Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. KAff/nu \ ! -* D &* Hún er að lenda! Ef þú hættir ekki að skamma.st gef ég þér vitlaust númer einu sinni enn! Nei. mér er ekki kalt á eyrunum. Kveinstafi þoli ég ekki að heyra! BRIDGE Umsjón; Páll Bergsson Fyrir nokkrum dögum var hér sýnt spil eftir Frakkann Leon Tintner, sem segja má, að hafi Hkst kennslubókardæmi í enda- spili. Aftur lítum við á spil eftir hann en það kom fyrir í Philip Morris keppni í ísrael á síðasta vetri. Gjafari vestur, aliir á hættu. Norður S. G1092 H. KG T. 10754 L. Á92 Vestur Austur S. KD5 S. 863 H. 93 H. Á42 T. DG982 T. K6 L. KD6 Suður S. Á74 L. 108754 H. D108765 T. Á3 L. G3 Hvað á fólkið að gera? Hér fer á eftir ábending frá konu eða fyrirspurn þess efnis hvernig það gamla fólk, sem nú fær sendar kröfur um viðbótar- eignaskatt, eigi að bregðast við þegar það á ekki fyrir honum: „Um þessar mundir er að berast til manna kröfur um viðbótar- álagningu og er það jöfnum höndum til hátekjufólks og þeirra sem eiga eignir sem metnar eru meir en nemur tiltekinni upphæð. Um þetta atriði hefur nokkuð verið deilt og stjórnarandstaðan talið þessa leið óforsvaranlega og of mikið vegið að gamla fólkinu. Þannig er ástatt hjá móður minni," sem nú er nokkuð yfir áttrætt, að hún á að greiða um 50 þúsund krónur til viðbótar. Hún býr í húsi sínu, sem er talið það til, en því er þá verið að taka nánast allt af því? I þessum aðstæðum er vart mikið annað hægt að gera en selja frá sér eignirnar til að standa við þessar óvæntu skyldur og láta setja þetta sama fólk á einhver dvalar- og elliheimili. Fólkið vill líka vera heima hjá sér, en getur það varla, svo þetta eru vægast sagt mjög erfið mál oghvet ég menn til að athuga þetta og gera einhverjar breytingar á þessu. Kona." • Gleymdur stuðningur? S. Á. skrifar: „Á sunnudaginn var í útvarpinu viðtal við Ingólf Guðbrandsson um endurvakinn Pólýfónkór. Ég hefi alltaf talið kórinn þann mikinn feng fyrir íslendinga og gleðst því yfir því að hann skuli halda áfram. Hugsa gott til þess að fá að hlusta á hann flytja menningarverk. Það er samt eitt, sem ég get ekki lengur stillt mig um að gera athugasemd við. Það er ekki um kórinn, heldur þetta viðtal og öll ¦t l^'lö^ - verðmætt, að þessi viðbótarskatt- ur er lagður á. Hún hefur engar tekjur og hefur að undanförnu ekki getað haldið húsinu neitt við þannig að til skammar er að verða og hún getur í rauninni ekkert frekar tekið að sér að greiða einhvern viðbótarskatt. Hvað á að gera í slíku ástandi? Hvað á þetta fólk að gera sem getur ekki gert nema draga fram lífið af sínum ellistyrk og má ekki við því að lagt sé á það eitt og annað umfram dagleg og nauðsynleg útgjöld? Talað er um að fólki eigi að vera kleift að búa heima hjá sér svo lengi sem það geti og hafi heilsu önnur um sama efni. Þeim er það öllum sameiginlegt að þar er vel tíundað að kórinn hafi engan styrk fengið eða nánast engan frá opinberum aðilum. Þegar kórinn var að hætta, stillti ég mig um að gera þessa athugasemd, en nú þegar hann er að byrja aftur með sömu fullyrðingum, get ég ekki stillt mig um að upplýsa það, að Pólyfónkórinn hefur alla sína starfsævi haft húsnæði til æfinga sér að kostnaðarlausu í skólum borgarinnar, um 10 ár í Vogaskóla og líklega álíka lengi í Lauga- lækjaskóla og er nú að byrja aftur í Vogaskóla. Tintner sat í suður og varð sagnhafi í þrem hjörtum eftir að vestur hafði opnað á einum tígli og austur sagt tvö lauf. Vestur spilaði út laufkóng og fékk að eiga slaginn. Útlit var fyrir, að austur þyrfti að eiga annað spaðahjónanna en vestur •fann veikann blett þegar hann skipti í tíguldrottningu. Aftur gaf Tintner en vestur spilaði aftur tígli. Sagnhafi