Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 Ilalldór Blöndal ætti við með eftirfarandi um- mælum í stefnuræðu sinni „að gæta þess vandlega að útiloka ævinlega áhrifavald flugumanna stéttarandstæðingsins." Hér væri haft í hótunum við aðila í þjóðfélaginu og ráðherrann yrði að skýra það nákvæmlega, um hverja væri hér að ræða og í hverju þessi „útilokun" væri fólgin. Ráðherra kvaddi sér ekki hljóðs til að svara fyrirspurn- inni. „Röng ffrétt og ódrengileg" Albert Guðmundsson (S) hóf mál sitt á því að gagnrýna þann megintilgang Ól.R.Gr., sem hóf þessar umræður utan dagskrár, Albert Guðmundsson Morgunblaðið enn til umræðu í S.Þ.: Albert ber brigð- ur á fréttafhitning „Tilboðið sýndarmennska” í gær var framhaldið í Sameinuðu þingi umræðum utan dagskrár, sem Ólafur R. Grímsson (Abl) hóf í fyrradag í tilefni fréttar í Mbl. um samráðsviðræður ríkisstjórnar og tiltekinna launþegasamtaka. í þeim umræðum gerði Albert Guðmundsson (S) athugasemd við frétt á bls. 2 í Mbl. í gær, varðandi val á fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í fjárveitinganefnd — og taldi þar rangt frá skýrt. Takmörkuð samráð við launÞega Halldór Blöndal (S) var fyrst- ur á mælendaskrá og taldi 01. R. Grímsson (Abl) hafa sótt stað- festingu — og aðeins staðfest- ingu — á réttmæti fréttar Mbl. um samráðsfund ráðherra og fulltrúa tiltekinna launþegafé- laga í svar fjármálaráðherra. Staðhæfing 01. R. Gr. um samráð við verziunarmenn, byggð á því að Björn Þórhallsson sé í nefnd, er ekki sé enn tekin til starfa, sé út í hött. Raunar brjóti efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar í bága við yfirlýsta stefnu verkalýðssamtaka í skattamál- um, sem verið hafi á þá leið að beinir skattar skyldu lækkaðir en ekki hækkaðir. Og það séu fleiri stéttir en verzlunarmenn sem séu sniðgengnar í þessu samráði. Nefna mætti Sjó- mannasambandið og Bandalag háskólamanna. Vitnaði H.Bl. til blaðaviðtals við formann BHM og yfirlýsingu launaráðs BHM máli sínu til sönnunar. Samráðið við launþega sé því ærið götótt. H.Bl. sagði Ól.R.Gr. hafa boðað alþingi götunnar í þessu þjóðfélagi, sem knýja ætti þjóð- kjörið þing til undanhalds. Það væri af sama toga og að fjalla um frumvarp að fjárlögum við aðila utan þings, áður * en þjóðkjörið þing fjallaði um það. Þá væri nauðsynlegt að fá fram, hvað viðskiptaráðherra, Sv.G., Karl Stcinar Guðnason að stefna þjóðfélagshópum í stéttastríð, þegar samvinnu væri þörf um að leysa sameiginleg vandamál þegnanna og þjóðar- búskaparins. Ól.R.Gr. hefði lítt komið nálægt erfiðisvinnu í þjóðfélaginu og hann væri raun- ar „boðflenna" sem sjálfskipaður málsvari launafólks á Alþingi. Þar næst vék Al.G. að frétt á bls. 2 í Mbl. í gær, þar sem fram kemur, að hann hafi hafnað tilboði Ellerts B. Schram (S) um að hann stæði upp fyrir honum í fjárveitinganefnd. — Ég veit ekki hver er heimildarmaður Mbl. að þessari frétt, sem er röng. Ég trúi því ekki að það séu þingbræður mínir í Sjálfstæðis- flokknum, sagði hann. Ég átti trúnaðarviðtal við Ellert í hliðarsal Alþingis, ekki á þingflokksfundi, þar sem ég sagði honum, að formgallalaust val þingflokksins á fulltrúum í fjárveitinganefnd hefði farið fram, sem hvorki hann né aðrir gætu breytt. Tilboðið væri því sýndarmennska. Ég hafnaði ekki tilboðinu á þeim forsendum að ég hefði ekki tíma til starfa í