Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 Fiskveiðideila EBE: Bretar virða dómsúrskurð Liu Shao-chi Kaupmannahöfn. 23. ukt. Reuter. JOHN Silkin sjávarútvcgsráð- herra Brcta sagði í viðtali í danska sjónvarpinu í kvöld að það yrði mikið áfall fyrir þá sem vilja beita sér íyrir aðgerðum til verndar fiskstofnum ef Evrópu- Liu Shao-chi sagður álífi Peking. 22. október. Reuter. FYRRVERANDI þjóðhöfð- ingi Kína, Liu Shao-chi, sem talinn hefur verið látinn í nokkur ár, er enn á lífi samkvæmt áreiðanleg- um heimildum í Peking. En mjög ólíklegt er talið að Liu fái að koma aftur fram opinberlega. Hann var kunnasta fórnarlamb menningarbyltingarinnar á árunum kringum 1970 og Fangelsað- ur fyrir að skjóta knött ÞAÐ óvenjulega atvik átti sér stað á knattspyrnuvelli á Korsíku fyrir skömmu, að þegar framherji úr liði heima- manna lék á vörn gestaliðsins o>í hugðist renna knettinum í netið skaut einn áhorfenda knöttinn. Loftið fór úr knett- inum sem stöðvaðist rétt við markið, svo að ekkert mark var skorað. Tylft lögreglumanna sneri byssumanninn. Jean-Marc Lucchetti, niður og var hann síðar dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi fyrir verknaðinn. þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að hann hafi látizt skömmu eftir að henni lauk. Liu var sviptur öllum störfum í stjórninni og flokknum 1968 eftir harðar árásir sem hann hafði sætt á veggspjöldum í menning- arbyltingunni fyrir að fyig3a „endurskoðunar- stefnu" og að vera hliðholl- ur Rússum. Hann tók við embætti þjóðhöfðingja 1959 þegar Mao Tse-tung leiðtogi kommúnistaflokksins, af- salaði sér því. Honum er ennþá lýst þannig opinber- lega að hann hafi verið yfirmaður „borgaralegra miðstöðva" þótt ýmsir kín- verskir leiðtogar hafi mild- að gagnrýni sína á hann. Samkvæmt sumum heim- ildum stendur yfir endur- mat á stöðu Lius til þess að ákveða framtíðarstöðu hans í sögu kínverska kommún- istaflokksins. Hins vegar bendir ekkert til þess að hann fái uppreisn æru um sina daga. Stjórnin tap- aði í Aþenu Aþenu. 23. október. AP. Reuter. FRAMBJÓÐANDI stjórnarand- stæðinga í borgarstjórnarkosning- unuin í Aþenu í gær, Demetrios Beis, vann yfirburðasigur eftir einhverja hörðustu kosninga- baráttu á síðari tímum í borginni. Beis hlaut 57,28% atkvæða sam- kvæmt lokatölum en Georg Plytas fyrrverandi ráðherra 32,72%. í Píreus sigraði Georg Kyriakakos sem andstæðingar stjórnarinnar studdu og hlaut 53,4%. Andstæðingur hans, Aristedes Skylitsis, var borgar- stjóri í Píreus á dögum herforingj- astjórnarinnar. Þetta var síðari lota bæjar- stjórnarkosninga í Grikklandi og um tvær miHjónir greiddu atkvæði. I Aþenu sátu 24,4% kjósenda heima og 16,35% í Píreus. Þetta gerðist dómstóllinn dæmdi Bretum í óhag í máli Efnahagsbandalags- ins gegn Bretum. Silkin sagði að ef dómstóllinn dæmdi aðgerðir Breta í fiskveiði- málum ólöglegar, þá myndu Bret- ar virða þann úrskurð. En hann var bjartsýnn á niðurstöður og sagði að Bretar berðust fyrir góðum málstað, því að gripið hefði verið til aðgerðanna í verndunar- skyni en ekki af pólitískum ástæðum. Silkin sagði að aðgerð- irnar hefðu komið verst við brezkan sjávarútveg. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði að Bretar væru enn sem fyrr viljugir til viðræðna um veiðikvóta fyrir lönd Efnahagsbandalagsins við Bretlandsstrendur. En hann sagði að eina lausn fiskveiðideilu bandalagsins væru frekari vernd- unaraðgerðir og einkaréttur Breta til veiða allt að 12 mílum frá ströndum Bretlands. V* 1 g ^l Veður víða um heim Akureyri 4 léttskýjað Amsterdam 13 rigníng Atwna 18 heiðskírt Barcelona vantar Berlírt 11 skýjað Brussel 13 skýjao Chicago 23 rigning Frankfurt 11 rigníng Genf 9 Doka Hetsinki 3 heiöskírt Jerúsalem 29 heiðskírt Jóhanneaarb. 23 léttskýjað Kaupmannah. 