Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 47 Eini sovézki leiðtoginn sem lif di af hreinsanir Muskvu, 23. október. Reuter. TILKYNNT var í Moskvu í gærkvöldi að Anastas Mikoyan, fyrrverandi forseti og einn af leiðtogum byltingar bolsévíka 1917, væri látinn 82 ára að aldri, en gefið var í skyn að útfbr hans yrði ekki gerð á kostnað ríkisins. ' I stuttri tilkynningu frá mið- stjórn kommúnistaflokksins, forsætisnefnd Æðsta ráðsins og ríkisstjórninni sagði að Mikoyan hefði látizt á laugar- dag eftir langvarandi veikindi. I tilkynningunni er lýst „djúp- um harmi" vegna andláts hans, en þar er hann kallaður „ellilíf- eyrisþegi" og einn af elztu félögum flokksins. Tilkynning- unni fylgdu ekki löng eftirmæli eins og venja er þegar sagt er frá láti háttsettra sovézkra embættismanna. Sérfræðingar í Moskvu benda á að tilkynningin líkist þeirri sem var birt þegar Nikita Krúsjeff fyrrverandi forsætis- ráðherra og flokksleiðtogi lézt í ónáð 1971. En í dag var Mikoyan hylltur í opinberum eftirmælum, undir- rituðum af Leonid Brezhnev forseta, Alexei Kosygin for- sætisráðherra og öðrum leiðtog- um ríkisins og flokksins. Þar er sagt að Mikoyan hafi verið frábær stjórnmálamaður og leiðtogi og framúrskarandi góð- ur skiþuleggjandi. Síðbúin birt- ing eftirmælanna breytir ekki því áliti að Mikoyan verði ekki lagður til hinztu hvíldar í múrum Kremlar. En þótt Mikoyan léti af starfi forseta af heilsufarsástæðum 1965, aðeins einu og hálfu ári eftir að hanri tók við því, hélt hann sæti sínu í forsætisnefnd- inni til 1974 og í miðstjórninni til 1976. Engin skýring hefur enn fengizt á því hversu lítið er sagt um andlát hans. í aðalfrétta- tíma sjónvarpsins í Moskvu var aðeins sagt frá því að hann væri látinn og ekki minnzt á það í lokafréttatímanum. Erlendir sérfræðingar telja þetta gefa til kynna að Mikoyan verði jarðað- ur í Novo-Dyevichy-kirkjugarði eins og Krúsjeff en ekki í múrum Kremlar eins og aðrir liðnir valdamenn. Mikoyan var í áratugi einn kunnasti leiðtogi Sovétríkjanna og sá þeirra sem lifði af allar Mikoyan á Keflavíkurflugvelli 1959. Með honum á myndinni eru (talið frá vinstri). Dr. Gylfi b. Gíslason þáverandi viðskiptaráð- herra, Jónas Haralz ráðuneytisstjóri og Alexandrov sendiherra Rússa. hreinsanir. Hann komst undan þegar hann var leiddur fyrir aftökusveit í Baku í borgara- stríðinu eftir byltinguna og slapp við hreinsanirnar á árun- um fyrir síðari heimsstyrjöld- ina. Alls átti Mikoyan sæti í 40 ár í æðstu stjórn flokksins og það var algert einsdæmi. Hann var viðskiptaráðherra, efnahags- ráðunautur Stalíns, sérlegur utanríkisráðgjafi Krúsjeffs og forseti 1964—1965. Nánast einn allra hinna svokölluðu gömlu bolsévíka sem börðust í bylting- unni náði hann æðstu völdum og dró sig í hlé rrieð fullri sæmd án þess að lenda í nokkurri ónáð. Sá hæfileiki hans að halda velli var ævintýralegur og talinn dæmigerður þar sem hann var Armeni. Margar skrýtlur voru sagðar um þennan hæfileika hans en með virðingu og án beiskju. Samkvæmt einni þess- ari sögu var gerð bylting og keisaranum aftur komið til valda. Erlendur sendiherra fór til Kremlar og bað um viðtal við nýja valdhafann. Blaðafulltrúi keisarans sagði sendiherranum: „Hans hátign getur ekki hitt yður, en þjónn hans Mikoyan mun ræða við yður." Mikoyan kom tvisvar til ís- lands, fyrst í nóvember 1959, þá á leið til Mexíkó, og síðan í febrúar 1960, þá á leið til Kúbu. í fyrra skiptið tóku meðal annarra á móti honum á Kefla- víkurflugvelli Gylfi Þ. Gíslason þáverandi viðskiptaráðherra (í forföllum Guðmundar I. Guðmundssonar utanríkisráð- herra) og Jónas Haralz þáver- andi ráðuneytisstjóri. Fréttamaður Morgunblaðsins 'heyrði á tal þeirra og Mikoyan spurði meðal annars hvort íslendingaf hefðu yfir nokkru að kvarta í viðskiptum við Rússa. Hann sagði m.a.: „Við kaupum af ykkur síld, þið kaupið af okkur vodka. Það á vel saman. é* 20 stóur ffi®t$wM$fáifo MT. tbl. — MiSv.kudatur 18. IrfÉn 11» Frenl«nitlU MnrrmiblaMaa Leynd yfir land- helgisfundunum ! Bretar hafa ábur rætt v/ð „áhuga- I ; soma ab'ila" — og munu halda bví i ófram, segtr opínber talsmabur UKtítOX, n. «AVMPr, --Vru IryREar. 5rE)». n rtN-jwfttjri in mm.» — hih luHttð haM « EMBJKTTISMENN (.¦ II .,*"•* *»"">ŒÍ» þjóöum hcldu i d*g ttrtmit^'j* l*# rik' sc fiíkvci&ilandhclgi — U IrliiininRt n»lu i;óretl»r itcfnu i Gonf. — Vm úgemingur er »6 H m.kkr.: rnn Þ*r IMl* Rábherrafundur um fríverzlunarsvæbi Finnar vilja njoío rrttinda, óit btinnoi þatttohu Míkojan rorddi vÍMÍptÍ Islands og Sovitrikjanna á KeÍlavikurfltiavtli í aatr; Hafib þib ytir nokkru ab kvarta? — apuréi hann „Við kaupum síld og þið vodka, það á vel saman" Rússor æila oð gera tunglib ab ferbamannalandi *nn frrmur Mjllll. á -iik.n vlBnkipli milll Sov-tl nk.....n> ¦>¦ I.I....K >g M|M ¦• .lii Ml K»». i unnklptum rfkjun* llmur I iDTMIlartM mlt ¦tjornir Kommttnl.t.fWUi, S.n-trikj.iin.. ksm vi» i K«fUvikurflU|vclli i f, . lalS ilunl lU Mcxica x haft þ.i 1 kb(. vlSdvol. RMkcrT ¦nn <>k alnuit '¦> Kcflavlkui •¦ .k^.6i bainn. t li->„t„ ¦f komu i-.M.r.i.n< (.«¦>¦ * rf(¦ Ir, r, t-.íl m. *. h.fi cftlr h.„. um, ¦• þ.S w& hrrn.».rlrviid. .iii.-l, hcanMr Eúwar unda menn IU i™,l«i.v «( cnn Ircmur .n umúa Rúiu ti mt-B l.lcndiufrum I landhclit- iunállnu. I>. 1..M . H| n, ¦ | n .•«k«n i-rirml l-.rni S þ.S vrrOi ^brliB. þcim n, F.nnl.mli - þ. rinn.r njöll fl«lr* Ji« .tkVKSl «»|n þCH.Ii tilloiu — L<j|Su l'*.i fr.m I.intillocu þ<H rlíi.-. t« rinn.r ikyldu ckki Ufcl finverjor beitta ltuigo.no h5tia i K.imii- I llOilU m ikýrflu uUn^ikúii !-of ¦* v»ri cítir Skál fyrir íslenzkum fiski." Og svo var skálað fyrir þorskinum, segir í Mþl. Mikoyan fór einnig til Keflavíkur og skoðaði bæinn. Þegar Mikoyan kom í síðara skipti til Keflavíkurflugvallar í febrúar 1960 tóku Hendrik Sv. Björnsson og Tómas Tómasson á móti honum. Þá spurði Mikoyan meðal annars hvort fiskur væri í kokkteil sem hann fékk. Hann lék á alls oddi segir í frásögn Morgunblaðsins og sagði meðal annars: „Faðir minn var trésmiður. Á hverjum degi drakk hann tebolla af vodka, borðaði dálít- inn brauðbita með osti og hljóp svo út í myrkrið til vinnu sinnar. Eg er ekki eins og hann, ég þakka fyrir, ég vil ekki meira Fv. ráðherra finnst skotinn BLAKENHAM vísigreifi, sem áður hét John Hare og var fiskimálaráðherra breta f fyrsta þorskastríðinu fyrir tuttugu ár um, liggur þungt haldinn í sjúkrahúsi f London þar sem hann hefur legið síðan hann fannst með alvarleg skotsár í síðustu viku í Holland Park í vesturhluta Lundúna. Talið er að hann hafi átt við vanheilsu að stríða að undanförnu og ættingjar hans og vinur hans Butler lávarður telja útilokað að fjárhagsástæður hafi leitt hann til þess að reyna að svipta sig lífi. Blakenham lávarður var for- maður íhaldsflokksins á árunum 1963—'65. Hann var nýlenduráð- herra 1955—'56, hermálaráðherra 1956—'58, landbúnaðar- og fiski- málaráðherra 1958—'60 og verka- málaráðherra 1960—'63. Hann var aðlaður 1963 skömmu eftir að Sir Alec Douglas-Home skipaði hann kanslara hertoga- dæmisins Lancaster. Fischer teflir Beli/rad. 