Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978 Minning—Gunnar Björn Halldórsson Fæddur 9. septombor 1900. Dáinn 13. október 1978. 0« skipin koma ok skipin hlása oK skipin farasinn \CK- Dreymnum aimum eftir þeim starir æskan þeyKjandaletf." T.G. Eitt sinn skal hver deyja segir máltækiö, og víst er þessi sá^ini sem maður veit fyrir vissu, að henda muni hvern þann mann sem jörðina okkar yrkir.En öll stönd- um við þó eftir á „bakkanum", hrygg í huga er við sjáum á eftir föður, tengdaföður, elskulegum afa og langafa hverfa á vit nýrra heima, lostin í dagsins önn aft þeirri staðreynd að lífið hérna á jörðinni er ekki eilíft. Við kveðjum mikinn og elskulegan fjölskyldu- leiðtoga sem ann okkur af hlýhug alla tíð, staðfastan og miskunna- + Fósturmóöir mín og systir okkar, JÓFRÍÐUR JOHANNESDOTTIR, Suöurgötu 45, Hatnarfirði, lést í Borgarspítalanum 18. október Guömundur E. Bryde, Steinunn Jóhannesdóttir, Ragnar Jóhannesson, Guömundur Jóhannesson. Móðir okkar og tengdamóöir, SARA HERMANNSDÓTTIR, lést á Vífilsstaöaspítala 18. okt. 1978. Erla H. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Sigurósson, Margrét Þorsteinsdóttir, Bendikt Bachmann. + Útför eiginmanns míns og fööur okkar, PÁLS ÞÓRDARSONAR, sóknarprests, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. október kl. 13.30. Fyrir hönd foreldra og systkina. Guörún Birna Gísladóttir og synir. + Hjartkær eiginmaður minn, sonur og faðir okkar, SIGURÐUR E. INGIMUNDARSON, forstjóri, Lynghaga 12, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 23. október kl. 13.30. Karítas Guómundsdóttir, Jóhanna Egilsdóttir, Anna Maria Siguröardóttir, Jóhanna Siguróardóttir, Hildigunnur Siguröardóttir, Gunnar Egill Sigurósson. + Þökkum innilega auósýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, SIGURDAR ÞORBJÖRNSSONAR, Miötúni 13, Selfossi. Guðfinna Jónsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Birgir Jónsson, Sigríöur Siguróardóttir, Þórhallur Steinsson, Þorbjörn Sígurösson, íris Edda Ingvadóttir, Jón Sigurósson, Elsa Sigurðardóttir, Geirlaug Þorbjarnardóttir, Anna Þorbjarnardóttir, og barnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Eystra-Geldingaholti. Ólafur Jónsson, Jón Ólafsson, Margrét Eiríksdóttir, Inga Ólafsdóttir, Stefén Björnsson, Guörún Ólafsdóttir, Haraldur Pálmason, Hrefna Ólafsdóttir, Guömundur Sigurdórsson, og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför mannsins míns og fööur okkar, EIRÍKS INGVA SIGURJÓNSSONAR, Smératúni 10, Keflavík. Sigrún Karlsdóttir og börn. saman í ölduróti lífsins. Hugur okkar er fullur trega, og djúpri sorg en jafnframt þakklæti fyrir alla þá elsku sem hann gaf okkur. Með orðum úr Rómarbréfi Páls postula kveðjum við hann með djúpri lotningu. „En ef vér erum með Kristni dánir trúum vér því, að vér og munum með honum lifa, með því að vér vitum að Kristur, uppvak- inn frá dauðum, deyr ekki framar, dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum." GBH. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu mcð góðum fyrirvara. I’annig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagshlaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. I>ær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég nýt hamingju í hjónabandi mínu og á fjögur yndisleg börn. Eigi að síður cr ég bundinn hörðum hnútum við aðra konu. Ég þekki enga undankomuleið úr því helvíti.sem ég hef ratað í. Já, þér eruð í helvíti, og þér hafið sjálfur búið það til. Þér komizt með engu móti út úr því sjálfur. Þér gætuð tekið á af öllu afli og rofið þau vanhelgu bönd, sem binda yður við hina konuna. En samvizka yðar mun halda áfram að minna yður á, hversu illa þér hafið breytt. Þér finnið aldrei sannan frið. En til er undankomuleið, og þar er að finna fyrirgefningu og frið. Játið synd yðar fyrir Guði. Biðjið um fyrirgefningu hans, og biðjið hann síðan að gefa yður kraftinn til að snúa frá þessari synd og lifa honum til dýrðar. Þér hafið syndgað gegn sjálfum yður. Þér hafið syndgað gegn konu yðar. Þér hafið syndgað gegn hinni konunni. Umfram allt hafið þér syndgað gegn Guði. Fagnaðarerindið fjallar um fyrirgefningu syndanna og kraft til að sigrast á synd. Allt er þetta að þakka því, sem Jesús gerði fyrir yður á krossinum. Útskýra það? Nei, það verður ekki útskýrt, en það er satt. Kom því heim og saman við skynsemina? Það verður ekki samræmt skynseminni, af því að það er yfirnáttúrlegt, Guð hefur gert það fyrir okkur. En þegar við tökum á móti því og breytum í trausti til jiess, komumst við að raun um, að það stenzt. Eg þekki ekki einstök atriði eða þá saurgun, sem hefur fylgt synd yðar. En ég get fullvissað yður um, samkvæmt orði Guðs sjálfs, að hann mun fyrirgefa yður og hjálpa yður, ef þér viljið snúa yður til hans. Þér munið taka undir með sálmaskáldinu: „Ég hefi vonað og vonað á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mig styrkan í gangi.“ (Sálm. 40, 2-3). gólfteppi Clrval af einlitum og munstruöum teppum V Ensk og Þýsk úrvalsvara SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI 82033 Teppadeild J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.