Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24, OKTÓBER 1978 I • Þorbjörn Guðmundsson brýzt hér í gegnum vörn Refstad og skorar eitt fimm marka sinna í leiknum á sunnudag. Leikmenn Refstad léku Valsbúningum þar sem þcir höfðu tapað töskunni með búningum si'num á leiðinni til íslands. Ljósm. RAX. Stórgóó markvarzla Óla Ben kom Val áfram VALSMÖNNUM tókst að leggja Refstad að velli í Laugardalshöllinni á sunnudag. 14 — 12, og tryggja sér þar með rétt til að taka þátt í annarri umferð Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Er þetta í þriðja sinn sem Valur kemst áfram í aðra umferð. Leikur Vals og norska liðsins Refstad á sunnudag var skemmtilegur á að horfa, þó sérstaklega síðari hálfleikur, og ekki vantaði spennuna í lok leiksins er Norðmönnunum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk á lokamínútunni. Var mikil stemmning á áhorfendapöllunum og var Valsmönnum ákaft fagnað er sigurinn var í höfn. Það var fyrst og fremst frábær markvarsla Ólafs Benediktssonar sem tryggði Val áframhaldandi þátttöku í keppninni. Ólafur sýndi að hann hefur engu gleymt, og hvað eftir annað varði hann stórvel. Fékk hann t.d. aðeins á sig þrjú mörk allan fyrri hálfleikinn. Ekki má samt gleyma því, að hann hafði sterka vörn fyrir framan sig, en varnarleikurinn og markvarslan voru aðall Valsliðs- ins í þessum leik. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir leik- menn Vals, hversu sóknarleikur liðsins er sveiflukenndur og hversu mörg marktækifæri mis- notast. Vítaköst, hraðaupphlaup og upplögð tækifæri af línu fóru forgörðum. Refstad er ekki sterk- ara lið en það, að Val hefði ekki átt að vera skotaskuld úr að sigra það með fimrh til átta marka mun. Það var Bjarni Guðmundsson sem opnaði leikinn fyrir Val með því að skora laglega eftir hraða- upphlaup á 4. mín. leiksins. Trond Ingebrittsen, eini norski leik- maðurinn sem einhver ógnun virtist stafa af, jafnaði með þrumuskoti eftir uppstökk. Tölu- verður hraði var í leiknum til að byrja með hjá báðum liðum. Um miðjan fyrri hálfleikinn hafði Valsmönnum tekist að ná 4ra marka forystu í leiknum og áttu þeir nafnar Þorbjörn Guðmunds- son og Jensson mestan þátt í því. Á sama tíma lék Valsvörnin vel og Óli Ben. varði eins og berserkur. Á 20. mínútu fyrri hálfleiks skorar svo Jón Karlsson með lausu skoti milli fóta norska markvarðarins, og áttu nú flestir von á að Refstad yrði nú kafsiglt, en svo fór ekki. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins skoruðu Valsmenn ekki eitt ein- asta mark. Sóknarleikur þeirra varð ráðleysislegur og ekkert gekk. Hilmar þjálfari hefur eflaust talað vel við sína menn í hálfleik, því að þeir voru mjög sprækir framan af síðari hálfleiknum og léku þá vel, var það besti kafli Vals í leiknum, hröð upphlaup tókust vel, laglegar línusendingar sáust og falleg langskot utan af velli. Þegar síðari hálfleikur var hálfn- aður var staðan 13—7 og öruggur sigur virtist í höfn. En þá hljóp allt í baklás hjá Val. Þeir hættu að sækja og láta boltann ganga á milli. í stað þess var reynt að hnoðast inn í vörnina og það gekk að sjálfsögðu ekki. Leikmenn Refstad gengu á lagið og þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum er staðan 13—10. Upp- hófst nú mikill darraðardans síðustu fimm mínútur leiksins. Stefáni tókst að skora 14. mark Vals en Refstad bætti tveimur við og síðustu 30 sek. léku þeir maður á mann. En þeir byrjuðu sprettinn of seint, Valssigur var í höfn, naumlega þó. Lið Vals lék þennan leik vel á köflum en þess á milli datt það niður í algera meðalmennsku. Bestu menn Vals í þessum leik voru Ólafur markvörður og nafn- arnir Þorbjörn Guðmundsson og Þorbjörn Jensson, þeir voru sem klettar í vörninni og stórhættuleg- ir í sóknarleiknum. Mörk Þor- björns