Morgunblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. Jóhann Erasmus Sig- urjónsson — Minning Fæddur 16. júlí 1913. Dáinn 7. uktóbcr 1978. Kveðja frá bróður. Mig langar til að kveðja nokkr- um orðum Jóhann, bróð'ur minn, sem lést af slysförum aðfararnótt laugardags, hins 7. október, aðeins þrjátíu og fimm ára að aldri, og verður til moldar borinn í dag. Þessi eru æviatriði hans: Jóhann var fæddur 16. júlí 1943, í miðið af okkur þrem bræðrum, en foreldrar okkar eru þau hjónin Guðrún Hulda Ámundadóttir og Sigurjón Gíslason hjólbarðavið- gerðarmaður. Sextán ára að aldri hóf Jói bróðir starfsferil sinn, er hann réðst til prentnáms í prentsmiðj- unni Hilmi. Sveinspróf í prentiðn tók hann árið 1964, og var hann þá starfandi í prentsmiðjunni Hilmi. Starfaði hann þar til ársins 1969, en þá hélt hann utan til starfa. Vann hann að prentiðn í Noregi, búsettur í Ósló um eins árs skeið. Þá kom hann aftur heim til Islands og lagði stund á ýmis störf, m.a. á hjólbarðaverkstæði föður’ okkar, en seinustu árin stundaði hann eigin rekstur í Hafnarfirði ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni. Jóhann bróðir minn var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Stella Markúsdóttir, og eignuðust þau þrjú börn, sem öll eiga nú á bak að sjá elskandi föður. Þau eru Sigurjón Markús, átján ára, Helga Unnur, sextán ára, og Atli Már tíu ára. Þau Stella slitu samvistum f.vrir nokkrum árum. Síðari kona hans er Kristrún Bjarnadóttir, og er dóttir þeirra, Hulda Sólveig, fimm ára. Þau Jóhann og Kristrún voru búsett í Hafnarfirði, og áttu myndarlegt heimili að Hringbraut 58. Af fyrra hjónabandi átti Kristrún tvö börn, Ragnheiði 19 ára og Inga Ólaf 15 ára. Var mikil og einlæg vinátta milli þeirra og Jóhanns, en bæði þau og börn hans sjálfs bera nú þungan harm og er missir þeirra mikill. Veit ég vel, hversu innilega vænt honum þótti um börnin, sem hann reýndist og jafnan vel og bar hag þeirra fyrir brjósti. Jói bróðir var mikill atorku- og keppnismaður, að hverju sem hann gekk. Aðaláhugamál hans og tómstundagaman var að bjóða erfiðleikunum byrginn með tor- færuakstri í jeppa sínum. Eyddi hann og synir hans mörgum stundum og mikilli fyrirhöfn í að gera jeppann færan til að yfirstíga hvers konar hindranir, og þótti takast það með afbrigðum vel, því að hann var kunnur keppnismaður í þessari grein íþrótta. Þá var hann að hefja byggingar- framkvæmdir á stórhýsi með föður okkar og bróður, er hann var svo skyndilega kallaður héðan með svo óvæntum hætti. Að þeim störfum gekk hann með þeirri atorku, sem honum var svo töm. Fékk faðir okkar sérstaklega að sannreyna þetta, er annir voru miklar, en þá var Jói bróðir jafnan boðinn og búinn að koma og hjálpa til. Það er erfitt að gera sér fulla grein fyrir, að svo skuli komið, sem komið er, en að leiðarlokum vil ég kveðja bróður minn og þakka honum samverustundirnar, allt frá ánægjulegum bernskudög- unum á Laugarásveginum til samvista fullorðinsáranna. Þó að samgangur væri ef til vill ekki mikill seinustu árin, rofnuðu vináttuböndin aldrei. Alla ástvini Jóa bróður, sem í dag bera þungan harm í hjarta, bið ég Guð að blessa og styrkja í þeirra djúpu sorg. Gísli Sigurjónsson. + Eiginmaður minn og faöir okkar, ÓLAFUR JÓNSSON, •tórkaupmaður, Melhaga 1, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 16. október. Arnprúður Jónsdóttir, Snjólaug Ólafsdóttir Briem, Jón Hjaltalín Ólafsson, Örn Olafsson. t Utför moöur okkar og tengdamoður, ÖNNU PÁLSDÓTTUR, Vesturgötu 19, verður gerð frá Dómkirkjunni 19. