Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978. 31 Evrópukeppni meistaráliða í handknattleik Tekst Val að vinna upp tveggja marka forskot og komast áfram í keppninni? FYRSTI stórleikurinn á hand- knattleikstímabilinu hér á landi fer fram næstkomandi sunnudag í Laugardalshöllinni og hefst kl. 15.00. bá leika Valsmenn síðari leik sinn við norsku mcistarana Refstad í Evrópukeppni meistara- liða. Fyrri leik þcssara liða lauk með tveggja marka sigri Rcfstad. þannig að Val.smenn verða að taka á honum stóra sínum og sigra mcð minnst þriggja marka mun til að komast áfram í keppninni. Þetta er í þriðja sinn sem Valur tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Tvívegis hefur Valsmönnum tekist að komast áfram í sextán liða úrslit. Búast má við mjög spennandi og skemmtilegum leik á sunnu- daginn. Fyrri teikur liðanna í Oslo þótti vel leikinn og var hann tvísýnn fram á lokamínútu hans en þá tókst Refstad að skora tvívegis og koma því hingað með tvö mörk í plús. Jón Pétur Jónsson var marka- hæstur Valsmanna í Noregi. skoraði fimm mb'rk. Vonandi velgir hann þeim undir uggum í Lautíardalshöllinni á sunnudag- inn með þrumuskotum sínum. • Diðrik Olafsson tekur við verðlaunum sínum sem afreksmaður meistaraflokks Víkings. Mynds — gg HátíöVíkinga UPPSKERUHATIÐ knattspyrnu- deildar Víkings fór fram í Félafís- heimili liðsins á sunnudaginn var. Þarna var saman kominn allmikill hópur knattspyrnumanna úr Vík- ingi, flestir þó úr yngri flokkunum, en nokkrir úr meistaraflokki. Eftir að mannhafið hafði lokið við að hakka í sig kökur og þambað kók, fór fram verðlaunaafhending þar sem m.a. voru afhentir bikarar til afreksmanna í öllum flokkum og bikar til 3. flokks Víkings, sem vann Reykjavíkurmótið annað árið í röð. Afreksmaður 5. flokks var valinn Stefán Steinsson, 4. flokks Andri Marteinsson, 3. flokks Aðalsteinn Aðalsteinsson, 2. flokks Gunnar Gunnarsson. Af- reksmaður meistaraflokks var valinn markvörðurinn Diðrik Ólafsson. þr/gg. Yfirburðir Keflvíkinga KEFLAVÍKURBÆR vann yfir- burðasigur í trimmkeppni vina- bæjanna Keflavíkur, Trollhattan í Svíþjóð, Kereva í Finnlandi, Hjörring í Danmörku og Kristian- sand í Noregi. Yfirburðir Keflvík- inga voru miklir, þar sem 34% íbúa bæjarins tóku þátt í keppn- inni. í öðru sæti voru íbúar Trollháttan með 7,16% þátttöku. Kereve var með 5,9% mætingu, Hjörring 1,55% og lestina rak Kristiansand með aðeins 1%. Að sögn Helga Hólms í Keflavík, en hann var framkvæmdastjóri keppninnar i Keflavík, var ánægjulegt að sjá hve mikið var um að heilu fjölskyldurnar tækju þátt í henni saman. Sagði Helgi að búast mætti við að framhald yrði á keppnum þessum. Alls tóku þátt í keppninni 2.182 manns í Keflavík, þar af 61 í golfi, 354 í hjólreiðunum, 417 í 200 metra sundinu og 1350 í 2,5 km skokkinu. Alls 347r af íbúum bæjarins. Refstad er nú í fyrsta sæti í norsku deildarkeppninni, og hefur fjóra landsliðsmenn í sínum röðum. Þá gæti farið svo að sá gamalreyndi jaxl Harald Tyrdal leiki með liðinu hér