fjárveitinganefnd, eins og fram kemur í frétt Mbl. Sú frétt er röng, ósönn og ódrengileg. Ég skora á formann þingflokks sjálfstæðismanna að staðfesta að ég fer með rétt mál. Hitt er svo annað mál að E.Sch. og sjálfsagt fleiri vildu gjarnan bæta fyrir að 1. þm. Reykvíkinga fékk ekki aðgang að þingnefnd- um. ÓÞörf umræöa Karl St. Guðnason (A) sagði þessa umræðu óþarfa, þótt hún sýndi ofan í ljónagryfju Sjálf- stæðisflokksins. Samstarf ríkis- stjórnarinnar við verkalýðs- hreyfinguna væri í bezta lagi enda væri stjórnin mynduð að vilja verkalýðshreyfingarinnar, til að koma í veg fyrir framhald kjaraskerðingar fyrri stjórn- valda. Fundurinn hefði einungis fjallað um, hvern veg framhalds- viðræðum skyldi hagað. Fjár- málaráðherra hefði tekið fram, að samtök sjómanna og háskóla- manna kæmu inn í viðræðu- myndina, þó ftr. þeirra væru ekki á þessum fyrsta fundi. Sjómenn hafa ekki lýst andstöðu við ríkisstjórnina, sagði K.St.G. Og ASÍ viðurkennir sérstöðu verzlunarfólks til að rétta sinn hlut. Hugsanleg breyting ekki rædd í Þingflokknum Gunnar Thoroddsen, for- maður þingfl. sjálfstæðismanna, tók fram, í framhaldi af orðum Alb. Guðmundssonar (S), að þingflokkurinn hefði valið full- trúa í fjárveitinganefnd á fundi sínum 12. október. Fyrir vali hefðu orðið: Pálmi Jónsson, Lárus Jónsson og Ellert B. Schram. — Hugsanleg breyting á þessari tilnefningu kom ekki til afgreiðslu í þingflokknum. Sjálfstæöur starfsvettvangur Albert Guðmundsson (S) þakkaði G. Th. fyrir að staðfesta fyrri orð sín, eins og hann komst að orði. Starfsvettvangur minn verður sjálfstæður í sölum Al- þingis, þar sem ég hefi ekki aðstöðu til að koma fram málum í þingnefndum. Vona ég, sagði Al.G., að ég megi þrátt fyrir það haga þingstörfum mínum á þann veg, að stuðningsfólk mitt telji mig ekki hafa brugðizt trúnaði við það. Gunnar Thoroddsen Mengunarmál á Suðurnesjum: Tillaga um rannsóknarnefnd þingmanna Svör utanríkisráðherra við fyrirspurnum BENEDIKT Gröndal, utanríkisráðherra, svaraði í gær í S.þ. fyrirspurnum frá ólafi Ragnari Grímssyni (Abl.) varðandi varnir gegn mengun af völdum varnarliðsstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. í umræðu, sem af spurningum og svörum spannst, kom fram gagnrýni, m.a. frá 2 þingmönnum Alþýðuflokksins úr Reykjaneskjördæmi á fram- kvæmd mengunarvarna af hálfu utanríkisráðu- neytis um langt árabil, einkum varðandi vatnsból þéttbýlis á þessu svæði. ólafur Ragnar boðaði tillögu um rannsóknarnefnd þingmanna af þessu tilefni, svo og til að kanna hugsanlega geymd kjarnorkuvopna á vallarsvæðinu. Spurningar Ólafs — svör utanríkisráðherra Sp.i 1. „Tekur utanríkisráð- herra gilda yfirlýsingu deildarstjóra varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins um, að enginn, hvorki íslensk- ur né bandarískur aðili, hafi vitað að olíu eða öðrum efnum úr skýli flughersins á planinu fyrir framan hafi verið veitt út í skurð.