7 skýjaö Lissabon 24 léttskýjað London 17 léttskýjað Los Angeles 24 heiðskírt Madrid 21 heiðskírt Malaga 21léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Miami 27 skýjað Moskva 5 heiðskírt New York 24 skýjað Ósló 5 skýjað París 15 skýjað Reykjavík 4 snjóél Rio De Janeirc « 28 léttakýjað Rómaborg 14 heiðskírt Stokkhólmur 6 skýjað TelAviv 29 skýjað Tókyó 21 heiðskírt Vancouver 12 skýjað Vínarborg 10 skýjað 1975 — Sendiherra Tyrkja í París skotinn til bana. 1973 — Vopnahlé ísraelsmanna og Egypta tekur gildi. 1966 — Rannsókn í fangelsis- málum Breta eflir flótta Blakes njósnara. 1964 — Zambía fær sjálfstæði = ÓL í Tokyo lýkur. 1962 — Bandaríkin setja hafnbann á Kúbu. 1961- Mótmæli hjá SÞ eftir sprengingu risasprengju Rússa. 1954 — Neyðarástandi lýst yfir í Kenya. 1945 - Stoínskrá SÞ tekur gildi. 1929 - Verðhrun í kauphöllim í New York. 1922 — írska þingið samþykkir stjórnarskrá írska fríríkisíns. 1917 — Annar ítalski herinn gersigraður við Caporetto. 1909 — Rússar og ítalir undir- rita samninginn í Racconigi. 1795 — Prússar, Austurríkis- menn og Rússar skipta Póllandi. 1688 - Franskt herttð tekur Heidelberg. 1648 - Vestfalsfriður, Þrjátíu ára stríðínu lýkur * Evrópuríki viðurkenna sjálfstíeði Niður- landa. Afmæli dagsinsi Jacques Lafitte, franskur bankastjóri — stjórnmálamaður (1767 —1844). Innlent. Fyrsti skuttogarinn, „Vtgri", kemur 1972 » Kvenna- árs mínnzt 1975 = Sameiningar- flokkur alþýðu — sósíalista- flokkurinn stofnaður 1938 « Samið við Gufuskipafélag Björgvinjar um skipaferðir 1913 ¦ F. Guðmundur Priðjónsson 1869 » Karl O. Runólfsson 1900 = Óttar Möller 1918 = D. Þorsteinn próf. Ketilsson 1754. Orð dagsinsi Blessaður sé sá sem hefur ekkert að segja og lætur hjá líða að fara mörgum orðum um þá staðreynd — George Eliot, ensk skáldkona (1819 -1880). Reka áróður út á sigur Karpovs Moskvu. Hong Kong, 23. okt. AP. SIGUR Anatoly Karpovs í einvíginu um heimsmeistara- titilinn í skák var hvalreki á fjörur áróðursmeistara kommúnistaflokks Spvétríkj- anna. Eru þeir þegar farnir að færa sér í nyt sigur Karpovs. Þannig hafa fjölmargar greinar um Karpov birst í blöðum í Sovétríkjunum og gerði Pravda t.d. mikið úr skeytum milli Karpovs og Leonid Brezhnevs á forsíðu. I skeyti þakkaði Karpov Brezhnev persónulega fyrir árangur sinn í einvíginu. Tass-fréttastofan hefur gert mikið úr afreki Karpovs og í sovéska sjónvarpinu var sýnd 45 mínútna kvikmynd um ævi skákmannsins þegar úrslitin í einvíginu voru kunn. Þar var fjallað um Karpov ýmist sem skákmann, listamann, vísinda- mann, læriföður, verkamann í þágu þjóðarinnar eða sendi- herra. Viktor Korchnoi kom í gær til Hong Kong frá Filippseyjum og teflir hann í dag fjöltefli við skákmenn Hong Kong. Búist er við því að bæði Karpov og Korchnoi komi til Ólympíuskákmótsins í Buenos Aires í Argentínu, en þó er reiknað með að hvorugur þeirra tefli, þar sem svo skammt er liðið frá einvígi þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák. Castro sendir f anga til Miami Havana, 23. október. AP. Fyrsti hópur pólitískra fanga sem hefur fengið að fara frá Kúbu til Bandaríkjanna kom til Miami með flugvél um helgina. í hópnum voru 46 fangar og 25 skyldmenni þeirra. Aðeins ein- staklingar hafa fengið að fara frá fangelsum á Kúbu til Banda- ríkjanna til þessa. Castro skýrði frá þeirri ákvörð- un sinni að sleppa föngunum í ágúst og gaf í skyn að fleirum yrði sleppt síðar. Pólitískir fangar á Kúbu eru á bilinu 1.000 til 3.000. Einhliða ákvörðun Castros er túlkuð sem tilraun til að bæta stirð samskipti Kúbu- og fjöl- mennrar nýlendu kúbanskra út- laga á Suður-Florida. Kafioðinn Kínverji Peking. 23. október. Reuter. GU CHEN-HUAN hlýtur að vera loðnasta barn Ktna, því þó að hann sé ekki nema eins árs er líkami harts, að undanteknum nefbroddinum, lófum og iljum, þakinn hárum. Á herðum barns- ins er t.d. sjö sentimetra langt hár. Gu er sonur smábónda í Liaon- ing og er sagður mjög heilbrigður og lífsglaður. Hefur kvikmynd verið gerð um drenginn. Fréttastofan Nýja-Kína sagði í dag að loðið barn hefði fæðst í sömu sveit fyrir menningarbylt- inguna, en afi þess hefði orðið því að bana þar sem hann hafi haldið það vera draug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.