spilaði þá hjarta á kónginn. En þegar austur tók með ás varð ljóst, að vestur hlaut að eiga bæði spaðaháspilin. Austur spilaði spaðaáttu og vestur fékk á drottninguna. Best hefði verið fyrir hann að spila laufi en hann þorði ekki, spilaði hjarta og áður en varð hafði suður tekið trompin og þrjú spil voru á hendi. Vestur Norður Austur Suður S. K5 S.G S. 63 S. Á7 H. - H. - H. - H. - T. G T. 10 T. - T. - L. - L. Á L. 10 L. G Og lauf á ásínn ergði báða varnarspilarana. Vestur réð ekki við stöðuna og niundi slagurinn fékkst á spaðasjöið. Spaðaáttan hafði verið of dýrmætt spil á hendi austurs og hefði í stöðunni haldið valdi á litnum. rl Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði. uppnámi eins og hún væri á kið til ástafundar. — Komið þessa leið, herra Maigret. Hún fór út fyrir stundu. llann hrukkaði ennið og hún vcittiþví eftirtekt. — Ég sagði líka við hana að hún ætti ekki að fara, að þér kæmuð á hverri stundu og það væri eina vítið að hún væri kyrr heima. Hún svaraði því til að hún hefðl ekki komizt til þess að verzla í gær og að hún ætti ekkert og húðum yrði lokað seinna í dag svo að hún væri tiineydd. Gangið í bæinn. Hún benti honum inn í snyrtilega og hreina en lítt vístlega borðstofu. — Eg fylgist með telpunni á meðan. Colette hlakkar mikið til þess að hitta yður. því að ég sagði henni frá.yður. Hún er bara dálítið sméyk um að þér ætlið að taka brúðuna frá henni. ' — Hvenær ákvað frú Martin að fara út? — Þegar við komum aftur frá yður. Þá hafði hún fata- skipti. — Hafði fataskipti? — Ég veit ekki hvað þér eigið við? — Ég á við að varla klæðir hún sig á sama hátt ef hún ætlar bara í búðirnar hér í kring — hún kiæðir sig sjálf- sagt öðru vísi ef hún œtlar í bæinn? — Hún klæddi sig mjög glæsilega upp á. Með hatt og hanzka. Hún tók með sér burðartösku. Áður en Maigret fór inn til Colette gekk hann fram í eldhúsið þar sem ekki hafði verið tekið til eftir morgun- verðinn. — Borðaði hún ekki morg- unverð áður en hún kom til mín? — Nei. ég verð að viður kenna að ég nauðaði svo mikið í henni að ég gaf henni ekki tíma til þess. — Og hún hef ur ekki borðað þegar hún kom aítur? — Nei. Hún hitaði sér þó sterkt kaffi. En það var ég sem bar fram morgunverðinn handa Colette meðan frú Mar- tin var að skipta um föt. Við gluggann stóð ísskápur og Maigret opnaði hann. Hann kom auga á að nóg virtist til af mat, smjör, egg, kjöt í frysti- hólfinu. grænmeti og í brauð- skúffunni voru tvö fersk brauð. — Eruð þér vel kunnugar frú Martin? — Hún er nábúi minn. Síðan Colette varð íyrir þessu slysi hitti ég hana oftar, því að hún biður mig oft að líta til litlu stúlkunnar meðan hún íer út. — Fer hun oít út? — Nei, ekki sérstaklega. Aðeins til að kaupa inn. I>að var eitthvað sem hafði sloppíð úr greipum hans, sem hann hafði skynjað þegar hann kom inn, en nú gat hann ekki áttað sig á hvað það var. Eitthvað sem lá í loítinu, kannski hvernig húsgögnunum var raðað, kannski lyktin. Það var þegar hann leit á fröken Ðoncoeur að hann áttaði sig á því. l'yrir stimdu hafði honum verið sagt að Martin hefði búið í þessari íbúð áður en hann kvæntist. Og þrátt fyrir að fru Martin hefði nú búið hér með honum í fimm ár var þetta enn piparsveinsíbúð að búnaði og andrúmi. Hann horfði á tvær ljósmyndir sem hengu á stofu- veggnum. — Hvaða f ólk er þetta? — Foreldrar herra Martins. — Eru engar myndir af foreldrum frúarinnar? — Ég hef aidrei heyrt á þá minnzt. Ég býst við að hún hafi misst þá. Meira að segja svefnherberg- ið var gersneytt kvenlegum einkennum. Hann opnaði skáp- dyr og kom auga á snyrtilega upphengd herraföt ásamt kjól- um. Allt var virðulegt og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.