Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 25% kjörsókn í 1. des. kosningunum í HÍ: Verðandi sigraði og mun sjá um hátíða- höldin að þessu sinni Bjarni Jónsson myndlistarmaður (t.v.) og Stefán Rafn, annar eiganda Húsgagnaverzlunar Hafnarfjarðar á sýningunni. Ljósm. Mt>i. Krtetján. VERÐANDI, félag róttækra stú- denta í Háskóla lslands sigraði í kosningunum til 1. des. nefndar, sem fram fóru á laugardaginn. Hlaut Verðandi 371 atkvæði, eða 57% gildra atkvæða, en Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 276 atkvæði, eða 43% gildra atkvæða. Auðir seðlar voru 25, og ógildir 1. Samtals greiddu því 673 stúdentar atkvæði, eða um 25% þeirra sem eru á kjörskrá. Vaka bauð að þessu sinni fram efnið, „1984, hvað verður ekki bannað?", en Verðandi „Háskólinn í auðvaldsþjóðfélagi". Verðandi mun því sjá um hátíða- höld stúdenta hinn 1. desember að þessu sinni, og verður athöfninni úr Háskólabíói útvarpað að venju. I 1. des. kosningunum í fyrra hlaut Vaka 42,8% atkvæða, en Verðandi 57,2%. Kjörsókn þá var 29%. í kosningum til stúdentaráðs í vor fékk Vaka 42,36% atkvæða, en Verðandi 57,64%. Kjörsókn þá var 54%. Máhxrka- og húsgagna- sýning í Hafnarfirði MÁLVERKA- og húsgagnasýn- ing stendur nú yfir í húsakynnum Húsgagnaverzlunar Hafnarfjarð- ar að Reykjavíkurvegi 64. Þarna eru sýnd margs konar húsgögn bæði frá innlendum framleiðend- um og innflutt og Bjarni Jónsson myndlistarmaður sýnir á sama stað myndir sínar, sem eru flestar málaðar á sfðastliðnu ári. Bjarni sagði í samtali við Mbl. að þarna væru aðallega um að ræða olíumálverk, en einnig pastelmyndir og teikningar. Þetta er 18. einkasýning Bjarna en hann hefur sýnt bæði í Reykjavík og úti á landi auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Bjarni hefur einnig fengist mikið við bókateikningar. Bæði myndir Bjarna og húsgögnin á sýningunni eru til sölu. Sýningin opnaði sl. laugardag en er opin alla virka daga frá kl. 10—22 en um helgar frá kl. 14—22. Sýningunni lýkur nk. sunnudags- kvöld nema aðsókn verði svo mikil að ástæða þyki til að framlengja sýninguna, en aðsókn fram til þessa hefur verið mjög góð. Fulltrúar BFO taka þátt í góðakstri í Englandi Bindindisfélag ökumanna gekkst sl. laugardag fyrir góðaksturs- keppni fyrir ökumenn á aldrinum 18—25 ára, en hún er haldin í beinu framhaldi af keppnum sem haldnar voru á liðnu sumri á 9 stöðum. Keppendurnir á laugardaginn voru 15 og eru það þeir úr hópi ökumanna í efstu sætum frá keppnunum í sumar á þessum aldri og verða sigurvegararnir tveir sendir til Englands í sams konar góðakstur og fram fór hér, en þar er um að ræða keppni fulltrúa frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Bretlandi. Sigurvegari á laugardaginn varð Einar Guðmundsson sem varð í 2. sæti í keppni Reykjavíkur og í öðru sæti varð Guðmundur Salómonsson sem varð nr. tvö í keppni í Húsavík. Munu þeir dvelja í Englandi vikuna 13.—19. nóvember og taka þar þátt í fyrrgreindri keppni, en það er í.boði Svíþjóðar og Noregs sem íslendingar taka nú þátt í henni í fyrsta sinn, en Ábyrgð greiðir ferðakostnað. Auk keppninnar munu þeir fara í skoðunarferðir, en keppnin fer fram í Luton, skammt frá London. í keppninni á laugardaginn var notaður bíll af gerðinni Vauxhall Ghevette, sem Véladeild SÍS lánaði til hennar, en keppt verður á sams konar bíl í Englandi, en keppnin þar fer fram undir handarjaðri GM. Upphaf þessa boðs frá Noregi og Svíþjóð er aukið samstarf milli BFÖ og systurfélaga þess á Norður- Sigurvegarar í góðakstri rrFÖ, Guðmundur Salómonsson t.v. sem varð f 2. sæti og Einar Guðmunds- son sem varð í 1. sæti. löndunum og voru nokkrir fulltrúar norrænu félaganna á fundi í Reykja- vík í byrjun mánaðarins. Hafa félögin alls innan sinna vébanda um það bil 200 þúsund meðlimi. Á fundinum á dögunum var rætt um löggjöf á Norðurlöndunum um áfengismál og umferð og greindu erlendu fulltrúarnir frá löggjöf í sínum heimalöndum og fram fóru umræður. W bolir með myndum prentuðum á staðnum WARS byssur STAR WARS . merki 2 stærðir TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ Simi 28155. Keppnin gerði einkum krófur til hæfni bflstjóranna og tilfinningu þeirra fyrir bílnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.