Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 19 • 1. Varnaliöinu ber skylda til að fylgja í hvívetna öllum íslenskum lögum, reglum og ákvörðunum yfirvalda til að forðast mengun. Verði mis- brestur á því, ber varnarmála- nefnd skylda til að tryggja leiðréttingu þegar í stað. Varnarmálanefnd ber skylda til að hafa náið samstarf við sveitarfélögin í umhverfi flug- vallarins. Á flugvellinum sjálfum eru allan sólarhring- inn nokkur hundruð starfs- menn íslenska ríkisins við ýmiss konar verk og fara þar um nálega alla staði þannig að ætla má, að þeir myndu verða varir við brot á þessum reglum eða hættulega meng- un. • 2. Notendum á þessu stóra flugskýli hafa verið á nýjan leik gefin ströng fyrirmæli um að hella aldrei olíu eða öðrum úrgangsefnum í niðurfall. • 3. Til að koma í veg fyrir að slík óhöpp verði endurtekin, hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að olíuskiljur verði settar upp til þess að hreinsa olíuúrgang úr yfirborðsvatn- inu, ef hann skyldi þrátt fyrir allt berast þangað á nýjan leik. • 4. Vegna þessa atburðar kallaði varnarliðið hinga að til lands sérfræðing í umhverfis- vernd og mengunarmálum og kom hann til landsins 12. þ.m. Honum var falið að gera allsherjarúttekt á mengunar- hættu á varnarliðssvæðinu. Tímaspursmál, hvenær mengun segir tii sín Gunnlaugur Stefánsson (A) höfðaði til skýrslu fulltrúa hreppsnefndar Ytri-Njarðvík- ur frá 1970 um mengunar- hættu frá vellinum á vatnsból á Suðurnesjum. Taldi hann það aðeins tímaspursmál, hvenær slík mengun segði til sín. Gagnrýndi hann harðlega viðbrögð varnarmálanefndar við ítrekuðum viðvörunum sveitarstjjórnarmanna í þess- um efnum. Hún hefði nánast enga samvinnu haft við við- komandi sveitarfélög í þessu efni. Karl Steinar Guðnason (A) tók í líkan streng en á hógværari hátt. Stefán Jóns- son (Abl.) sagði óhæfu að bandarískur sérfræðingur kannaði þessa mengunahættu — það ætti heilbrigðiseftirlit ríkisins að gera. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) sagði embættismannavaldið setja öll slík varnarliðsvandamál í „fjársjóð gleymskunnar". Boðaði hann tillöguflutning um rannsóknarnefnd þing- manna vegna umræddrar hættu og annarra, er störfuðu af varnarliðsdvöl. Einar Ágústsson, fv. utan- ríkisráðherra, rakti í ítarlegu máli þróun öryggisvarna- á flugvallarsvæðinu í hans ráð- herratíð og taldi flest ofsagt í lýsingum sumra þingmanna. Fagnaði hann að fá tækifæri til að ræða þessi mál ofan í kjölinn í umræðu um boðaða tillögu Ól.'R. Gr., þar sem 2ja mín. takmörkun ræðutima í fyrirspurnatíma gæfi fremur tilefni til fullyrðinga en rök- ræðna. Benedikt Grö dal (A) mótmælti því að spjótum væri beint að embættismönnum utanríkisráðuneytis og varnarmálanefndar, ranglega og ómaklega, á vettvangi þar sem þeir hefðu ekki aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér, í málum er utanríkisráðherra á hverjum tíma bæri ábyrgð á. Þingstörf í gær: Landhelgishagsmun- ir ó dagskrá Fundir vóru í Sameinuðu þingi í gær. Eyjólfur Konráð Jóns- son (S) mælti fyrir þremur tillögum, sem hann og fl. þingmenn Sjálfstæðis- flokksins flytja: 1) um samninga við Norðmenn um réttindi landanna á íslandshafi, 2) um rann- sókn á landgrunni Islands og 3) um Landgrunnsmörk íslands til suðurs. Til máls tóku Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, Matth- ías Bjarnason (S), fv. sjáv- arútvegsráðherra, og Einar Ágústsson, fv. utanríkis- ráðherra. Umræðum um þessi gagnmerku mál, sem svo mjög varða framtíðar- hagsmuni þjóðarinnar, verða gerð nánari skil á þingsíðu Mbl. síðar. Steingrímur