Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 17 Gunnar Thoroddsen: Stefna and- stæð félags- legu réttlæti Hér fer á eftir ræða Gunnars Thoroddsens, form. þingflokks sjálfstæðis- manna, í útvarpsumræðum frá Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra. Kaflafyr- irsagnir og yfirskrift eru Mbl. Gallar kerfis fleiri en kostir Herra forseti; Góðir hlustendur! Allar íslenskar ríkisstjórnir frá stríðslokum hafa í upphafi sinnar vegferðar heitið því að reyna að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Þær hafa talið glímu við efnahags- vandann eitt aðalviðfangsefni sitt. Engri ríkisstjórn hefur þó orðið verulega ágengt í þessari viður- eign utan einni. Það var viðreisn- arstjórnin, sem mynduð var haust- ið 1959. Á fyrstu 4 árum hélt hún verðbólgunni í skefjum, þannig að hún hækkaði ekki meira en 10% á ári að meðaltali og tókst öll þessi ár að halda fullri atvinnu. Núverandi hæstvirt ríkisstjórn hefur sett sér það mark og telur það höfuðverkefni sitt að „draga markvisst úr verðbólgunni" og er það vel. Jafnframt vill hún vinna að félagslegum umbótum, auka félagslegt réttlæti og jafna lífs- kjör. Einn þáttur í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til þess að ná þessu marki eru stóraukin niður- greiðsla á mjólk, kjöti og smjöri. Þessi aukning á niðurgreiðslum mun kosta í ár um þrjá og hálfan milljarð og á næsta ári að óbreyttu um 13 milljarða. Vegna þess að þetta ráð, niður- greiðslur, hefur verið notað af mörgum stjórnum, en er geysi- kostnaðarsamt, þá er rétt að íhuga kosti þess og galla hleypidóma- laust. Niðurgreiðslur hafa löngum verið notaðar hér á landi til þess að lækka vísitölu og hafa þannig áhrif á kaupgjald. En stórfelldar niðurgreiðslur á matvörum hafa marga ókosti. Fyrst er að telja gífurlegan kostnað fyrir ríkissjóð, sem kallar á nýja skatta. Annar ókostur er sá, að niður- greiðslur skekkja verðlag og auka sölu og neyzlu á hinum niður- greiddu vörum á kostnað annarra framleiðslugreina og raska eðlileg- um og heilbrigðum rekstrargrund- velli þeirra. Þriðji ókosturinn snýr að bænd- um. Það er oft hringlað með niðurgreiðslur, ýmist stórhækkað- ar eða dregið úr þeim. Aðalhættan skoða það fordómalaust, hverjir eru kostir og gallar þessa fyrir- komulags. Skattastefna andstæð félagslegu réttlæti Til þess að rísa undir þessum stórauknu niðurgreiðslum nú hef- ur ríkisstjórnin, lagt á nýja skatta. Þessi skattheimta er á ýmsa lund hæpin. Eg vil minnast hér á einn þátt hennar. 50% álag á eignarskatt lendir harkalega á öldruðu fólki, sem á íbúð. Oft er hér um að ræða öldruð hjón eða einstæðinga. Til viðbótar því dæmi, sem fyrri ræðumaður Sjálfstæðisflokksins nefndi, vil ég nefna þessi: skatts. Á undanförnum þingum hefur Alþýðuflokkurinn hvað eftir annað flutt tillögur og frumvörp um ekki aðeins að lækka stórlega, heldur jafnvel afnema tekjuskatt- inn, sem nú sé í reynd aðallega launþegaskattur. Þessi nýi tekju- skattsauki vakti slíka gremju meðal margra alþýðuflokksmanna, að aðalleiðtogi flokksins um fjölda ára, fyrrverandi formaður hans, sá sig knúinn til þess að skýra málið og mótmæla þessum samningum Alþýðuflokksins í sambandi við stjórnarmyndunina. En það eru fleiri en alþýðu- flokksmenn, sem hafa gagnrýnt hinn nýja tekjuskattsauka. Ma. ritaði fyrir nokkru einn af bæjar- fulltrúum Framsóknarflokksins grein í Tímann, þar sem hann ræðst mjög gegn þessu og telur þetta ranglátan skatt. Hann talar þar um, að nú sé skattlagningin um 70%. af hæstu tekjum og tekur þá skyldusparnaðinn með. Hann segir: I fæstum tilvikum eru það þeir, sem eftir stöðutáknum að dæma virðast hafa það best, sem þurfa að greiða þessa háu skatta. Nei, það eru hjón, sem vinna fyrir miklum tekjum og ýmsar starfs- stéttir, sem vinna mikla og oftast óhjákvæmilega yfirvinnu. Má þar nefna sem dæmi starfslið tengt fiskiðnaði, sem víða vinnur mjög langan vinnudag til að bjarga verðmætum, ýmsa sérfræðinga og aðra launþega, sem leggja á sig vinnuframlag umfram það, sem