Morgunblaðið - 20.10.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.1978, Qupperneq 1
32 SIÐUR 239. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Moshe Dayan utanríkisráðherra og Walter Mondale varaforseti í veizlu í bandaríska utanríkisráðuneytinu í gærkvöldi. James Callaghan Helmut Schmidt Bonn, BrUssel, 19. október. AP — Reuter. TALSVERT hfur áunnizt í viðræðum James Callaghan forsætisráð- herra Breta og Helmut Schmidts kanzlara Vestur-Þýzkalands um fiskveiðimál Efnahagsbandalagsins, en hins vcgar hefur þeim orðið lítið ágcngt í viðræðunum um Evrópugjaldmiðil. Leiðtogarnir komu sér saman um á fyrsta degi viðræðnanna að beita sér fyrir því af öllum mætti að fundin yrði lausn á ágreiningi Breta og annarra landa Efnahags- bandalagsins um fiskveiðimál á fundi bandalagsins í desember. Hafa Callaghan og Schmidt nú kunngert landbúnaðarráðherrum sínum þessa afstöðu sína og falið þeim að vinna að lausn málsins. Samkvæmt fregnum frá Brussel eiga Bretar á hættu að þeim verði stefnt fyrir Evrópudómstólinn endurskoði þeir ekki afstöðu sína til ýmissa einhliða aðgerða sem þeir hafa gripið til í fiskveiðimál- um í trássi við vilja og stefnu EBE. Hefur ráðherranefnd bandalags- ins skýrt brezku stjórninni frá þessu og innan skamms mun Bretum veittur frestur til aðgerða áður en það verður um seinan. Það sem fyrst og fremst greinir á með Bretum og öðrum þjóðum Efnahagsbandalagsins er lokun Breta á síldveiðisvæðum við Norð- austur Irland og við eyjuna Mön, ákvörðun um lágmarks möskva- stærð á humarnótum og stækkun á bannsvæðum undan Skotlands- ströndum. Fischer til leiks? Bclgrað, 19. október. AP. MIKLAR líkur eru á því að Bobby Fischer fyrrverandi heimsmeistari í skák hefji keppni innan skamms. að því er talsmaður júgóslavneska skák- sambandsins skýrði frá í kvöld. Sagði talsmaðurinn að Fischer væri nú í Júgóslavíu til viðræðna um að hefja taflmennsku á ný. Fischer var í dag sýnd ráð- stefnuhöllin þar sem vonir standa til að hann hefji skák- keppni á ný eftir sex ára hlé. Þess er vænzt að viðræðum Fischers og júgóslavneskra skákyfirvalda ljúki um helgina og að hægt verði að skýra frá niðurstöðum á mánudag. Lausn á fiskveiði- deilu EBE í nánd? Hundruð létu Mð í Z ambíu-ár ásinni Washington, Lusaka, Salisbury, 19. október. AP/Reuter. IAN Smith forsætisráðherra Rhódesíu og Abel Muzorewa biskup, einn leiðtogi blökkumanna í bráðabirgðastjórn Rhódesíu, sögðu í dag að árásir öryggissveita Rhódesíu á stöðvar skæruliða í Zambíu og Mósambique í dag og nótt hefðu verið nauðsynlegar öryggi landsins. Bandarískir embættismenn fordæmdu hins vegar árásirnar og sögðu þær sýna nauðsyn skjóts samkomulags allra aðila um vandamál Rhódesíu. Smith og Muzorewa sögðust ekki hafa vitað fyrirfram um aðgerðir öryggissveitanna, en yfirmönnum þeirra hefði verið treyst fyrir forsjá sveitanna meðan leiðtogar landsins dveldust í Bandaríkjun- um þar sem þeir leita eftir stuðningi við tillögur sínar um framtíð Rhódesíu. Það var árla í morgun að orrustuþotur Rhódesíuhers hófu skothríð á aðalstöðvar skæruliða- fylkingar Joshua Nkomos sem eru 20 km fyrir norðan Lusaka höfuð- borg Zambíu og um 150 km frá landamærum Rhódesíu og Zambíu. Samkvæmt fregnum er óljóst hvað mikið mannfall varð í árásinni. Þó er talið líklegt að hundruð manna hafi fallið og margir særst. Sjónarvottar skýrðu frá því að skæruliðastöðvarnar væru ein brunarúst. Þeir sögðu að eftir árásina, sem stóð í 45 mínútur, hefði óslitin lest bifreiða flutt særða og fallna til sjúkrahúsa í Lusaka og bæjarins Ngwerere í nánd bækistöðvarinnar. Nkomo sagði í dag að orrustu- flugvélar Rhódesíu hefðu varpað napalm-sprengjum á skæruliða- stöðvarnar. Hann sagði að þetta hefðu ekki verið höfuðstöðvar fylkingar sinnar, eins og Rhódesíumenn héldu fram, heldur bækistöðvar fyrir unglinga, sjúka og jafnvel