Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 15 Lelkllst ef tir JÓHANN HJÁLMARSSON Sviðsmynd úr Konui Helga Elínborg Jónsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum si'num. Nýr áfangi í leikritagerð Agnars Þórðarsonar Sandur: Gunnar Eyjólfsson (Bjassi) og Þorsteinn Ö. Stephensen (Abbi). Þjóðleikhúsiði SANDUR OG KONA. Tveir einþáttungar eftir Agnar Þórðarsqn. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmyndi Björn G. Björnsson. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. I Sandi er stuðst við kunna sögu frá Kleppi: Þórður læknir átti að hafa látið sjúklinga sína „bera sand í poka upp á háaloft í spítalanum og steypa sandinum þar niður um víða trekt. Rann þá sandurinn eftir Ieiðslum aftur út í binginn fyrir utan. Síðan gengu sjúklingarnir sömu leið til baka og sóttu sér sand á ný í poka sinn og þannig koll af kolli". Þetta var kölluð Kleppsvinna, en það haft til marks um að sjúklingarnir hefðu náð heilsu aftur ef þeir áttuðu sig á því að um sama sandinn var alltaf að ræða. Þessi minnisstæða saga frá Kleppi hefur orðið Agnari Þórð- áYsyni (syni Þórðar læknis) efni í einþáttung sem fyrir margra hluta sakir boðar breytingar á leikritagerð hans. Sandur er hnitmiðað verk og býr yfir því samblandi af gamni og alvöru sem löngum hefur reynst farsælt í leikhúsi. Hugmyndin sjálf býður upp á marga möguleika, en Agnar notar hana á hófsam- an hátt og tekst með því móti að gæða hana lífi. Abbi og Bjassi eru gamalreyndir í sandinum. Aftur á móti er Uni nýr. Hann er haldinn efasemdum um tilgang sandburðarins. Ungæðisháttur hans verður til þess að svipta þá Abba og Bjassa ljúfri blekkingu. Lífsblekkingunni má ekki ræna menn. Þess vegna bregst Bjassi þannig við að hann verður þess valdandi að Uni kemst á sama stig og hann og Abbi. Eitthvað hefur þó breyst. Abbi gamli tekur eftir því að Esjan hefur færst nær og undir lokin stara þeir allir heillaðir á fjallið. Frelsið frá sandinum er ef til vill ekki iangt undan. Gunnar Eyjólfsson túlkar Bjassa af innlifun, gerir , úr honum þrjóskan neftóbakskarl sem ekki kvikar frá sannfæringu sinni. Þorsteinn Ö. Stephensen nær góðum tökum á gæðasálinni Abba. Uni Júlíusar Brjánssonar er vel unnið hlutverk sem naut sín sérstaklega vel í lok sýning- arinnar. Kona er framlag Agnars Þórð- arsonar til umræðu um sambúð karls og konu. Hér er fjallað um listamanninn og dýrkunina á hónum. Hann er frægur málari, hún í senn eiginkona og aðdá- andi. Líf hennar snýst um hann. Hún dekrar við hann líkt og barn. En allt í einu er hún horfin. Systir hennar birtist einn daginn. Listmálarinn veit ekki einu sinni hvort hún hefur átt systur. Á heimilinu hefur ekki verið rætt um annað en hann og list hans. Hún var í raun aðeins kona sem enginn vissi hvaðan kom, enginn vissi að hafði átt sér fortíð. Systirin er samkvæmt þeim skilningi sem ég lagði í verkið sama konan og löngum sat við fótskör meistarans. Hann þekkir hana ekki fyrst í stað, en kemst fljótlega að því hvað hún er lík systur sinni, áttar sig að lokum á því að hún er að blekkja hann. En ekki verður aftur snúið. I augum listamannsins er konan aðeins til hans vegna. Hún á sér ekkert annað tak- mark. Helga Elínborg Jónsdóttir lék konuna með þeim hætti að til tíðinda verður að teljast. Henni auðnaðist að gæða hlutverkið í senn áleitnu mystísku lífi og tengja það nöprum veruleika. Gunnar Eyjólfsson gerði lista- manninn að því hjálparlausa barni sem slíkir menn eru stundum. I heimi listamanns af þessari gerð er listin upphaf og endir, allir aðrir eru aukaper- sónur. I Konu vegast á raunsæi og dul. Leikstjórn hefur tekist að draga það fram sem er kjarni verksins. Sama er að segja um Sand. Leikmyndir Björns G. Björns- sonar eru snotur verk. Um þær er ekki meira að segja, enda gefa einþáttungarnir ekki tilefni til mikilla listrænna tilþrifa í umgjörð. ca°Lbi22100________ LJðsniTunnnuÉLin ppentaná: uenjulegan pappip udap bPéf sef ni einnig glcenup AUGLYSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 V*>^ SKRIFSTOFUVELAR H.F. *w^' Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.