Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverki Fröken Margrétar. Fröken Margrét sýnd í framhaldsskólum Þjódleikhúsið hefur byrjað að nýju sýningar á leikritinu Fröken Margrcti, sem sýnt var yfir 50 sinnum í Þjóðleikhúsinu á sfðasta leikári við miklar vinsældir. Fyrstu sýningarnar nú verða utan leikhússins og þá einkum f framhaldsskólum en skólar. félagasamtök og aðrir sem áhuga hafa á geta pantað sýninguna til sfn. Fyrsta sýningin verður í kvöld í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi en sýningar eru síðan fyrirhugaðar á Akureyri, Nes- kaupsstað og' Vestmannaeyjum. Einnig má geta þess að Þjóðleik- húsinu hefur verið boðið að sýna Fröken Margréti á leikhúsdög- um í Finnlandi um páskana. Leikritið Fröken Margrét er eftir brasilíska höfundinn Roberto Athayde og lætur hann það gerast í kennslustund hjá kennslukonunni Margréti en áhorfendur í salnum eru í hlutverki nemendanna. Leik- andi er þannig aðeins einn og í þessu tilfelli Herdís Þorvalds- dóttir, sem fengið hefur mikið lof fyrir leik sinn. Leikstjóri er Benedikt Árnason en Úlfur Hjörvar þýddi. Alls 78.481 öku- tæki í landinu Flestir bílar af árgerð 1974 en hinir elztu frá 1927 - Mest af Ford og VW Hverfafélög Sjálfstæðisflokksins: Sídustu aðalfundirnir Aðalfundir hafa nú verið haldnir í flestum hverfa- félögum sjálfstæðismanna 1 Reykjavík, og hefur þegar verið skýrt frá nokkrum þeirra í Morgunblaðinu. Eftir er að halda tvo fundi, og verður sá fyrri í kvöld, í Laugarneshverfi, og sá siðasti er svo annað kvöld, í Langholtshverfi. Hlíða- og Holtahverfi Aðalfundur Hlíða- og Holta- hverfis var haldinn í fyrrakvöld. Formaður var kjörinn Jónas Elías- son, en fráfarandi formaður, Ásgrímur P. Lúðvíksson, baðst undan endurkjöri. Meðstjórnendur voru kjöríir þeir Bogi Bjarnason, Bogi Ingi- marsson, Ásgeir Thoroddsen, Ólafur Magnússon, Haukur Hjaltason og Ása Sigurðardóttir. Fella- og Hólahverfi Aðalfundur hverfafélagsins í Björk Mývatnssveit 24. okt. SNEMMA' í morgun urðu ferða- menn í bíl á leið austur Mývatns- fjöll varir við Ijós, sem þeir töldu geta verið frá neyðarblysi. Þegar þeir komu austur að Sandfelli hafði einn þeirra orð á því að hann sæi ljós er líktist stjörnu- hrapi í suðausturátt í stefnu vestan við Skógarmannafjöll. Fóru þeir allir að horfa 1 sömu átt Fella- og Hólahverfi var haldinn hinn 7. þessa mánaðar. Var Gunnlaugur B. Daníelsson endur- kjörinn formaður, en auk hans voru eftirtaldir kosnir í stjórn: Helgi S. Árnason, Jónas Jónas- son, Jónína Hansen, Eyþór S. Jónsson, Sigrún Indriðadóttir og Sævar Sæmundsson. Árbæjar- og Seláshverfi I Árbæjar- og Seláshverfi var Konráð Ingi Torfason endurkjör- inn formaður, en fundurinn var haldinn 11. október. Auk formanns voru eftirtalin kosin í stjórn: Guttormur B. Einarsson, Hauk- ur Ólafsson, Gísli Baldvinsson, Gylfi Konráðsson, Margrét S. Einarsdóttir og Ásta 'Gunnars- dóttir. Austurbær og Norðurmýri Aðalfundur hverfafélagsins í Austurbæjar- og Norðurmýrar- hverfi var haldinn hinn 12. októ- ber. og sáu ljós sem benti til að því hefði verið skotið frá jörðu. Sneru þeir síðan við og óku niður í Kisiliðju og létu menn er þar voru á vakt vita, hvers þeir hefðu orðið vfsari. Samband var haft við björgunarsveitarmenn hér og var farið austur á tveimur bílum og meðal annars athugaðar slóðir en ekki urðu menn varir við neitt. Snorri Halldórsson var kjörinn formaður, en aðrir í stjórn voru kjörnir: Sigríður Ásgeirsdóttir, Gústaf