blinda liðsmenn fylk- ingarinnar. Skýrt var frá því í Salisbury í dag að frá og með 1. janúar yrðu allir svartir Rhódesíumenn á aldrinum 18—25 ára að gegna herþjónustu. Korchnoi var ekki við krýn- ingu Karpovs Manila, Baguio, 19. október, AP, Reuter. VIKTOR Korchnoi mætti ekki til leiks þegar Anatoly Karpov var krýndur heimsmeistari í skák í dag og hélt áskorandinn á brott frá Baguio árla dags. Korchnoi heimilaði þó áður aðstoðar- manni sínum. brezka stórmcistaranum Raymond Keene. að taka á móti þeim hluta verðlaunanna sem honum bæri. Það óhapp vildi til þegar Korchnoi bjóst til brottfarar frá Baguio að Petra Leeuwerik fram- kvæmdastjóri hans féll í stiga. Meiddist hún á baki og tafði slysið brottför þeirra til Manila um eina klukkustund Skömmu fyrir brottförina ræddi Korchnoi við fréttamenn. Hann kvaðst dást að landi og þjóð og sagðist ennfremur hafa eignazt marga vini á Filipseyjum. „En meðal ykkar er einn maður sem er öðru vísi en allir aðrir. Og það er vegna hans sem ég mun aldrei aftur tefla skák á Filipseyjum." Korchnoi átti við Florencio Campomanes, skipu- leggjanda einvígisins, en Korchnoi hefur sagt að Campomanes hafi gert allt sem hann gat til þess að koma sér í klípu við taflborðið. Campomanes er varaforseti Alþjóðaskáksambandsins, en í dag sendi forseti þess, dr. Max Euwe, Korchnoi skeyti þar sem hann harmaði þær aðstæður sem 32. skákin var tefld við. Anatoly Karpov heimsmeistari í skák skálar í kampavíni í veizlu sem haldin var honum til heiðurs í Baguio í gær. Ennfremur skrifaði Korchnoi Miroslav Filip aðaldómara bréf í dag þar sem áskorandinn sagðist álíta 32. skákina ógilda. í bréfinu kom einnig fram að Korchnoi hefur falið svissneska skáksambandinu að leggja fram opinber mótmæli við framkomu skipuleggjenda heimsmeistaraeinvígisins í sinn garð. Campomanes varð hinn versti við þegar hann frétti af ásökunum Korchnois og lét framkvæmda- stjórinn hörð orð falla í garð áskorandans. Sagði Campomanes t.d. að Korchnoi væri vitskertur. Hann sagðist einnig fagna því að framkvæmdaaðilar einvígisins yrðu kærðir, „því þannig kemur í ljós um síðir hver hefur haft á réttu að standa". Sjá nánar á bls. 18. Erfiðleikar á Mðarfimdinum Washington 19. október. AP. Reuter. JIMMY Carter Bandaríkjaforseti tók á ný þátt í friðarviðræðum ísraelsmanna og Egypta í dag og hélt því fram síðar að viðræðurnar væru ekki í sjálfheldu. Fyrr um daginn sagði Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels að vafamál væri hvort samningamönnum miðaði áfram héðan í frá. Við upphaf fundar Carters og viðræðunefndanna sagði Dayan við forsetann að vafasamt væri hvort breyta mætti gangi viðræðn- anna þar sem þjóðarleiðtogar Israels og Egyptalands væru ekki viðstaddir. Var litið á þessi ummæli Dayans sem svo að komið hefði upp ágreiningur sem ekki yrði leystur án þátttöku Anwar Sadats forseta og Menachem Begins forsætisráðherra í við- ræðunum. Að loknum fundinum skýrði Carter fréttamönnum frá því að ekkert stæði í vegi fyrir frekari viðræðum og ekki væri við sérstök vandkvæði að etja í þeim. Þá var haft eftir blaðafulltrúa forsetans í dag að ekki væri að sjá að Carter teldi ágreiningsmál hafa komið upp í viðræðum Israelsmanna og Egypta. Areiðanlegar heimildir hermdu þó í dag að ísraelsmenn hefðu farið fram á meiri háttar aðstoð Bandaríkjamanna við brott- flutning ísraelskra hersveita frá Sinai-skaga. Talið er að kostnaður við brottflutninginn nemi milljörðum dala og hefur Banda- ríkjastjórn ekki viljað binda sig í þessum efnum, að því er heimild- armennirnir hermdu. Ofsaveður á Mallorca Palma, Mallorca 19. október Keutcr EINN fórst og einn slasaðist alvarlega í miklum veðurofsa á Mallorca í dag. Ofsaveður var á eynni og olli miklum skemmdum á mannvirkjum og ávaxtaekrur skemmdust illa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.