Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 11 Stjórn og varastjórn Bandalags kvenna í Reykjavík. Sitjandi frá vinstrii Halldóra Eggertsdóttir. Unnur Ágústsdóttir. formaður, og Margrét Þórðardóttir. Standandi erui Sigþrúður Guðjónsdóttir, Sigríður Ingimundardóttir og Guðrún S. Jónsdóttir. Bandalag kvenna þingar um bamaárið Bandalag kvenna í Reykjavík efndi sl. sunnudag til fundar á Hótel Sögu og var fundarefni „Ár barnsins 1979“. Fundurinn var mjög vel sóttur, að sögn for- manns Bandalagsins. Unnar Ágústsdóttur sem flutti ávarp í upphafi fundar. Voru ma'ttir 280 fulltrúar frá öllum aðildarfélög- um, auk áhugamanna. Gestir fundarins voru stjórn Kvenfélagasambands íslands, Jón Björnsson, sálfræðingur frá Akureyri, Svandís Skúladóttir, formaður barnaársnefndar, og framkvæmdastjóri félags Samein- uðu þjóðanna hér, Bogi Ágústs- son. Jón Björnsson sálfræðingur flutti erindi, er hann nefndi „Barnið og foreldrarnir. Foreldra- fræðsla í uppeldisfræði". Vakti erindið óskipta athygli fundar- manna, að sögn Unnar Ágústs- dóttur. En Jón hefur gengist fyrir námskeiðum í foreldrafræðslu á Akureyri í samráði við félags- málastofnunina þar. Þá sagði Sigríður Thorlacius, formaður Kvenfélagasambands ís- lands, sem einnig er formaður n<irræna Húsmæðrasambandsins, frá stjórnarfundi og þingi sam- bandsins, sem haldið var í Sande- fjord í Noregi í sept. sl. En efni þingsins var „Staða barnsins í samfélagi nútímans“. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi er öll snertu börn, bæði í heimalöndun- um og þróunarlöndunum. Eftir erindin var boðið til umræðna og fyrirspurna. Urðu umræður fjörugar og kom þar margt fram, sem fyrirhugað er að gera til að ár barnsins verði öllum til sóma og börnum veraldar til blessunar í nútíð og framtíð, að því er Unnur Ágústsdóttir sagði. Sagði hún að innan Bandalags kvenna í Reykjavík störfpðu upp- eldis- og skólamálanefnd, svo og barnagæslunefnd, og mundu þær ásamt stjórninni, hafa forgöngu um tilhögun í samráði við Kvenfé- lagasamband Islands. En formað- ur K.í. er jafnframt í starfsnefnd barnaársins. — Það er von okkar allra, að starf okkar megi bera ríkulegan ávöxt, því á ári barnsins eru öll börn okkar börn, sagði Unnur Ágústsdóttir. Fundurin stóð lengi dags. Fund- arstjóri var Halldóra Eggertsdótt- ir og fundarritari Sjöfn Sigur- björnsdóttir. Harpa hf. kaup- ír Atlantis hf. MÁLNINGARVERKSMIÐJAN Harpa hf. hefur keypt öll hlutabréf málningarverksmiðjunnar Atlantis hf. og hefur verið gengið frá samningum um kaupin að undanteknum nokkrum formsatriðum. Magnús Helgason fram- kvæmdastjóri Hörpu hf. sagði í samtali við Mbl. að eigendur Hörpu hefðu keypt hlutabréf Atlantis þegar verksmiðjan hefði verið boð- in til kaups eftir að Kolbeinn Pétursson, einn eigenda hennar, hefði fallið frá. Magnús sagði að Atlantis yrði starfrækt áfram í því húsnæði sem hún hefur til umráða, fyrst um sinn a.m.k., og vörur verksmiðjunnar yrðu áfram á markaði. Síðar sagði Magnús að væri gert ráð fyrir að Atlantis flyttist til Hörpu og yrðu verksmiðj- urnar sameinaðar, en það yrði vart fyrr en um áramót. Hundruð fiskibáta lagt í Danmörku Kaupmannahofn 18. okt. Iteutor EIGENDUR fimm hundruð af 4 þúsund fiskibátum Danmerkur hafa sótt um styrk til stjórnarinnar vegna þess að þeir verða að leggja bátum sínum í nóvember og desember vegna nýjustu framlengingar Breta á fiskveiðibanni sínu. Talsmaður sjávarútvegsráðuneytisins sagði að farið væri fram á aðstoð til að greiða afborganir og annan kostnað. Danir hafa lokið við að veiða upp í kvóta sinn á þessu ári á miðunum norðaustur af Skotlandi þar sem Danir hafa um árabil stundað miklar veiðar. Danska stjórnin ætlar að veita um 25 milljónum danskra króna til að aðstoða útgerðarmenn en ekki er ljóst hversu mikið hver fær í sinn hlut. Danir hafa óskað eftir því við EBE-nefndina í Briissel að Bretlandi verði stefnt vegna einhliða takmark- ana á veiðum sem þeir hafa sett og bitnar síðan allharkalega m.a. á Dönum. Hægara pælt en kýlt eftir Magneu Matthíasdóttur Hægara pælt en kýlt gerist annars vegar í heimi ævintýranna, hins vegar í heimi eiturlyfjanna. í ævintýraheiminum er háö barátta upp á líf og dauöa, í heimi eiturlyfjanna viröist ríkja ró sálarlífsins, en varla nema á yfirborðinu — því að óttinn er einnig áhrifamikill þar. Þessir tveir heimar snertást alla söguna í gegn, renna jafnvel að einhverju leyti saman. Hvar fáum viö — venjulegir lesendur — fest hendur? Alls staöar, því aö viö komumst aö því aö hér er engu öðru lýst en veruteikanum sjálfum. Sagan er fyrsta skáldsaga kornungs böfundar og þó ber hún öll merki þjálfunar og reynslu bæöi aö því er snertir efnistök, persónulýsingar og meöferö málsins. Er ekki vafi á því aö hér eftir veröur beöiö meö óþreyju eftir hverri nýrri bók frá Magneu Matthíasdóttur. Magnea sendi frá sér Ijóðabókina Kopar árið 1976 og hefur ritaö barnasögur fyrir útvarpiö. Almenna bókafélagið Austurstræti 16 — Símí 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055. f Aðalstræti 4 Bankastræti 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.