Morgunblaðið - 24.10.1978, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.10.1978, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 23 Wa Malmö FF sem hefur . veriö yfirburða lið hér á undanförnum árum tók forystu í keppninni fljótlega og það var talað um það hve stór sigur þeirra yrði, svo sjálfsagt þótti það að þeir sigruðu. Við fylgdum fast á eftir og það var mikið lagt uppúr að ná þeim. Æfingum var fjölgað og yfirleitt allt gert. í 12. umferð mættum við svo Malmö á heimavelli okkar. Það var mikill mannfjöldi á vellinum og mikil stemmning. Við unnum leikinn 1—0 og skoraði ég markið.og er mér þetta því einn minnisstæðasti leikurinn frá keppnistímabilinu, enda þýddi þetta það, að við náðum Malmö FP’ að stigum, en við töpuðum okkar fyrsta leik í næstu umferð, en eftir það fórum við að síga framúr og eftir að hafa unnið Malmö FF á ný í 15. umferð höfum við haldið forystunni. Nú fyigdist ég með ykkur leikmönnum fyrir leikinn gegn Elfsborg í dag og sýndist mér allt fremur rólegt. Búið þið ykkur venjulega undir heimaleiki á þennan hátt? — Nei. Leikurinn í dag hófst kl. 13.30, en venjulega leikum við heima á sunnudögum kl. 19.00. Við mætum þá um kl. 10.30 og tökum létta æfingu. Um hádegið fer liðið í eitt besta hótelið í bænum, þar sem við borðum saman. Þá er rætt um taktíkina og annað sem leiknum viðkemur, en síðan fær hver maður sitt herbergi svo hann geti sofið eða hvílt sig sem best. Eins og þú sérð á þessu, er ekkert til sparað til að við getum staðið okkur sem best. Ekki búinn að átta sig ennþá — Nú ert þú orðinn sænskur meistari í knattspyrnu, jafnframt því sem mér er sagt að þú sért fyrsti útlendingurinn í sögu knatt- spyrnunnar í Svíþjóð, sem þann titil hlýtur. Er þetta ekki talsvert mál fyrir þig? — Jú, og satt að segja, þá er ég ekki búinn að átta mig á þessu ennþá. Hér snerist allt á annan endann. Alls konar fyrirtæki hafa verið að hringja í mig og beðið mig um að auglýsa hitt og þetta. Næstu tvær helgar verður t.d. allt liðið meira og minna upptekið við að auglýsa vörur fyrir tvö stór vöruhús hér og fáum við eitt og annað fyrir það. Þá fáum við allir leikmennirnir keypta bíla með afslætti og góðum kjörum. Þetta er allt saman öðruvísi hér en t.d. heima. Ég hef orðið einum þrisvar sinnum Islandsmeistari með Skagamönnum. Gekk það allt saman hljóðlega fyrir sig miðað við það sem hér gerist. Nú það má geta þess, að nú er verið að undirbúa ferð hjá liðinu til Bandaríkjanna og Jamaica. Verða konur leikmanna með í þeirri ferð sem standa mun í 2 vikur, en farið verður 9. nóv. — Það er ekki hægt að ræða það og ég treysti mér varla til að lýsa því. Ég held að menn verði að sjá þetta. Ég veit að þú ert mér sammála eftir að hafa kynnt þér þessi mál í dag. — Já, ég tek undir það. En hvað tekur við er þið komið frá Bandaríkjunum og Jamaica? — Við höldum áfram að æfa, því að það verður ekkert stoppað. Um eða eftir áramótin förum við að leika æfingaleiki og síðan er „turnering" með sænskum og dönskum liðum og síðan hefst keppnistímabilið á ný. Hefur tekið framförum — Finnst þér þú hafa tekið breytingum sem knattspyrnumað- ur á þessum tíma með Öster? — Mér finnst mér hafa farið fram og tel mig því betri en ég var áður. Ég tel mig hafa haldið hraðanum og kraftinum, en ég er tekniskari en áður, en eins og allir vita, þá var þaö mín veika hlið — auk þess sem ég hef lært mikið. Ég kom hingað meiddur og það hefur háð mér allt þar til nú. Ég passaði fótinn vel og reyndi að forðast hnjask svo meiðslin tækju sig ekki upp. Ég tel að ég eigi eftir að leika betur. — Það er ótalmargt sem gaman vséri að spjalla um við þig, Teitur, en einhversstaðar verður að setja punktinn. Að lokum. Þú gerðir 2ja ára samning við Öster. Hvað tekur við að honum loknum? Hollenskt félag í sigtinu? — Því get ég ekki svarað. Ég ítreka það sem ég hef sagt áður, að mér og okkur hjónunum líkar mjög vel í Svíþjóð. Ég tel að Öster sé einn besti klúbburinn hér í landi, þannig að ég er ekki með neinar breytingar í huga. Þó getur alltaf eitthvað skeð og get ég sagt frá því, að nýlega var hringt í mig og ég spurður hvort félag í Hollandi væri að ræða við mig og sögðust þeir hafa það eftii; áreiðanlegum heimildum. Ég sagði að mér væri ekki kunnugt um það. Þannig að það getur alltaf eitt- hvað skeð, en ég mun hugsa mig vel um, áður en ég ákveð að fara frá Öster. Ég þakka Teiti spjallið og Dísu Dóru fyrir kaffið, kveð börn þeirra, Ester sem er 6 ára og Ólaf Torfa, 3ja ára. Það er komin þoka og við Benedikt Valtýsson fylgjumst að í lestina í Alvesta, sem mun flytja okkur til Malmö. Við erum sam- mála um það, að það sem við sáum og heyrðum í dag sé mun meira en við reiknuðum með. Teitur er orðinn stórt nafn í sænskri knattspyrnu og það má að lokum geta þess, að Aby Ericsson, sænski landsliðseinvaldurinn, lét þess getið nýverið í blaðaviðtali, að það væri slæmt að Teitur væri ekki sænskur ríkisborgari, því að hann hefði not fyrir hann í sænska landsliðið. • Þeissir heiðursmenn voru í heimsókn, Davíð Kristjáns- son og Benedikt Valtýsson. Teitur skorar Teitur Þórðarson hefur svo sannarlega verið iðinn að skora mörk fyrir lið sitt, Öster, í sumar og hann er nú einn markhæsti maður sænsku knattspyrnunnar. Hér sjáum við f jögur af mörkum Teits í sumar. Teitur skorar fyrsta mark sitt í „allsvenskan**. Þetta var í leik Öster og Elfsborg í 2. umferð. • Enn eitt mikilvægt mark hjá Teiti, í þetta skipti gegn Norrköping. • Markið, sem ef til vill skipti sköpum og kallað var „gullmarkið“. Teitur hefur skorað sigurmarkið í 2>1 sigri Öster yfir erkifjendunum Malmö FF og það á útivelli. í fyrsta skipti var Öster komið í efsta sæti og það sæti lét liðið ekki eftir. Teitur ásamt þjálfara Öster á leikvelli liðsins fyrir leikinn við Elfsborg. • Teitur fagnar marki gegn IFK Göteborg, erfiðum andstæðingi, en í því liði leika m.a. HM stjörnurnar Björn Norquist og Ralf Edström. Helgi Daníelsson heimsækir Teit og fjölskyldu í Svíþjóð I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.