23. október. Reuter - AP. BOBBY Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, mun tefla opinberlega á ný, að því er skáksamband Júgóslavfu til kynnti í gær. Teflir hann snemma á næsta ári einvígtó við Svetozar Gligoric, stórmeistarann júgóslavneska. í tilkynningu sambandsins sagði að eitt skilyrði Fischers fyrir keppninni hefði verið að hann fengi eina milljón dala í þóknun, hvort sem hann tapaði eða ynni. Einvígið verður með þeim hætti að sá sigrar sem fyrstur verður til að vinna tíu skákir. Að sögn heimildarmanria í Belgrad lék Fischer á als oddi meðan hann dvaldi í Júgóslavíu og er haft eftir Gligoric að Fischer hafi engu gleymt af snilli sinni við skákborðið. Blakenham lávarður Richards játar sekt Páfi ræddi við Jablonski í gær Vatikaninu. 23. okt. Reuter - AP. JÓHANNES Páll páfi annar, sem settur var inn í embætti við guðsþjónustu á torgi heilags Enn f ellur dalurinn Tókýó, 23. október. AP. Reuter. BANDARÍKJADALUR féll á gjaldeyrismarkaðinum í Tókýó í dag og hefur aldrei verið lægri gagnvart jaganska yeninu frá stríðslokum. Ástæðan fyrir óstöð- ugleika dalsins er sögð vera almennt vantraust á styrk hans. Péturs í gær að viðstöddum 200.000 manns, átti í dag einkaviðræður við Henryk Jablonski þjóðarleiðtoga Póllands. Ekkert hefur verið látið uppi um viðræðurnar, en áreiðanlegar heimildir herma að páfi og Jablonski hafi rætt um sambúð kirkju og stjórnvalda í Póllandi, sem er viðkvæmt mál. Seinna um daginn ræddi páfi við pólsku sendinefndina sem var viðstödd embættistöku hans. Jóhanne Páll annar hélt einnig sérstakan fund með pólskum biskupum sem komnir voru til Vatikansins og ennfremur veitti hann móttöku nokkrum þeirra þúsunda Pólverja sem komu til krýingarathafnarinnar. Jafnframt hélt páfi móttöku fyrir fulltrúa erlendra ríkja við krýingar- athöfnina. Við það tækifæri sagði páfi að hann mundi halda áfram fyrri tilraunum til að bæta sambúð kaþólsku kirkjunnar við kommún- istalönd. Þær tilraunir hafa einkum beinst að því að tryggja prestum aukið starfsfrelsi, að koma á kennslu kristinfræða, að minnka íhlutun hins opinbera í starfsemi kirkna og að hætt verði við ofsóknir á hendur trúaðra manna í kommún- istaríkjum. Talið er að um 60 milljóni manns í kommúnista- ríkjunum séu kristinnar trúar. Toronto. Ontario, 23. október. Reuter. Gítarleikari Rolling Stones, Keith Richards. játaði sig sekan f dag af því að hafa haft heróín í fóriiin sínum og önnur alvarlegri ákæra gegn honum fyrir eitur- lyfjasiilti var felld niður. Akærurnar eru síðan 19. febrúar 1977 þegar Richards var í tónleika- ferð með hljómsveit sinni. Hann var handtekinn þegar lögregla hafði fundið heróín í hótelherbergi hans. Richards hefði getað átt það á hættu að verða dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir ákæruna um eiturlyfjasöluna. En sækjandinn í málinu féllst á að fella niður þá ákæru ef Richards játaði hina á sig. Hundar bíta póstmenn Rennes. Frakklandi. 23. okt. AP. ÞRJÚ þúsund franskir póst- burðarmenn urðu fyrir hundsbiti við störf árið 1977 og eiga hundaeigendur f landinu á hættu að póstur verði ekki borinn í hús þeirra. Samkvæmt heimildum frönsku póstþjónustunnar voru póstmenn- irnir í 66 af hundraði tilfella bitnir í kálfann og í 12 af hundraði tilfella í sitjandann. Hefur glefs- gjörnum hundum farið fjölgandi á síðustu árum, eða um 41 af hundráði frá 1973. Fyrir dyrum stendur herferð þar sem eigendur hunda verða hvattir til að tjóðra þá meðan á útburði pósts stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.