Hermannsson, dómsmála- ráðhérra, svaraði fyrir- spurn frá Svövu Jakobs- dóttur (Abl), um lögfræði- þjónustu fyrir efnalítið fólk. Sagði hann starfshóp kanna, hvern veg slíkri þjónustu yrði bezt fyrir komið. Gagnasöfnun hefði farið fram. Gert væri ráð fyrir tillögugerð fyrir marzbyrjun nk. Oddur Ólafsson (S), vakti athygli á lögfræðiþjónustu Ör- yrkj abandalagsins. Fyrirspurnir og svör Sami ráðherra svaraði fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Abl). varðandi riðuveiki í sauðfé. Sagði hann að sauðfjárveikivarn- ir hefðu gert tillögur um viðbrögð, sem væru í at- hugun ráðuneytisins. Sami ráðherra svaraði og fyrirspurn frá Pálma Jóns- syni (S) um jarðarkaupa- lán; lánsmöguleika Stofn- lánadeildar landbúnaðar- ins. Frá umræðum um þessa fyrirspurn verður sagt á þingsíðu síðar, en ráðherra taldi lánsfjárút- vegun í hlaðvarpa. Annarra dagskrármála er getið hér á þingsíðunni. Arnarfíug fíggurmeð pílagríma ARNARFLUG hefur samió við Yemen Airways um pílaKríma- fluK milli Sanaa f Jemen otí Jedda í Saudi-Arabíu. Flutninfíarnir hófust á sunnudas en að siign Stefáns Ilalldórssonar hjá Arnar- Ílusíi verða fluttir 6 —9000 manns þarna f milli. Flugið tekur hálfan annan tíma ok eru farnar 3—1 ferðir á das en 149 pilaKrímar eru íluttir í hverri ferð. Flutninsarnir til Jedda standa yfir til 5. nóvemher ok heimferðirnar verða á tímabil- inu 13. nóvember til 3. descmber. Liðlesa 20 manns starfa í tengsl- um við þetta flug. Arnarflug á tvær flugvélar ok er hin í áa'tlunarfluKÍ fyrir Air Malta. ,U(.I.VSIN(,ASÍMIVN KR: 22480 Þingsályktunar- tillaga: Niðurfell- ing gjalda á vétum fur- ir fískiðnað LÖGÐ hefur verið fram í sameinuðu þingi til- laga til þingsályktunar um niðurfellingu að- flutningsgjalda og sölu- skatts á vélum, tækjum og öðrum búnaði til fiskiðnaðar. Flutnings- menn eru tveir þing- menn Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Guðmundur H. Garðarsson og Guð- mundur Karlsson. Þingsályktunin er á þá leið, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta sémja frumvarp til laga um nauðsyn- legar lagabreytingar svo að niður falli aðflutningsgjald, vörugjald og söluskattur á vélum, tækjum og öðrum bún- aði til fiskiðnaðar, og leggja það fyrir yfirstandandi þing. í greinargerð kemur fram, að óþarfi sé að fjölyrða um nauðsyn þess að íslenzkur fiskiðnaður búi jafnan við beztu rekstrarkjör, þar sem hér sé um að ræða iðnað sem mesta þýðingu hafi fyrir heild- arafkomu þjóðarinnar og gjaldeyrisöflun. ísl. fiskiðnað- ur eigi við harða samkeppni að stríða á helztu fiskmörkuðum heims. Sé þýðingarmikið að þannig sé að hinum búið hérlendis að fiskiðnaðurinn sé vel í stakk búinn til að mæta samkeppninni við erlenda keppinauta. Mikilvægt atriði í þeim efnum sé fólgið í aukinni vélvæðingu, sem þó eigi sér- staklega við hraðfrystiiðnað- inn en aukin notkun véla og tækja í öðrum greinum fisk- iðnaðar hafi einnig mikla þýðingu. Telja flutningsmenn að með niðurfellingu þeirra gjalda sem í þingsályktuninni felast, sé gengið nokkuð til móts við þarfir fiskiðnaðarins í þessum efnum. • r Dekraðuvi 1BADEDAS baði er maður dásam- lega einn í heiminum. Yndislegt að hafa tíma til að slappa af, hugsa og dreyma. Að dekra algjörlega við sjálfan sig í einrúmi, þó að aðeins sé um stuttan tíma að ræða. Að safna kröftum og áræði til að framkvæma eitthvað af öllu því, sem mann langar til. badedas - er vellíðan sem mann einungis hafði dreymt um, nú veruleiki. BADEDAS fæsi einnig sem sápa og freyðibað, sem þú getur treyst. Frettir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.