Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 19 25. c5! (Skemmtilega leikið en ¦ðlilegt framhald með tilliti til andirbúningsleikja hvíts) 25___- dxe5. (Ef 25. ... RfxdS, 26. Rh5! - gxh5, 27. Dg5 - Kh8, 28. Df5 og svartur er óverjandi mát). 26. Dxe5 - Rcxd5. 27. Bxb5 - IIa7. (Stöðu sem þessa er erfitt að leika í miklu tímahraki og Kortsnoj er því ekki ófundsverður af hlutverki sínu. Hann verður t.d. stóðugt að hafa vakandi auga með peðum sínum á c5 og e7) 28. Rhl - Bc8. (Svartur valdar þannig peðið á e7 ert þá fellur c5 peðið). 29. Be2 (Hvítur kýs að leika þessum biskup heim áður en hann leikur c4 sem svartur hefði svarað meö Rc7 og fengið gagnfæri) 29. ... - BeG. 30. cl - Rbl. 31. Dxc5 (Hvítur vinnur nú peðið og svartur er án allra gagnfæra). 31. ... Db8. 32. Bfl - Hc8? (Svartur hefði sparað sér mikil óþægindi ef hann hefði leikið í staðinn 32. ... — h6 sem hindrar komu drottningarinnar til g5) 33. Dg", - Kh8.34. Hd2 - RcG. (í fljótu bragði gæti virzt sem Kortsnoj hefði einhver gagnfæri fyrir peðið, en þar sem hann átti einungis eftir tæpar 2 mínútur af umhugsunartímanum hrakar stöðu hans sífellt). 35. DhG (Hótar lævíslega 36. Rxg6 — fxg6, 37. Hxe6 og vinnur eitt peð í viðbót). 35. ... - Hg8. 3G. R(3 - DÍ8. (Kortsnoj skynjar hættuna á kóngsvæng og skundar með drottninguna í vörn, en í rauninni á hún frekar að vera á drottn- ingarvængnum til þess að hamla á móti peðaframrásinni). 37. De3 - Kg7. 38. Rg5 - Bd7. 39. b4! (Vegna stöðu hróksins á a7 getur hvítur skotið inn þessum þýðingarmikla leik en eftir það eru peð hvíts kominn á skrið sem erfitt verður að hamla á móti). 39. ... - Da8. (Auðvelt er að ímynda sér að Kortsnoj hafi þurft að leika þessum síðustu leikjum með eldingarhraða en 39. ... — Db8 virðist halda fleiri varnar- möguleikum opnum í þessari gevsierfiðu stöðu). 10. b5 - Ra5. 11. BG og svartur lék biðleik. Kortsnoj á ekki nema einn reit fyrir hrókinn nefnilega 41. ... Hb7 (Ekki 41___- Ha6? vegna 42. c5) og eftir t.d. 42. Ha2 sem leppar svarta riddarann á a5 og hótar að vinna hann næst með 43. He-al sýnist svartur vera varnarlaus. Að auki á hvítur möguleikann 42. Rxf7!. Allt bendir því til að Karpov fari með sigur af hólmi í þessari skák og vinni þar með þetta einvígi sem hófst á miðju sumri eða hinn 18. júlí. Takist Kortsnoj að bjarga þessari skák hefur hann skákað öllum kraftaverkamönnum með tölu á Filippseyjum og væri meiriháttar afrek. . Minningarathöfn um Þuríði Jóhannsdóttur í APRILMANUDI síðastliðnum lézt í hárri elli í Kaupmannahöfn Þuríður Jóhannsdóttir barna- kennari hér í Reykjavík um langt árabil, síðast til heimilis að Suðurgötu 8. Á morgun, fimmtudag, fer fram minningarat- höfn í Dómkirkjunni um Þuríði, en jarðneskar leifar hennar hafa hennar nánustu ættingjar í Kaup- mannahöfn nú komið með hingað til Reykjavíkur. Þuríður var í rúmlega 40 ár kennari við Barnaskóla Reykja- víkur (Miðbæjarskólann). Ohætt er að fullyrða að á fyrri hluta þessarar aldar þekkti hvert ein- asta skólabarn í Reykjavík Þuríði Jóhannsdóttur, Lóu prests, eins og hún var kölluð í daglegu umtali. Margir fulltíða Reykvíkingar eiga henni þökk að gjalda fyrir að hafa leitt þá fyrstu sporin á námsbraut- inni. Þuríður náði 96 ára aldri. Árið 1952 fluttist hún til systur sinnar í Kaupmannahöfn, Guðríðar Klerk, sem var gift Jörgen Klerk banka- stjóra við Privatbanken. — Guðríður lézt árið 1969, en Þuríður Fundur í Orator ALMENNUR íélagsfundur í Oræ tor. félagi laganema. verður haldinn í kviild miðvikudaginn 18. októher kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi. húsi lagadeildar. l>ar mun Ólafur Bjarnason. prófessor. flytja erindi um réttarla-knis- fræði. m.a. um þýðingu hennar yið sönnun í opinherum málum. Öllum cr heimill aðgangur. Verða loðnuveiðarnar takmarkaðar næsta vetur? í UPPHAFI þessa árs sendi Hafrannsóknastofnun frá sér skýrslu þar sem gerð var grein fyrir ástandi hinna ýmsu fiskstofna. Þar var þess meðal annars getið, að Stofn- unin teldi ekki æskilegt að veiðar á loðnustofninum færu upp fyrir milljón tonn á tímabilinu frá 1. júlí í ár til jafnlengdar á næsta ári. Aflinn á sumarloðnu- veiðunum er nú orðinn um 300 þúsund tonn og að auki veiddu Norðmenn um 150 þúsund tonn við Jan Mayen síðsumars. Verði farið eftir tillögum Hafrannsóknastofn- unarinnar er því líklegt að grípa verði til takmarkana á loðnuveiðunum næsta vetur. I fyrravetur veiddust á milli 4 og 500 þúsund tonn af loðnu og ef svo heldur sem horfir gæti veiðin farið yfir milljón tonn fyrr en vetrarvertíð hefur venjulega lokið. var eftir það á heimili sona Guðríðar. Þuríður giftist ekki. Samkvæmt ósk hennar sjálfrar vildi hún að jarðneskar leifar hennar yrðu lagðar í grafreit föður síns í gamla Kirkjugarðinum við Suðurgötu, en faðir Þuríðar var hinn þjóðkunni klerkur séra Jóhann Þorkelsson Dómkirkjuprestur. Ættingjar Þuríðar í Kaup- mannahöfn, Þorkell Jörgen Klerk arkitekt í Kaupmannahöfn, kona hans og 2 börn þeirra, komu með jarðneskar leifar hinnar látnu. Að lokinni minningarathöfn í Dómkirkjunni sem hefst kl. 10.30 árd. á morgun, er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Miðbæjarskólanum. Séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur flytur minningarræðuna. Sjómenn á ísafirði mót- mælá kjara- skerðingu ALMKNNUR fundur Sjómannafé- lags ísfirðinga haldinn 11. okt. s.l. samþ. eftirfarandi ályktun. F'undurinn álítur að lausn efna- hagsvanda íslenzku þjóðarinnar verði ekki leystur með kjaraskerð- ingum, þar sem lengst er gengið á kjör sjómanna. Isfirskir sjómenn mótmæla harðlega þeirri kjara- skerðingu, sem felst í seinustu fiskverðsákvörðun sem er í engu samræmi við launaákvarðanir til annarra stétta. (Frétta*ilUvnning). SEftRŒAN wgnaó^amaúteialda Getur þú fengið sparilán um leið og óvænt útgjöld koma í Ijós? Sparilán Landsbankans eru tilvalinn varasjóður, sem grípa má til, pegar greiða þarf óvænt útgjöld. Ef fjólskyldan hefur safnað sparifé á sparilána- reikning í ákveðinn tíma, á hún rétt á spariláni strax eða síðar. Sparilán Landsbankans geta verið til 12, 27 eða mánaða — eftir 12,18 a 24 mánaða sparnað. í Þegar sparnaðar- |pphæðin og sparilánið ru lögð saman verða gjöldin auðveldari Sfangs. iðjið Landsbankann um bæklinginn um sparilánakerfið. SpariQársöfnun tengd réttí til Iántöl<u Sparnaður þinn eftir 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði Mánaðarleg innborgun hámarksupphæð 25.000 25.000 25.000 Sparnaður í lok tímabils 300.000 450.000 600.000 Landsbankinn lánar þér 300.000 675.000 1.200.000 Ráðstöfunarfé þitt 1) 627.876 1.188.871 1.912.618 Mánaðarleg endurgreiðsla 28.368 32.598 39.122 Þú endurgreiðir Landsbankanum á12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum e- I) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé.svoog kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilán-tryggmg íframtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.