Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Úr tón- listar- lífinu Úr tónlistarlífinu nefnist þáttur í umsjón Jóns Ás- geirssonar tónskálds, sem er í útvarpi í kvöld kl. 22.45. Verður þar meðal annars fjallað um það sem helzt hefur gerzt J íslenzku tón- listarlífi og það sem von er á. Rætt verður um Gérard Souzay, tónleika í tilefni afmælis Norræna hússins, svo og Önnu Moffo, en hún heldur sem kunnugt er tónleika á vegum Ful- brijght-stofnunarinnar og H.I. annað kvöld og .á sunnudag. Sjónvarp í kvöld kl. 20.‘?0: Útvarp kl. 22.45: Fjölfötluð börn „Góöan dag, Hedda frænka," nefnist þáttur í sjónvarpi í kvöld og hefst kl. 20.30. Myndin fjallar um barnaheimili í Bergen í Noregi fyrir fjölfötluð börn. Sýnd er meðferö, sem þessi börn fá. Sérstaklega er reynt að nota hljómlist til að reyna að fá þau til að hreyfa sig eftir hljómfallinu og fá þau til að skynja heiminn. Sum þessara barna þjást af heilalömun, en önnur eru fötluð að öðru leyti. Sálfræðingar, læknar og sérkennarar reyna að hjálpa þessum börnum, sem mörg eru gjörsamlega ófær um að bjarga sér í lífsbaráttunni. Allt er gert til að hjálpa þeim til að skynja líkama sinn og það umhverfi, sem þau lifa og hrærast í. Barnavísur eru sungnar fyrir þau, en sum barnanna skynja aðeins hið auðveldasta, svo sem hendur, fætur, pabba og mömmu. Nokkur barnanna eru hreyfilömuð en hafa andlegt þrek. Flest börnin eru þarna í dag- vistun, en nauðsynlegt er að leyfa foreldrum þeirra að hvíla sig stund úr degi. Nokkur barnanna eru þó í athugun og algerri heimavist. Fjölfatlað fólk er hluti af þeim heimi, sem við lifum í, og okkur hinum, sem betur erum undir lífsbaráttuna búin, ber skylda til að hjálpa þeim og aðstoða eftir beztu getu. Þýðandi myndarinnar, Jóhanna Jóhannsdóttir, mælir eindregið með þessari mynd, og telur að sem flestir ættu að sjá hana, hvort sem þeir eiga börn eða ekki. Mynd þessi er rúmrar hálfrar stundar löng. Sjónvarp í kvöld kl. 21.05: „Dýrin mín stór og smá” Síðasti þátturinn í mynda- flokknum „Dýrin mín stór og smá“ er í kvöld kl. 21.05. Ekki er afráðið hvort sýndir verða fleiri þættir eftir sögum James Herr- iots. Gerður hefur verið mynda- flokkur eftir annarri sögu hans, en hann hefur ritað tvær bækur til viðbótar frá árum sínum sem dýralæknis. I kvöld verður líflegt að vanda. Kemur upp tilfelli af gin- og klaufaveiki, og snýst þáttur- inn mikið til um það, hvort þeir geti heft veikina. Tristan sýnir af sér talsverða karlmennsku í vitjun og James gerir sérstaka uppgötvun varð- andi lyf sem jafnvel Siegfried finnst merkilegt. Robert Hardy, Carol Drinkwater og Christopher Timothy í hlutverkum sínum sem Siegfried, Helen og James. „Svínin eru mitt upp- áhald” segir Tristan FYRIRMYND Tristans í myndaflokknum „Dýrin mín stór og smá“ er nú 62ja ára og býr með konu sinni, Sheilu, í Harrogate í Englandi, en þau eiga þrjár uppkomnar dætur. Tristan lét af starfi sínu hjá Landbúnaðarráðuneytinu á síð- asta ári en hann hafði á vegum þess verið ráðunautur í Skot- landi varðandi ófrjósemi dýra og síðan stjórnaði hann rann- sóknarstofu á vegum ráðu- neytisins í Leeds. „Mér finnst, að um 90% af því, sem gerist í myndaflokkn- um, hafi í raun og veru gerzt," segir Tristan. Tristan horfir alltaf á mynda- flokkinn „Dýrin mín stór og smá“ og segir, að vel hafi tekizt að ná tíðarandanum og að fólkið, sem þar kemur við sögu, sé alveg eins og það var í rauninni. „Sá, sem leikur mig, er lítið Hinn raunverulegi Tristan Farnon. eitt hærri en ég, en sá, sem leikur Siegfried, er mjög líkur honum.“ Tristan hittir James Herriot oft, en hann rekur enn dýra- sjúkrastofu ásamt Siegfried í sama bæ og þeim, sem mynda- flokkurinn kallar Darrowby í Yorkshire. „James gat alltaf komið orð- um að hlutunum. Hann skrifaði mér stórkostleg bréf þegar ég var í Indlandi á stríðsárunum, en mér kom aldrei til hugar, að hann yrði rithöfundur," segir Tristan. Þótt Tristan finnist gaman að dýrum og hafi áhuga á þeim, er hann ekki dýravinur. „Ég kann vel við ketti, af því að þeir eru sjálfstæðir. En svínin eru mitt uppáhald vegna þess, að þau hafa kímnigáfu." Peter Davison, sá sem leikur Tristan í „Dýrin mín stór og smá“, hitti hinn raunverulega Tristan Farnon fyrsta daginn, sem unnið var að upptöku myndaflokksins. „Það var reynsla, sem fékk hárin til að rísa á höfði mér. Það, sem hafði mest áhrif á mig, var að vita, að nær allir þessir hlutir höfðu í raun og veru átt sér stað,“ sagði Davison. Útvarp Reykjavík A1IDMIKUDKGUR 25. OKTÓBER MORGUIMNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Mprgunpósturinn. Um- sjónarmenni Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Ilauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. For- ustugr. daghl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Létt lög og morgunrabb. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna> Valdís Öskarsdóttir heldur áfram að lesa sögu sina. ..Búálfana" (13). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 bing- fréttir. 10.10 Fréttir. 10.10. Veður- fregnir. 10.25 Létt lög og morgunrabb (frh.) 11.00 „Eg veit hvar bezt mín blómgast von“ Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófastur talar um höfund þessa haustsálms og les hann einnig. 11.20 Morguntónieikar. Kirkjutónlisti Hans Gebhard leikur á orgel Prelúdíu og fúgu í fís-moll eftir Buxtehude. Rose Kirn leikur á orgel „Schmiicke dich. o liebe Seele". sálmfor- leik eftir Bach. býzkir iista- menn flytja „Ilver sem ljúf- an Guð lætur ráða". kantötu nr 93 eftir Bacht Ludwig Doorman stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Litli barnatíminn Finnborg Scheving stjórnar þættinum. 13.40 Við vinnunai Tónleikar. 14.30 Miðdegissagani „Ertu manneskja?" eftir Marit Paulsen Inga Iluld Hákonardóttir les (7). 15.00 Miðdegistónleikar Vlach-kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 4 í a-moll op. 25 eftir Wilhelm Stenhammar. 15.40 íslenzkt mál Endurtekinn þáttur Ásgeirs Biöndals Magnússonar cand. mag. S ÐDEGIÐ 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornt Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Sagani „Erfingi Patricks" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les (12). MIÐVIKUDAGUR 25. október 18.00 Kvakk-kvakk ítölsk klippimynd. 18.05 Klokkó og Nappó Trúðarnir Klokkó og Nappó eru á leið til hringleikahúss- ins, þar sem þeir skemmta. en villast og enda för sfna í sjónvarpssal ásamt hópi barna. býðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Finnska sjón- varpið) 18.45 Tony Kanadisk mynd um blindan tólf ára dreng. býðandi og þulur Ingi Karl Jóhannes- son. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingar og dag- skrá. 20.30 G<>ðan dag. Heda frænka Norsk mynd. tekin í skóla fyrir fjölfötluð börn. þar sem tónlist er mikilvægur þáttur f kennslunni. býðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið). | 21.05 Dýrin mín stör og smá. brettándi og síðasti þáttur. ISigur lífsins. Efni tólfta þáttari Tristan kemst að raun um, að hann hefur falllð á prófinu. Til að blíðka Sieg- fried og búa hann undir fréttirnar stundar hann trimm eins og bróðir hans. Hann tekur Ifka að sér erfiðustu verkin. Grier dýralæknir í Brawton slasast og James fer að hjáipa hohum. Hann kemst að raun um að læknirinn á ástkonu. Siegfried býður Tristan að gerast meðeig- andi. og þá kemst allt upp. Tristan er fyrirgefið með því skilyrði að hann haldi áfram dygðugu líferni. .55 Popp Gerry Rafferty. City Boy. Meatloaf, Yeliow Dog, og Michaei Zager Band .skemmta. MO Norður-írland Brezk fréttamynd um þróun mála á Norðurfrlandi und- anfarinn áratug. býðandi og þulur Jón O. Edwald. .30 Dagskrárlok. 17.50 Á hvítum reitum og svörtum Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestur í útvarpssah Guð- ríður Sigurðardóttir ieikur á píanó Tokkötu í D-dúr eftir Bach og Fimm prclúdfur úr op. 34 eftir Sjostakovitsj. 20.00 Úr skólaiffinu Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum. 20.30 Útvarpssagani „Fijótt fljótt. sagði fuglinn" eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (10) 21.00 Svört tónlist Umsjóni Gérard Chinotti. Kynniri Jórunn Tómasdótt- ir. 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson scgir frá. 22.10 Loft og láð Pétur Einarsson sér um flugmálaþátt. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Úr tónlistarlffinu Jón Ásgeirsson flytur þátt- inn. 23.00 Ljóð eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi Elín Guðjónsdóttir les. 23.15 Hljómskálamúsfk Guðmundur Gilsson kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.