eðlilegt getur talist. Þakklætið sem þessar stéttir fá, segir þessi bæjarfulltrúi, Markús Á. Einars- son, þakklætið er það, að af þannig, eins og Þjóðviljinn segir, að „það er sérstaklega tekið fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, að ekki hafi verið samið um stefnuna í utanríkismálum." Litlu síðar en þetta gerðist hittust þeir Begin forsætisráð- herra og Sadat forseti í Davíðs- lundi. Þeir hafa vafalaust frétt af þessari snjöllu lausn á íslandi, tóku henni fegins hendi og notuðu hana til þess að leysa eitt allra erfiðasta deilumálið. Þeir lýstu því nefnilega yfir í lokin, að þeir hafi orðið sammála um, að ekkert væri samið um Jerúsalem. Þar með var þeim steini velt úr vegi, þeir sömdu og féllust í faðma. Það virðist eftir ummælum Þjóðviljans hafa verið mikill sigur fyrir Alþýðubandalagið að ekkert var samið, því að það er svo ótryggt að trúa á bókstaf stjórnar- sáttmála. En þó var eitt, sem Alþýðu- bandalagið fékk fram í sambandi við varnarmálin. Það segir í þessum sama leiðara: Það er nokkuð sérstakt, að samið var um, að skipuð yrði sérstök nefnd, sem tæki varnar- málin sérstaklega til athugunar. Þessi merkilega nefnd ætti eiginlega að heita „Nefndin sér- staka". Þetta var mikill sigur fyrir Alþýðubandalagið. I þessari sömu grein er fagnað þriðja stórsigri Alþýðubandalags- ins í stjórnarsáttmálanum. Alþýðubandalaginu hafi tekist að knýja Framsóknarflokk og " Alþýðuflokk til þess að samþykkja að leggja niður viðræðunefnd við erlenda aðila um orkufrekan Magnúsarnefnd K jart- anssonar lögð niður Gunnar Thoroddsen. formaður þingflokks .sjálfstæðismanna. er miklar sveiflur, sem ýmist auka söluna eða draga úr henni. Fyrir bændur væri hagkvæmast að niðurgreiðslur væru stöðugar, t.d. fast hlutfall af heildarverði. Fjórði ókosturinn og ekki sá minnsti er sá, að niðurgreiðslur renna ekki síður til hátekjufólks og eignamanna heldur en lágtekju- fólks. Jafnvel fá hátekjumenn meira af þessu fé í sinn hlut, því að þeir nota yfirleitt meira af kjöti og smjöri en þeir, sem lág laun hafa. Hér er verið að veita fé úr almannasjóði til þeirra, sem ekki þurfa á að halda. Stórauknar niðurgreiðslur stefna því ekki að auknu félagslegu réttlæti eða jöfnun lífskjara. Öllu þessu fé mætti koma betur til skila hinum efnalitlu og lágt launuðu til góðs með öðrum hætti, t.d. með fjöl- skyldubótum til barnafólks og sérstökum bótum til þeirra, sem sjúkir eru, öryrkjar eða aldur- hnignir. . .. Ég rek þessi atriði hér vegna þess, hversu mjög niðurgreiðslur hafa verið notaðar á undanförnum áratugum af flestum ríkisstjórn- um og það er vissulega kominn tími til, sérstaklega þegar niður- greiðslur hafa verið stórauknar, að Ekkja ein hér í borg, rúmlega níræð, á íbúð, sem hún býr í. Tekjur hennar á síðasta ári voru ellilífeyrir og ekkert annað. Á þessa gömlu konu er nú lagður um 36 þús. kr. aukaskattur. Kona ein, 57 ára að aldri, einstæð móðir með barn, er öryrki, hefur aðeins örorkubætur og mæðralaun, býr í lítilli eigin íbúð. 40 þús. kr. aukaskatt á hún að greiða af sínum naumu tekjum. Okkur alþingismönnum, sem hafa góðar tekjur, finnast þetta kannski ekki háar greiðslur. En fyrir aldraða og sjúka eru þetta þungbærir skattar. Og ég fæ ekki séð, að þessi dæmi sýni í verki það félagslega réttlæti og jöfnun iífskja.ra, sem stjórnarsáttmálinn talar um. Ég vona, að þetta sé fremur slys en viljaverk og vil skora á stjórnarflokkana að fallast á að leiðrétta slíkt ranglæti, þegar Alþingi fær lögin til meðferðar. Af þeim ástæðum, sem ég hef nú rakið, tel ég vafasama þá stefnu að halda áfram á næsta ári á niðurgreiðslu verðlags með svipuð- um hætti og nú. Tekjuskattsaukinn hefur vakið mikla athygli, m.a. vegna þess að hann er í algerrri mótsögn við margyfirlýsta stefnu eins stjórn- arflokksins, Alþýðuflokksins. Á sínum tíma áttum við sjálf- stæðismenn og alþýðuflokksmenn samleið um mikla lækkun beinna skatta, bæði tekjuútsvars og tekju- launakúfnum fá menn að halda um 30 kr. af hverjum 100, sem