Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 19 „Ljósin í bcenum” í MH „LJÓSIN í bænum" nefnist nýstofnuð hljómsveit, sem kemur í fyrsta skipti fram opinberlega í Menntaskólanum við Hamrahlíð í kvöld, þriðjudag, klukkan 20.30. Mun hljómsveitin flytja lög af breiðskífu Stefáns S. Stefánsson- ar, höfuðpaurs hljómsveitarinnar, en breiðskífan er vætanleg á markaðinn innan skamms. Hljóm- sveitarmeðlimir eru sex og eru allir vel þekk'tir tónlistarmenn en hljómleikarnir í kvöld verða í hátíðarsal menntaskólans. „Ár barnsins” Kvenfélagasamband Kópavogs heldur sinn árlega haustfund í kvöld að Hamraborg 1. Fundarefni að þessu sinni verður „Ar barns- ins“, og flytja framsöguerindi um það Hulda Jensdóttir forstöðukona og Kristján Guðmundsson félags- málastjóri. Eftir framsöguerindin verða frjálsar umræður og er fundurinn sem hefst klukkan 20.30 öllum opinn. Basar kven- félags Odda- kirkju í dag ÁRLEGUR basar kvenfélags Oddakirkju verður í Hellubíói í dag, þriðjudag. Þar verður að venju margt góðra muna. Öllum ágóða verður varið til kaupa á tækjum til krabbameinsskoðunar í heilsugæzlustöðinni á Hellu. Áður hefur félagið varið fjármunum til dvalarheimilisins Lundar og Oddakirkju. Þá áformar félagið að gangast fyrir spilakvöldum á næstunni. Litla leik- félagið kynn- ir verk Jóhanns Jónssonar Garði. 23. október. — Á þriðju- dagskvöld verður kynningarkvöld á verkum Jóhanns Jónssonar í •samkomuhúsinu á vegum Litla leikfélagsins. Verður þar flutt leikrit eftir Jóhann, lesin upp ljóð og sungin lög eftir hann. Þá mun höfundurinn syngja gamanmál. Segja má, að Jóhann Jónsson sé eins konar hirðskáld Garðsins. Hann hefir samið meira og minna gamanmál fyrir allar stærri skemmtanir í Garðinum um ára bil. Mikil gróska er í starfi Litla leikfélagsins. Hafnar eru æfingar á Deleríum Búbónis, leikriti Jónasar og Jóns Múla Árnasona og eru æfingar á hverjum degi, en áætlaö er að sýna leikritið eftir 3 vikur. Leikstjóri er Flosi Ólafsson. Þá ætlar félagið að taka annað verk til sýningar eftir áramótin. — Fréttaritari. Leiðrétting í FRÉTT í Mbl. á laugardaginn er greint frá hversu mikið af síld hafi verið fryst og saltað hjá Söltunar- stöð Stemmu, Fiskimjölsverk- smiðjunni og Kaupfélagi A-Skaft- fellinga á Höfn í Hornafirði. Ónákvæmni gætir í fréttinni og í tölum sem þar koma fram er átt við innvegið magn af hráefni en ekki unna vöru. Er beðist velvirð- ingar á þessu. MARAí>ONDANSKEPPNIN í KLÚBBNUM: Ragna Sigursteinsdóttir og Hjalti Jensson sigruðu í maraþondanskeppninni og hér sjást þau með verðlaunabikar sinn, sæl en þreytt eftir 13 klukkustunda dans. 8pördönsuðu í 13 tíma, en Ragna og Hjalti sigruðu Það var mikið dansað í Klúbbnum á sunnudag, en veitingahúsið gekkst þá fyrir maraþondanskeppni. Hófst keppnin klukkan 12 á hádegi og lauk klukkan eitt eftir miðnætti. Alls voru það 15 pör, sem hófu maraþondansinn, en aðeins átta luku honum. Sigur- vegari í keppninni urðu Ragna Sigursteinsdóttir og Hjalti Jensson, en í öðru sæti urðu Anna M. Guðmundsdóttir og Ilörður Harðarson og í þriðja sæti urðu Guðrún Bernharðs og Haukur