“ Sv.! Ég tel ekki ástæðu til þess að rengja yfirlýsingu deildarstjóra varnarmála- deildar og vil trúa því, að hún hafi verið gefin eftir bestu vitund. Það var ekki fyrr en íslenskir aðalverktakar tóku að grafa á þessum stað í lok septembermánaðar, að olíu- mettaður jarðvegur kom í ljós og voru þá strax gerðar ráðstafanir til að fjarlægja þann jarðveg. Þó er á hverjum degi fjöldinn allur af íslensk- um og bandarískum starfs- mönnum á þessu svæði. Sp.i 2. Hvaða líkur telur utanríkisráðherra að séu á því, að bandaríski flugherinn viti, hvað gerist í háloftunum yfir og í kringum Island, fyrst hann veit ekkert um stóra olíuskurðinn rétt við eigin flugskýli? Sv.i Ég tel það engan veginn rökrétt að draga af þessu máli neinar ályktanir um það, hvernig varnarliðið gegnir hlutverki sínu sem heild. Sp.i 3. Hvaða ráðstafanir hefur utanríkisráðherra gert til að komast að raun um, hver bar ábyrgðina á þeirri með- ferð úrgangsolíu, sem nýlega var fyrir tilviljun uppgötvað á yfirráðasvæði bandaríska hersins? Sv.i Hér er um að ræða stærsta flugskýlið á Kefla- víkurflugvelli. Frárennsli frá þessu flugskýli er tvenns konar. Annars vegar eru leiðslur, sem taka við skolpi frá salernum og öðru þess háttar. Þær leiðslur eru tengd- ar skolpveitu vallarins, sem liggur í sjó fram. Hins vegar eru leiðslur til að taka við rigninarvatni af flughlaði kringum flugskýlið og á gólfi skýlisins er sjálfvirkur vatns- slökkvibúnaður í skýlisþakinu fer í gang. Þessar leiðslur liggja í þró, sem er á bersvæði. Ástæðan fyrir því að þessar leiðslur eru ekki tengdar skolpveitunni er eú, að í stórrigningum eða þegar vatnsslökkvikerfið fer í gang, er affallsvatn það mikið, að skolpveitan mundi hreinlega yfirfyllast og skolp geta flætt í hús. Þessum leiðslum er þar af leiðandi eingöngu ætlað að flytja vatn og það sem hér hefur gerst er því að á einhvern hátt hefur úrgangs- olía blandast saman við þetta vantsrennsli. Nærtækasta skýringin hlýtur að vera sú, að starfsmenn í flugskýlinu eða á flughlaðinu við skýlið hafi hellt úrgangsolíu í niðurfall, sem eingöngu eru ætluð fyrir yfirborðsvatn. Nú vil ég taka það skýrt fram, að þetta flugskýli er nokkurn veginn til helminga notað annars vegar af varnarliðinu og hins vegar af íslensku flugfélögunum, Loftleiðum, Flugfélagi Islands og Arnarflugi, sem er nú víst orðið eitt félag meira eða minna. Mál þetta er nýtilkom- ið, um mánaðargamalt, og hefur ekki unnist tími til að komast að því, hverjir eru ábyrgir fyrir því slysi, sem þarna varð. Er hætt við, að það geti orðið erfitt að sanna, hver beri ábyrgðina á því, þar sem flugskýlið hefur verið í notkun allt frá árinu 1954 og hér gæti verið um gamlar syndir að ræða. Sp. 4. Hvaða tryggingar eru fyrir því, að starfsemi bandaríska hersins mengi ekki drykkjarvatn á Suðurnesjum? Sv.i Varnarliðið og íbúar nærliggjandi byggðarlaga nota sama grunnvatnsból. Segir sig sjálft, að varnarlið- inu hlýtur að vera það jafn- mikið kappsmál og öðrum, að þetta drykkjarvatn mengist ekki, enda er ekki í mörg önnur hús að venda á þessu svæði. Sp.i 5. Hvaða breytingar hyggst utanríkisráðherra gera til að koma í veg fyrir, að bandaríski herinn feli olíu og aðra mengunarvalda í ís- lenskri jörð, fyrst fyrri loforð hersins hafa í þessu efni reynst haldlaus? Sv.i Af þeim ástæðum sem ég hef þegar greint, að það er svo augljóslega hreiniætis- og heilbrigðismál fyrir varnarlið- ið sjálft ekkert síður heldur en Islendinga að forðast þá mengun, sem hér er um talað og alla aðra mengun þá get ég ekki nema rök verði fyrir því færð, fallist á það, að varnar- liðið feli olíu eða aðra mengunarvalda í íslenskri jörð. Það mundi koma því sjálfu í koll. í sambandi við þetta mál hef ég að lokum þetta að segja:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.