þeir vinna inn. I sambandi við þessa hækkuðu skatta er ákveðið í stjórnarsátt- málanum að herða skattaeftirlit. Ég tel að hyggilegra væri að lækka skatta og herða skattaeftirlit; þannig yrði það virkt og raunhæft. Magnúsarnefnd Kjartanssonar lögð niður I efnahagsmálum hefur stjórn- arsáttmálinn mótast mjög af tillögum Alþýðubandalagsins en það er athyglisvert, hvernig farið er með varnarmálin. í forystu- grein Þjóðviljans skömmu eftir að stjórnin var mynduð, var fjallað um þetta mál. Þar segir m.a. með leyfi hæstv. forseta: „Það hefur vakið óskipta at- hygli, að Alþýðubandalagið hefur samþykkt samstarfsyfirlýsingu um myndun ríkisstjórnar án þess að þar sé að finna fyrirheit um afdrifaríkt skref í hermálinu. I síðustu vinstri stjórn lögðu her- námsandstæðingar mikið upp úr því, að í málefnasamningnum þá var að finna fyrirheit um brottför hersins. Reyndin sýndi þá, að ótryggt var að trúa á bókstafinn í stjórnarsáttmála." Þarna fáum við eina skýringu á, því, hvers vegna þeir hafa ekki lagt áherslu á þetta mál: það sé ótryggt að trúa á bókstaf í stjórnarsáttmála vinstri stjórnar. En málið var nú leyst iðnað. Hvaða nefnd er þetta? Þetta er nefndin, sem Magnús Kjartans- son iðnaðarráðherra Alþýðu- bandalagsins stofnaði haustið 1974, þegar hann var að hefja undirbúning undir samninga við bandaríska stóriðjufyrirtækið Union Carbide um járnblendiverk- smiðjuna. Já, það er mikill sigur fyrir Alþýðubandalagið að fá nú lagða niður stóriðjunefndina hans Magnúsar Kjartanssonar. Endurskoðun stjórnarskrár hraðað Herra forseti. Tími minn mun nú útrunninn, en ég vil að lokúm vitna í það, sem hæstvirtur forsætisráðherra sagði í stefnu- ræðu sinni, að í stjórnarsátt- málanum sé í mörgum tilfellum um að ræða framhald fyrri stefnu, sem enn hefur ekki náð í áfanga- stað, og nefnir þar m.a. umhverfis- mál og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Að báðum málum hefur verið vel unnið undanfarin ár og vona ég, að því verði fram haldið. Ég tel það líka mjög ánægjulegt, að ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að nefnd sú, sem á að fjalla um endurskoðun stjórnarskrár samkv. samþykkt Alþingis, ljúki því verki á tilsett- um tíma, þ.e.a.s. innan tveggja ára. Og ég vænti þess, að alger samstaða allra flokka verði um að hraða því verki og ljúka því á sem bestan veg. Vestfirðingafjórðungur: Aflinn á sumarvertíðinni er orðinn meiri en vetraraflinn HEILDARAFLINN í Vestfirðinga- fjórðungi var 4.134 lestir í sfðast- liðnum mánuði á móti 3.431 lest í sama mánuði f íyrra. Er heildarafl- inn í f jórðungnum þá orðinn 28.885 lestir á sumarvertfðinni og er það 5 þúsund lestum meira en var á sumarvertíðinni í fyrra. Á sumarvertíðinni er öllum afla landað slægðum og miðast tölurn- ar við slægðan fisk, en sumar- aflinn jafngildir 33—34 þúsund tonnum af óslægðum fiski. Á síðustu vetrarvertíð var aflinn 32.627 lestir. Aflinn á sumarver- tíðinni er því mesti afli, sem borizt hefur á land á einni vertíð og þykir tíðindum sæta þegar sumaraflinn er orðinn meiri en á vetrarver- tíðinni. Afli togaranna í september var 3.243 lestir og er afli þeirra á sumarvertíðinni þá orðinn 19.793 lestir eða 68,5% heildaraflans, en á vetrarvertíðinni var togara- aflinn 49%. heildaraflans. Afla- hæstur togaranna í mánuðinum var Páll Pálsson frá ísafirði með 394 lestir, Guðbjörg var með 383 lestir og Framnes frá Þingeyri var með 338 lestir. Aflinn í hverri verstöð í septemberi 1978. 1977. Patreksfjörður 426 lestir (32 lestir) Táknafjörður 85 lestir (76 lestir) Bfldudalur 120 lestir (0 lestir) Þingeyri 234 lestir (201 lestir) Flateýri 259 lestir (436 lestir Suðureyri 436 lestir (405 lestir) Bolungarvík 582 lestir (545 lestir) ísafjörður 1.709 lestir (1.134 lestir) Súðavík 259 lestir (212 lestir) Hóimavik 14 lestir (80 lestir) Drangsnes 10 lestir (Olestir) 1.134 léstir (3.431 lestir) Maí/ágúst 24.751 lestir (20.360 lestir) 28.885 lestir (23.791 iestir) (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.