Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 Markaðs- svædi TÖLUR um íbúafjölda landsins geta verið allþurrar aflestrar þegar þær eru ekki tengdar einhverjum hagnýtum þætti. Aftur á móti geta þær verið hinar nytsamlcgustu þegar skipuleggja á sólustarfið og taka þarf tillit til ýmissa takmarkandi þátta, s.s. tíma og fjármagns. Með því að athuga íhúatölur ákveðinna svæða auk annarra upplýsinga má greina landið upp í ákveðin markaðssvæði, svæði sem áætlað er að séu hagkvæmari en iinnur. Áður en nokkur dæmi verða nefnd um hugsanleg markaðssvæði er rétt að benda á að ekki er sama hvaða vörutegund er verið að selja (lyftara eða sólarlandaferð), hverjir kaupa (fyrirtæki eða einstaklingar) o.s.frv. En lítum þá nánar á tölur um íbúafjöldann. Heildaríbúafjöldi landsins 1. des. 1977 var 222.470 manns og skiptist hann þannig eftir aldursflokkum: 0-14 ára 28,4% 15-18 ára 8,2% 19-66 ára 55,1% eldri en 67 ára 8,3% Sem hugsanlegt dæmi um markaðssvæði má taka kaupstaðina. í fjórum stærstu kaupstöðum landsins búa um 55% þjóðarinnar og í þeim tíu stærstu búa um 66% hennar. , Einnig má viðhafa aðra viðmiðun, t.d. kjördæmin. í þremur stærstu kjördæmunum, Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandi eystra búa um 156 þús. manns eða um 70% þjóðarinnar. En ekki væru þetta handhægar upplýsingar ef selja ætti t.d. "landbúnaðartæki. Mesti fjöldi bænda mun vera á þeim svæðum sem merkt eru hér að neðan, þó e.t.v. megi þrengja þau mun meira án þess þó að smækka hinn raunverulega markað mikið en alls munu bændur vera um 5000 talsins. En dugar þetta? Nei, vissulega er þetta ekki nóg. Eitt af því sem má bæta við eru upplýsingar um atvinnutekjur manna á hinum ýmsu stöðum. Að lokum skal hér gefið smá sýnishorn af þeim mismun sem fram kemur í þessum tölum. Tölurnar eru fyrir tekjuárið 1976 svo óhætt mun vera að tvöfalda þær ef miða á við 1978. Allir fram- Hjón teljendur Reykjavík 1458 þús. kr. 2424 þús. kr. Garðabær (hæst á land.) 1941 þús. kr. 3134 þús. kr. ísafjörður 1788 þús. kr. 2854 þús. kr. Akureyri 1564 þús. kr. 2425 þús. kr. Neskaupstaður 1543 þús. kr. 2383 þús. kr. Landsmeðaltal 1490 þús. kr. 2382 þús. kr. Sigurður Haraldsson. Gunnar Kjartansson. Menn í nyj- umstöðum Sigurður Haraldsson viðskiptafræðingur hefur tek- ið til starfa sem skrifstofu- stjóri Sambands ísl. fiskfram- leiðenda. Sigurður starfaði áður hjá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun. Gunnar Kjartansson viðskiptafræðingur, hefur haf- ið störf hjá Útflutningsmið- stöð iðnaðarins. Hann starfaði áður sem innkaupastjóri Hag- kaups og við eigin verzlunar- rekstur. Viðskiptasíðan óskar þeim báðum til hamingju með hin nýju störf. Lækkun launa betri lausn en gengisfelling DANSKA vinnuveitendasamband- ið hefur sett fram þá kröfu að laun verði lækkuð þar í landi og síðan komi þriggja ára stöðvunartímabil á allar launahækkanir og segja þeir þetta eina raunhæfa ráðið ef tryggja eigi samkeppnishæfni danskrar framleiðslu, draga úr atvinnuleysinu og lækka verðbólg- una. Berlinske Tidende leitaði álits fjögurra hagfræðikennara við danska háskóla á væntanlegum áhrifum þessarar tillögu vinnu- vcitenda ef hún næði fram að ganga. Fer hér á eftir lausleg frásögn af svörunt þeirra. 'AUir voru þeir sammála um að þetta myndi leiða til minna atvinnuleysis, betri greiðslujafnað- ar og væri til muna betri lausn en gengisfelling til að tryggja sam- keppnishæfnina. Hvað varðar verðbólguna eru tveir kostir aug- ljósir. Verðbólgan lækkar þar sem ekki þarf að koma til gengisfelling en hún hefur eins og allir vita hvetjandi áhrif á vísitölu fram- færslukostnaðar. Einnig tryggir þessi leið það að ekki kemur til hækkunar á erlendum skuldum og þá um leið vöxtum og afborgunum af þeim. Hagfræðingarnir setja þó fram vissar efasemdir og benda t.d. á að þó Alþýðusambandið danska samþykkti þessa tillögu vinnuveit- enda þá væru það fleiri