heima en hann er þjálfari liðsins. Hann er sagður í góðri æfingu en hefur ekki gefið kost á sér í aðalliðið jafnt þjálfuninni. En Valsmenn hafa líka sitt leynivopn. Markvörðurinn snjalli Ólafur Benediktsson leikur að öllum líkindum meðliðinu hér á sunnudag. Verður það hans fyrsti opinberi leikur hér á landi, eftir að hann gerðist leikmaður í Svíþjóð. Verður gaman fyrir handknatt- leiksunnendur að sjá hann á fjölum Laugardalshallarinnar aftur. Hilmar Björnsson þjálfari Vals- manna, sagði að lið sitt hefði verið mjög óheppið með skotnýtinguna í leiknum úti. Ekki hefðu færri en 11 dauðafæri farið í súginn. Villa áfram ASTON Villa tryggði sér áfram- haldandi þátttöku í ensku deildar- bikarkeppninni, þegar liðið lagði Crystal Palace að velli í Coventry í fyrrakvöld. Þetta var þriðja viður- eign liðanna, tveim fyrri lauk með jafntefli, en nú skoruðu leikmenn Villa þrívegis án svars frá Palace. Start meistari START skaust upp fyrir Lille- ström í lokaumferð norsku deildarkeppninnar, er liðið sigraði Bodö Glint á sama tíma og Lilleström undir stjórn Joe Hooleys tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Valeregnen, 1—3. Start hlaut því 33 stig, en Lilleström 31 stig. Víkingarnir hans Tony Knapp unnu einnig síðasta leik sinn og hafa hlotið 31 stig eins og Lillestróm. En þeir hafa lakara markahlutfall og verða því að sætta sig við 3. sætið. Jóhann fór vel af stað BADMINTONMÓTIN eru nú að fara af stað. Það fyrsta var um síðustu helgi í TBR-húsinu. Úrslit urðu þessi: Einliðaleikur karla: Sigurvegari Jóhann Kjartansson TBR. Sigraði Sigfús Ægi Árnason TBR í úrslita- leik með 15—5 og 15—3. Einliðaleikur kvenna: Sigurveg- ari Kristín Magnúsdóttir TBR. Sigraði Kristínu Kristjánsdóttur TBR í úrslitaleik með 6-11, 11-5 og 11-8. Einliðaleikur karla, aukaflokk- ur: Sigurvegari Reynir Guðmunds- son KR. Sigraði Björgvin Guð- björnsson KR í úrslitaleik með 15-7 og 15-9. -------------» ? » Fram meistari FRAM sigraði Víking í úrslitaleik um Reykjavíkurmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna á sunnu- daginn. Framstúlkurnar höfðu allan tímann góð tök á leiknum og leiddu í leikhléi 7—4. Lokatölurn- ar urðu 14—8, öruggur sigur. Jóhanna Halldórsdóttir var mark- hæst í liði Fram með 5 mörk, en Ingunn Bernódusdóttir og Guðrún Helgadóttir skoruðu 3 mörk fyrir Víkinga. Vonandi tekst okkur betur upp á sunnudaginn. Við erum staðráðnir í að sigra méð fjórum mörkum bætti Hilmar við. Jón Karlsson var fyrirliði Vals- manna í fyrri leiknum. Jón sagði að með góðum stuðningi áhorf- enda, ætti . að takast að sigra Refstad með fjórum mörkum hér á sunnudaginn. Þetta verður harður leikur, þeir gera allt hvað þeir geta til að komast áfram þannig að við verðum að berjast vel. Það munar miklu fyrir lið okkar að Stefán Gunnarsson verður nú með en hann vantaði tilfinnanlega í leik- inn úti. Hann er reyndur baráttu- jaxl og það er þungt á metunum í svona leikjum sagði Jón. Forsala aðgöngumiða á leikinn hefst í Austurstræti á eftir hádegi á föstudag og verður einnig fyrir hádegi á laugardag á sama stað. Rétt er að benda fólki á að verða sér úti um miða tímanlega, til að forðast þrengsli á sunnudaginn.