Morgunblaðið - 24.10.1978, Page 22

Morgunblaðið - 24.10.1978, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 Qompton Porkinson Enskir rafmótorar einfasa 0.33—3 HÖ þrifasa 0.5—25 HÖ VÖNDUÐ VARA HAGSTÆTT VEfíÐ VALD. POULSENf SUÐURLANDSBRAUT10 — SÍMAR: 38520-31142 Þingfréttir í stuttu máli Eftirvinna og há- markslaun lögbundin Oryrkjasjóður, félagsheimili o.fl Þingdeildir Fundir voru í báöum þingdeild- um í gær, auk stutts fundar í Sameinuðu þingi. í efri deild mælti ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra fyrir stjórnarfrv. um niðurfærslu vöruverðs og verðbótavísitölu, þ.e. frv. til stað- festingar á bráðabirgðalögum um þetta efni. Af hálfu stjórnarand- stöðu talaði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem m.a. gagnrýndi vísitölusjónleik stjórnvalda. Þá flutti Vilhjálmur Hjálmarsson (F) framsögu fyrir frv. til laga um félagsheimili, er hann flytur ásamt Alexander Steíánssyni (F) og verður efnisat- riða þess getið í eftirfarandi fréttasyrpu. í neðri deild héldu umræður áfram um frv. þingmanna Alþýðu- flokks um breytingu á stjórnar- skrá lýðveldisins, þ.e. að Alþingi verði ein málstofa. Lúðvík Jóseps- son (Abl) og Benedikt Gröndal (A) tóku til máls. Komu ýmis athyglis- verð atriði fram í máli þeirra, sem nánar verður gert grein fyrir hér á þingsíðu Mbl. síðar. Félagsheimili í frumv. Vilhj. Hjálmarssonar og Alexanders Stefánssonar um félagsheimili er gert ráð fyrir því að félagsheimilalög nái til „sam- komuhúsa, sem ungmennafélög, Varaþingmaður Hannes Baldvins- son, framkvæmda- stjóri í Siglufirði, tók í gær sæti Ragnars Arnalds, 3. þm. Norður- lands vestra, á Al- þingi, en hann er á förum utan í opin- berum erindum. verkalýðsfélög, íþróttafélög, lestr- arfélög, bindindisfélög, skátafélög, kvenfélög, búnaðarfélög og hvers konar önnur menningarfélög, er standa almenningi opin án tillits til stjórnmálaskoðana, eiga og nota til fundahalda eða annarrar félagsstarfsemi, ennfremur sam- komuhúsa sveitarfélaga. Sama gildir um sjómannastofur, sem sömu aðilar eiga og reka, sjálf- stætt eða í tengslum við aðra starfsemi." Framkvæmda- sjóður öryrkja Jóhanna Sigurðardóttir (A) hefur lagt fram á Alþingi frv. til laga um Framkvæmdasjóð ör- yrkja, sem verði í vörzlu Félags- málaráðuneytis. Hlutverk sjóðsins er að greiða fyrir fjármögnun þeirra framkvæmda, sem gert er ráð fyrir í lögum, reglugerðum og áætlunum um sérkennslu og end- urhæfingu. Fyrsti kafli laganna fjallar um skipulag og stjórn. Annar um sérkennslusjóð.. Þriðji um endurhæfingarsjóð. Og fjórði um önnur ákvæði. meginmarkmið frv. sé að tryggja ákveðinn tekju- stofn til að greiða fyrir framkv. sem ráð er fyrir gert í 52. gr. grunnskólalaga. I frv. er gert ráð fyrir sérstöku tappagjaldi af áfengi, sem hækkar útsöluverð um kr. 200.00 á heilflösku af sterku víni og hlutfallslega á öðrum vínum. Ennfremur 20.