Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 23 Fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherra> Matthías Á. Mathiesen og Tómas Árnason. Það er ekki íjárlagasúlan sem er á milli þcirra en hún vekur þó spurningui hve mikið hækkar fjárlagafrumvarpið úr einni ráðherrahendi til annarrar? Þingmenn úr þremur þingflokkum: Greiðslur beínt til bænda Eyjólfur Konráð Jónas Sighvatur Þrír þingmenn úr jafnmörgum þingflokkum, Eyjólfur Konráð Jónsson (S). Jónas Árnason (Ab) og Sighvatur Björgvinsson (A), flytja tillögu til þingsályktunar um beinar greiðslur til bænda. í tillögunni er ríkisstjórninni falið að hlutast til um að settar verði reglur um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins, sem tryggi að bændur fái í hendur þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir, um leið og lánin eru veitt. Jafnframt láti ríkisstjórnin fara fram athugun á því, hvernig heppilegast sé að koma við breytingum á greiðslum útflutningsbóta og niður- greiðslna, þannig að þær nýtist betur. I greinargerð segja flutnings- menn: „Tillaga um greiðslu rekstrar- og afurðalána beint til bænda hefur verið flutt á tveimur síðustu þingum, en í hvorugt skiptið verið útrædd. Skömmu fyrir þinglok í vor var tillagan þó afgreidd frá allsherjarnefnd, og mælti meiri hluti nefndarinnar með samþykkt hennar og því orðalagi, sem á henni er nú, þegar hún er flutt þriðja sinni. Fyrri liður tillögunnar er ljós, bændur skulu fá fjármuni sína í hendur um leið og lánin eru veitt, en óheimilt verði að halda pening- unum eftir í verslunar- eða afurðasölufyrirtækjum. í samstarfsyfirlýsingu núver- andi ríkisstjórnar segir: „Rekstrar- og afurðarlánum verði breytt þannig, að bændur geti fengið laun sín greidd og óhjákvæmilegan rekstrarkostnað svipað og aðrir aðilar fá nú." Þessi yfirlýsing er góðra gjalda verð og sýnir, að réttlætið er að sigra. Hún gengur þó of skammt, því unnt er að hártoga hana og halda eftir í fyrirtækjunum hluta þeirra fjármuna, sem bændur eiga að fá beint í hendur. Landbúnað- arráðherra hefur greint frá því, að ný ákvæði um þetta efni ættu að geta komið til framkvæmda áður en lokið verður greiðslu afurða- lána 20. nóvember n.k. Hann telur málið þó ekki einfalt og ætlar að skipa nefnd til að fjalla um málið. Eðlilegt er að Alþingi hafi hrað- ann á og taki af öll tvímæli um, hvað fyrir því vaki, með samþykkt þessarar tillögu. Síðari liður þingsályktunartil- lögunnar er ekki jafnótvíræður. Ljóst er þó, hver tilgangurinn er. Miklum fjármunum er varið til útflutningsbóta og niðurgreiðslna. Þetta fé, sem bændur eiga, berst þeim seint og illa. Á þessu verður að ráða bót og fryggja að bændur fái peningana beint, um leið og ríkissjóður reiðir þá af hendi. Væntanlega er hér um að ræða upphæð sem nemur meira en 3 milljónum króna á meðalbú á ári eða yfir 250 þúsund á mánuði til hvers bónda. Rekstrar- og afurða- lánin munu nema svipaðri upp- hæð. Þannig er nú valsað með fjármuni bænda sem nema a.m.k. 6 milljónum króna á meðalbú, í lengri eða skemmri tíma, meira og minna eftirlitslaust." Leidrétting: Rannsóknarnefnd kanni rekstur Flug- leiða og Eimskips Ólafur Ragnar Grímsson, þingmaður Alþýðubandalags, hefur lagt fram á Alþingi tillögu „um rannsóknarnefnd þingmanna til að kanna rekstur, f járfestingar og fargjalda- og farmgjaldaákvarðanir Flugleiða hf. og Eimskipafélags íslands hf. með sérstöku tilliti til einokunaraðstöðu og markaðsdrottnunar þessara fyrirtækja", eins og það er orðað í heiti tillögunnar. Tillagan er svohljóðandii „Alþingi samþykkir að kjósa rannsóknarnefnd skipaða sjö þingmönnum til að gera athug- un á rekstri, fjárfestingum og fargjalda- og farmgjaldaákvörð- unum Flugleiða hf. og Eim- skipafélags íslands hf. með sérstöku tilliti til einokunarað- stöðu eða markaðsdrottnunar þessara fyrirtækja á sviði flutn- inga og samgangna milli íslands og annarra landa og milli einstakra landshluta. Stórf nefndarinnar skulu einkum mið- uð við að leita svara við eftirtöldum spurningum: 1) Hvers vegna hafa Flugleið- ir hf. sóst eftir einokunarað- stöðu í farþegaflugi milli ís- lands og annarra landa? 