Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 35 ekki verða til þess aö varna okkur að koma réttum og nægum upp- lýsingum til hins almenna borg- ara um stefnu- og baráttumál flokksins. Við gerum okkur fylli- lega grein fyrir, að skipulag og starfshættir flokksins voru ekki aðalorsök úrslita síðustu kosn- inga, en við teljum að þar sé mörgu áfátt, sem megi lagfæra. Ég tel í hæsta máta óréttlátt að saka unga sjálfstæðismenn um að missa sjónar af málefnabarátt- unni, þó skipulagsmálin séu tekin fyrir. Má í því efni minna á þær góðu undirtektir sem barátta okkar fyrir samdrætti í ríkisbú- skapnum og kjórdæmamálinu fékk á síðasta landsfundi flokks- ins. Það er svo önnur saga hvað varð af framkvæmd þeirra álykt- ana, sem þar voru samþykktar. Þessi baráttumál höfum við enn á oddinum, ásamt mörgum fleirum, má þar t.d. nefna vegamál, húsnæðismál og efnahagsmál. Ádeiluefnið í sambandi við margumrætt forystumynstur flokksins, sem mörgum virðist vera mjög svo viðkva^mt umræðuefni, tel ég að engum geti í raun fundist rétt- lætanlegt, að þeir tveir aðilar sem bjóða sig fram til að gegna forystu í flokknum, þ.e. formaður og varaformaður séu báðir sitjandi á alþingi og jafnvel — eins og gerðist á síðasta kjörtímabili — einnig í ráðherrastólum. Ekki að furða þó stundum væri talað um „höfuðlausan her". Það er áreiðan- lega ekki nóg að til forystu veljist góðir menn, þeir þurfa einnig að hafa tíma til að sinna starfi sínu. Þessi staðreynd leiðir ósjálfrátt hugann að því, hvort valddreifing- in í forystu flokksins sé yfirleitt nægileg. Þegar þetta er ritað eru þing- menn flokksins að kljást um, hverjir eigi að gegna formanns- stöðum í þingflokknum. Ég er þess nokkurn vegin fullviss, minnug umræðna okkar á Þingvallaþing- inu, að á komandi landsfundi verða margir ungir sjálfstæðis- menn sem kjósa formann og varaformann flokksins með það í huga, að a.m.k. annar aðilinn verði ekki svo störfum hlaðinn, að hann megi ekki vera að því að sinna flokksstarfinu. Til umhugsunar Varðandi upphrópanir forystu- mannanna gegn tillögum okkar og hugmyndum um hugsanlegar breytingar til batnaðar vil ég aðeins benda þeim á kafla úr niðurstöðum nefndar þeirrar, er vann á þinginu að endurskoðun á starfsháttum S.U.S. í umræddum kafla er fjallað um stöðu ungra sjálfstæðismanna innan flokks- kerfisins og segir þar orðrétt: „Nefndarmönnum fannst viðhorf eldri sjálfstæðismanna til S.U.S. vera það, að gott væri að hafa unga fólkið til að vinna verkin, en þegar til vals um menn í trúnaðar- stöður kæmi, væri niðurstaðan yfirleitt sú, að eldri og „reyndari" (eins og það er orðað) menn væru teknir fram yfir þá, sem unnið hafa verkin." Þessi dómur ungs sjálfstæðis- fólks segir þó nokkra sögu og ekki er von á vægilegri dómum eftir þessar undirtektir við störf okkar. Ég vil taka það skýrt fram, að ungir sjálfstæðismenn eru sér að fullu meðvitandi um það, að breytingar á skipulagi flokksins verða aðeins gerðar á landsfundi, og ef ályktanir okkar verða til að vekja fólk til umhugsunar um þennan mikilvæga þátt flokks- starfsins, þá teljum við nokkrum árangri náð. Við munum fylgja okkar hugmyndum eftir á kom- andi landsfundi og þar er rétti vettvangurinn fyrir forystumenn flokksins, sem ekki eru á sama máli og við að vinna gegn þeim. Birgir ísl. Gunnarsson fyrrv. borgarstjóri er líkast til einn yngsti sjálfstæðismaðurinn, sem valist hefur í ábyrgðarstóðu á vegum flokksins á síðustu árum. Hann flutti. athyglisverða ræðu á fundi hjá J.C. mönnum í Reykja- vík nú nýverið og fjallaði þar um hvað það væri sem gerði stjórn- málastarf eftirsóknarvert í augum