- kr. gjaldi á hvern vindlingapakka, 20 kr. á reyktóbak (pr. 50 gr. pakkningu) og 2 kr. á vindil. Lágmarks- og hámarkslaun og takmörkun yfirvinnu Bragi Sigurjónsson (A) flytur tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin, í samráði við laun- þegasamtök, beiti sér fyrir laga- setningu um lágmarks- og há- markslaun, og skal munur þeirra eigi vera meiri en einn á móti tveimur og hálfum til þremur, þ.e. hámarkslaun í hæsta lagi þreföld við lágmarkslaun. I sömu lögum verði takmörk sett um lengd yfirvinnu, þar sem daglega er unnið um virká daga, þannig að hún verði eigi lengri en 2 tímar hvern vinnudag, nema undantekn- ingarleyfi sé veitt af viðkomandi launþegafélagi. Niðurfelling gjalda af búnaði til hitaveitna Bragi Sigurjónsson (A) hefur lagt fram aðra tillögu, þess efnis, að ríkisstjórnin hafi frumkvæði að lagasetningu um niðurfellingu aðflutningsgjalda, og söluskatts af efni og búnaði til stofnfram- kvæmda hitaveitna (þ.e. fram- kvæmda að dreifikerfi). Sex st jórnarliðar í tjárveitinganefnd í»rír ur stjórnarandstödu Ungir sjálfstæðismenn ályktuðu nú nýverið „Verkalýösráö viröist vera nánast eins og lokaöur klúbbur, sem alls ekki nær til launþega almennt. Hver ju svara forystumenn launþega-samtaka? Til þess aö ræöa þessi mál boöar Heimdallur SUS til almenns fundar í kvöld Þriöjudaginn 24. október aö Valhöll viö Háaleitisbraut, kl. 20.30. Frummælendur veröa: Jón Magnússon, form. SUS. Pétur Sigurösson, Guömundur H. Garðarsson. Sjáffstæðismenn, kryfjum pessi mál til mergjar. KOSNING fjárveitinganefndar Sameinaðs þings fór fram á Alþingi í gær, en kosningu í nefndina hafði áður verið frest- að, vegna frv. um fækkun í nefndinni (í 9), sem nú er orðið að lögum. Kosningu hlutu: Pálmi Jóns- son (S), Lárus Jónsson (S), Ellert B. Schram (S), Geir Gunnarsson (Abl), Sighvatur Björgvinsson (A), Þórarinn Sigurjónsson (F), Helgi F. Seljan (Abl), Bragi Sigurjóns- son (A) og Alexander Stefáns- son (F). Nýtt póst- og síma- hús á Hellissandi Hfliissandi. 23. október. NÝTT póst- og símahús var tekið í notkun hér á Hellis- sandi á föstudaginn. í hófi sem haldið var í tilefni opnunarinnar lýsti fulltrúi póst- og símamálastjóra, Þorgeir Þorgeirsson um- sýslustjóri, framkvæmd- um. Bygging hússins hefur staðið á annað ár en þó var byggt yfir sjálfvirku vélarnar 1969. Húsið er 254 fermetrar að flatarmáli á tveimur hæðum, samtals 1347 rúmmetrar, vandað að öllum frágangi. Arkitekt var Jósep S. Reynis. Byggingarmeistari var Ragnar Hjaltason, Hafnarfirði, múrverk annaðist Þráinn og Arni sf., rafvirkjameistari var Ottar Svein- björnsson, pípulagnir sá Daníel Guðmundsson um og málningu Sævar Þór Jónsson. Innréttingar í afgreiðslu komu frá Pósti og síma. Kristján Helgason umdæmis- stjóri afhenti síðan stöðvarstjóra, Sveinbirni Benediktssyni, lyklana að hinu nýja húsi og bað hann og annað starfsfólk vel að njóta hinna bættu vinnuskilyrða. Sveinbjörn tók við starfi stöðvarstjóra á Hellissandi í október 1944 og hefur ætíð starfað í litlu og ófullkomnu húsnæði, sem hér hefur verið ráðin bót á á myndarlegan hátt. Rögnvaldur. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.