Morgunblaðið - 18.10.1978, Side 25

Morgunblaðið - 18.10.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 25 + Austur fyrir járntjald. Predikarinn mikli Billy Graham fór fyrir skömmu austur fyrir járntjald — til Póllands. — í Varsjá hélt hann kristilesa samkomu í kirkju baptista. Voru þar um 2000 áheyrendur, — hvert sæti var skipað. Hér er Billy að skoða líkan af heilsugæzlustöð fyrir börn, sem stjórnin er að láta reisa í einum útbæja hinnar pólsku höfuðborgar. — Með honum á myndinni eru pólskir embættismenn. + Hér er unKur Reykvíkin>fur, Oddur Björnsson (lengst til vinstri), í hópi sambekkinga sinna. Hann stundar nú hljóðfæranám við Berklee-tónlistarskólann í Boston í Bandaríkjunum. Oddur er sonur Björns R. Einarssonar og Ingibjargar Gunnarsdóttur Bókhlóðusti'g 6. Oddur stundar nám á slagverkshljóðfa-ri af öllum gerðum þ.e.a.s. trommur, xylofon, vibrafon og önnur minni slagverks-hljóðfæri. Krakkarnir með honum á myndinni eru Svíar. Við þennan skóla eru 350 erlendir neendur frá 63 löndum. Það er siður í þessum skóla að bjóða hina erlendu nemendur velkomna og er þá haldin sérrýveizla. Var myndin tekin í veizlunni. ALHEIMUR + UNGFRÚ alheimur, S-afríkanska stúlkan Margaret Gardiner. Hún er fædd 21. ágúst 1959, sem. er afmælisdagur nöfnu hennar Margrétar prinsessu í Bretlandi. Fegurðardrottningin var einungis 15 ára gömul, er hún tók þátt í fegurðarsamkeppni í heimabæ sín- um þar syðra, Höfðaborg. Hún hefur sagt frá því í samtali að sig langaði til að verða blaðamaður. + SÖNGKONURNAR tvær hér á myndunum ættu mörgum að vera að góðu kunnar. Sú með barnið í fanginu er Connie Francis og hún varð nýlega fyrir því óláni að brotist var inn í hótelherbergi hennar í London. Innbrotsþjófarnir komust síðan á brott með feng sinn. sem metinn er á 18 milljónir króna. Hin söngkon- an. þessi með marblettinn í andlitinu. ber nafnið Tammy Wynette og er vel kunn country-söngkona. Marblett- ina hlaut hún þó ekki er hún reyndi að veita innbrots- þjófunum viðnám, heldur var henni einfaldlega rænt! Mann- ræninginn réðst á Tammy og barði hana í andlitið, auk þess sem hann ók með hana 80 kflómetra leið, áður en hann sleppti henni. félk í fréttum Minningarathöfn um Þuríöi Jóhannsdóttur Fimmtudag 19. október klukkan 10.30 f.h. verður haldin minningar- athöfn um Þuríði Jóhannsdóttur, sem í meira en 40 ár var kennari við Barnaskóla Reykjavíkur. A fyrri hluta þessarar aldar þekkti hvert skólabarn í Reykjavík frök- en Þuríði og margir munu eiga henni þökk að gjalda fyrir að hafa leitt þá fyrstu sporin á námsbraut- inni. Þuríður náði 96 ára aldri og síðasta hluta ævi sinnar dvaldi hún í Kaupmannahöfn hjá systur sinni, Guðríði Klerk, og sonum hennar. Samkvæmt ósk hinnar látnu mun hún erða jarðsett við hlið föður síns, séra Jóhanns Þorkels- sonar, sem lengi var Dómkirkju- prestur í Reykjavík. Að lokinni minningarathöfn- inni, sem séra Þórir Stephensen mun halda, eru ættingjar, vinir og gamlir nemendur hennar hvattir til að þiggja veitingar í gamla barnaskólanum (Miðbæjarskólan- um) á Fríkirkjuvegi 1. Guðrún Ilalldórsdóttir. Minning — Jónas Hreinn Hreinsson Fæddur 2. desember 1961. Dáinn 12. október 1978. Hann var yngsti sonur Thordís- ar Jónasson til heimilis að Soga- vegi 74. Hann var góður vinur okkar allra sem þekktum hann og hann var alltaf hjálpsamur þeim sem þurftu hjálp á að halda. Sum af okkur gengu með honum í skóla og var hann alltaf tryggur vinur hvað sem á gekk. Við viljum alltaf minnast þess þegar hann var innan um félaga sína, þá var hann alltaf glaður. Við viljum þakka honum fyrir það sem hann gerði fyrir okkur og við viljum votta foreldrum, systkinum og nánustu ættingjum hans samúð okkar. Pétur. Auður og vinir í Breiðholtinu. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: Vesturbær: □ Hverfisgata 4—62 □ Miöbær □ Laugavegur 1—33 □ Reynimelur 1—56 □ Hagamelur Uppl. í síma 35408 fKo¥0tmi4iibib

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.