Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 32
237. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978 Sjónvarpsmyndin Paradísarheimt Ljósm. Mbl, RAX. hrír háhyrninKar bíða nú í KÍrðinKU í Grindavíkurhöfn eftir að verða fluttir í sædýrasöfn í Bandaríkjunum. Virðast dýrin dafna vel í KÍrðinsunni ok á meðfylsjandi mynd sést einn háhvrninnanna hálfur upp úr vatninu eftir að hafa skallað haujuna sem sést á myndinni eins og a'fður knattspyrnumaður MIKLAR líkur eru á því að sjónvarpsmynd eftir skáldsötíu Halldórs Laxness. Paradísarheimt, verði tekin upp hér á landi næsta sumar. en myndin verður einnÍK kvikmynduð í Danmörku og í mormónabyKKðum í Utha í Banda- rikjunum. bað er Norður-þýzka sjónvarpið sem hefur veg og vanda af þessu fyrirtæki, en í samvinnu við norrænu sjónvarpsstöðvarnar, líkt og var við gerð Brekkukots- annáls, og þýzka sjónvarpið hefur nú samþykkt að hefja alla undir- búningsvinnu fyrir gerð sjón- varpsmyndarinnar. Hlutur Islendinga verður stór í gerð myndarinnar, og til dæmis hefur Björn Björnsson leikmynda- teiknari verið ráðinn til að gera leikmyndir fyrir myndina og er hann á leið til Bandaríkjanna næstu daga til að kanna aðstæður þar. Paradísarheimt mun kosta um 500 milljónir króna í gerð, en gert er ráð fyrir því að myndin verði í þremur hlutum sem hver um sig Hrauneyjafossvirkjun: Landsvirkjun heldur fast við gangsetningu 1. vélar 1981 STJÓRN Landsvirkjunar sendi orkumálaráðherra í ga>r svarbréf við erindi hans frá 14. fyrra mánaðar. en í því var farið fram á að kannað yrði hvort ha'gt va'ri að hægja á framkvæmdahraða við Hrauneyjafossvirkjun. I svari Landsvirkjunar kemur fram, eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað. að Landsvirkjun telji enn heppilegast að núverandi framkva'mdaáætlun verði notuð. Samkvæmt henni á að gangsetja 1. vél virkjunarinnar haustið 1981 og 2. vél á árinu 1982. Landsvirkjun mun þó geta fallist á að 2. vél verði ekki gangsett fyrr en 1983/84. Aðra valkosti telur Landsvirkjun ekki koma til greina. samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Landsvirkjun telur að. verði gangsetningu 1. vélar frestað séu litlar líkur á að Landsvirkjun geti annað áætlaðri eftirspurn á raf- orku um norðurlínu veturinn 1981/82. Það geti leitt til mikilla erfiðleika á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Hvað vél númer 2 snertir telur Landsvirkjun heppi- legast að hún sé sett upp strax á eftir 1. vél til þess að nýta þjálfaðan mannafla sem bezt. Kostnaður við uppsetningu vél- anna er tiltölulega lítill miðað við Ný skattskrá á föstudagirm BYR.IAÐ verður á morgun að senda út álagningarseðla vegna viðbótarskattsins, sem lagður hefur verið á. — Ný skattskrá verður lögð fram í Reykjavík á föstudag og væntanlega á sama tíma í öðrum umdæmum. sagði Gestur Steinþórsson. skattstjóri. í samtali við Morgunblaðið í gær. vélakaupin sjálf, en Landsvirkjun telur ekki hagkvæmt að breyta gerðum samningum varðandi vélakaupin. Landsvirkjun telur þó að fresta megi gangsetningu annarrar vélar frá því sem nú er áætlað um allt að tveimur árum, en mun hafa bent á að ekki liggi á að taka ákvörðun um þetta atriði á næstunni þar sem hún hafi ekki áhrif á framkvæmdir eða kostnað næstu tveggja ára. Samkvæmt orkuspám gerir orkuskortur þegar vart við sig í lélegu vatnsári veturinn 1979—1980 og að vetur- inn 1981—82 megi búast við orkuskorti jafnvel þó að vatnsár verði í meðallagi. Samkvæmt núverandi áætlun á að tengja háspennulínuna Sig- alda- Hrauneyjafoss- Hvalfjörður haustið 1982. Fari svo að áætlun yröi breytt og 2. vél gangsett veturinn 1983/84 yrði háspennu- línan í Hvalfjörð tengd haustið 1982, en lína milli Hrauneyjafoss og Sigöldu tengd með 1. vél. verði um 