Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 40
„Sanngjarnt að sér- staða eldra fólks verði tekin til athugunar” —segir Tómas Arnason fjármálaráðherra „ÞESSAR ráðstafanir núna voru gerðar við sérstakar aðstæður og í nokkrum flýti og því var við því að búast að einhverjir agnúar kæmu í ljós,“ sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra þegar Mbl. innti hann eftir því hvort ríkisstjórnin hefði tekið til athugunar þann vanda, sem nýálagður eignaskattsauki hefði bakað mörgu eldra fólki, sem hefur litlar tekjur en býr f eigin húsnæði. í baksíðufrétt 1 Mbl. s.l. sunnudag var bent á nokkur dæmi um slíkt. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þetta," sagði Tómas, „en þetta mál Háhyrning- hefur ekki komið til umræðu í ríkisstjórninni. Ég get ekki svarað því hér hvort hér má einhverju um breyta en lögin eiga eftir að fara fyrir Alþingi til staðfestingar. ar flugleiðis Hins vegar hefur skatturinn verið lagður á og gjalddagar ákveðnir. til Bandaríkj anna í kvöld Grindavík. 23. október. ANNAÐ kvöld, þriðjudag, leggja fjórir háhyrningar upp í langt og óvenjulegt ferðalag. Háhyrningar þessir hafa nú um nokkra hríð verið geymdir í1 búri í höfninni hér í Grindavík en annað kvöld á að flytja þá flugleiðis til Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem þeir verða þjálfaðir til þess að leika kúnstir í sædýrasöfnum. Há- hyrningarnir verða hífðir upp úr búrinu á morgun og fluttir upp á Keflavíkurflugvöll, þar sem þeim verður komið fyrir í Boeing 727 þotu Flugleiða. Áformað er að leggja af stað til Bandaríkjanna upp" úr miðnætti. Sædýrasafnið í Hafnarfirði hefur séð um að veiða háhyrningana. Sex há- hyrningar hafa verið veiddir en óvíst er hvað verður um hina tVO. — Guðfinnur. Hitt er svö annað mál að lögin eiga að falla úr gildi um áramótin og sérstök skattanefnd er nú að störfum og mun væntanlega gera tillögur um hvernig skattur verður lagður á næsta ár. Ég tel sann- gjarnt að sérstaða eldra fólks verði tekin sérstaklega til at- hugunar þegar endanlega verður gengið frá skattalögunum því við viljum ekki níðast á því fólki, sem hefur komið sér upp eigin íbúð- um.“ GÉRARD SOUZAY MEÐ SÖNGNÁMSKEIÐ. Þessa dagana fer fram söngnámskeið í hátíðasal menntaskólans við Hamrahlíð. Það er söngvarinn alkunni, Gérard Souzay, sem kennir, en tilsögnin fer fram með þeim hætti að alls 21 söngvari kemur fram og syngur, en Souzay gagnrýnir síðan og leiðbeinir. Auk þeirra söngvara, sem valdir voru til beinnar þátttöku í námskeiðinu eru yfir 80 áheyrnarnemendur. Námskeiðið hófst á sunnudag en þvi lýkur í dag. Þetta er þriðja námskeiðið af þessu tagi á vegum Tónlistarskólans á þremur vikum, en hér er um að ræða merka nýbreytni í starfsemi stofnunarinnar, og er ætlunin að framhald verði á henni. Myndin hér að ofan var tekin í Hamrahlíðarskólanum í gær. Davíð Scheving Thorsteinsson: Ódýrara að hafa fólkið á fullu kaupi við að gera ekki neitt — en selja vöruna á því verdi sem ríkisstjórnin GOSDRYKKJAVERKSMIÐJUR og smjörlíkisgerðir eru ennþá lokaður, þar sem eigendur þeirra sætta sig ekki við það verð, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið á framleiðsluvörum þeirra, en það er sem kunnugt er allnokkru lægra en það verð, sem verðlagsnefnd hefur heimilað. „Nýjustu útreikningar sýna að það sé minna tap fyrir okkur að hafa fólkið á fullu