B. Einarsson, Páll Sigurðsson, Sigríður A. Valdimarsdóttir, Hjör- dís Jensdóttir og Jóhann Gíslason. Bakka- og Stekkjahverfi Aðalfundur hverfafélagsins í Bakka- og Stekkjahverfi var hald- inn hinn 15. þessa mánaðar. Formaður var kosinn Steinþór Ingvarsson, en auk hans voru kjörin í stjórn: Sæmundur Jónsson, Hreiðar Jónsson, Kristinn Jónsson, Álf- heiður Jónsdóttir, Jakob Jóhannesson og Gerður Sigurðar- dóttir. Háaleitishverfi í Háaleitishverfi var aðalfundur haldinn hinn 18. október. Guðni Jónssoii var endurkjörinn formað- ur, og aðrir stjórnarmenn voru kosnir Ásgeir Hallsson, Hilmar Guölaugsson, Ragnar Júlíusson, Stella Magnúsdóttir, Guðmundur Jasonarson og Tryggvi Viggósson. Skóga- og Seljahverfi Á aðalfundi hverfafélags sjálf- stæðismanna í Skóga- og Selja- hverfi, sem haldinn var hinn 21. október, var Bjarni Guðbjörnsson endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Guðmundur H. Sigmundsson, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Jóhann Birgisson, Júlíus Hafstein, Óli Björn Kærnested og Rúnar Sigmarsson. Sem fyrr segir verða svo tveir síðustu aðalfundirnir haldnir í kvöld og annað kvöld. Aðalfundur Óðins verður hinn 26. október, og aðalfundur Varðar fer fram hinn 31. þessa mánaðar. Ljósagangur á MývatnsfjöIIum BIFREIÐAEIGN landsmanna hinn 1. janúar sl. var samtals 78.181 ökutæki. þ.e. fólksbifreið; ar. vörubifreiðar og bifhjól. I Reykjavík var þá skráð alls 30.161 ökutæki og í Reykjanes- kjördæmi 16.078 en í Vesturlands- kjördæmi 1969 ökutæki. í Vcst- fjarðakjördæmi 3115 ökutæki. í Norðurlandskjördæmi vestra 3689 ökuta'ki. 8589 ökutæki í Norðurlandskjördæmi cystra. 3658 á Austurlandi og á Suður- landi (báðar Skaftafellssýslur taldar þar með) alls 7892 öku- tæki. Af heildartölu ökutækjanna eru 71.090 fólksbifreiðar, vöruflutn- ingabifreiðar eru alls 6.916 en bifhjól eru alls 475 talsins. Á síðasta ári var tala bifreiða á hverja þúsund íbúa því alls 350,6 og fólksbifreiðar þar af 319,5 en tala bifreiða á 1000 íbúa var 271,2 fyrir 5 árum, 210,7 fyrir 10 árum og 116,5 bifreiðar á hverja 1000 íbúa árið 1959 en þá voru bifreiðar í landinu alls 20.256. Af einstökum bifreiðategundum er mest til af Ford og Volkswagen í landinu, en hér fer á eftir listi yfir þær 20 tegundir sem mest er til af en alls eru skráðar 142 tegundir samkvæmt bifreiða- skýrslu Hagstofu íslands. F»rd ........................ 9.475 13.391 Volkswagcn ................- 7.337 10,3% Fiat ........................ 4.519 6,4% Volvo ....................... 3.540 5.0% Land Rover _________________ 3.340 4,7% Skoda ....................... 3.267 4.6% Toyota...................... 2.750 3,9% Chevrolet ................... 2.491 3.5% Saab ........................ 2.465 3.5% Moskvitch .................. 2.202 3.1% Mazda ....................... 2.170 3.1% WillysJcep __________________ 1.967 2.8% Ford Bronco ......................... 1.966 2,8% Opel ...................... 1.770 2.5% Austin ...................... 1.524 2.1% Datsun ...................... 1.512 2.1% Mcrcedes .................... 1.446 2.0% Pcuncot ................... 1.395 2.0% Citroen .................... 1.312 1.8% Lada ...................... 1.161 1.6% Alls voru um síðustu áramót skráðar 94 gerðir af vörubifreiðum en mest var til í landinu af eftirtöldum 10 tegundum: Ford .................. 1.268 18,3% Mercedes Benz ......... 1.100 15,9% Volvo ................... 616 8.9% Bedford ................. 585 8.5% Scania Vabis ............ 