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Anna Garðars, Marinó Þorsteinsson, Hreinn Þ. Garðars, Helga Friðfinnsdóttir, Rannveig M. Garðars, Bjarni Steingrimsson, Hilmar Garðars, Þorgerður Jörundsdðttir. + Elskuleg móðursystir okkar, (LÓA) ÞURÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, fyrrverandi kennari, við barnaskólana í Reykjavik, fædd á Lágafelli, Mosfellssveif 30. okt. 1881, lézt í Kaupmannahöfn, 26. apríl 1978. Minningarguösþjónusta fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 19. október kl. 10.30. Fjölskyldan. _Til fuðurlands vors svo fórum heim". + Útför sonar okkar, JÓNASAR HREINS HREINSSONAR, Sogavegi 74, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 19. þ.m., klukkan 3 síödegis Tordís H. Jónasson, Hreinn Jónasson. „Dcyr fé. deya frændr. Dcyrr sjálfr it sama. En orðstírr dcyr aldrigi. hvcims scr góðan gctr.“ Þessi orð Hávamála hafa án efa orðið mörgum til hugarléttis þegar óvæntar helfregnir vina eða ætt- ingja hafa borizt að eyrum. Því að „merkið stendur þótt maðurinn falli“ og minningin um góðan dreng máist aldrei út úr vitund samferðamannanna; hún er ljós sem lifir og lýsir gegnum harmaél og helskugga. En enda þótt við vitum og þekkjum hið órjúfanlega lögmál jarðlífsins, að hverri fæð- ingu fylgir jafnframt dauðadómur, sem enginn veit hvenær verður fullnægt, því erum við að jafnaði óviðbúin að meira eða minna leyti. Einkum á þetta þó sér stað, þegar ungum og efnilegum mönnum, sem mikils er vænzt af og margar bjartar vonir eru tengdar við, er kippt burt af vegi samferðamann- anna; svo fór einnig mér er mér barst fregnin um hið sviplega fráfall vinar míns, Jóhanns Erasmusar. Eg þekkti Erasmus (en svo nefndi ég hann alltaf) frá bernsku og við urðum góðir vinir; mér fannst stafa frá honum meiri hlýju og birtu en almennt gerist — jafnvel hjá börnum. Leiðir okkar skildu, ég fluttist í annan lands- hluta og við sáumst ekki fyrr en að mörgum árum liðnum. Þá var hann kominn af æskuskeiði og á manndómsárin og búinn að fá á sig svip og fas hins fullvaxna manns. En ég fann að frá honum stafaði sama hlýjan og birtan sem á barndómsárunum. Og þá kom mér í hug gamla kínverska mál- tækið: „þekktu barnið og þú munt þekkja öldunginn." Og ég hugsaði með mér að svona mundi Erasmus verða alltaf, hversu gamall sem hann yrði. Og ég er viss um að svo hefði orðið hvar sem vegur hans hefði legið og hversu mörg sem árin hefðu orðið. Jóhann Erasmus fæddist í Reykjavík hinn 16. júlí 1943. Foreldrar hans eru: Sigurjón Gíslason hjólbarðaviðgerðarmað- ur og kona hans Hulda Ámunda- dóttir, bæði vinsæl sæmdarhjón. Jóhann hóf nám í prentsmiðjunni „Hilmi“ árið 1960 og lauk þaðan Minning: Hjörtur M. Hjartarson frá Vestmannaegjum Fa>ddur 7. ágúst 1893. Iláinn 8. okt. 1978. í dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju tengdafaðir’ minn, Hjörtur Magnús Hjartarson frá Hellisholti í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Hjörtur Snjólfsson og Gyðríður Magnús- dóttir frá Miðey í Landeyjum. Faðir hans drukknaði áður en hann fæddist og ólst hann upp í vinnumennsku með móður sinni til átján ára aldurs, þá flytur hann til Vestmannaeyja og stundar sjó- róðra. Hann kvæntist 15. janúar 1922 Sólveigu Hróbjartsdóttur frá Eyrarbakka og stofnuðu þau heim- ili fyrst á Mörk í Eyjum og síðan byggðu þau Hellisholt þar sem þau bjuggu þar til eldgosið hófst 23. jan. 1973, að þau fluttu í Kópavog- inn en upp frá því varð hann aldrei sami maður hvað heilsu snerti og átti við erfið veikindi að stríða, einkum þetta ár. Hann var það gæfusamur að eiga góða konu sem ekki vék frá honum og lagði oft nótt við dag við að hjúkra honum. Hjörtur var föngulegur maður og hvers manns hugljúfi er honum kynntist. Alltaf var hann boðinn til að hjálpa ef hann vissi að þess var þörf. Hann var ástríkur eiginmaður, faðir og afi, alltaf var gott að koma í Helló, þar réð hjartágæzkan ríkjum. Er ég kom til Eyja öllum ókunnug nema syni þeirra var mér tekið opnum örmum og reyndist hann mér sem ástríkur faðir, sem allt vildi fyrir mig og börn mín gera. Þau Sólveig eignuðust sjö börn. Þau urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa dóttur sína, Maríu og son hennar 5 mánaða í flugslysi 31. janúar 1951. Hin eru Hjörtur Kristinn, búsettur í Kópavogi; Klara, húsmóðir í Kópavogi; Marta, húsmóðir í Þorlákshöfn; Óskar, búsettur í