Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 t ANDRI HEIDBERG, flugmaour, Laufésvegi 2A, lézt aö heimili sínu aöfaranótt 21. okt. Elín Högnadóttir, Þórey Heiöberg, börn, barnabörn og systkini hine látna. t Elskulegur eiginmaöur, stjúpfaðir, afi og tengdafaðir, STEFÁN JÓHANNSSON, lést í Los Angeles 22. október. Daðina Jóhannsson, Halla, Davíð og Hal Linker. t Eiginmaöur minn og faöir, GÍSLI KRISTJÁNSSON, sundhallaríorstjori, Eyrargötu 6, isafiröi, andaöist á sjúkrahúsi ísafjaröar sunnudaginn 22. október. Guðrún Vigfutdóttir, Eyrún Gísladóttir. t Útför konu minnar, móöur og tengdamóöur, SVÖVU BERENTSDÓTTUR, Skipholti 54, veröur gerö frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. október kl. 13.30. Ólafur Jonsson, Sverrir Ólafsson, Björg Gunnlaugsdóttir, Sigríður Jóna Olafidóttir, J. Steven Rastrick. t ADOLF KARLSSON, framkvaamdastjóri, Eskihlíð 26, andaðist í Landspítalanum 21. október. Fyrir hönd systkina og vandamanna. Garðar Karlsson, Erla Einarsdóttir. t Systir okkar, MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR, lést 19. þ.m. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd ástkærs sonar hennar Regína Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson. Faöir minn, er látinn. t ODDGEIR Þ. ODDGEIRSSON, bókari, Berglind Oddgeirsdóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU BRYNJÓLFSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni miövikudaginn-25. október kl. 3. -" Hörður Magnússon, Ólafía Magnúsdóttir og barnabörn. Pétur G. Pétursson, t Utför GUÐRÚNAR JÓHÖNNU JÓHANNSDOTTUR, Lindargötu 60, sem andaðist 13. október, hefur farið fram (kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hermann Stefánsson, Ingibjörg Lárusdóttir, . og börn hinnar látnu. t Jarðarför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, ÓLAFS JÓNSSONAR, stórkaupmanns, Methaga 1, fer fram frá Dómkirkjunni miövikudaginn 25. október kl. 1.30. Arnprúður Jónsdóttir, Snjólaug Ólafsdóttir Briem, Haraldur Briem, Jón Hjaltalín Ólafsson, Þórunn Þórhallsdóttir, Örn Ólafsson. Jóhanna Jóhannsdótt- Minningarorð ir Fadd 27. scptcmber 1891. Dáin 15. októbcr 1978 Hinn 15. okt. sl. lést amma mín, Jóhanna Jóhannsdóttir, á 88. aldursári. Langar mig til aö minnast hennar nokkrum orðum. Jóhanna amma fæddist í Nýja- Bæ, Krísuvík. Fæðing barns er ávallt merkur atburöur. Venjulega vekur hann föíínuð og tilhlökkun hjá foreldrum, vinum og vanda- mönnum, en amma var óskilgetin og óvelkomin í þennan heim. Á þessum tímum þótti mikil skömm að fæðast utan hjónabands og bitnaði það harðast á þeim, sem enga sök átti: barninu sjálfu. Föður sinn sá hún aldrei. Tíðar- andinn var miskunnarlaus og grimmur, móðirin unga sá sér ekki fært að sjá barni sínu farborða ein og óstudd. Var því barninu komið sem fyrst í fóstur hjá vandalaus- um. Að margra manna sögn munu fyrstu æviárin hafa verið með eindæmum erfið.Þessi kóldu ár settu spor á ævi hennar og' skapferli síðar meir. Móðuramma Jóhönnu varð til að taka hana burt úr fóstrinu og koma henni fyrir hjá góðu fólki, í bænum Eiðikoti í hraununum sunnan við Straums- vík. Oft minntist amma á fóstru sína í Eiðikoti, Guðrúnu Hannes- dóttur. Hjá henni var eina hlýjan, sem hún kynntist í æsku. Þaðan á hún bjartar endurminningar. Fóstra hennar var af gamla skólanum, heiðarleg, ströng en traust og góð. Ung fluttist Jóhanna að heiman eins og títt var í þá daga og bjó lengstan aldur sinn í Hafnarfirði. Snemma mun Jóhanna hafa vanist vinnusemi og sjálfsbjargar- viðleitni, ósvikin