Alþýðublaðið - 27.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.08.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Crefið lit af Alþýðuflokkimm. 1920 Föstudaginn 27. ágúst. 195. tölubl. IjásMeíisleysi og brunamál bæjarins. Eftir Magnús V. Jóhannesson. (Frh.) V. Yaraliðið! Svo er fyrir mælt með lögum, a,ð allir verkfærir menn, á aidrin- ^rn frá 25 til 45 ára, eru skyldir f varaliðið, skyldir til æfinga og skyldir að láta sjá sig einu sinni á ári, eftir bendingum frá bruna- stjóra, niðri á brunastöðinni til ^krásetningar, og sá sem vanrækir að koma, en hefir ekki lögleg for- fölí, er dæmdur til sekta!! 1 Mér er kunnugt að undanfarin 'fvö ár hafa menn verið dæmdir tii sekta, en á sama tíma hefir engin æfing verið höfð með vara- iiðinu, og eg yil ætla að hversu íl>ikinn bruna sem að höndum ^æri, yrði varaliðið aldrei kvatt, ef dæma imætti eftir reynzlu und- a»íarandi ára, Fastaliðið hefir laun °g eg ætla að vona að ekki verði tangt að bíða þess að þeir fái ókeypis tryggingu gegn slysum °g sjúkdómum sem orsökuðust af starfi þeirra í þágu bæjarfélagsins. % segi sjúkdómum, því sú hætta tetur orðið fult svo mikil sem %sahættan, þegar menn verða íennvotir í hörkugaddi við bruna, margir sem aldrei þekkja aeiaa vosbúð, nema undir slíkum ^ingumstæðum. Nú hafa allir brunar sýnt, að ^staliðið er ekki einfært um að ráða við eldinn og annað sem til- ^eyrir, en þó hefir varaliðið aldrei Verið kvatt til hjáipar. Þetta end- artók sig við síðasta bruna. Þá Setlt oftar voru það fórnfúsir sjálf- °ðalíga). sem aðstoðuðu drengi- ega og lögðu sig eins fram og Petr einkennisklæddu, án þess að taka tillit til þess að þóknunin Var engin. T. d. þegar eldurinn ^ auzt austur úr gafli hússins ' 3i, þá varð svo mikill hiti á þe'ss og Lv. 33 að brunaliðið hröklaðist undan og fór að sprauta á kvistinn á því húsi. Þá sá einn áhorfenda að aðferð þessi var þýðingarlaus, ef eldur kæmist í gafl hússins varð ekki viðráðið, gaflinn þurfti að verja, hvað sem það kostaði. Þaut hann því til og fékk sér 3 aðstoðarmenn og settu þeir upp seglskýli á milli fyr- nefndra húsa. Þegar það var kom- ið upp komu liðsmenn með 2> slöngur og höfðust við undir segl- inu. Nokkru seinna virtist eldurinn ætla að leggja undir sig húsin sunnan Lv. og fékk hinn sami tnaður þá sett upp annað skýli þeim til varnar. Þetta var gert um það bil er eldhafið var sem hæst, og eg vil fullyrða að húsið Lv. 33 hefði fallið í rústir og ef til vill fleiri, ef skýlin hefðu ekki verið sett upp í tæka tfð. Sjáifboðaliðsmenn þeir, er skýl- unum héldu, voru ver leiknir en liðsmenn, þar eð þeir voru hlýfð- arfatalausirþví stöðugt þurfti að leika vatn um skýlin, til þess þau ekki brynnu. Þessa læt eg hér getið aðeins til að sýna fram á að í þetta sinn, sem önnur, þurfti varalið að aðstoða, en í þess stað kom sjálfboðalið, og þar með eru lög um það efni tildur eitt, sem aldrei er framfylgt, nema þegar hægt er að fþyngja mönnum með fjárútlátum. Lög um varalið, eins og þau nú mæla fyrir, eru gagns- laus. Hvað á að þýða þessi fjöldi allur á aldrinum frá 25—45 árall Væri ekki hyggilegra að hafa fast varalið, svo sem 2—3 sinnum mannfleira en aðalliðið, og það þá æft vel, svo það væri fært um að taka við hvenær sem vera skyldi, og einnig kvatt er þörf krefði; kvatt með brunaköllurum þeim, sem áður voru notaðir? Það sem mælir með þessari breyt- ingu er 1., að aldrei er þörf fyrir alla verkfæra menn frá 25—45 ára; 2., að fáir vel æfðir samtaka menn gera mikið meira gagn en fjöldi ósamtaka og óæfðra manna. Eg beini þessari tillögu til bruna- málanefndar bæjarstjórnarinnar til rækilegrar yfirvegunar. (Frh.) Rðssar og pólverjar, Khöfn, 26. ágúst. Frá London er símað, að fuli- trúar Pólverja á friðarráðstefnunni í Minsk hafi neitað að ganga að friðarskilmálum Sovjet-Rússlands, sömuleiðis Englands um að þjóð- erni ráði landamærum. Wolffs fréttastofa tilkynnir, að bolsivíkar ætli að flytja alt liðið af Krím-vígstöðvunum (sem er að fást við Wrangel) og senda það gegn Pólverjum. Frá Danzig er símað, að þang- að komi stöðugt frönsk hergögn til Pólverja. Frá Berlín er símað, að 30 þús. bolsivíkar hafi farið yfir landamæri Austur- Prússlands. Erlend mynt. Khöfn 26. ágúst. Sæaskar krónur (100) kr. 144,00 Norskar krónur (100) — 99,75 Pund sterling (1) — 25,4$ Dollar (1) — 7.12 Bolsivisminn breiðist út. Hið nýja óháða lýðveldi Azcr- bedjan ríkið (norðvestan við Per- síu) er nú orðið bolsivíkst. Hefir þar verið tekin upp ráðstjórn og náin samvinna við Rússa, og heimta Rússar nú landsvæði nokk- urt af Armeníumönnum, svo þeir megi veita tyrknesku þjóðernis- sinnunum lið. Það er engin furða þótt ensku auðvaidsblöðin hæli eigi bolsivíkum, þeir eru komnir fullnálægt Mesopotamiu og Ind- landi til þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.