Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTOBER 1978 25 félk f fréttum 1 >—. Þakkarávarp Ég þakka öllum þeim mörgu sem sendu mér dýrmætar gjafir, blóm, skeyti og heimsóttu mig á sjötugsafmæli mínu. Sérstakar þakkir færi ég fjölskyldu minni fyrir þann mikla skerf er hún lagöi fram. Kærar kveðjur, Sigurður G. Haflidason, Háaleitisbraut 41. Sungið í ffvíta húsinu + Hér syngja allir fullum hálsi í Hvíta húsinu ásamt húsráðendum þar forsetahjónunum Rosalynn og Carter. Síðan koma þau Coretta King ekkja Martins Luther King og systir hans Christine Farris. Lengst til hægri er sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrew Young. LJÓS- MÆÐUR + Þessi mynd var send frá fylkissjúkrahúsinu í Florö í Noregi, en bærinn er skammt frá Dalsf jord þaðan sem Ingólfur kallinn Arnar- son lagði af stað í íslands- reisuna miklu. — Á mynd- inni eru tvær ísl. ljósmæður, sem störfuðu á fæðingar- deild fylkissjúkrahússins. Ljósmæðurnar ungu heita Helga Einarsdóttir „að norðan“ og Gunnhildur Magnúsdóttir „að sunnan“. — Nánari uppl. voru ekki gefnar um heimilisfang þeirra. Þær munu nú báðar vera komnar hingað heim — væntanlega til starfa hér, að því er segir í blaði bæjarins, Firdaposten. Austur og vestur + Hér mætast stjórnmálaleiðtogar tveggja iðnvæddra ríkja í vestri og austri, nefniiega. Ilelmut Schmidt kanslari V Þýzka- lands og forsætisráðherra Japans, Takeo Fukuda. — Fór Schmidt kanslari til fundar við forsætisráðherrann íTokyo-borg fyrir nokkru. Var það opinber heimsókn. Tveim dögum í þriggja daga heimsókn var eytt til beinna viðræðna um ýmis þau mál m.a. á alþjóðlegum vettvangi, er snerta bæði löndin. Hús gagna vika opnar í dag kl.17 GLÆSILEG SÝNING ÍÁG HÚSINU,ÁRTÚNSHÖFÐA ÁG HÚSiÐ ER VIÐ HLIÐINA Á SÝNINGAHÖLLINNI Skoðið nýjunga r innlendra framleiðenda; húsgögn, áklœð'i og innréttingar. Opið virka daga kl. 17 — 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 -29 október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.