1 og xh klst. að sýningar- lengd. Sjá nánar um undirbúninginn að gerð Paradísarheimt á bls 17. Brettingur selur í dag NOKKRIR bátar og togarar hafa undanfarna daga selt afla sinn í Þýzkalandi og Englandi. Bezt meðalverð hefur Stálvík fengið, en skipið seldi í Hull í gær og í fyrradag 90.6 lestir fyri 30.8 milljónir króna og var meðalverð 340 kornur fyrir hvert kíló. í dag selur Brettingur í Grimsby og verður þar með fyrst íslenzkra skipa til að selja þar eftir að markaðurinn þar opnaðist á nýjan leik. Akveðið hafði verið að Arnar seldi þar fyrstur. en vegna aflasam- setningar þótti heppilegra að snúa skipinu til Fleetwood, en Brettingi í staðinn til Grimsby. Hafberg og Jón Þórðarson seldu í gær í Cuxhaven. Hafberg seldi 57,4 tonn fyrir 10,9 milljónir, meðalverð 190 krónur á kg. Jóti Þórðarson seldi 42,3 tonn og fékk 9,7 milljónir króna fyrir aflann, meðalverð 230 krónur. Ingólfur Arnarson seldi í fyrradag 171 tonn í Cuxhaven og fékk 46 milljónir fyrir aflann eða 287 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Bjarni Herjólfsson seldi þá sömuleiðis í Cuxhaven 118 tonn fyrir 30 milljónir króna, meðalverð 250 krónur. Þá seldi Þórunn Sveinsdóttir 56 tonn í Bremerhaven í fyrradag og fékk 15,5 milljónir fyrir aflann, meðalverð 275 krónur. Kaupgjaldshækkun 1. desember áætluð 10-12%: Niðurf ærsla verðlags kostar ríkissjóð 15-20 milljarða kr. MIÐAÐ við verðlagsþróun má gera ráð fyrir því, að kaup- gjaldshækkun vegna verðbóta- vísitölu verði hinn 1. desember næstkomandi um 10 til 12%. Eigi að greiða niður þessa hækkun mun sú niðurgreiðsla kosta ríkissjóð á ári á bilinu 15 til 20 milljarða króna. Er það nokkuð breytilegt eftir því, Korchnoi í samtali við Morgunblaðið: Kjör Friðriks yrði mér gleðiefni — og sárabót „ÞAÐ YRÐI mér mikið gleðiefni ef Friðrik Ólafs- son verður kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins og góð sárabót fyrir að tapa þessu einvígi við Karpov," var það svar sem Viktor Korchnoi lét að- stoðarmann sinn Michael Stean svara spurningu Mbl. um það, hvaða af- stöðu Korchnoi hefði varð- andi næsta forseta FIDE. Eins og kemur fram í annari frétt í Mbl, náði blaðið sambandi við Korc- hnoi í gær eftir að skák hans og Karpovs hafði farið í bið, en Korchnoi treysti sér ekki til lengra viðtals við blaðið öðru vísi en fyrir milligöngu Stean. Að loknu einvíginu við Karpov hyggst Korchnoi halda til Hong Kong og tefla þar fjöltefli, en að því loknu fer hann heim til Sviss og hvílir sig fyrir Olympíuskákmótið í Arg- entínu, þar sem hann ætlar að tefla fyrir Sviss. Friðrik Ólafsson. hvaða leið menn velja til þess að halda kaupgjaldi niðri. Svo sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin haft uppi áform um að auka niðurfærslu verð- lags til þess að koma í veg fyrir víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. Oljóst er hver útkom- an verður af þeim bollalegging- um og á hvað ríkisstjórnin sættist í þeim efnum. Miðað við 10 til 12% kaupgjaldshækkun hinn 1. desember munu kaup- gjaldshækkanir á árinu 1978 verða um 45% í allt — frá upphafi til loka ársins. Kostnaður ríkissjóðs við að halda niðri verðlagi með því að færa það niður og koma þannig í veg fyrir þessa væntanlegu kaupgjaldshækkun getur verið misdýr ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblað- ið aflaði sér, mun kostnaðurinn vera einhvers staðar á milli 15 og 20 milljarðar króna á einu ári og getur bilið raunar verið enn breiðara 10 til 20 milljarð- ar króna. Stafar þetta af því, að "leiri en ein leið er möguleg í pessum efnum og eru þær misdýiar. Hins vegar er ekki ljóst og raunar mjög vafasamt að hinar ódýrustu leiðir séu pólitískt færar. kostar 500 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.