þr. „Þar var spilaður ömurlegur fótbolti" — Eg er Arscnal-aðdáandi og hef vcrið það allar götur síðan ég hyrjaði að fylgjast mcð cnsku knattspyrnunni árið 1917. bað er engin saga á bak við þáð hvers vegna Arscnal varð fyrir valinu frckar en eitthvað annað lið. I mínu tilviki er skýringin líklcga sú. að liðið var mjög stcrkt um þær mundir og árið 1948 varð það enskur mcistari. Ég hef líka haft mætur á Livcrpool og Ncwcastlc í gegnum árin. Liverpool vegna þcss að við lékum gegn þeim í Evrópuleik og Newcastle vegna þcss að þcir lcika í KR-búningn- um. sagði Gunnar Guðmannsson, forstöðumaður Laugardalshallar. í samtali við Getraunaþáttinn. en Gunnar er gestur þáttarins þessa vikuna og í lok grcinarinnar fylgir spá sérfræðings í ensku knattspyrnunni. spá Gunnars. Til þess að undirstrika. að Gunnar tippar málefnalega en ekki sam- kvæmt óskhyggju. má benda á að hann spáir Arsenal ekki sigri á útivclli gcgh Bristol City. — Ég hef farið margsinnis á vóllinn í Englandi, m.a. á Wembley árið 1971, þegar Arsenal fullkomnaði „The Double" með því að sigra Liverpool 2—1 í úrslitum bikarkeppninnar. Þú mátt hafa það eftir mér, að það var ömurleg- ur fótbolti sem þar var spilaður. Það er fyrirfram öruggt, að aðeins einn af hverjum 20—30 leikjum á þeim velli verða eitthvað til að tala um, því veldur líklega taugaspenn- an. Ég er ekki nógu ánægður með Arsenal-liðið í dag, þeir eru eitthvað slappir á útivöllum og gengur illa að skora. Það lagast þó vonandi áður en langt um líður. — Ég nenni ekki lengur á völlinn, þetta er allt miklu leiðin- legra en það var hér áður fyrr, leiðinlegra, ekki lélegra. Því veldur hin mikla keppni sem nú geisar, menn hafa ekki nógu gaman af þessu. Það er að mínu áliti ekkert vit að vera að leika handbolta á veturna og knattspyrnu síðan á haustin. Menn verða bara þreyttir og það kemur niður á íþróttinni. Spá Gunnars: Bristol City — Arsenal x Chelsea — Norwich Coventry — Birmingham Everton — Liverpool Ipswich - QPR Leeds — Derbv Man.City - WBA Southampton — Nott. Forest Tottenham — Bolton Wolves — Man. Utd. Brighton — West Ham Millwall — Charlton Getrauna-spá M.B.L. 2 « .c c s 0£ u o s u e u U i >¦> CQ ¦o C 3 ¦y. ll a. ð ii a. >, n •a c s sn 'Sl ¦Sl G a. u >. n TJ e 3 j~. •o o í e v. s & Z -c a. sa M H >, st ¦a c 3 C/I SAMTALS Bristol C. — Arsenal 1 X 1 X X 2 2 3 1 Chelsca — Norwieb X X X 2 1 1 2 3 1 Coventry — Birmingham 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Everton — Liverpool x X X 2 X 2 0 4 2 Ipswich - QPR X 1 1 X 1 X 3 3 0 Leeds — Derby 1 1 1 1 1 1 fi 0 0 Man.City - WBA X 1 1 1 X X 3 3 0 Southh. - N. Forest X X 2 X X 2 0 4 2 Tottenham — Bolton 1 1 1 1 1 X 5 1 0 Wolves - Man. Utd. 2 X X 2 X 2 0 3 3 Brighton — West Ham 1 1 X 1 1 X 4 2 0 Millwall - Charlton X X X 2 2 1 1 3 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.