Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 Bernhöfts- torfan Jónas E. Svafán STÆKKUNARGLER UNDIR SMÁSJÁ. ÚtKOÍandii Lystræninginn 1978. bókinni að Jónas kann á strætis- vagnaferðir flestum betur og túlkar þær með sínum hætti. I ljóði um leiðir strætisvagn- anna yrkir hann: Ljóð Jónasar E. Svafárs hafa löngum verið eins konar orðaleik- ir. Svo er og að þessu sinni. Stækkunargler undir smásjá er handskrifuð af skáldinu sjálfu, kápan teikning eftir það. Jónas hefur sameinað skáldskap og myndlist með eftirtektarverðum hætti. Hann er engum öðrum líkur. Jónas E. Svafár er ekki afkasta- leið 01 stingur upp bernhöfstorfuna úr norðurmýrinni og hleður hús yfir fornsögur íslands Þegar kemur að leið 7 sendur þetta: leið 07 ekur í loftinu með ráðherra frá stjórnarráðinu á horgarsjúkrahúsið mikið skáld. Stundum hefur mér virst líkt og hann væri alltaf að yrkja sama ljóðið. Með fyrstu bók sinni: Það blæðir .úrmörgunsárinu (19521 var‘ hann orðinn mótaður ' höfundur, öll einkenni skáldskapar hans voru þá ljós. Geislavirk tungl (1957) var framhald fyrri bókar- innar, flest gömlu ljóðin á sínum stað ásamt nýjum. Klettabelti fjallkonunnar (1968) var heildar- útgáfa, en í henni voru einnig ný ljóð. Gaman er að fletta þessum bókum í því skyni að sjá hvernig Jónas þróast sem skáld. Hann er til dæmis alltaf að fága gömlu ljóðin, breyta þeim eða prjóna við þau. Hvað sem öðru líður er skáld- skapur Jónasar E. Svafárs með kostum sínum og göllum meðal þess sem glatt hefur Ijóðavini. Jónas er gárungi og háðfugl, en undir flestu býr alvara. Þjóðmál eru honum hugleikin. Stóriðju og gengi krónunnar hefur hann oft . ort um, stundum með þeim hæíti að maður gæti haldið að hánn væri öllum hnútum kufinugur í Seðla- bankanum.'' ’ Það kemur á daginn í nýju Bðkmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Jónas E. Svafár. Þannig skemmtir Jónas E. Svafár lesendum og sjálfum sér. Stækkunargler undir smásjá er bók sem ekki kemur lesendum Jónasar á óvart. Hún sýnir að hann lætur engan bilbug á sér finna, er trúr þeirri skáldskapar- stefnu sem hann markaði sér ungur. Ég læt hér að lokum fljóta með dálitla dæmisögu sem sýnir aðferð Jónasar, er dæmigerð fyrir það hvernig hann tjáir hug sinn: Veiðivötn að veiðivötnum flúði maður vegna sandfoks með konu sína og kindur og átta ára gamlan son. maðurinn fór að álft í sárum og sat fylfulla meri sína bún dírukknaði en flaut uppi vegna þungans og rak í land með karl. en drengur stóð organdi pabbi þú varst búinn að lofa mér folaldinu. Ketil Sævcrud n \ Ake Hermansson Vagn Holmboe 10 ára afmæli Erling Brene Það er mikið um að vera í henni Reykjavík þessa dagana. Tónleikar og námskeið Gerard Souzay, væntanlegir tónleikar Önnu Moffo og á laugardaginn 21. október voru tónleikar í Norræna húsinu í tilefni af 10 ára ' starfsafmæli þess fyrirtækis, sem starfrækir húsið, og þá frumflutt sex tónverk, sérstaklega samin í tilefni þessara tímamóta. Það eru tíðindi þegar frumflutt eru ísl. tónverk en frumflutningur sex tónverka frá öllum Norðurlönd- unum er að því er undirritaður veit best, einstæður atburður í ísl. tónlistarsögu, enda voru færri viðstaddir en búast hefði mátt við. Tónleikarnir hófust á tón- verki eftir Ketil Sæverud, Tríó fyrir óbó, lágfiðlu og slagverk. Flytjendur voru Helga Þórarins- dóttir, Kristján Þ. Stephensen og Reynir Sigurðsson. Verkið er einfalt að gerð og víða hnittið t.ck þar ísl. þjóðlag er flutt Sinraddað með undifleík’ trommu, þó það 'öðrum þræði, vegna umgerðar- innar, væri á mörkum þess að vera eins konar „tónkárína". Annað verkið er eftir Vagn Holmboe, kórverk samið við texta eftir Halldór Laxness og var það flutt af Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. „Þótt form þín hjúpi Jón Nordal Einar Englund graflín, granna mynd“, úr Fegurð himinsins, er fallega ofið í kontrapunkt, kunnáttusamlega gert en af öðrum uppruna o en kvæði skáldsins. Eftir Ake Hermanson var flutt verk fyrir einleiksflautu, tónfikt sem hljóm- aði svo sem ágætlega í góðum Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON flutningi Manuelu Wiesler. Einar Englund er góður píanóleikari og lék píanósónötu eftir sig með miklum tilþrifum. Verkið er víða glæsilegt að gerð einkum þó í síðasta kaflanum. Stærsta verkið á tónleikunum var Kammer- konsert fyrir píanó og kammer- sveit eftir Erling Brene, sem fluttur var af Peter Weis og Kammersveit Reykjavíkur, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Peter Weis er góður píanóleikari og hélt sér tónleika í Norræna húsinu fyrir nokkrum dögum en einhverra hluta vegna var gagn- rýnendum blaöanna ekki boðið á þá tónleika, hvað sem því olli. Kammerkonsertinn er ekki áhugaverð tónsmíð, þó ekki illa skrifuð en stórlega ofhlaðin. Tónleikunum lauk með söngverki eftir Jón Nordal við gamla þjóðvísu. Faðir minn átti fagurt land, sem margur grætur, því ber ég harm í hjarta mér um daga og nætur. Tónverk Jóns er sérkennilega fallegt og má finna í því sterka undirtóna trega og þunglyndis. I miðkaflanum bregður fyrir glað- legri blæbrigðum en verkið endar á mjög fallegum og dapurlegum kóral. Hamrahlíðarkórinn söng verkið undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og var flutningur kórsins á verki Jóns Nordal og söngljóði Vagn Holmboe sérlega fallegur. Tónleikarnir í heild voru mjög góðir og vitna um áhuga forstöðumanna hússins á sam- norrænni menningu og að starf- semin er þess megnug að stuðla að sköpun menningarverðmæta og viðhalda tengslum milli frændþjóðanna á Norðurlöndun- um. Ljóðatónleikar Ljóðasöngvar eru einhver við- kvæmasta gróðurvin listsköpun- ar, þar sem stefnt er saman í túlkun og sköpun tilfinningum, sem alla jafna er ekki auðvelt að nálgast. Persónubrynjað fólk kann þessu oft á tíðum illa og snýst gegn slíkri viðkvæmni með hrottaskap og háði, en í látæði og hljómblæ þess býr vörn óttabrynjaðrar manneskju eða kuldi vangetunnar. Ljóða- tónlist og kammertónlist er sá hluti tónsköpunar, sem líkja má við hugleiðslu, þar sem nauðsyn- legt er að yfirvinna venjubundið atferli og hugsanir. I hugleiðslu er ekki nóg að setjast niður stundarkorn og sama gildir fyrir' hlustun tónlistar. Djúp- stæð tilfinningaleg upplifun í tengslum við góða tónlist næst ekki nema á löngum tíma. Gerard Souzay ásamt Dalton Baldwin flutti gestum Tónlist- arfélagsins Vetrarferðina eftir Schubert sl. laugardag. Það sem Souzay og Baldwin fluttu tónleikagestum, var ekki eitthvað sem þeir nýlega hafa uppgötvað, heldur hluti af ára- tuga langri ögun og upplifun þeirra. Það er freistandi verkefni að fjalla um Vetrarferðina, gerð laganna, undirleikinn og skáld- lega túlkun Schuberts á kvæð- unum. Ekki væri það óglæsi- legra verkefni að bera saman og reyna að skilgreina túlkun ýmissa listamanna á þessu stórkostlega verki. Eitt af því sem mótaði túlkun Souzay var dapurleikinn, sem er í samræmi við einmanalega æviferð skálds- ins, þar sem allt minnir hann á ástina en þögul og freðin spor hans liggja til Iýruleikarans, sem í fátækt sinni getur launað skáldinu samfylgdina með því að leika undir tregaljóð hans á lýruna sína. Schubert átti á margan hátt samleið með skáld- inu, enda er tónmál laganna gætt þeim galdri að orð eru næstum óþörf, að minnsta kosti þeim sem er gefin sú gáfa að geta fundið til. Það skiptir ekki máli hvort Souzay og Baldwin fluttu verkið á einhvern þann veg sem öllum ætti að þykja rétt gert, því rétt og rangt eru andstæður sem sífellt umhverf- ast á ferli um möndul, sem er sameiginlegur grunnur þessara hverfulu andstæðna. Mikilvæg- ara er að upplifun flytjenda var sterk og rótbundin í menningu þar sem tilfinning og fegurð eru ofin úr öðrum þáttum en há- vaðasömu og stórmennskulegu brambolti manna. Það er í rauninni ekkert Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON annað hægt að gera en að þakka listamönnunum fyrir komuna, þakka þeim fyrir stund sem ekki verður geymd í orðum, ekki geymd nema sem lifað augna- blik. Jón Ásgeirs.son Leiðréttingr I síðustu gagnrýni spilltist ein setning, sem á að vera „Gisela Depkat er góður cellisti ...“ Jón Ásg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.