Reykjavík; Aðal- heiður, húsmóðir í Vestmannaeyj- Ingiríður Sigfusdóttir Theodórs — Minning Fadd 23. nóvemhcr 1904. Dáin 9. októbcr 1978. Ingiríður Sigfúsdóttir Theodórs lést i% Borgarspítalanum þann 9. október s.l. eftir löng og ströng veikindi og langa sjúkdómslegu. Hún var fædd 23. nóvember 1904. Voru foreldrar hennar hjónin Kristvina Kristvinsdóttir og Sig- fús Eyjólfsson úr Svartárdal í Húnavatnssýslu og ólst Ingiríður upp í Bólstaðarhlíð hjá þeim hjónunum Guðmundi Klemenssyni og Ingiríði Erlendsdóttur. Hún minntist uppvaxtaráranna í Bólstaðarhlíð með mikilli gleði og þakklæti. Sem ung stúlka vann hún á símstöðinni á Blönduósi og bjó hún þar um árabil þar til hún fór til ráðskonustarfa við Mjólkur- bú Flóamanna. Síðan fluttist hún til Reykjavíkur. Kynni okkar við Ingiríði hófust fyrst þégar fósturdóttir og systur- dóttir hennar Ólöf Klemensdóttir giftist Halldóri syni okkar. Ingi- ríður var þá gift Finnboga Theo- dórs, en hann lést árið 1960. Öll árin í Reykjavík, meðan heilsan entist, vann hún við saumaskap og má óhætt segja að allur saumaskapur hafi leikið í höndum hennar. Þar fór saman smekkvísi og listfengi við allan útsaum og hannyrðir, og vandvirk var hún í öllu sem hún snerti. Um nokkur ár bjó hún í húsi fósturdóttur sinnar og tengdason- ar og var hún dætrum þeirra Þórunni og Hrafnhildi Ingu jafn umhyggjusöm og góð og hún var fósturdóttur sinni í uppvextinum. Þær sonardætur okkar munu ávallt minnast „Ingu frænku" með ástúð og söknuði. En nú fóru erfið ár í hönd hjá Ingiríði. í ársbyrjun 1972 varð hún fyrir því mikla áfalli að verða fyrir bíl og hlaut mikil og slæm beinbrot, og má segja að hún hafi aldrei náð sér, en mikið þrek og þolgæði sýndi hún allan þann tíma, sem hún var að gróa sára sinna, fyrst í sjúkrahúsi, svo á Reykjalundi, en síðustu árin var hún á Hrafnistu. Hún las mikið og prófi í prentun 1964. Vann síðan í sömu prentsmiðju til ársins 1969; fór þá til Noregs og dvaldi í Osló um 10 mánaða skeið. Kom síðan heim og hóf störf hjá föður sínum, við hjólbarðaviðgerðir um árabil. Seinustu árin vann Jóhann við eigin verzlun í Hafnarfirði. Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Stella Markúsdótt- ir. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Sigurjón Markús, f. 22. júní 1960, Helga Unnur, f. 5. júní 1962 og Atli Már f. 5. nóv. 1967. Seinni kona Jóhanns er Kristrún Bjarnadóttir frá Hafnarfirði. Þau eignuðust eina dóttur, Huldu Sólveigu f. 6. des. 1972, ennfremur gekk Jóhann tveimur börnum Kristrúnar, Ragnheiði og Inga í föðurstað. Kristrún reyndist manni sínum góð og umhyggjusöm eiginkona og lifðu þau hjón miklu hamingjulífi. Nú hafa leiðir okkar skilizt. Vinur minn hefur hafið förina yfir mærin miklu, — förina sem við öll hljótum að hefja, fyrr eða síðar. Við sem enn stöndum á strönd hins mikla hafs, sendum honum hjartans kveðju og bæn um blessun og bjarfa landtöku á nýrri strönd. Við þökkum honum fyrir samfylgdina, fyrir góðvild hans og drengskap og fyrir barnslega, milda brosið og hlýjuna sem frá honum stafaði og verður okkur varanleg eign. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi; hafðu þökk fyrir allt — og allt. Einar Einarsson. um, og Hafsteinn, búsettur í Kópavogi. Barnabörn eru 22 og barna- barnabörn 23. Hjörtur var trú- maður mikill, hann gekk í söfnuð aðventista 1926 og starfaði þar af mikilli trúmennsku meðan kraftar entust. Elsku Veiga mín, ég bið algóðan guð að styrkja þig í þinni miklu sorg svo og ástvini hans alla. Far þú í friði, friður guðs þig blessi haf þú þökk fyrir allt og allt. Jóhanna Arnórsdóttir. vildi hafa lestrarefnið gott, því í stað hannyrða komu bækur þar sem hún gat ekki lengur notað hendurnar til handavinnu. Nú að leiðarlokum þökkum við góðri konu góð kynni og vottum Olöfu tengdadóttur okkar, Hall- dóri og dætrum þeirra, einnig systkinum hinnar látnu innileg- ustu samúð og blessum minningu hennar. Þórunn og Hafliði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.