Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 17 Ragnhildur Helgadóttir: Um þingflokk s j álfstæðismanna að gefnu tilefni Vegna skrifa þeirra um þingflokk sjálfstæðis- manna, sem birzt hafa í dagblöðum undanfarna daga, finn ég mig knúna til að birta eftirfarandi grein. Hana þarf að lesa í Ijósi þess, að hún var samin um siðustu helgi. Á mánudag var boðað, að kosning formanns þingflokksins skyldi fara fram á miðvikudag. Því var beðið með birt- ingu greinarinnar þar til í dag. Niðurstaða tveggja al- mennra kosninga á s.l. vori hefur leitt til nýrra og áður óþekktra viðhorfa í stjórnmál- um á Islandi. Þessi viðhorf eru ekki einungis riý hér á landi. Sú aðstaða hefur ekki skapast áður í neinu landi í Vestur-Ev- rópu, að kommúnistaflokkur hafi orðið forystuflokkur í stjórn höfuðborgar lands og á sama tíma lykilflokkur í ríkis- stjórn þess. Þetta þýðir, að Sjálfstæðis- flokkurinn, eini stjórnarand- stöðuflokkurinn á báðum víg- stöðvum, í borgarstjórn og Alþingi, hefur mikilvægara hlutverki að gegna en nokkru sinni fyrr. Þess vegna skiptir það höfuðmáli, að nú séu dregnar réttar ályktanir, svo að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið hlutverki sínu vaxinn. I því sambandi skiptir meira máli, að flokkurinn sé verkfær heldur en hver hlýtur virðing- arstöður. Verkstjórn verður að vera röskleg, skipuleg og án óþarfa vafninga, formaður þingflokks þarf að vera laginn og vel látinn meðal þingmanna. Orskurðaratriði þarf að útkljá eftir réttum reglum og á réttum tíma. Þingflokkur sjálfstæðis- manna er mikilvægasta tæki flokksins til að gegna hlutverk- inu, sem við blasir á lands- stjórnarvettvangi. Á það hefur oft verið bent, að þingflokkurinn gæti unnið miklu betra starf en hann gerir og hefur gert um nokkurra ára skeið. Til þess að svo megi verða, þarf mörgu að breyta. Ekki er hægt að horfa framhjá því, að miklu veldur, hver á heldur. En þá er komið að viðkvæmu máli. Það er afar þjakandi, hve mjög menn eru hræddir hver við annan. Menn verða að geta verið óhræddir við að segja það, sem þeir meina, og gera það, sem þeim finnst sjálfum rétt. Þingmaður hefur, samkvæmt stjórnskipun okkar, í raun engan húsbónda nema samvizku sína. Þessi ótti manna í milli er annað en sanngjarnt tillit manna í milli. Vandinn felst í að greina milli þessa tvenns. Stundum kemur það fyrir, að hið sanngjarna tillit lýtur í lægra haldi fyrir óttanum. Svo er, þegar menn þora ekki eða þola ekki að útkljá úrskurðar- atriði með vafningalausum atkvæðagreiðslum. Fyrir skömmu var fundum Alþingis frestað að beiðni sjálfstæðismanna vegna af- greiðslutafa á innanflokksmál- um. Hefur þetta að vonum vakið undrun og umtal í fjölmiðlum. Frestur þessi veid- ur því, að menn halda, að allt sé logandi í óeirðum innan þingflokks sjálfstæðismanna. Upplýsingar um stöðu mála þar hafa um of verið á einn veg. Sannleikurinn er sá, að í þingflokki sjálfstæðismanna er hvorki meiri né minni eining eða óeining nú en verið hefur um nokkurra ára skeið. í skrifum fjölmiðla að und- anförnu hefur athyglin einkum beinzt að tvennu, sem nauðsyn- legt, er að skýra betur, svo að hið sanna komi í ljós. Annað er það, að menn telja, að Albert Guðmundssyni hafi verið út- hýst úr nefndum og ekkert tillit sé til þessa þingmanns tekið. Hitt atriðið er, að menn telja, að óeining ,um for- mennsku í þingflokknum sé nýtilkomin og ýkja hana mjög. Verður nú vikið að hvoru fyrir sig. Um nefndakosningar og Alberf Rétt er að taka fyrst fram, að í hvorri deild Alþingis eru 9 nefndir. Fjöldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Neðri deild er 14, en í Efri deild 6. í Sameinuðu þingi eru nefndirn- ar hins vegar 5. Sjálfstæðis- menn eiga rétt á tveimur mönnum í hverja nefnd í deildum og Sameinuðu þingi, nema fjárveitinganefnd, þar sem sjálfstæðismenn eru 3. Það er því hverjum manni auðskil- ið, að margir þingmanna kom- ast alls ekki í þær nefndir, sem þeir vilja helzt vera í, en hins vegar hvílir sú kvöð á þing- mönnum að taka sæti í og starfa í þingnefndum. Undan þessari kvöð hefur þó formaður flokksins verið þeginn, ef hann óskar þess. Á s.l. kjörtímabili var Albert Guðmundsson í Efri deild og átti sæti í nefndum eins og eðlilegt var. Svo mikið hefur verið um þetta mál rætt, að það er ekki trúnaðarbrot, þótt skýrt sé frá eftirfarandi atriðum í sam- bandi við skiptingu manna í deildir: 1. Sjálfsagt þótti, að formað- ur flokksins færi, svo sem hann óskaði, úr Efri deild í Neðri deild, enda fara að öðru jöfnu meiri umræður fram í síðar- nefndu deildinni, þegar af þeirri ástæðu, að þar eiga fleiri þingmenn sæti. 2. Albert Guðmundsson ósk- aði einnig að fara í Neðri deild. 3. Einhver Reykjavíkurþing- maður varð þá að fara til Efri deildar. Bauðst ég þá til þess að fara úr þeirri deild, sem ég hafði setið í og stýrt s.l. 4 ár og til Efri deildar. Þar með gat Albert farið í Neðri deild. En ekki var vandi Alberts Guðmundssonar þar með leyst- ur. Öðru nær. Fram hefur komið, að hann neitaði að taka sæti í nefndum, öðrum en einni tiltekinni Neðri deildar nefnd og einni tiltekinni nefnd Sam- einaðs þings. Vekur það mesta undrun, að borgarfulltrúi í Reykjavík neitaði jafnvel að fara í félagsmálanefnd, sem fjallar um öll málefni sveitar- stjórna. Svo vildi til, sem ekki ætti að vera umtalsvert, að fleiri en kjósa átti voru í framboði til þessara tveggja óskanefnda Alberts. Var þá málið vitan- lega afgreitt með þeim hætti, sem réttur er og allir þing- menn verða að una, atkvæða- greiðslu. Niðurstaðan er kunn, og er þetta ekki stórmál, þótt út hafi verið blásið og reynt að gera Albert að píslarvætti, sem er alrangt. Vissulega væri ærin ástæða til að draga fram fleiri stað- reyndir í þessu sambandi, en það vil ég ekki gera að sinni án heimildar þingflokksins. Myndu þá færri spyrja, hvers vegna þingflokkurinn tæki þá afstöðu, sem hann gerir nú. Vissulega má deila um rétt- mæti þagnarskyldu í þing- flokknum, ef hún leiðir til þess, að menn geti ekki óátalið svarað sem vert væri ósönnum fréttum og röngum sakargift- um á þingflokkinn, að því er varðar afmörkuð efni. Slík afstaða getur á stundum verið lítt þolandi og til skaða. Jafnnauðsynleg getur þagnar- skyldan á hinn bóginn verið að jafnaði. Reyndist hún vel um langt árabil, enda tóku menn áður þá skyldu alvarlega, allir sem einn. Nú hafa þessi þagn- argfið verið rofin í mörgum blaðagreinum og veitzt að mönnum jafnvel úr launsátri með órökstuddum og ósönnum fullyrðingum. Um þingflokks- formennsku Vel starfhæfum þingflokki má líkja við fjölskyldu á heimili. Til að fjölskyldulífið sé gott og sambúðin traust, þarf fólkið í fjölskyldunni að geta tjáð