2) Hverjar voru ástæður og aðdragandi þess að Flugleiðir hf. yfirtóku meirihlutaeign í Arnarflugi hf., eina innlenda keppinauti fyrirtækisins í milli- landaflugi, og hverjar eru lík- legar afleiðingar núverandi ein- okunaraðstöðu Flugleiða hf. fyrir þróun fargjalda? 3) Hvaða líkur eru á að Flugleiðir hf. muni halda áfram að fylgja núgildandi fargjalda- stefnu sem felur í sér að það er mun dýrara og og í sumum tilvikum allt að helmingi dýrara að fljúga til höfuðborga Norður- Ianda en til New York og gerir þannig almenningi mun erfiðara að rækja tengsl við frændþjóð- irnar á Norðurlöndum en ferð- ast til Bandaríkjanna? 4) Á hvaða hátt mun núgild- andi fargjaldastefna veikja margþætt menningar-, stjórn- sýslu- og viðskiptatengls við nágrannalöndin í Evrópu og binda þjóðina þess í stað enn sterkari böndum við mikilvæg- asta markaðssvæði Flugleiða hf., Bandaríkin? 5) Hvers vegna hafa fjaffest- ingar Flugleiða hf. fyrst og fremst beinst að samkeppnis- flugi á Bandaríkjamarkaði og lítil áhersla verið lögð á afger- andi nýjungar á sviði flugsam- gangna innanlands og við ná- grannalönd? 6) Hvaða afleiðingar hefur það fyrir eðlilega þróun flug- samgangna innanlands, einkum milli landshlutanna innbyrðis og smæiri byggðarlaga við Reykjavík, að Flugleiðir hf. meta slíkar flugsamgöngur fyrst og fremst út frá þröngum viðskiptasjónarmiðum en taka lítil tillit til almennra þjóðhags- og byggðasjónarmiða? 7) Hvernig hefur fyrirtækja- samsteypa Flugleiða hf., þ.e. dótturfyrirtækin og hlutdeildar- fyrirtækin International Air Bahama Ltd., Cargolux Airlines International S.A Arnarflug hf, Flugfélaga Austurlands hf., Flugfélag Norðurlands hf., Hekla Holdings Ldt., Hótel Esja hf., Hótel Húsvík hf., Ferða- skrifstofan Úrval hf., Kynnis- ferðir ferðaskrifstofanna sf., þróast á undanförnum árum og á afgerandi hátt stuðlað að enn víðtækari markaðsdrottnun fyr- irtækisins? 8) Hvernig og hvers vegna hafa Flugleiðir hf. leitast við að efla tengsl við fjölda annarra fyrirtækja á ólíkum rekstrar- sviðum og þannig skapað veru- lega hættu á víðtækari markaðsdrottnun fyrirtækisins á nýjum sviðum líkt og gerst hefur í hótelrekstri á síðari árum? 9) Hvaða ástæður liggja að baki aukinnar samtengingar Flugleiða hf. og Eimskipafélags íslands hf. en hún birtist m.a. í eignarhlutum, sameiginlegum ferðaskrifstofurekstri, setu for- stjóra og stjórnarformanns Eimskipafélags íslands hf. í stjórn Flugleiða hf. og setu annarra stjórnarmanna Eim- skipafélags Islands hf. í stjórn- um dótturfyrirtækja Flugleiða hf.? 10) Hvaða afleiðingar hefur hin samtvinnaða markaðs- drottnun Eimskipafélags ís- lands hf. og Flugleiða hf. á sviði vöruflutninga til og frá Islandi á farmgjöld og þar með almennt vöruverð í landinu? 11) Að hve miklu leyti er markaðsdrottnun þessara fyrir- tækja í gegnum há farmgjóld þáttur í þeirri dýrtíð sem á undanförnum árum hefur rýrt kjör almenns launafólks á ís- landi? 12) Hvers vegna hafa sam- keppnisaðilar Eimskipafélags íslands hf. á sumum sviðum getað boðið mun lægri farm- gjöld og hver hafa verið við- brögð félagsins við hættu á samkeppni? 13) Hvernig hefur Eimskipa- félag íslands hf. haft aðstöðu til að kaupa 13 ný skip á s.l. fjórum árum og eignast þannig samtals 24 flutningaskip? 