korchnois, og dómnefndin og forstöðumenn mótsins fallizt á að vísa báðum burt úr borginni. En ef Korchnoi hefur vitað um brottvísunina, er óljóst hvernig honum hefur borizt sú vitneskja, því að aðstoðarmenn hans reyndu eftir megni að halda brottvísuninni leyndri til að ákvörðunin truflaði ekki áskorandann. Hvað sem öðru líður þá virðast þessi endalok áfall fyrir hetjulega og virðingar- verða tilraun mikils meistara, sem átti betra skilið. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.