en þessir tveir aðilar sem ákvæðu launin. Það verði fólkið, launþegar og vinnu- veitandi, á hverjum einstökum vinnstað og vafasamt væri hvort það tæki fullt tillit til launa- stöðvunar. Önnur efasemdin er sú spurning hvernig færi fyrir þeim sem hafa fjárfest s.s. í fasteignum upp á þá von að verðbólgan héldist við lýði. Hugsanlega fengju margir þeirra skell ef verðbólgan minnkaði snögglega. Sem leið til lausnar slíkum vanda bendir einn þeirra þó á að minnka megi skattana annað hvort með því að auka frádráttar- liðina eða einfaldlega lækka skatt- prósentuna. Er þetta leið sem er fær fyrir okkur íslendinga til að minnka verðbólguna? VinoifinTi IÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Tími amatör- anna er liðinn FUGLARÆKT er sú tegund land- búnaðar sem sjálfsagt einna minnst hefur verið f jallað um í fjölmiðlum. Til að bæta úr því og til að kynna h'tillega þessa atvinnugrein ræddi Viðskiptasíðan við Jón Guðmunds- son á Reykjum í Mosfellssveit. Jón sagði að greina mætti fugla- bændur í þrjá meginflokka þ.e. eggjabændur, ungabændur og síðan kjötbændur. Hvað sig sjálfan varð- aði væri um 60% ungaframleiðsla og um 40% kjötframleiðsla. Hann hóf búskap 1947 og flutti inn egg frá Bandaríkjunum 1948 og 1949. Til að tryggja sem beztan stofn byggir Jón á ræktun og ströngu vali en auk þess flytur hann inn frjóegg frá viður- kenndum kynbótastöðvum í Noregi. Inhflutningur frá öðrum löndum er bannaður vegna alvarlegra sjúk- dóma. Helzti mismunurinn sem er á dýrunum er sá að í kjötframleiðsl- unni er um þyngra kyn að ræða sem vex hraðar og verpir minna af eggjum. Fyrsta kjötkynið sem flutt var til landsins var flutt inn á vegum Jóns um 1960 frá Danmörku. Varp- kynið er aftur á móti léttara og gefur af sér fleiri egg. Eins og í fleiri atvinnugreinum hefur þróunin orðið sú að rekstrareiningamar verða færri en stærri. Rétt eftir stríð voru um 600—800 fuglabændur í landinu en í dag eru þeir milli 100—200. Þrátt fyrir þetta telur Jón að eðlileg endurnýjun hafi átt sér stað í greininni og að ungu mennirnir sem komið hafa inn hafi sýnt mikla framsýni og dugnað. Fuglabúin eru aðallega í útjaðri helztu markaðs- svæðanna, þ.e. sunnan- og suð- vestanlands og í Eyjafirði en einnig eru bú á Vestfjörðum til að mynda. Búin eru nú allflest orðin vel vélvædd og má t.d. geta þess að Stofnalánadeildin áætlar það verk eins manns að annast 4000 dýr auk innheimtu og dre'fingar. Með betra skipulagi á dreifingunni mætti hins vegar hækka þessa tölu. Jón telur að núverandi dreifingarfyrirkomulag sé allt of dýrt fyrir bændurna og telur Hvernig gengur? Er ekki ýmislegt sem má betur I fara í' rekstrinum? I ritapakkan- um „Hvernig gngur fyrirtækið" eru vandamálin skýrð og bent er á helstu leiðir til lausnar. Hand- hægt og gott rit sem mæla má með. Upplýsingar gefur Vinnu- veitendasambandið, sfmi 18592. Jón Guðmundsson að nauðsyn sé á sérstökum dreif- ingaraðila eða aðilum. Hann lagði áherzlu á að hér væri ekki um einokunaraðila að ræða heldur nauðsynlegan millilið til hagsbóta fyrir neytendur og framleiðendur. Um 30 fuglabændur hafa reyndar tekið fyrsta skrefið til bættrar verkaskiptingar, því að þeir hafa sameiginlega byggt sláturhús sem koma á í stað 4—5 sláturhúsa sem fyrir eru. Megintilgangurinn með þessu sameiginlega átaki er þríþætt- ur sagði Jón, þ.e. að lækka slátur- húsakostnaðinn, lækka dreifingar- kostnað og að standast ströngustu kröfur heilbrigðiseftirlitsins. Neyzl- an er í dag áætluð um 2,3 kjúklingar á hvern landsmann á ári og þykir sú tala ekki há miðað við neyzlu annarra þjóða. Neyzlan hefur aukist mikið á undanförnum árum og má benda á að einn af mikilvægum hlekkjum sölukeðjunar eru grill- staðirnir. Annars virðist mér sem framboð og eftirspurn haldist nokk- urn veginn í hendur og er vonandi að svo verði einnig í framtíðinni, sagði Jón að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.