ungs fólks. I lok ræðu sinnar drap hann á þá kosti sem hann taldi að góður stjórnmálamaður ætti að vera búinn. I fyrsta lagi nefndi hann þekkinguna, í öðru lagi hæfileikann til framkvæmda í þriðja lagi kjarkinn og í fjórða lagi, og hann lagði áherzlu á, að sá þátturinn væri ekki sízt mikilvæg- ur og var það hæfiieikinn til að brjóta sér leið úr viðjum vanans. Orðum sínum til stuðnings benti hann á nýútkomna bók, er hefur að geyma endurminningar Anwar Sadat Egyptalandsforseta, þar sem Sadat segir, að þetta sé sá eiginleiki, sem hann vildi sízt hafa verið án á stjórnmálaferli sínum og án hans hefði hann aldrei hafið samningaviðræðumar við ísraela. E.t.v. eiga þessi orð Birgis nokkurt erindi til margra aðila sem ekki sátu þennan J.C.-fund, því kem ég þeim á framfæri hér. Ég vil að lokum spyrja þá háttvirtu alþingismenn, sem sagt hafa, að ástæðulaust sé að breyta nokkru í skipulagi og starfshátt- um flokksins og framtíð hans velti aðeins á mönnum. Hvers vegna eru þeir sífellt að breyta lögum og reglum til handa íslenzku þjóðinni að starfa eftir — þeirri þjóð, sem þeir hafa margsagt bæði í ræðu og riti, að sé sú bezta í heimi? Svarið skyldi þó ekki vera það, að breyttir tímar krefjast sífelldrar endurskoðunar og lagfæringa? Guðlaugur Arason „Víkursam- félagið" skáldsaga Guðlaugs Arasonar komin út „Víkursamfélagið", skáldsaga Guðlaugs Arasonar er komið út hjá bókaútgáfunni Bókási. Er þetta önnur bókin, sem út kemur eftir þennan höfund á sama árinu, en hin er „Eldhúsmellur", sem kom út hjá forlagi Máls og menningar fyrir nokkru. „Víkursamfélagið" gerist í ís- lenzku sjávarþorpi — Rúnavík — þar sem Kaupfélag Langafjarðar, Óseyri, hefur alla þræði atvinnu- 'lífsins í höndum sér. Trillukarlar undir forystu Fjalars Guðmunds- sonar frá Nesi taka höndum saman, þegar þeim finnst kaupfélagið sýna þeim óbilgirni og yfirgang. „Víkursamfélagið" lýsir íslenzku sjávarþorpi — hvers- dagslífi sem hátíðum — amstri og ánægju þorpsbúa. „Víkursamfélagið" var lesin í útvarp á liðnu ári og á síðasta hausti hlaut sagan verðlaun í verðlaunasamkeppni bókaút- gáfunnar BÓKÁSS. „Víkursamfélagið" er önnur bók bókaútgáfunnar„Bókáss", sem stofnuð var á síðastliðnu ári. Bókin er 264 bls. að stærð og kostar kr. 6.480 út úr verzlunum. Gróðurnýting - gródurvernd Þau mistök urðu í sunnudags- blaði, að niður féll nafn höfundar greinarinnar Gróðurnýting — gróðurvernd, sem er Ingvi Þor- steinsson, magister, svo sem þeir eru lásu fyrri grein hans hafa vafalaust áttað sig á. En einnig féll niður í sunnudagsblaði, að þetta væri 2. grein Ingva. Sú fyrri birtist fyrr í vikunni undir sömu fyrirsögn. Þá féll niður orð í 5. dálki. Á að standa: Á tilraunastöðinni í S-Grænlandi er lambafjöldi á vetrarfóðraða á a.m.k. jafnhár og hér og þar er lömbum slátrað á svipuðum aldri og hér er gert. Eitt stórt stökk I AlKiLÝSINíiASÍMINN ER: s^p 22480 / J»oroiiubloí>i5> Vidtókumefttstórtstökktilaðsparaþérmöra sporiníframtíóinni Við tókum okkur upp nú fyrir nokkru með allt okkar hafurtask úr húsi Hótels Esju og höfnuðum í Toll- húsinu við Tryggvagótu. Þar eru því farmsöluskrifstofur okkar og afgreiðsla flugfylgibréfa nú. Gengið er inn í vesturenda Tollhússins. Nú getur þú innleyst fraktbréfið og lagt það i toll í sama húsi ásamt óðrum innflutningsskjölum. Ekki skaðar heldur að gjaldeyrisbankarnir eru í að- eins nokkurra skrefa fjarlægð. Athugaðu að sfmanúmer Flugfraktar verður nú hið sama og aðalskrifstofu Flugleiða. FLUGLEIDIR tffcolfrakt Tollhúsinu v/Tryggvagötu sími 27800 í . . i i . i • i i i > I U i i 11 ,\ \ ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.