565 8,2% Volkswagen .............. 498 7,2% Chevrolet ............... 418 6,0% G.M.C ................... 178 2.6% M.A.N................. 174 2.5% Moskvitch ............. 164 2.4% Af einstökum árgerðum var um áramótin mest til af bifreiðum af árgerðinni 1974 eða 11.982 bifreið- ar, 7.371 bifreið af árgerð 1971, 6.898 af árgerðinni 1972, 6.481 af árgerðinni 1973 og 6.422 bifreiðar voru til af árgerðinni 1977. Af 8 síðustu árgerðum er minnst til af bifreiðum af árgerðunum 1975 eða 3.110 og 1976 3.662 bifreiðar. Fjöldi bifreiða af einstökum árgerðum gefur töluverða vísbend- ingu um efnahagsástand þjóðar- innar á liðnum árum. Til dæmis kemur í ljós að aðeins eru til 1.650 bifreiðar af árgerðinni 1969 og verður að hverfa sjö ár aftur í tímann eða til ársins 1962 til að finna lægri tölu. Af árgerðum frá tímabilinu 1953—60 eru yfirleitt til um 250—270 bifreiðar en hins vegar aðeins 17 bifreiðar af árgerðinni 1950 og 14 af árgerðinni 1949 en hins vegar 157 bifreiðar af árgerðinni 1947 og 599 bifreiðar af árgerðinni 1946 og 246 bifreiðar af árgerðinni 1942. Hins vegar eru ekki til nema örfáar bifreiðar frá kreppuárunum og tímabilinu þar í kring, en 10 bifreiðar frá 1930 og 1931 og elztu bifreiðarnar á skrá eru tvær bifreiðar, fólksbíll og vörubíll, frá árinu 1927. Alþýðusamband Vest- fjarða skorar á f élög að afturkaUa ekki uppsagnir ALÞÝÐUSAMBAND Vestfjarða hefur samþykkt áskorun til aðildarfélaga sinna þess efnis. að félögin vcrði ekki við tilmælum Alþýðusambands íslands um aft- urköllun uppsagnar kaupgjalds- ákvæða kjarasamninga. Enn hafa engin verkalýðsfélög á Vestfjörð- um orðið við áskorun ASÍ um afturköllun uppsagnar kaup- gjaldsákvæða kjarasamninga. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, kvað þessa samþykkt hafa' verið sam- þykkta einróma á fundi í sam- bandinu. Menn hefðu ekki séð ástæðu til þess að afturkalla uppsagnirnar á meðan slík óvissa ríkti um niðurstöður af endurskoð- un vísitölukerfisins eins og lofað hefði verið og svo liti út nú sem endurskoðunin myndi taka mun lengri tíma en ríkisstjórnin hefði ætlað. Pétur kvað þessi viðbrögð ASV ósköp eðlileg í stöðunni. Pétur kvað stjórnarflokkana tvo, Alþýðuflokk og Alþýðubanda- lag, verða að starfa í samræmi við þau loforð, sem þeir gáfu fyrir kosningar — slíkt væri lágmark og væri ljóst að ekki þýddi fyrir þessa flokka að hlaupa frá þessum loforðum. Þeir væru að vissu leyti búnir að svíkja þessi loforð, en þó gætu þeir enn bjargað sér fyrir horn. Morgunblaðið spurði þá Pétur, hvort hann hefði trú á því að flokkarnir stæðu við loforðin. „Trú er nú annað en von, en ég hef von. Við skulum láta trúna eiga sig í bili,“ sagði Pétur Sigurðsson, sem tók fram að ekki þýddi að hengja á menn medalíur áður en þeir hefðu staðið við sín loforð. Áður hafa verzlunarmenn ákveðið að afturkalla ekki uppsögn kaupgjaldsákvæða kjarasamninga, svo og Sjómannafélag Reykjavík- Kirkjuþing hefst á morgun Kirkjuþing 1978 kemur saman fimmtudaginn 26. október. Það hefst með guðsþjónustu í Hall- grímskirkju kl. 14 þann dag. Við guðsþjónustuna prédikar sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, prófastur og krikjuþingsmaður. Fundir kirkjuþings verða haldn- ir í fundarsal Hallgrímskirkju. Öllufn er heimilt að hlýða á almennar umræður kirkjuþings. Setningarguösþjónustan kl. 14 á fimmtudag er að sjálfsögðu opin öllum. (Fréttatilk.) iilííítLi ! jtt:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.