alþýðukona. Hún ferðaðist ekki víða, fór ekki langt, vann sín störf í kyrrþey og bar eigi skoðanir sínar á torg. Allt hennar líf og barátta snerist um börnin. í þá daga va starf húsmóðurinnar oft erfitt, að öllu leyti þæginda- laust. Þótt vinnudagurinn væri oft langur, var lítt á henni að sjá. Hún hefði getað mælt sig við margar þær konur á líkum aldri, sem. áttu við betri kjör aö búa. Hún var fríð sýnum, svipmikil og stórlynd. Oft var þröngt í búi og ekki alltaf vitað, hvað átti að vera í næstu . máltíð. Börn hennar urðu alls 7, 3 stúlkur og 4 drengir. Skiptust á skin og skúrir. Þyngst varð raunin, er þrír sonanna dóu í bernsku. Án efa hefur einlæg trú reynst henni traustur förunautur í strangri lífsbaráttu, verið hennar besti skjöldur. Hún sofnaði aldrei öðru vísi en út frá bænum sínum. Ég heimsótti ömmu alltof sjald- an, en stundum kom ég með fjólskyldu mína til hennar. Ekkert gladdi ömmu eins og að geta glatt lítið barn og mátti þá ekki á milli sjá hvort ljómaði meira andlitið á gömlu konunni eða barninu. Hún gaf allt, sem hægt var að gefa og mátti aldrei aumt sjá. Oft þótti mér skemmtilegt að ræða við ömmu. Hún bjó yfir margvíslegum fróðleik um liðna tíð í íslensku þjóðlífi. Furðaði ég mig stundum á, hve amma breyttist lítið, en síðustu mánuðina sá ég, að heilsu hennar hafði hrakað mjög. Hún sagði þá stundum: „Finnstþér ég ekki vera orðin ósköp lítilfjörleg og gómul." Henni ^annst hlutverki sínu í þessu lífi lokið og orðin södd lífdaga, sátt við að kveðja. Einni hluta ævinnar bjó Jóhanna amma á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Lilju Guðmundsdóttur og Hallvaröar Guðlaugssonar húsasmíðameist- ara, fyrst í Hafnarfirði og sl. 16 ár í Kópavogi. Hjá þeim vildi hún vera og hvergi annarsstaðar. Annaðist Lilja hana af einstakri alúð og umhyggju. Á efri árum gafst ömmu nægur tími til tóm- stundaiðkana og féll henni sjaldan verk úr hendi. Hún var frábær hannyrðakona, með sínum vinnu- lúnu höndum heklaði hún óteljandi dúka, milliverk í sængur- fatnað og ýmsa muni saumaði hún og prjónaði er prýða heimili afkomenda hennar. Barn að aldri fannst mér skemmtilegt að heimsækja ömmu suður í Fjörð, eins og við kólluðum það. Bjó hún lengst í Hafnarfirði í vinalegu húsinu sínu. Stendur mér enn í fersku minni, hve allt var sérstaklega snyrtilegt, bæði innan húss og utan. Það var sama hvert litið var, allt bar vott um frábæra smekkvísi og snyrtimennsku, allt gljáfægt og strokið handunnin listaverk húsmóðurinnar prýddu stofuna. Að lokum vil ég þakka Jóhönnu ömmu samverustundirnar. Ég og fjólskylda mín sendum kveðju til niðja hennar, sérstaklega Lilju og fjölskyldu hennar, sem reyndist henni svo frábærlega vel. Svaníríður S. Óskarsdóttir Bjarni Guðbjörns- son - Minningarorð F. 24. aprfl 1888 D. 15. október 1978 Þeim fækkar óðum mönnum eins og honum Dadda. Mönnum serii hljóðlátt unnu verkin sín sem vinnumenn á íslenzkum sveita- heimilum. Mönnum sem dyggir og trúfastir studdu hvern einstakan heimilismann í blíðu og stríðu. Mönnum sem dýrmætust laun hlutu í trausti og virðingu hús- bænda sinna. Bjarni Guðmundur Kristján, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 24. apríl 1888 að Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, þar sem Arnarnúpurinn gnæfir öðrum megin dalsins með þeirri konung- legu tign, sem vestfirskum fjöllum er eiginleg. Ekki kann ég að rekja ættir hans né frá hans fyrstu árum neitt að segja, en ungur drengur kom hann til langömmu minnar, Guðbjargar Bjarnadóttur á