Guðmundssonar voru mörg stórfalleg. Lið Refstad olli vonbrigðum, allur leikur þeirra var mjðg einhæfur og lítið um gegnumbrot, og aðeins einn maður gat ógnað verulega með langskotum. Besti maður liðsins var markvörðurinn Tom Janssen, varði hann mjög vel og var Valsmönnum erfiður ljár í þúfu. Mörk Valsi Þorbjörn Guðmunds- son 5, Þorbjörn Jensson 3, Stefán Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson 2, Bjarni Guðmundsson 1, Jón Karlsson 1. Mörk Refstadi Ulf Magnussen 4, Trond Ingebrittsen 4, Terje Halle 2, Jörn Ormaasen 2, Vísað af leikvellii Rune Sterner í 2 mín., Þorbirni Jenssyni í 4 mín., Steindóri Gunnarssyni í 2 mín. Misnotuð vítakösti Jón Karlsson skaut í stöng á 22. mín. og lét verja hjá sér á 40. mín. Þorbjörn Guðmundsson lét verja hjá sér víti á 26. mín. Sagt eftir leikinni Hilmar Björnsson, þjálfari Valsi Taugarnar gáfu sig í lokin hjá mínum mönnum. Það er óskiljan- legt hve mikið af góðum tækifær- um fer forgörðum. Það eru til þrjú lið á Islandi sem eru betri en þetta norska lið. Stefán Gunnarsson, fyrirliði Valsi — Ég er ánægður með að komast í aðra umferð. En ekki nægilega ánægður með þennan leik. Það var markvarsla Óla Ben. og varnar- leikurinn sem kom okkur áfram. Harald Tyrdal, þjálfari Refstad. — Við erum vonsviknir. Við vorum seinir í gang og það kostaði okkur sigur í leiknum. Það er alltaf jafn gott að leika á íslandi. Góð stemmning. br. ha Vi óh lei síí lei fr sk re, m: ót ko þe Si; að Nýliða sér í s NYLIÐARNIR í 1. deild. HK. hlutu e Víkingi. Ekki var að sjá að þeir bæru n teknir föstum tökum og framan af f allharður, en ekki að sama skapi vel lei vísað út úr húsinu fyrir ljótt orðbragð Víkingar báru sigurorð af HK í tr; leiknum eins og við var búist, skoruðu 25 mörk gegn 20. Staðan í leikhléi var 11—9 Víkingi í vil. Mikill hraði var í leik liðanna og réðu þau á köflum illa við hann og urðu sendingar þá oft ónákvæmar og upphlaup fóru forgörðum. Sérstaklega á þetta við um HK. Með meiri yfirvegun í leik sínum hefðu þeir getað náð lengra. Ljóst er að það verður enginn leikur fyrir liðin í 1. deild að sækja HK heim. Nú þegar hefur nafnið ljónagryfjan heyrst nefnt um heimavöll þeirra að Varmá. Og dyggilega er stutt við bakið á þeim af áhangendum þeirra með miklum hrópum og köllum. Um 300 áhorfendur voru á leiknum á laugardag og flestir á bandi HK. Lið HK tók forystuna í leiknum á laugardag með marki Stefáns Halldórssonar og var það jafn- framt fyrsta mark Islandsmótsins í ár. Stökk Stefán hátt upp fyrir framan vörn Víkings og skoraði laglega í hornið niðri hjá Kristjáni markverði Víkings. Það var ekki fyrr en á 14. mínútu fyrri hálfleiks sem Víkingum tókst að jafna 4—4, það sem eftir var fyrri hálfleiks var staðan jöfn, en rétt í lokin tókst Víkingum að síga fram úr með tveimur mörkum og höfðu því tveggja marka forystu í leikhléi. Töluverð harka var í fyrri hálf- leiknum og á stundum var um óþarfa hrindingar og brot að ræða. I byrjun síðari hálfleiksins kom strax í ljós leikreynsla og raun- veruleg geta Víkinganna þrátt fyrir að þeir næðu sér aldrei verulega á strik, höfðu þeir alltaf undirtökin og sigur þeirra var aldrei í neinni hættu. Þeirra beitta vopn voru hraðaupphlaupin sem oft tókust vel. Um miðjan síðari hálfleik höfðu þeir náð fimm marka forustu og héldu henni út leikinn. Besti maður Víkings í þessum leik var Skarphéðinn Óskarsson sem barðist mjög vel í Vörninni og gerði engar vitleysur í sóknar- leiknum, þá voru þeir Páll og Árni Sæmundur Stefánsson, FH, hindrar Arsæl Hafsteinsson, ÍR, sem kominn er í dauðafæri á línunni. i FH-II ÍR í laug, FH | gefa míní mörl úr 14 máls pess Fn stefn míní hag. brey í há Sein slaki skor upp skor mjöc panr B8 liðun í Ragi Guöl meö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.