Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 1978. GERD Muller einhver mcsti markaskorari allra tíma í knattspyrnunni. Síðasta ár var Muller markakóngur í Vestur-Þýsku 1. deildinni, og er enn í fullu fjöri þó orðinn sé 33 ára. Hann hefur skorað þrennu þrívegis það sem af er keppnistímabilinu í V-býskalandi í ár. Hann hefur cinstaka hæfileika á að vera rétt staðsettur á réttu augnabliki. Hér sést hann leggja sig allan fram að koma knettinum í netið. MARKAKONGARNIR Besta meðalskor var í Luxemborg á síðasta ári NÚ ER keppnistímabilið í 1. deild knattspyrnunnar víðast hvar komið á fulla ferð í Evrópu. Það er því ekki úr vegi að líta á mjög athyglisverða töflu frá síðasta tímabili. Þessi tafla sýnir okkur markakónga í hverju landi um sig, og jafnframt hvar flest mörk voru skoruð í 1. deild. Luxemborg er efst á listanum, þeir eru með að meðaltali 3.57 mörk í leik, samt eru leiknir þar færri leikir í 1. deild en í flestum Evrópulbndum. Flestir leikir í 1. deildarkeppni eru í Vestur-Þýska- landi alls 34. Sextán lönd eru með betra meðalskor en árið á undan. En taflan hér fyrir neðan talar sínu máli og er hin fróðlegasta. &* Samtals Meðal- Meðal íl. tal tal Þjóðland Markhæstir Mörk deild 77/78 76/77 Luxemborg Muller (Red Boys) 18 472 3.57 2.94 N. írland Armstrong (Ards) 21 441 3.34 3.07 V. Þýzkal. G. MUIIer (Bayern) D. MUUer (Cologne) 24 1.014 3.31 3.54 Danmó'rk Hansen (Odense) 23 785 3.27 2.93 Sviss Kunzli (Lausanne Sports) 20 599 3.12 3.32 Ungverjaland Fazekas (Ujpest Dozse) 24 920 3.00 3.12 Noregur Oehland (Byrne Idrettslag) 19 396 3.00 2.54 Frakkland Bianchi (Paris St.-Germain) 37 1.135 2.98 2.95 Holland Geels (Ajax) 32 901 2.94 2.83 A. Þýzkal. Havenstein (Chemie Böhlen) 15 528 2.90 2.74 Bclgía Nickcl & Riedl (Both Standard Liege) 21 864 2.82 2.71 Skotland Johnstone (Rangers) 22 507 2.81 2.78 Austurríki Krankl (Rapid Vienna) 41 503 2.79 2.62 Spánn Kempes (Valencia) 28 842 2.75 2.62 Finnland Paatelainen (Haka Valkeakoski) 20 364 2.76 2.78 írska lýðv. O'Connor (Bohemians) 24 652 2.71 2.90 Rúmenía Georgescu (Dinamo Bucharest) 20 829 2.70 2.55 Svíþjóð Almqvist (ÍFK Gothenburg) & Aronsson (Landskrona) 15 491 2.69 2.84 England Latchford (Everton) 30 1.231 2.66 2.55 Tékkóslóvakía Kroupa (Zbrojovka BrUnn) 19 640 2.66 2.88 Búlgaría Miladenov (Beroe Zagora) 21 619 2.57 2.53 Júgóslavía Savic (FC Sarajevo) 21 778 2.53 2.43 Portúgal Gomes (FC Porto) 24 583 2.43 2.56 Grikkland Mavros (AEK Athens) 24 733 2.39 2.63 ítalía Rossi (Lannerossi Vicenza) 23 512 2.13 2.22 Pólland Kimiecik (Wisla Krakow) 15 510 2.12 2.39 Sovétríkin Blochin (Dynamo Kiev) 17 481 2.00 2.10 Tyrkland Cemil (Fenerbahce) 17 474 1.97 1.80 11 réttir gáfu 93.500 EFTIR úrslitum leikja ensku dcildakeppninnar á laugardag að dama, var gert ráð íyrir 12 réttum á getraunaseðli nr. 8. Það reyndist ekki er tii kom og komn aðeins fram 11 réttir, sem komu fram á 10 seðlum. Vinningiir fyrir 11 rétta var kr. 93.500,- og fyrir 10 rétta verður greitt kr.2.88- cn raðafjöldi var 141. Hörmuleg var útkoma eins þátttakanda með 10 rétta á kerfisseðli, hann var með tvo tvítryggða leiki ranga, og getur líklega tekið undir með skáldinu á Í.S.I. þingi fyrir nokkrum árum> Áhyggja mér af því vex. að eiga að hitta á tölur, Vandamálið 1,2. X, aðeinsjsnertispo'lur. Skemmtileg golf- keppm a Eskmrði GOLFKLÚBBURINN á Eskifirðí gekkst fyrir firmakeppili í golfí síðastliðirvn laugardag og voru leiknar 18 holur. 