14) Hvaða skýringar eru á því að gífurleg fjárfesting Eim- skipafélags íslands hf. í nýjum skipum hefur ekki leitt til hlutfallslegrar farmgjaldalækk- unar? 15) Hvers vegna hefur Eim- skipafélag íslands hf. kosið að nota markaðsdrottnun sína frekar til eignamyndunar í stað þess að veita almenningi í landinu ódýrari þjónustu? Rannsóknarnefndin skal hafa rétt til að krefjast skýrslugerða og vitnisburða, bæði munnlega og bréflega, hjá hlutaðeigandi aðilum og öðrum fyrirtækjum, embættismönnum og einstakl- ingum. Nefndinni skal veitt fjármagn til þess að tryggja sér sérfræðilega aðstoð. Að loknum athugunum sínum skal rannsóknanefndin gefa Alþingi skýrslu og láta í ljós mat á því hvort og þá að hve miklu leyti eignarform, rekstr- arfyrirkomulag, fjárfestingar og fargjalda- og farmgjaldastefna Flugleiða hf. og Eimskipafélags íslands hf. brjóta í bága við eftirfarandi grundvallarmark- mið sem samgöngukerfi þjóðar- innar ber að þjóna: Að öryggi þjóðarinnar á sviði samgangna við umheiminn sé ekki í höndum einókunaraðila sem fyrst og fremst starfa á grundvelli þröngra gróðasjónar- miða og annarra viðskiptahags- muna. Að ódýrastar flugsamgöngur séu við þær þjóðir sem Islend- ingum eru skyldastar og almenningur vill hafa víðtækust samskipti við hvað snertir menningu, félagslegt starf og persónuleg erindi. Að skipulag flugsamgangna innanlands þjóni fyrst og fremst • þeim tilgangi að tengja saman á fjölþættan hátt hina einstöku landshluta og efla samgöngur innan þeirra. Að kostnaður við flutning á vörum til landsins og innan- lands verði í algeru lágmarki og þannig stuðlað að lækkun á vöruverði." 20 milljarðar kr. á verðbólgubálið Á ÞINGSÍÐU Mbl. í gær var m.a. greint frá frumvarpi nokkurra þingmanna Alþýðuflokksins um breytingu á lögum um Seðlabanka íslands, þess efnis. að bankanum 18 ára kosningaaldur A FYRSTU dögum þessa þings lögðu Gunnlaugur Stefánsson (A) og 6 aðrir þingmenn Alþýðuflokks fram frv. til stjórnskipunarlaga (33. gr. stjórnarskrar) þess efnis, að kosningaréttur til Alþingis verði bundinn við 18 ár í stað 20 ýr nú. Mál þetta var 4. mál, er fram var lagt á yfirstandandi þingi. Nú hefur Ólafur Ragnar Gríms- son (Ab) lagt fram nær samhljóða frumvarp um lækkun kosningaald- urs í 18 ár (13. mál þingsins). skuli ekki heimilt að ákvarða vaxtakjör lægri en nemur verð- bólgustigi hverju sinni. Fyrirsögn fréttarinnar var sótt í greinargerð frv. þar sem fram kemur að 20 milljarðar af 100 milljaröa sparifé í innlánsstofnun- um hafi brunnið á verðbólgubálinu á einu ári. í vinnslu fréttarinnar verða þcssir 20 milljarðar að 20 milljónum. sem að sjálfsögðu gefur aðra mynd af vaxtapólitík líðandi stundar en raunveruleikinn, eins og hann er sýndur f tilvitnaðri greinargcrð. bessi meinlega villa er hér með leiðrétt. Norður-Alisturvegur: varpið gerir ráð fyrir sölu " happdrættisskuldabréfa að Stórátak í vega- gerð með innlendu lánsfé EYJÓLFUR Konráð Jóns- son (S) hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um happdrættislán ríkis sjóðs fyrir hönd Vegasjóðs vegna framkvæmda við Norður-Austurveg. Frum- íjárhæð 2000 milljónir króna árlega næstu f jögur ár. Skal fénu varið til viðbótar fjárframlögum skv. vegaáætlun til fram- kvæmda við Norður- og Austurveg. I greinargerð segir aö víðtæk samstaða hafi náðs á Alþingi 1975 um stefnu í vegamálum og stórfellt átak í vegagerð, er lógin um happdrættislán vegna Norður- og Austurvegar vóru samþykkt. Hér er lagt til að herða róðurinn og ljúka gerð Norðurvegar á næstu fjórum árum um leið og tilteknum stóráföngum við Norður- og Austurveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.