kaupi við að gera ekki neitt en selja vörurnar á því verði sem ríkisstjórnin hefur staðfest," sagði Davíð Scheving Thor- steinsson formaður Félags íslenzkra iðnrekenda og fram- kvæmdastjóri Smjörlíkis hf. í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð bætti því við að tap smjörlíkisgerðanna hefði verið, 30 til 40 milljónir króna síðasta einn og hálfan mánuð eða frá því gengið var fellt síðast. „Enn hefur engum verið sagt upp,“ sagði Davíð, „en. atvinna 360 manns er í háettu ef stjórnvöld gera ekkert til þess að leysa þetta mál.“ Morgunblaðið hafði enn- fremur samband við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra og spurði hann hvort ríkis- Fyrsti farmur af portú- gölsku oliunni á leiðinni OLÍUFLUTNINGASKIPIÐ Stonegate lestaði í dag um 11 þúsund tonn af gasolíu og 7 þúsund tonn aí bensíni í Portúgal, Qg þetta fyrsti farmurinn af eldsneyti sem kemur til landsins frá Portúgal í kjölfar þeirrar viðleitni íslenzkra stjórnvalda að auka innflutning frá Portúgal til að greiða fyrir saltfisksölu þangað. Samningar um þessi eldsneytis- kaup voru undirritaðir í apríl í ár og samkvæmt þessum samningi skyldu-keypt þaðan í ár 35 þúsund tonn af gasolíu og 7 þúsund tonn af bensíni. Vegna tafa við uppsetn- ingu olíuhreinsunarstöðvar þeirr- ar 1 Sines sem olían kemur frá hafa Portúgalir nú lýst því yfir að þeir geti ekki afgreitt meira magn í ár en kemur með þessu skipi en afgangurinn verður væntanlega afgreiddur í janúar á næsta ári. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu, er það ^firlýst stefna íslenzkra stjórnvalda að auka viðskiptin við Portúgal á þessu sviði og væru fyrirhugaðar viðræður við fulltrúa Petrogal, portúgalska fyrirtækisins, í nóvember nk. um frekari olíukaup frá Portúgal fyrir næsta ár. Þess má geta að núverandi 'viðskipta- ráðherra Portúgala, Peres Miranda, er forstjóri Petrogal. Verða leyfi hringnótabáta afturkölluð? AF ÞEIM tæplega 100 bát- um, sem fcngu leyfi til hringnótaveiða á haustinu, hafa aðeins um 30 bátar byrjað veiðarnar. Hvert skip hefur heimild til að veiða 210 tonn, en hringnótabátarnir mega samtals veiða 20 þús- und tonn af síld. Þegar hafa einhver skipanna fiskað upp í kvóta sinn. Sjávarútvegs- ráðuneytið íhugar nú alvar- lega að breyta kvóta skip- anna og jafnvel að kalla inn útgefin leyfi. Er tilkynning- ar að vænta í dag um þetta efni frá Sjávarútvegsráðu- neytinu. hefur ákvedid stjórnin myndi taka þetta mál til umfjöllunar á fundi sínum í dag. „Þetta mál hefur verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar sem verðlagningarmál og það er til meðferðar á þeim vett- vangi en iðnaðarráðuneytið hefur engin erindi fengið um málið. Málið mun væntanlega bera á góma á ríkisstjórnar- fundinum á þriðjudagsmorgun. Það er von mín, að þau fyrirtæki sem eiga hér í hlut geti sætt sig við þessa af- greiðslu, sem kom fram í ríkisstjórninni s.l. fimmtudag eins og sum þeirra hafa reyndar gert eins og Flugleið- ir.“ Arekstmm fœkkaði í hálkunni FLUGHÁLT var á götum Reykjavíkur í gærmorgun og þá brá svo við að árekstrum snar- fækkaði. Fjórir árekstrar urðu þá í umferðinni og fiijim frá hádegi til klukkan 22 í gærkvöldi eða 9 alls, sem er góð frammi- staða hjá vegfarendum. Búast má við hálku fyrir hádegi í dag og eru ökumenn hvattir til þess að fara varlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.