af fullri djörfung skoðanir sínar á því, sem fjölskyldan þarf sameiginlega að taka ákvarðanir um. Ut á við getur fjölskyldan staðið saman án þess að bera innri mál sín á torg. Væru litlir skörungar í þeirri 20 manna fjölskyldu, sem hefðu ekki mismunandi skoðanir á einstaka málefnum og mönnum. Og ekki væri fjölskyldan líkleg til stórræða, ef hún byggi við sífelldan ótta við, að allt færi úr skorðum við minnstu gagnrýni. Það er styrkleiki fjölskyldunnar en ekki veikleiki, að menn geti haft mismunandi skoðanir og samt komizt að niðurstöðu með réttum aðferðum og fullri reisn. Mikilvægur munur á fjöl- skyldu og þingflokki er þó sá, að börnin velja sér ekki for- eldra sína. En þingflokkur er starfseining, þar sem þing- flokks.menn velja sér stjórn- endur sína sjálfir. Til grundvallar því vali hljótum við að leggja mat á því, hvað tryggir bezt árangur þingflokksins í störfum. Annað ætti ekki að koma þar til greina. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru tuttugu. í þessum hópi eru margir menn vel til forustu fallnir, lagnir og um leið hreinskiptnir í samstarfi. Skipting starfa í þingflokkn- um er eins og hvert annað verk, sem þarf að vinna. Því miður var því ekki lokið í tæka tíð að þessu sinni og hefur drátturinn orðið til leiðinda og vakið óþarft umtal. Ef allir eru ekki á einu máli, á vitanlega að fara fram atkvæðagreiðsla og þar með er málið afgreitt. Þá munum við una úrslitum og hægt er að koma sér að aðalverkum. Þingmenn eru sjálfir kosnir í frjálsri at- kvæðagreiðslu. Því er sjálf- sagður hlutur að þeir uni þeirri aðferð einnig í þingstörfum sínum, en þingflokksstörf eru hluti af þeim. Við skiptingu starfa í þing- flokknum þarf að gæta þess sem bezt, að hæfileikar manna nýtist á réttum stöðum. Ég er meðal þeirra, sem hef talið, að hæfileikar Gunnars Thorodd- sens nytu sín betur í ýmsu öðru en verkstjórn í þingflokki. Það er engin nýlunda, að skiptar skoðanir séu um Gunnar Thor- oddsen. Virðing Gunnars Thor- oddsens hefði vaxið, ef hann hefði óskað eftir því, að öðrum þingmanni væri falin for- mennskan með þeim störfum, sem í henni felast inn á við í flokknum. Hæfileikar hans gætu þá þeim mun betur nýtzt. í ræðumennsku og ýmsum störfum út á við fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þetta er sann- færing mín og ég tel þing- mannsskyldu mína að fylgja henni. í sumum blaðaskrifum hefur verið fjallað um það í hneykslunartón, að nú skuli það hvarfla að einhverjum þingmönnum að vilja breyting- ar. Öðru vísi mér áður brá. Látum það vera. Ég tel breyt- ingar alveg nauðsynlegar. Ég vil undirstrika, að hér er um að ræða einlægan vilja til að endurbæta starfið í þing- flokknum, en hvorki vilja til að „sparka" né „sprengja", þótt einhverjir kjósi að orða það svo. Ég er við því búin, að þetta sjónarmið mitt bíði lægri hlut. Það verður þá svo að vera. En aðalatriðið er, að málið sé afgreitt og það með réttum hætti. Þá er lögmæt niðurstaða fengin og sjálfsagt að hlíta henni. Ég undirstrika, að hér er engin skelfing á ferðinni. Svona mál þarf einungis að afgreiða, svo að við getum unnið saman, svo sem verða má, að þeim málum, sem okkur hefur verið trúað fyrir, og með þær hugsjónir að leiðarljósi, sem okkur öllum sjálfstæðis- mönnum eru sameiginlegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.