17 fyrírtæki tóku þátt í keppninni, sem v&r með forgjafarfyrirkomulagi. Blíðuveður var er keppnin fór fram og golfvöllurinn í góðu ástandi miðað við árstíma. Sigurvegari varð Hlíðarskáli á Eskifirðr, en það var Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins, sem lék fyrír fyrirtækið. Benedikt Jóhannsson, verkstjóri í frystihúsinu, kom síðan næstur, en hann lék fyrir Landsbankann á Reyðarfirði. í þriðja sæti varð síðan sýslumaður S-Múlasýslu, Bogi Nilsson, sem lék fyrir Hótel Öskju. ~ áij. Júgóslavar unnu HM í körfubolta hefur férið í fullum gangi undanfarna daga og um helgina var leikið um fyrstu 8 sætin í keppninni. Til úrslita léku Júgósiavar og Rússar. Méðal fjölmargra áhorfenda var Anatoly Karpov heimsmeistari i skák. En það á ekki af honum að ganga blessuðum og Sovét tapaði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jofn, 72—72, en eftir framlengingu stóðu Jugóslavar uppi sigurvegarar, 82-81. Brasiííumenn komu mest á óvart í keppninni og hðfnuðu að lokum í 3. sæti eftir aö hafa unnið ítali 86—85. Kanadamenn sigruðu Bandaríkin í leik um 5. sætið með 94 stigum gegn 86 og í leik um 7. sætið léku Ástralía og Filipseyjar. Ástralíumenn unnuJ)2_-74. Viðir i Garði vann Suðurnesjamótið UM HELGINA lauk Suðúrnesjamótinu í knattspyrnu með sigri Víðis í Garði sem sigraði Njarðvík í síðasta leik mótsins með einu marki gegn engu. Markið var skorað í síðari hálfleik og var það Gísli Eyjólfsson sem þar var að verki. Suðurnesjamótið í knattspyrnu er keppni sem haldin er á vegum íþróttabandalags Suðurnesja, en í bandalaginu eru knattspyrnufélög- in í Grindavík, Njarðvík, Sandgerði og Garði. Keppt er í fimm flokkum, meistaraflokkí, 3. flokki, 4. flokki, 5. flokki og 6. flokki. Víðismenn létu sér ekki nægja að sigra meistaraflokkinn, heldur unnu þeir einnig 3. og 4. flokk og líta forráðamenn félagsins björtum augum til framtíðarinnar. Fimmta flokkinn unnu Njarðvíkingar en Grindvíkingar báru sigur úr býtum í 6. flokki. Annarrar deildar Hð Sandgerðinga varð að láta sér nægja þriðja sætið i meistaraflokki en þar ráku Grindvíkingar lestina en Njarðvík varð í öðru sæti og hefði þeim nægt jafntefli í síðasta leiknum til að vinna mótið. Meistaraflokkur Víðis hefir átt góðu gengi að fagna í sumar. Unnu þeir t.d. alla sína heimaleiki í 3. deildinni. Sigurður Ingvarsson hefir verið þjálfari meistaraflokks Víðis tvö undanfarin ár og hefir liðið átt góðu gengi að fagna undir hans stjórn. Þjálfari 3. og 4. flokks var Guðjón Guðmundsson. AR/ÞR Fyrstu leikir íslandsmóts- ins í handknattleik ÍSLANDSMÓTID í handknattleik hefst af fullum kraftí um næstu helgi. Hefst þá keppni í 1. deild karla og kvenna, 2. og 3. deild karla. Leikir helgarinnar eru þessir: Laugardagur> Varmá í Mosfellssveit HK — Víkingur 1. deild karla kl. 14.00. Hafnarfjörður 1. deiid kvenna FH - UBK kl. 14.00 1. deild karla FH - ÍR kl. 15.00 Laugardalshöll 1. deild kvenna Fram — Haukar kl. 16.00 1. deild karla Fram - Haukar kl. 17.00 Akureyri 2. deild karla KA — Leiknir kl. 16.00 Akranes 3. deild karla í A - ÍBK kl. 15.00 Sunnudaguri Akureyri 2. deild karia Þór — Leiknir kl. 14.00 Njarðvík 3. deild karla Njarðvik — Grótta kl. 14.00 2. deild kvenna Grindavík — Njarðvík ki. 15.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.