Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 29 VELVAKANDI , SVARAR ÍSÍMA ,10100 KL. 10—11 FRÁMÁNUDEGI Húsnæði í yfir 20 ár er sýnilega ekki metið sem stuðningur. En húsnæði er samt einn af stærstu útgjaldaliðunum hjá sambærileg- um starfshópum. Hver ætli upp- hæðin sé á núgengi? Ég var þessu nokkuð kunnugur á tímabili og veit því, að einstök góðvild og liðlegheit gerðu það fært að veita kórnum þessa miklu þjónustu í Vogaskóla. Kom oft niður á félagslífi nemenda, þegar nálgað- ist hljómleika hjá kórnum og æft var á hverju kvöldi. Þetta var, að því er ég best veit, aldrei talið eftir. En mér finnst að linna megi ásökunum um stuðningsleysi ekki síst þar sem vel er ýmislegt annað framlag kórs og stjórnanda tíund- að, sem vel má gera. Ég hefi lengi stillt mig um að benda á þetta, og tel nú ástæðu til þess — í allri vinsemd. - S.Á." Til viðbótar þessu má segja, að þegar forráðamenn Polýfónkórs- ins hafa rætt um styrki og stuðning hafa þeir einkum átt við beina fjárstyrki, en vissulega hefur það komið fram í viðtölum við þá, að þeir meta stuðning sem þann er bréfritari er að benda á, þó e.t.v. megi líka segja með réttu, að hann hafi ekki verið metinn sem skyldi þegar rætt er um þetta atriði. En nóg um það. Þessir hringdu Frekja eða forgangur? Ökumaður í Reykjavík vildi fá að varpa fram þeirri spurningu hvernig bílstjórum S.V.R. fyndist hafa gengið að aka í bænum síðan sett var í lög, að strætisvagnar hefðu forgang þegar þeir ækju frá biðstöðvum. Fannst þessum öku- manni þeir ekki ætíð sýna næga aðgæzlu og áleit bílstjóra stundum aka út í umferðina án þess að gefa t.d. þeim bíl, sem væri kominn fast upp að vagni, tækifæri til að komast framhjá. Þó tók hann fram, að það væri e.t.v. undan- tekning, þar sem hann hefði oftast góða reynslu af þessu atriði. Eiríkur Ásgeirsson forstj. S.V.R. sagðist ekki vita annað en þetta hefði gefizt vel, áður en þessi forgangur hefði verið leiddur í lög hefðu einkabílstjórar í vaxandi mæli sýnt strætisvögnum tillits- semi, sérstaklega á vissum stöðum í borginni, þar sem væri sérstak- lega erfitt að komast út frá biðstöðvum. Þó sagði hann vera vissa hættu á því að t.d. á Suðurlandsbraut, þar sem öku- menn færu jafnan hratt yfir, kynnu bílstjórar að fara af stað án nægilegrar aðgæzlu, miðað við t.d. Laugaveg, þar sem umferðin væri SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Osijek í Júgóslavíu í vor kom þessi staða upp í skák júgóslavanna Koshanskys og Gligorics, sem hafði svart og átti leik. yfirleitt hæg og vagnarnir gætu því ekið nánast viðstóðulaust út í umferðina aftur. Eiríkur Ásgeirs- son sagðist þó ekki vita til að nein slys hefðu orðið sem rekja mætti til þessa forgangs vagnanna, enda væri hann með þeim takmörkun- um að bílstjórum væri gert að sýna fyllstu aðgæzlu. Leiðrétting I pistli frá Sigrúnu Gísladótt- ur hjá Velvakanda í gær skolaðist þýzkan til, en þar stóð Der Elv König, en á að vera Der Erlkönig. Hver ríður svo síðla ... o.s.frv. og átti Hver að sjálfsögðu einnig að vera með stórum staf. Þá má nefna að Sigríður Jóns- dóttir hringdi og kvaðst vilja benda á í sambandi við kvæðið Engan grunar álfakóngsins mæðu, að það væri sænskt þjóðlag og væri ljóð Gests ekki þýðing, þar sem á sænskunni fjallaði ljóðið um nykur, en lag þetta og ljóð væri í 50 svenska folkvisor. Þá vildi Sigríður benda á að til væri önnur þýðing á kvæði Göthes um álfa- kónginn, í litlu sönglagahefti útgefnnu 1899 í Winnipeg af Láru Bjarnason (og Sigríður spurði hvort einhver vissi deili á henni) væri lagið eftir J.Fr. Reichart og þýtt af V.B. sem gæti verið Valdimar Briem og væri upphaf þess þannig: Hver ríður svo ört yfir ís og hjarn ... HÖGNI HREKKVÍSI Q&ÞAð'I YAR Z $1 ^feó £"12 ftumN AO fA NOb AF p£bS\J i-'Gi vtiP\ v/fiei«> S^ SIGGA V/öGA tVLVtmi Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra nær og fjær sem sýndu mér hlýhug og vináttu meö kveðjum og gjöfum á nítíu ára afmæli mínu 30. september 8.1. Gudrún Steinsdóttir, Karlsskála, Grindavík. Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum, fyrir kveöjur, gjafir og afmælisveislu á 75 ára afmæli mínu 2. október s.l. Guö blessi ykkur öll. Asdís Agústsdóttir, frá Birtingaholti. Börnum mínum, tengdabörnum, venslafólki og vinum, færi ég hugheilar þakkir fyrir góöar gjafir, skeyti, vinarkveöjur og góövild er mér var sýnd á áttræöisafmæli mínu, 3. okt. s.l. Hreppsnefnd Grímsneshrepps færi ég heilshugar þakkir fyrir þá miklu viröingu er hún vottaoi mér, meö því aö kjósa mig heiöursborgara sveitarinnar. Ykkur öllum, kæru vinir, óska ég af einlægum huga, gæfu og Guösblessunar. Gudmundur Gudmundsson, Efri-Brú. Segulstál W 1 Vigtar 1 kíló. Lyftir 60 kílóum. Stærö 8x9x3 sentimetrar. Gott til aö „fiska" upp járnhluti úr sjó, ám, vötnum, gjám, svelg, tönkum. Líka til aö halda verkfærum og smíöahlutum. Sendum í póstkröfu. SötuiTtsikogiyiir <J>S)in)S@®tra <§k ©® mykjavik, ¦«land VESIURGDTU 1ó- SÍMAR 14680-21480- POB 60S-TEIEX: 2057 STURIA IS EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 25.... Hxf4!, 26. Dxf4 - Hf8, 27. De4! (Annar leikur svartur 27... f2+ og mátar) Dd2!! og hvítur gafst upp. Hann verður mát eftir 28. Dxe6+ — Kh8, 29. Hf2 - Ddl+, 30. Hfl - f2+. Þeir Gligoric og Adorjan, Ungverjalandi sigruðu á mótinu, hlutu níu vinninga af 13 móguleg- um. Næstir komu júgóslavarnir Kurajica og Velimirovic með átta vinninga. cí ú /-/á fe< *r~ Y?i /ÁT/AI /A/IS^nr/íl// XG VfLKr/H /ACJ5 ezsasrVI'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.