Harðarson. Þess má geta að Hörður og Haukur eru tvíburabræður. En það var ekki aðeins að lengi hafi verið dansað, því plötusnúður þessa 13 klukkutíma var Vilhjálmur Ástráðsson og setti hann með þessu nýtt íslandsmet í sinni grein. Gamla metið var níu klukkustundir. Sem fyrr segir hófu 15 pör danskeppnina og framan af leit út fyrir að þau myndu öll halda hana út. Má til marks um það hafa að klukkan sex hafði enginn keppendanna brugðið sér neitt frá, en það var að sjálfsögðu leyfilegt. Heiðar Ástvaldsson, dans- kennari, sem átti sæti í dómnefnd keppninnar, sagði að fyrirfram hefði verið búizt við því að keppendurnir tínd- ust af dansgólfinu einn af öðrum, þegar líða tæki á dansinn og var talið að stúlkurnar yrðu fljótar að þreytast. En reyndin varð önnur og fyrstu pörin, sem hættu keppni, hættu vegna þreytu herranna. Heiðar sagði, að dómnefndin hefði haft í huga frammistöðu kepp- enda allan daginn og hefði verið ýtt við þeim, sem dóm- nefnd taldi vera að spara sig fyrir kvöldið. Um kvöldið hefði öðru máli gilt og var þá látið afskiptalaust þótt keppendur dönsuðu ekki af jafnmiklum krafti og fyrr, enda þá aug- Ljóst að þreyta væri farinn að segja til sín. Sjálfur kvaðst Heiðar hafa verið hrifinn af keppninni og þótt hún skemmtileg. Þótti honum mik- ill kraftur hafa verið í öllum þátttakendunum og undraðist hann nokkuð hvernig þeir hefðu getað haldið út í allan þennan tíma. En það var ekki nóg að dansa í 13 klukku- stundir, dómnefndin tók einn- ig tillit til þess, hversu vel keppendurnir dönsuðu otf í lokin var dómnefndin einróma sammála um að par númer 4, Ragna og Hjalti, hefði orðið númer eitt. Þau pör, sem höfnuðu í þremur fyrstu sætunum, fengu í sigurlaun vegleg verð- laun, eða allar þær hljómplöt- ur, sem Hljómplötuútgáfan mun gefa út fyrir jól, en það munu alls vera 20 plötur og hafa 16 komið út, en fjórar eru væntanlegar. Þá veitti dans- skóli Heiðars Ástvaldssonar þremur efstu pörunum danskennslu í vetur í verðlaun og auk þess bauð Klúbburinn öllum keppendunum í kvöld- verð í Klúbbnum næstkom- andi sunnudagskvöld. Stöðugur straumur fólks var á keppnina allan þann tíma, sem hún stóð yfir og lætur nærri að 3.000 manns muni hafa komið á maraþonkeppn- ina. Eðlilega var mest um manninn er líða tók á keppn- ina og var þröng á þingi í Klúbbnum um eitt-leytið. Mik- il spenna lá í loftinu, þá er úrslitin voru kunngerð og var augsýnilegt að áhorfendur voru sammála dómnefndinni um úrslit keppninnar, því þeir fögnuðu sigurvegurunum með lófataki og miklum fagnaðar- látum. Er búið var að afhenda sigurlaunin, stigu þrjú efstu pörin á ný út á dansgólfið og dönsuðu sigurdans. Var þá leikið sama lagið og í upphafi keppninnar, 13 klukkutímum áður. Maraþondanskeppnin þótti í alla staði takast með ágætum og vel má vera að Klúbburinn efni til annarrar síðar, en það verður tíminn að leiða í ljós. Dansararnir hvfla sig, meðan beðið var eftir úrslitum maraþonkeppninnar. ( i - Áhorfendur studdu vel við bakið á sínum „mönnum" og fögnuðu þeim lengi og innilega að keppni lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.