Arriarnúpi og ólst upp hjá henni. Móðurforeldrar mínir, Elínborg Guðmundsdóttir og Guðjón Þor- geirsson tóku síðar við búi á Arnarnúpi og árið 1912 réðist hann vinnumaður til þeirra og árið 1924 til dóttur þeirra og tengda- sonar, Guðbjargar Guðjónsdóttur og Kristjáns Guðmundssonar, sem þá voru flutt að Arnarnúpi. Æ síðan átti hann heimili hjá þeim, enda þótt hann um stundarsakir hyrfi til vinnu annars staðar. Mér fannst alltaf samband þeiría Kristjáns vera líkt fóstbræðralagi og Guðbjörgu þótti honum afar vænt um. Er þau hjónin brugðu búi fyrir liðlega 20 árum fluttist hann með þeim til Reykjavíkur og dvaldi hjá þeim nema síðustu árin er hann dvaldi á Hrafnistu. Milli Dadda og barna Guðbjargar og Kristjáns ríkti einlæg væntum- þykja og mér er ekki órgrannt um að honum hafi þótt þau fylla sína tilveru meira en flest annað. Þar sem Daddi ólst upp á Arnarnúpi með móðursystkinum mínum leyfi ég mér að fullyrða, að þau litu á hann sem bróður sinn. Hann brást þeim heldur ekki í bróðurhlutverk- inu og óllum lagði hann þeim meira eða minna lið. Hann var enginn hávaðamaður og flíkaði ekki tilfinningum sín- ura.en frá honum streymdi þessi dæmalausa hlýja, sem vermdi þá er í kringum hann voru, og þó einkum og sér í lagi börnin. Hann gat brugðið fyrir sig græskulausu gamni og þá var ekki hægt annað en kætast með honum, svo var gleðin fölskvalaus. En hugur hans var á stundum þungur og íhugull. Þá hrutu ekki mörg orðin af munni hans, en hann hugsaði þeim mun fleira. Keldudalsbændur fóru gegnum Haukadal er þeir fóru landleiðina til Þingeyrar. Sæist til hans Dadda varð uppi fótur og fit hjá okkur krökkunum. Við kepptumst um hylli hans. Fárra minnist ég sem voru meiri aufúsugestir að Vésteinsholti enn hann. Daddi átti gnótt bóka og var ósínkur á að lána þær. Einn veturinn var ég ekki í skóla af sérstökum ástæð- um. Þá sá Daddi mér fyrir lestrarefni. Hann hvíslaði vana- t Utför móður okkar HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR Drápuhlíð 45, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. okt. kl. 10.30. Ólafur Guðmundsson, Arnlaugur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir. lega í eyrað á mér um leið og hann kvaddi mig: „Hefurðu nokkuð að lesa, elskan mín". Svarið var yfirleitt nei. Þá hvíslaði hann á móti: „Ég sendi þér eitthvað eftir helgina með honum Bjórgvin". Svona var hann, hugulsamur og góður, enda skorti hann ekki aðdáendur af yngri kynslóðinni. Hann talaði við börn eins og fullorðið fólk, en þó á svo einfald- an og auðskilinn hátt. Allt sitt líf var Daddi í þjónustu annarra og ósérhlífinn og dyggur var hann. Þó gekk' hann aldrei heill til skógar. A unga aldri hafði hann fengið brjósthimnubólgu, sem gekk nærri honum, og mein í hendi, sem orsakaði það að annar úlnliðurinn varð staur. Til marks um'trúmennsku hans má geta þess að Búnaðarfélag íslands sæmdi hann silfurbúnum staf fyrir vinnumannsstörf. Mér finnst núna þegar Daddi er allur og ég lít um öxl, til þeirra stunda er við áttum saman, sorglegt að öll börn skuli ekki öðlast þá hamingju, sem felst í því að eiga slíkan vin sem hann var okkur. Eg veit að hann lifir og þó hann taki ekki með sér bækurnar sínar þá verður handtakið hans og viðmótið hið sama er við hittumst á ný. Hans bíða vinir í varpa og að afloknum löngum vinnudegi er gott að hvílast og hverfa á vit þeirra. Hvíli minn kæri vinur í friði, hans er gott að minnast. Hafi hann þökk fyrir allt. Guð blessi hann. Kristín Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.